Morgunblaðið - 18.12.2012, Side 15

Morgunblaðið - 18.12.2012, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Morgunblaðið/ ÞÖK Fisvél Flugmaður undirbýr flugtak frá Tungubökkum í Mosfellsbæ. Skúli Hansen skulih@mbl.is Orsök flugslyss sem varð á Fimm- vörðuhálsi 17. mars 2010 þegar fis- vél brotlenti þar, var vanmat á að- stæðum og reynsluleysi flugmanns vélarinnar. Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) skilaði nýlega af sér loka- skýrslu um slysið en vélin sem um ræðir, fisvél af gerðinni Fly Synt- hesis Storch CL, brotlenti í yfirflugi á Fimmvörðuhálsi með þeim afleið- ingum að vélin steyptist fram yfir fyrir sig og loftskrúfa hennar fór of- an í jörðina. Tilgangur flugsins var sá að skoða eldgosið í Fimmvörðu- hálsi. Flugmanninn sakaði ekki. Útrunnið flughæfnisskírteini Í skýrslu RNF kemur fram að flughæfnisskírteini vélarinnar. Þá kom einnig í ljós við rannsókn RNF að Fisfélag Reykjavíkur hafði al- mennt ekki endurnýjað flughæfn- isskírteini fisvéla árlega líkt og kveðið er á um í reglugerð um vélknúin fis. Þó er tekið fram í skýrslunni að í kjölfar slyssins og rannsóknar RNF á því hafi verið gerð bót á þessu. Loks beinir RNF því til fisfélaga að þau kynni fé- lagsmönnum sínum lög og reglur um rannsóknir flugslysa m.a. til að félagsmenn tilkynni án tafar flug- slys og alvarleg flugatvik á hreyf- ilknúnum fisum til FME og sömu- leiðis svo þeir hrófli ekki við rannsóknarvettvangi slyss en flug- maður fisvélarinnar sem brotlenti á Fimmvörðuhálsi hafði pakkað henni saman aftan á pallbíl áður en rann- sakandi RNF kom á vettvang. „Það var ekki á öllum vélum en þetta er í rauninni tiltölulega mikið formsatriði vegna þess að viðhald fisvéla er á ábyrgð flugmannanna en ekki annarra,“ segir Ágúst Guð- mundsson, formaður Fisfélags Reykjavíkur, spurður út í at- hugasemdir RNF um skort á end- urnýjun flughæfnisskírteina. Ágúst segir að athugasemdum RNF verði fylgt eftir af hálfu félags- ins í fullu samráði við nefndina. Flugmaður fisvélar vanmat aðstæður  Brotlenti á Fimmvörðuhálsi  Vélin var með útrunnið flughæfisskírteini Hæstiréttur stað- festi í gær gæslu- varðhalds- úrskurð yfir fjórmenning- unum sem hand- teknir voru fyrir helgi í tengslum við rekstur ólög- legs spilavítis í Skeifunni í Reykjavík. Grunsemdir eru um að fjár- hættuspilið hafi verið notað til pen- ingaþvættis. Átta voru handteknir á þriðju- dagskvöld í síðustu viku þegar lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu lét til skarar skríða gegn spilavíti sem rekið var í atvinnuhúsnæði í Skeif- unni í Reykjavík. Helmingnum var sleppt daginn eftir en þrír karlar og ein kona, sem talin eru tengjast rekstrinum, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 21. desember. Fjór- menningarnir kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar, sem staðfesti hann í gær. Að sögn Jóns H.B. Snorrasonar aðstoðarlögreglustjóra og saksókn- ara hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu gengur rannsóknin eins og efni standa til og er unnið að því að ljúka rannsóknum á þeim hlutum málsins sem ljúka þurfi áður en gæsluvarðhald rennur út á föstu- dag. Spilavítisfólk verður áfram í varðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hef- ur dæmt átján ára pilt í fimm mánaða fangelsi fyrir árás og til- raun til stór- felldrar árásar á stjúpföður sinn. Árásina framdi pilturinn 13. nóvember í fyrra á heimili þeirra. Hann var sakfelldur fyrir að slá stjúpföður sinni að lágmarki tvisvar í höfuðið með krepptum hnefa, taka hann hálstaki og snúa hann í gólfið. Árásin hafði þær afleiðingar að stjúpfaðirinn hlaut eymsli í baki, brjósti og hnakka, hrufl og mar á vinstri upphandlegg og bólgu, mar og fleiður á vinstra gagnauga. Þá var pilturinn sakfelldur fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar með því að hafa stuttu seinna sótt hníf með 21 cm löngu blaði í eldhús íbúðarinnar og otað hnífnum með ógnandi hætti að stjúpföður sínum. Hann komst und- an piltinum með því að læsa sig inni í baðherbergi en pilturinn stakk þá hnífnum í gegnum baðherbergis- hurðina. Hnífurinn kom í gegn þar sem stjúpfaðirinn var rétt áður með höfuðið. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að pilturinn var í mikilli geðshræringu og miklir erfiðleikar höfðu verið í samskiptum hans og stjúpföðurins, sem viðurkenndi að hafa lagt hendur á bróður piltsins. Dæmdur fyrir árás á stjúpföður sinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.