Morgunblaðið - 18.12.2012, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. D E S E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 297. tölublað 100. árgangur
DRAMATÍK,
ENDURFÆÐING
OG INNILEIKI
MERCEDES
BENZ A-CLASS
SIGURVEGARI
SKÍÐAGANGA ER
SKEMMTILEG FJÖL-
SKYLDUÍÞRÓTT
BÍLAR ULLUR HELDUR NÁMSKEIÐ 10NÝJAR ÍSLENSKAR PLÖTUR 40
Kynnisferðir íhuga alvarlega að
kæra útboð Sambands sveitarfélaga
á Suðurnesjum (SSS) á akstri milli
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og
Reykjavíkur. Fyrirtækið skoðar að
bera málið undir Samkeppniseftir-
litið og íhugar að kæra útboðið í
heild til kærunefndar útboðsmála.
Kynnisferðir hafa verið með flug-
rútuna frá 1976 og með sérleyfið í
mörg ár. Allrahanda hafa einnig
verið með þjónustu á leiðinni um
tíma og veitt samkeppni, í trássi við
vilja SSS.
Í útboði SSS er gert ráð fyrir að
einum verktaka verði falið að annast
aksturinn og ekki víst að þessi fyrir-
tæki hreppi hnossið. Þá er gert ráð
fyrir að hluti fargjaldatekna, að lág-
marki 35%, verði notaður til að efla
almenningssamgöngur á svæðinu.
„Við höfum fjárfest mikið í vöru-
merki, aðstöðu, bílum, söluleiðum og
viðskiptasamböndum til þess að
komast á þann stað sem við erum á
nú. Við sjáum ekki ástæðu til að
bjóða út almenningssamgöngur þeg-
ar samkeppni virkar á leiðinni. Hver
er þörfin?“ segir Kristján Daníels-
son, framkvæmdastjóri Kynnis-
ferða. Fyrirtækið hefur lýst því yfir
að það muni aka áfram á leiðinni,
hver sem niðurstaða útboðs verður.
Gunnar Þórarinsson, formaður
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum, segir að fyrirtækin muni
geta keppt um að fá samninginn. Í
því felist samkeppnin. »18
Munu aka áfram þótt aksturinn til
flugstöðvarinnar hafi verið boðinn út
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Grundvallaratriðið í þessu er að handhafar
aflaheimilda eiga stjórnarskrárvarinn rétt til
aflaheimilda sinna. Það er óumdeilt enda
kemur fram í athugasemdum við frumvarpið
að ekki sé hróflað
við þeim rétti sem
til staðar er. Það
breytir því ekki að
ákvæðið sem slíkt
er mjög gagnrýn-
isvert,“ segir
Friðrik J. Arn-
grímsson, fram-
kvæmdastjóri
LÍÚ, um 34. grein
stjórnlagafrum-
varpsins um sam-
eiginlega eign
þjóðarinnar á
náttúruauðlindum.
Fengu álitsgerð lögfræðistofu
Lögmannsstofan Lex vann álitsgerð fyrir
LÍÚ vegna stjórnlagafrumvarpsins og er ein
niðurstaðan sú að samþykkt frumvarpsins
myndi skapa algera réttaróvissu um stöðu
réttinda hjá handhöfum aflaheimilda.
Þá er það mat Arnórs Snæbjörnssonar,
lögfræðings hjá atvinnuráðuneytinu, að til-
laga stjórnlagaráðs um að fella brott 2. máls-
grein 72. greinar stjórnarskrárinnar sé rök-
studd með skýringum sem séu „reistar á
hæpnum eða villandi forsendum“. En þar er
m.a. kveðið á um heimild löggjafans til að
takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fast-
eignir á Íslandi.
MÁkvæði stjórnlagaráðs »17
Skapar
óvissu í
greininni
„Ákvæðið sem slíkt
er mjög gagnrýnisvert“
„Sameiginleg
eign þjóðar“
» Í 34. grein stjórn-
lagafrumvarpsins
segir að auðlindir í
náttúru Íslands,
sem ekki séu í
einkaeigu skuli vera
sameiginleg og
ævarandi eign
þjóðarinnar.
dagar til jóla
6
Skyrgámur
kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
„Við erum ekki tilbúnir að lýsa því
yfir að við munum framlengja
samninginn eins og málin líta út
núna,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, eftir að hann kom af
fundi í gær þar sem fulltrúar SA
og ASÍ tilgreindu ólík sjónarmið
sín. Samtök atvinnulífsins munu
ekki hafa frumkvæði að því að
segja upp kjarasamningum, að
sögn Vilmundar Jósefssonar, for-
manns SA. Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri SA, segir að þó
að meginmarkmið um kaupmátt-
araukningu hafi náðst sé ábyrgð
stjórnvalda mikil þegar kemur að
minni hagvexti en áætlaður hafði
verið. »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrsti fundurinn SA og ASÍ komu saman á fundi í gær og ræddu kjaramál.
ASÍ er ekki tilbúið að
framlengja samninga
Feðgarnir Skúli Skúlason og Guðmundur
Margeir frá Hallkelsstaðahlíð nældu sér í síld
sem lá dauð í fjörunni í Kolgrafafirði í gær.
Nokkuð hefur verið um að bændur hafi
náð sér í síld í fjörunni og hér má sjá feðg-
ana bera síldina að hestakerru þar sem síldin
var söltuð jafnharðan. Feðgarnir segjast ætla
að nota síldina í fóður fyrir kindurnar á bæn-
um.
Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funduðu
í gær í sjávarútvegsráðuneytinu vegna máls-
ins og munu sérfræðingar fara í dag að rann-
saka aðstæður í firðinum.
Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um
Nýta síldina til fóðurs
Bændur sóttu sér síld í Kolgrafafirði Sérfræðingar skoða aðstæður í
dag og taka á ákvörðun um hvort hreinsunar sé þörf Enn líf í firðinum
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Fínt fóður Nóg var að gera í Kolgrafafirði í gær. Þessir feðgar settu síldina beint í söltun og hyggjast nota hana sem kindafóður.
hvort og þá með hvaða hætti hreinsunarstarf
mun fara fram. „Það er ekki auðvelt að tína
fiskinn af botninum. Ef fiskurinn er þarna í
gríðarlegu magni getur myndast grútur sem
getur fest í fugli. Því gæti þurft að hreinsa
þarna til að koma í veg fyrir mengun,“ segir
Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri nytja-
stofnasviðs Hafrannsóknastofnunar.
Fyrir viku mældust 250-270 þúsund tonn
af síld í firðinum en að sögn Þorsteins náði
hluti hennar að flýja kaldan sjóinn. „Við höf-
um heyrt af því að það sé enn töluvert af síld
þarna. Það kemur þó betur í ljós [í dag] þeg-
ar við förum á staðinn.“
Ljósmynd/Erlendur Bogason
Síld á botninum Erlendur Bogason kafari
myndaði botn Kolgrafafjarðar í fyrradag.