Morgunblaðið - 18.12.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012
Þeir sem hafa áhuga á útivist og fjall-
göngum ættu að kætast því hin vin-
sæla æfingaáætlun „Toppaðu með
66°NORÐUR og Íslenskum fjallaleið-
sögumönnum“ hefst um miðjan jan-
úar. Verkefnið, sem er nú haldið í
sjötta skipti, nær hámarki með ferð á
Hvannadalshnjúk. Þátttakendur geta
valið um tvær dagsetningar, 25. maí
og 1. júní. Áætlun verkefnisins er í
tveimur þáttum. Annars vegar eru
sextán göngur, m.a. á Fimmvörðuháls,
sem ætlað er að efla kunnáttu, líkam-
legt form og reynslu þátttakenda áður
en haldið er á hnjúkinn. Hins vegar eru
fyrirlestrar og námskeið. Í fyrra náðu
hátt í hundrað manns að standa á
hæsta tindi Íslands eftir að hafa tekið
þátt dagskránni. Hægt er að gefa
gjafabéf í verkefnið sem gæti verið til-
valin jólagjöf fyrir útivistarfólk.
Stefnan tekin á Hnjúkinn
Hátt í 100 manns náðu að
standa á hæsta tindi Íslands
Toppað Þátttakendur geta valið um
tvær dagsetningar, 25. maí og 1. júní. Ljósmyndir/Guðmundur Hafsteinsson
Skíðað Íslandsgangan fer fram á sex stöðum snemma á næsta ári, í Reykjavík verður Bláfjallagangan 2. febrúar.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið höfum verið á göngu-
skíðum undanfarnar
þrjár vikur í Bláfjöllum
og það lítur mjög vel út
með snjóalög fyrir okk-
ur,“ segir Þóroddur F. Þóroddsson
en hann er formaður hjá skíðagöngu-
félaginu Ulli. „Við stefnum að því að
hafa námskeið fyrstu helgarnar í jan-
úar, bæði fyrir byrjendur og lengra
komna. Skíðagöngunámskeið eru fyr-
ir fólk á öllum aldri og við skiptum
fólki í nokkra hópa eftir getu og
reynslu. Námskeiðin verða í Bláfjöll-
um og þar erum við með gönguskíði
fyrir þá sem ekki eiga slíkar græjur.“
Þurfum ekki mikinn snjó
„Félög, fjölskyldur og vinnu-
staðir geta haft samband við okkur og
við útbúið námskeið fyrir viðkomandi,
en það þurfa að vera að lágmarki
fimm manns á hverju námskeiði, og
helst ekki fleiri en 25-30 manns. Hver
leiðbeinandi getur ekki haft fleiri en
tíu í einu og við viljum líka hafa gott
rými og aðstæður til að sinna fólki í
skálanum,“ segir Þóroddur og bætir
við að fólk geti skráð sig á lista heima-
síðu félagsins ullur.wordpress.com, ef
það hefur áhuga á að koma á nám-
skeið. Þá fær viðkomandi sendar upp-
lýsingar þegar að námskeiði kemur,
sem fer eftir veðri og snjóalögum.
„Það þarf miklu minni snjó fyrir
gönguskíði heldur en svigskíði.“
Unglingarnir eru fljótir
að tileinka sér tæknina
„Það er mjög misjafnt hversu
fljótt fólk er að ná tökum á gönguskíð-
unum. Grunnnámskeiðið stendur í
rúman klukkutíma og fólk fær ótrú-
lega mikið út úr því. Eftir það er um
að gera að fólk fari á skíðin og prófi
sig áfram. Við segjum stundum við
fólk sem kemur á námskeið hjá okkur
að ef það geti farið nokkrum sinnum á
gönguskíðin á næstu tíu dögum eftir
námskeið muni því fara fljótt fram.
