Morgunblaðið - 18.12.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.12.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Atli Vigfússon Mikið vantar upp á að hægt sé að anna eftirspurn eftir þingeyskum jólatrjám þetta árið. Ástæðan er sú að flest tré í Suður-Þingeyjarsýslu eru á kafi í snjó og hvorki hægt að höggva þau, né ná þeim úr snjónum. Engin tré verða til sölu úr Vagla- skógi nú fyrir jólin og að sögn Ólafs Ingólfssonar, bónda í Hlíð í Þingeyj- arsveit, sem starfar við umhirðu trjáa í Fellsskógi og Fossselsskógi, verður hann einungis með 40 tré til sölu í stað u.þ.b. 300 trjáa á sl. ári. Fólk á svæðinu þarf því að leita út fyrir hérað, en hjálparsveitir sem hafa haft tré af þessu svæði í sölu munu t.d. á tré austan af landi úr skógum þar sem fannfergi er minna. Ólafur segir að tjón hafi orðið mjög mikið á trjánum vegna bleyt- ustórhríða og hundruð trjáa ef ekki þúsundir séu brotin. Ekki verður hægt að gera sér grein fyrir tjóninu að fullu fyrr en snjóa leysir í vor. Margir skógarbændur hafa því séð áratuga vinnu sína verða að engu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Ekki hægt að höggva jólatré vegna snjóa Rauðgreni Ólafur Ingólfsson, bóndi í Hlíð, með nokkur rauðgrenitré sem hann náði úr fönninni, en góður vöxtur hefur verið á trjám í Þingeyjarsýslu undanfarið. Flest tré í Suður-Þingeyjarsýslu eru hinsvegar á kafi í snjó. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að fella niður álagningu sorpgjalda ársins og leggja ný gjöld á, heldur lægri en þau fyrri. Úrskurðar- nefnd um um- hverfis- og auð- lindamál felldi niður álagningu sorphirðugjalds á eiganda húss í Borgarnesi. Niðurstaðan grundvallaðist á því að samkvæmt lögum um holl- ustuhætti og mengunarvarnir megi gjöld aldrei vera hærri en sem nemur rökstudd- um kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd eftirlits. Í lögum um meðhöndlun úrgangs segir sömuleið- is að innheimt gjald skuli aldrei vera hærra en sem nemur þeim kostnaði sem falli til í sveitarfélaginu við með- höndlun úrgangs og tengda starf- semi. Sorphirðugjöldin voru hækkað um 5% frá fyrra ári og námu í heild um 60 milljónum kr. Úrskurðarnefndin taldi að það væri umfram kostnað sveitar- félagsins. Gjöldin sem nú hafa verið lögð á eru tæplega 7% lægri en þau sem lögð voru á í byrjun árs og verða því held- ur lægri en á árinu 2011. Húseigandi í Borgarnesi sem greitt hefur 31 þús- und kr. á í raun að greiða 28.900 krón- ur og fær því um 2.100 króna inneign á sorpgjaldareikning næsta árs. Hvert heimili í dreifbýli þarf að greiða 17.400 krónur og hvert frí- stundahús 11.700 krónur. Þá verða innheimtar 15.200 krónur fyrir hvert aukasorpílát vegna söfnunar og förg- unar. helgi@mbl.is Sorpgjöld felld nið- ur og lögð á að nýju Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri  Borgarbyggð bregst við úrskurði SVIÐSLJÓS Skúli Hansen skulih@mbl.is Áfengissala hér á landi jókst veru- lega á árunum fyrir hrun, þ.e. frá 2006-2008. Eftir samdrátt sem staðið hefur yfir frá árinu 2009 er salan hinsvegar að færast í svipað horf og hún var fyrir þessi þensluár. