Morgunblaðið - 18.12.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.12.2012, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Enginn árangur varð á fundi strand- ríkja um stjórnun veiða úr norsk- íslenska síldarstofninum á næsta ári. Auk kröfu Færeyinga um aukna hlutdeild í síldveiðum á næsta ári deildu Evrópusambandið og Noregur um gagnkvæman aðgang til síld- og kolmunnaveiða. Kristján Freyr Helgason, sérfræð- ingur í atvinnuvegaráðneytinu, fór fyrir íslensku sendinefndinni á fund- inum, sem haldinn var í London á föstudag. Hann segir að staðan sé erfið og framhaldið óljóst. „Á sama tíma og síldin er í nið- ursveiflu eru komnar fram kröfur Færeyinga um aukna hlutdeild. Reynslan sýnir að ef lokið er tekið af hlutfallslegri skiptingu strandríkj- anna þá getur tekið langan tíma að komast að nýju samkomulagi,“ segir Kristján Freyr. Boðað verður til nýs fundar um stjórnun veiða á norsk-íslenskri síld og kolmunna um miðjan janúar. Færeyingar hafa enn ekki gefið upp hverjar kröfur þeirra eru um hlutdeild. Nú er skiptingin þannig að hlutur Norðmanna er 61%, Íslands 14,51%, Rússlands 12,82%, Evrópu- sambandsins 6,51% og hlutdeild Færeyinga er upp á 5,16%. Vilja svipað og Íslendingar Norska blaðið Fiskaren segist hafa heimildir fyrir því að Færeyingar vilji fá sambærilega hlutdeild og Ís- lendingar. Þeir byggja kröfu sína á því að meira hafi verið af norsk- íslenskri síld í færeyskri lögsögu síð- ustu ár heldur en þegar samning- urinn var gerður fyrir fimm árum. Þá kemur fram í blaðinu að óánægja sé með hversu stór hlutur ESB er í veið- unum þar sem nánast engin síld hafi síðustu ár veiðst á svæði ESB. Norðmenn hafa sagt upp tvíhliða samningi við Færeyinga um heimild þeirra síðarnefndu um makrílveiðar í norskri lögsögu. Á fundinum áréttuðu Færeyingar að Norðmenn hefðu ekki lengur leyfi til kolmunna- veiða í færeyskri lögsögu og hafa þeir sent Norðmönnum formlegt erindi þessa efnis, eins og greint er frá á heimasíðu færeyska sjávarútvegs- ráðuneytisins. Ágreiningur Noregs og ESB Þegar ljóst varð á fundinum að nið- urstaða fengist ekki um síldveiðarnar var haldinn fundur strandríkjanna fjögurra, án Færeyinga. Þar var í farvatninu að semja um óbreytta hlutdeild þessara aðila, en taka hlut Færeyinga til hliðar. Þá kom í ljós ágreiningur á milli Norðmanna og Evrópusambandsins um kolmunna- veiðar og í framhaldinu einnig um síldveiðar. Á heimasíðu færeyska sjávarútvegsráðuneytisins segir að ósamkomulag Noregs og ESB hafi valdið því að ekki var gengið frá samningu um stjórnun veiða á kol- munna. Á vettvangi Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) eru í undirbúningi reglur sem koma í veg fyrir veiðar annarra þjóða úr þessum stofnum á al- þjóðlegu hafsvæði á meðan ósamið er. Færeyingar vilja meira, Noregur og ESB deila Ljósmynd/Börkur Kjartansson Á loðnu Færeyska skipið Finnur Fríði og Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði á siglingu á Lónsbugt í fyrravetur.  