Morgunblaðið - 18.12.2012, Page 4

Morgunblaðið - 18.12.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Egill Ólafsson egol@mbl.is „Við munum ekki hafa frumkvæði að því að segja upp kjarasamning- um,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samtökin séu tilbúin til að ræða við verkalýðshreyf- inguna um kjarabætur án beinna launahækkana. ASÍ hefur hins veg- ar enga ákvörðun tekið enn um hvort samningum verði sagt upp. Í janúar verða forsendur gildandi kjarasamninga á almennum vinnu- markaði metnar, en verði þeim ekki sagt upp hækka laun um 3,25% þann 1. febrúar nk. og gilda þá samningarnir sem ritað var undir í maí 2011 til loka janúar 2014. Samninganefnd ASÍ átti í gær fund með framkvæmdastjórn SA þar sem rætt var um endurskoðun kjarasamninga. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum, en end- anleg ákvörðun um endurskoðun samninga þarf að liggja fyrir eigi síðar en 20. janúar. Markmið um hagvöxt náðist ekki Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, sagði að meginmarkmið kjara- samninga um aukinn kaupmátt hefði náðst . Hann sagði hins vegar markmið um hagvöxt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að á fundinum hafi verið farið yfir ólíka sýn og áherslur. „Það er ljóst að við teljum halla á okkar launamenn, því þó að kaupmáttarforsendur hafi staðist þá hefur verðbólguforsendan ekki gert það. Því er það svo að þó almennir launamenn hafi fengið launa- hækkanir, þá hefur það ekki leitt til aukins kaupmáttar. Það var sjálfstæð forsenda í samningum að verðbólgan yrði 2,5% en ekki 4,3%,“ segir Gylfi. Hann segir fyrirtækin í landinu ásamt sveit- arfélögum og ríkinu bera ábyrgð á aukinni verðbólgu. „Þeir telja að meginforsendan hafi verið kaupmáttur en verðbólgan hafi verið væntingum háð. SA hafa lagt áherslu á að fyrirtækin tryggi sinn hag með hækkuðu verði. Það er eins og fyrirtækin eigi hreinlega að velta hækkunum á launamenn, en þá er verið að brjóta kjarasamninga,“ segir Gylfi. Teljum halla á launamenn FORSETI ASÍ SEGIR KAUPMÁTT EKKI EINU FORSENDUNA Gylfi Arnbjörnsson ekki hafa gengið eftir. Hagvöxtur væri 8,3% á tímabilinu 2011-2013 en hefði þurft að vera 14%. Það vanti því um 100 milljarða inn í hagkerfið. Vilhjálmur sagði að markmið um 2,5% verðbólgu og markmið um hækkandi gengi hefði hins vegar ekki náðst og ennfremur vantaði talsvert á að stjórnvöld hefðu staðið við skuldbindingar sínar. Vilhjálmur sagði varðandi hlut stjórnvalda að það væri alveg skýrt að stjórnvöld hefðu ekki staðið við fyrirheit um lækkun trygginga- gjalds. Ástæðan fyrir því að hag- vöxtur væri minni en vonast hefði verið eftir og verðbólgan væri meiri, væri sú að ekki hefði orðið hér það innstreymi fjármagns til fjárfestinga sem menn hefðu reikn- að með þegar kjarasamningarnir voru gerðir. Þetta hefði stuðlað að hærra gengi og það hefðu ekki orðið til þau nýju störf sem vonast var eftir. Hann sagði að erfiðleikar á út- flutningsmörkuðum hjálpuðu ekki til, sérstaklega þegar búið væri að skattleggja sjávarútveginn alveg undir drep. Morgunblaðið/Árni Sæberg Miklar hækkanir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA bendir á miklar hækkanir á fundinum í gær. Ætla ekki að segja upp samningum  Meginmarkmið samninga um aukinn kaupmátt náðist Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það er ef til vill engin sérstök ástæða til þess að stjórnarskrárbinda íslensku sem þjóðtungu Íslands á meðan enginn vafi leikur á því að hún sé opinbert tungumál í landinu, en það virðist vera hægt að sjá merki þess núna á síðustu árum að það sé ekki sjálfsagt mál að íslenskan sé að- altungumálið á Íslandi,“ segir Ari Páll Kristinsson, rannsóknaprófess- or við Árnastofnun, en hann er einn af fjórum umsagnaraðilum sem vilja að nýtt frumvarp til stjórnskipunar- laga innihaldi grein þar sem kveðið er á um stöðu íslensku sem opinbers tungumáls Íslands. Þá verði íslenskt táknmál staðfest sem fyrsta mál þeirra sem reiði sig á það. Í aðfaraorðum stjórnarskrárfrum- varpsins er minnst á tungu og menn- ingu en ekki tekið fram hvaða tungu- mál átt sé við og í 6. grein frumvarpsins er tekið fram að ekki megi mismuna fólki á grundvelli tungumála. Ekkert er hins vegar minnst á stöðu íslenskunnar í frum- varpinu. Ari Páll segir að fyrst verið sé að eiga við stjórnarskrána á annað borð og nefna tungumál í henni sé komin ástæða til að nefna það berum orðum í stjórnarskránni að íslenskan og íslenskt táknmál séu tungumál Ís- lendinga. „Hafi verið einhver vafi á að það væri þörf á því er enginn vafi á því lengur úr því að hugtakið tungu- mál er í frumvarpinu.“ Vilji löggjafans skýr Ari Páll ritaði grein í Morgun- blaðið um stöðu íslenskunnar árið 2002 þar sem hann spurði hvort staða íslenskrar tungu væri nógu trygg samkvæmt hefð eða hvort það væri nauðsynlegt að kveða sérstaklega á um stöðu hennar berum orðum í lög- gjöf. Alþingi samþykkti svo lög sum- arið 2011 þar sem staða íslenskunnar og íslensks táknmáls sem tungumála Íslands var stað- fest. „Það er því ekki nokkur vafi á því hver vilji löggjafans er í þessum málum og því virðist það vera eðlilegt skref að segja það berum orðum í stjórnarskránni, fyrst það stendur til að breyta henni.“ Vilja fá íslensku sem þjóðtungu í stjórnarskrá  Telja þörf á því að stjórnarskrár- binda íslensku og íslenskt táknmál Morgunblaðið/Golli Stjórnlagaráð Fjórir umsagnarað- ilar vilja íslensku í stjórnarskrá. Alls bárust stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjórar umsagnir þar sem lagt var til að íslenskan yrði gerð að formlegri þjóðtungu í stjórnarskrá. Auk Ara Páls sendu þær Guðrún Kvaran, formaður íslenskrar málnefndar, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, báðar inn umsagnir fyrir hönd sinna stofnana. Guðrún Nordal sendi einnig inn, ásamt Júlíusi Sólnes, fyrrv. ráðherra, og Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrv. forseta lýðveldisins, umsögn þar sem lagt er til að 2. grein stjórnarskrárinnar hljóði svo: „Íslenska er þjóðtunga Íslend- inga. Hana ber að vernda og varð- veita.“ Vilja vernda og varðveita UMSAGNIR UM ÍSLENSKU Vigdís Finnbogadóttir Skákfélag Vinjar, í samstarfi við Hrókinn, hélt jóla- skákmót í Vin í gær og var góð stemning. Vin er at- hvarf Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir og Hrókurinn hefur komið að skákiðkun þar í fjögur ár. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hugaríþrótt iðkuð af miklum móð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.