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í um- sögn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármál- um, svokallaðan bandorm. Miðað við upplýsingar sem finna má í umsögninni voru tæplega 13,4 milljónir lítra af áfengi seldar hér á landi árið 2001, fjórum árum seinna var heildarsala á áfengi komin upp í rúmlega 17,2 milljónir lítra en salan náði hámarki árið 2008 þegar hún nam tæplega 20,4 milljónum lítra. Síðan þá hefur heildarsala ÁTVR á áfengi dregist saman um tæplega tvær milljónir lítra en á síðasta ári seldi ÁTVR rúmlega 18,4 milljónir lítra af áfengi. Sala á sterku áfengi var mest árið 2008 en þá nam hún tæplega 1,1 milljónum lítra. Strax árið 2009 fór salan niður í 919 þús- und lítra, árið þar á eftir nam hún 828 þúsund lítrum og í fyrra var heildarsala sterks áfengis 798 þús- und lítrar. Þá spáir ÁTVR því að heildarsalan á sterku áfengi á þessu ári muni nema 760 þúsund lítrum, en það væri 4,92% samdráttur frá því fyrra. Sala á sterku áfengi dróst umtals- vert meira saman við hrunið heldur en sala á léttvíni/styrktu víni og bjór. Þannig dróst salan á sterku áfengi saman um 16,38% á milli áranna 2008 og 2009. Á sama tíma dróst sala á léttvíni/styrktu víni um 3,30% og sala á bjór einungis um 0,87%. Lágt áfengisverð fyrir hrun Ef skoðuð er verðþróun þriggja áfengistegunda, St. Émelion-rauð- víns, Egils Gull bjórs í 50cl dósum og Stolichnaya vodka, þá sést að verð á áfengi lækkaði talsvert á þensluár- unum fyrir hrun. Frá hruni hefur verðþróunin á öllum þrem tegund- unum verið á uppleið ár frá ari ef frá er talið St. Émelion-rauðvínið en verðþróun þess fór eilítið niður á við á milli áranna 2010 og 2011. Þá bendir ÁTVR í umsögn sinni á fyrri athugasemdir sínar um ókosti flatra hækkana á áfengisgjaldi en að öðru leyti gerir stofnunin ekki at- hugasemdir við efni frumvarpsins. Áfengissala dregst saman  Sala á áfengi jókst verulega á góðærisárunum  Á sama tíma fór verðþróunin á áfengi lækkandi  ÁTVR spáir því að sölutölur fyrir þetta ár muni sýna samdrátt Verðþróun þriggja áfengistegunda 1995-2011 120 110 100 90 80 70 60 Rauðvín (St.Émilion) Bjór (Egils Gull 50cl) Vodka (Stolichnaya) 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Margmenni mætti til þess að heiðra Elísabetu Reykdal þegar hún fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Í afmælið mætti meðal annarra Erling Sigurður Ein- arsson, yngsti afkomandi Elísabetar. Hér er hann í fangi pabba síns, Einars Sigurðssonar, en hann er son- ur Sigrúnar Einarsdóttur sem er dóttir Elísabetar. Morgunblaðið/Kristinn Nú er öldin önnur Magnús Stefánsson verður áfram bæjarstjóri sveitarfélagsins Garðs þótt meirihlutinn sem réð hann til starfa sé fallinn. Þetta segir Einar Jón Pálsson, nýkjörinn forseti bæj- arstjórnar. Á bæjarstjórnarfundi fyrr í mánuðinum var gengið frá uppgjöri við Ásmund Friðriksson sem fyrri meirihluti sagði upp í vor. Bæjarstjórn kom saman til fund- ar í gærkvöldi til að staðfesta myndun nýs meirihluta D- og L- lista. D-listinn hefur í raun hreinan meirihluta á ný því í gær var Kol- finnu S. Magnúsdóttur, sem kosin var af D-lista en sagði sig úr meiri- hlutanum og myndaði meirihluta með N- og L-lista fyrr á árinu, veitt lausn frá störfum í bæjarstjórn. Hún óskaði sjálf eftir lausn, af per- sónulegum ástæðum. Inn kemur varamaður af D-lista. Að meirihlut- anum stendur einnig fulltrúi L- listans og hefur meirihlutinn því 5 fulltrúa af sjö. „Við ákváðum að mynda öflugan meirihluta,“ segir Einar Jón. Magnús áfram bæj- arstjóri  Aukinn meirihluti í bæjarstjórn Garðs Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 NATUSKI „Courageous” My spirit is confident and resolute

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.