Hvorki samið um stjórnun veiða á síld né kolmunna Heildarafli á fyrsta ársfjórðungi fisk- veiðiársins, frá 1. september til loka nóvember, nam 296 þúsund tonnum. Á sama tíma í fyrra var aflinn 287 þúsund tonn Aukning í heildarafla nemur samkvæmt því um 3,1% eða um 9 þúsund tonnum. Þar af er aukn- ing um 6 þúsund tonn í botnfiski og 3 þúsund í uppsjávarfiski. Á myndinni að ofan er yfirlit yfir aflamarksstöðu í nokkrum tegundum miðað við gær- daginn. Athygli vekur að krókaaflamarks- bátar höfðu nýtt um helming afla- heimilda í ýsu á þessum fyrsta fjórð- ungi fiskveiðiársins, segir á vef Fiskistofu. Krókaaflamarksbátar höfðu nýtt 26,3% af heildaraflaheim- ildum sínum á fyrstu þremur mán- uðum ársins reiknað í þorskígildum samanborið við 27,5% í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins veiddu íslensk skip rúmlega 10 þús- und tonnum meira af þorski en á sama tímabili í fyrra og er það um 20% aflaaukning. Ýsuaflinn dróst aft- ur á móti saman á milli ára um 2.300 tonn eða um tæp 17%. Meira af ýsu í VHS-afla Í lok nóvember hafði 572 tonnum verið landað sem VS-afla samanborið við 458 tonn í fyrra, en hluti af and- virði þess afla greiðist í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Megnið af VS- aflanum var þorskur en mikil aukn- ing er í löndun ýsu sem VS-afla, segir á vef Fiskistofu. Ýsan fer í 151 tonn en var 48 tonn á sama tíma í fyrra. Leyfilegur VS-afli reiknast nú fyr- ir hvern ársfjórðung í stað ársins í heild og ekki er hægt að flytja heim- ildir í VS-afla á milli ársfjórðunga. aij@mbl.is H ei m ild :F is ki st of a. is Þorskur 34.6%Aflamark 160.151 Afli t/ aflamarks 55.485 Ýsa Aflamark 30.860 Afli t/ aflamarks 10.164 32.9% Ufsi 32.6%Aflamark 42.170 Afli t/ aflamarks 13.735 Karfi/gullkarfi Aflamark 45.016 Afli t/ aflamarks 13.332 29.6% Keila Aflamark 5.909 Afli t/ aflamarks 1.406 23.8% Steinbítur Aflamark 7.458 Afli t/ aflamarks 1.098 14.7% Grálúða Aflamark 13.538 Afli t/ aflamarks 2.711 20% Skarkoli Aflamark 6.252 Afli t/ aflamarks 1.717 27.5% Langa Aflamark 9.342 Afli t/ aflamarks 2.099 22.5% Krókabátar hálfn- aðir með ýsuna Umhverfis- og samgöngunefnd Al- þingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum. Breyt- ingin er í þá veru að ökuskírteini verði frá og með 19. janúar 2013 aðeins gef- in út til 15 ára. Um er að ræða lögleið- ingu tilskipunar Evrópuþingsins og Evrópuráðsins. Í greinargerð segir að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins frá 20. desember 2006 um ökuskírteini hafi verið tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar hinn 14. mars 2008 og að með umræddri lagabreytingu sé innleitt ákvæði í tilskipuninni. Er lögð til sú breyting á gildandi lögum að fullnaðar- skírteini gildi ekki lengur þar til hlutað- eigandi er fullra 70 ára heldur einungis í 15 ár frá útgáfu þess. Breytingin hefur ekki áhrif á ökurétt- indi sem hafa verið veitt eða verið afl- að fyrir gildistökudag laganna. Gildistökuákvæðið er miðað við gildistöku 19. janúar 2013 en frá og með þeirri dagsetningu skulu skír- teinin gefin út samkvæmt hinum nýja gildistíma, í 15 ár. „Því er áríðandi að lögin verði samþykkt og birt fyrir 19. janúar 2013,“ segir í greinargerðinni. Ökuskírteinin til 15 ára Komdu við og kynntu þér samskiptatæki sem gætu opnað nýjan heim fyrir þig og þína. Ellisif Björnsdóttir heyrnarfræðingur Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur Sími 534 9600 · heyrn.is Opið kl. 9.00-16.30 Verð nú 27.455 kr. Einfalt og ódýrt samskiptatæki með 15% jóla- afslætti til áramóta Jólagjöfin fyrir þá sem vilja heyra betur Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.