Morgunblaðið - 04.12.2012, Side 10

Morgunblaðið - 04.12.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is É g er bara dæmigerð manneskja sem er kannski undir nokkuð miklu álagi eins og við erum mjög mörg,“ seg- ir Ingibjörg Birna Ólafsdóttir sem stofnaði góðgerðarfélagið Dýrmæt heilsa – dýrmæt börn á árinu. Haust- ið 2011 var Ingibjörg undir töluverðu álagi og eina nóttina var hún seint á ferðinni og hafði verið með verk fyrir brjóstinu í nokkra klukkutíma sem ágerðist síðan og leiddi út í handlegg og í kjálkann auk örs hjartsláttar. „Ég vissi að þetta voru einkenni sem gætu bent til hjartaáfalls. Ég fann að ég var að missa meðvitund í bílnum.“ Ingibjörg hringdi í 112 og gaf upp einkennin. Hún komst heim þangað sem sjúkraflutningamennirnir komu og tóku blóðþrýstinginn og settu á hana hjartalínurit. „Þá sást að blóð- þrýstingurinn var vel yfir 220, þannig að það var greinilegt að það var eitt- hvað athugavert en hjartalínuritið virtist hins vegar vera í lagi.“ Var undir of miklu álagi Ingibjörg var flutt á spítalann um nóttina þar sem hún fékk sprengitöflu og læknirinn tók hana tali og bað hana vinsamlegast um að reyna að draga úr álaginu. Líkaminn væri að kvarta undan álagi og nú þyrfti hún að forgangsraða rétt. „Ég jafnaði mig smám saman á þessu en svo 18. desember skaut dag- setningunni 12.12.12 upp í höfuðið á mér og þessi hugmynd kom til mín. Ég sá fyrir mér að ganga 1200 kíló- metra og synda 120 kílómetra. Ég Hreyfir sig fyrir veik börn Ingibjörg Birna Ólafsdóttir setti sér það markmið að ljúka við 1200 km göngu og 120 km sund á árinu 2012 og að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins. Núna, 12.12.12, mun hún svo afhenda söfnunarupphæðina. Sund Ingibjörg segir aldrei ófært í sundlaugarnar en á þessari mynd hefur hún nýlokið við að synda síðasta kílómetrann af þeim 120 sem hún synti á árinu. Morgunblaðið/Kristinn Göngugarpur Af þeim 1.200 km sem Ingibjörg gekk á árinu skilaði hún mörgum þeirra af sér í Kópavogsdalnum. Á meðan einhverjir láta snjókomu og fannfergi norðan heiða trufla sig eru fjöldamargir sem fagna þessari björtu gjöf veðurguðanna. Nú er til- valið að gramsa í geymslunni og finna til skíðin, brettin og skóna og gera fjölskylduna klára í að halda til fjalla. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opn- að fyrir 10 dögum og á heimasíðu svæðisins, hlidarfjall.is, má nálgast allar upplýsingar um þjónustutíma, veður, rútuferðir og skíðaskóla. Þeir sem hræðast snjófok og lélegt skyggni geta skoðað vefmyndavél- arnar á heimasíðunni áður en bíllinn er hlaðinn og nestið smurt. Á heima- síðunni má einnig finna kort sem út- listar allar lyftur, skíðaleiðir og nokkrar gönguskíðabrautir. Enginn þarf því að fara óundirbúinn í brekk- urnar. Á skíðum skemmti ég mér – trallallala. Vefsíðan www.hlidarfjall.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Um 600 manns renndu sér á fyrsta skíðadegi í Hlíðarfjalli í ár. Þegar jörð huldi snjór Nú er hægt að forskrá sig bæði í Kaldárhlaupið og Gamlárshlaup ÍR á www.hlaup.is. Forskráningu lýkur í hið fyrrnefnda laugardagskvöldið 15. desember kl. 22:00 en hið síð- arnefnda sunnudagskvöldið 30. des- ember kl. 24:00. Forskráning er til þæginda fyrir hlaupara sem þá þurfa eingöngu að fá afhent númer þegar þeir mæta í hlaup. Þess ber að geta að ef hlaupari forfallast verður að láta vita um slíkt á netfangið hlaup- @hlaup.is í síðasta lagi áður en for- skráningu lýkur til að eiga rétt á end- urgreiðslu (nema aðrar reglur gildi fyrir viðkomandi hlaup). Endilega… …forskráið ykkur í hlaup Gamlárshlaup Sveinki sprettir úr spori. Mikil þörf er á að auka við daglega hreyfingu Breta og hvetja þá til að ganga eða hjóla styttri vegalengdir frekar en að nota bílinn. Í grein á vef- síðu breska dagblaðsins The Guardi- an kemur fram að stjórnvöld þurfi að hvetja til þess innan vinnustaða og skóla að fólk hreyfi sig meira og stuðningur verði veittur til einhvers konar aðgerða. Í nýlegri rannsókn sem gerð var innan heilbrigðisgeir- ans kemur fram að nærri ? breskra karlmanna og ¾ kvenna stundi ekki nægilega hreyfingu til að viðhalda hreysti. Í dag gengur eða hjólar hver Breti að meðaltali tæplega 129 km minna á ári en fyrir áratug. Í dag hjóla aðeins 2% Breta reglulega á milli staða mið- að við 26% Hollendinga og 19% Dana. Segja aðstandendur rannsókn- arinnar að átakinu sem hefja þurfi nú í Bretlandi megi líkja við 50 ára bar- áttu við að draga úr reykingum fólks. Hreyfingarleysi Breta Rannsókn sýnir að stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða London Ætli ferðamenn verði orðnir þeir einu sem nenna að ganga um borgina? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. TAKTU ÞÁTT Í JÓLARÚLLULEIK PAPCO! Með því að kaupaWC pappír og eldhúsrúllur frá Papco fyrir jólin áttu möguleika á að vinna glæsilegan vinning í jólarúlluleiknum. Fjöldi frábærra vinninga, snjóbretti, bindingar og skór frá Mohawks, úlpur frá Cintamani, Hamax-sleði, árskort í Hlíðarfjall og margt, margt fleira! WWW.PAPCO.IS STYRKJUM GOTT MÁLEF NI! EIN RÚLLA AF HVERRI SELDRI PAK KNINGU RENNUR TI L MÆÐRA- STYRKSNEF NDAR F ÍT O N / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.