Mjög margir fá harðsperrur eftir
fyrstu ferðina og þá er fínt að fara aft-
ur um leið og fólk hefur náð þeim úr
sér. Fólk er mjög misjafnt, með jafn-
vægi og annað. En unglingar sem
koma til okkar á námskeið eru skot-
fljótir að tileinka sér þetta, hvort sem
þeir hafa stundað svigskíði eða ekki.“
Krakkar geta byrjað þegar
þau eru fimm ára
Þóroddur segir að jafnt og þétt
fjölgi hjá Ulli, nú séu skráðir félags-
menn orðnir um hundrað og áttatíu,
þar af um þrjátíu börn, sextán ára og
yngri. Í vetur eru fimm ár frá því fé-
lagið var stofnað og hann segir áhug-
ann í samfélaginu alltaf að vaxa.
„Gönguskíðaiðkun er mjög góð fjöl-
skylduíþrótt, krakkar geta byrjað að
fara á gönguskíði um fimm ára aldur,
jafnvel yngri.“ Margir stunda skíða-
göngu sér til dægrastyttingar en svo
eru líka þeir sem keppa. „Innan
félagsins eru nokkrir unglingar sem
munu taka þátt í bikarmótum í vetur,
13-15 ára, og fullorðnir verða þar
líka.“
Ullur býður upp á
námskeið í janúar
Jafnt og þétt fjölgar hjá skíðagöngufélaginu Ulli. Nú eru skráðir félagsmenn orðn-
ir um hundrað og áttatíu, þar af um þrjátíu börn, sextán ára og yngri. Í vetur eru
fimm ár frá því félagið var stofnað og áhuginn í samfélaginu alltaf að vaxa, enda
er gönguskíðaiðkun mjög góð fjölskylduíþrótt,
Á aðventunni í góðu veðri eða jafn-
vel yfir jólahátíðina sjálfa er bæði
frískandi og notalegt að fá sér
göngutúr. Í höfuðborginni búa íbú-
ar að því að geta sótt útivistar-
svæði í næsta nágrenni við sig og
þeirra á meðal má nefna Heiðmörk.
En á vefsíðunni www. heidmork.is
má finna gönguleiðakort af svæð-
inu. Það er ekki vitlaust að skoða
það áður en haldið er af stað en á
vefsíðunni má líka nálgast nánari
upplýsingar um svæðið og ýmsa
jólalega viðburði sem þar fara fram
á næstunni. Svo er bara að klæða
sig vel og arka af stað með kakó-
brúsann á bakinu.
Vefsíðan www.heidmork.is
Krútt Þessar kanínur virðast una sér mæta vel í Heiðmörk.
Gönguleiðir á aðventunni
Morgunblaðið/Ómar
Í ár mun Trimmklúbbur Seltjarnarness
halda kirkjuhlaup á annan í jólum, líkt
og undanfarin ár. Lagt verður af stað
frá Seltjarnarneskirkju kl. 10.00. Áður
en hlaupið hefst flytur sr. Bjarni Þór
Bjarnason stutta jólahugvekju í kirkj-
unni. Leiðin liggur fram hjá Rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunni, Landakots-
kirkju, Hjálpræðishernum, Dómkirkj-
unni, Fríkirkjunni, Kirkju aðventista,
Hallgrímskirkju, Háteigskirkju, Kirkju
óháða safnaðarins, Fossvogskapellu,
Neskirkju og Seltjarnarneskirkju. Hver
og einn getur hlaupið á sínum hraða
en vegalengdin er u.þ.b. 14 km. Auð-
velt er að stytta leiðina ef fólk vill og
að loknu hlaupi býður Seltjarnarnes-
kirkja hlaupurum upp á heitt kakó og
smákökur.
Endilega …
… hlaupið í
kirkjuhlaupi
Kirkjuhlaup Hlaupið verður framhjá
nokkrum kirkjum borgarinnar.
Morgunblaðið/Júlíus
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Gjafir sem gleðja
Verð 17.000 kr.
LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660