Morgunblaðið - 18.12.2012, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012
● Í Morgunkorni
greiningar Ís-
landsbanka í gær
er því spáð að at-
vinnuleysi muni
fara lækkandi á
næsta ári og spáir
greining Íslands-
banka því að
skráð atvinnuleysi
á næsta ári verði
4,6% að með-
altali.
„Tökum við þar inn í reikninginn að
bráðabirgðaákvæðið um rétt ein-
staklinga til atvinnuleysisbóta í fjögur
ár í stað þriggja verður ekki fram-
lengt nú um áramótin.
Atvinnuleysi samkvæmt skráningu
Vinnumálastofnunar mun lækka af
þessum sökum, en um 3.000 ein-
staklingar, sem er tæplega þriðjungur
af þeim sem skráðir voru án atvinnu í
nóvember sl., munu fullnýta sinn
bótarétt á næsta ári,“ segir orðrétt í
Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.
Dregur úr atvinnuleysi?
Fækkar atvinnu-
lausum 2013?
● Sala á ríkis- og íbúðabréfum fór fram
hjá Lánamálum ríkisins í gærmorgun.
Útboðinu var þannig háttað að öll sam-
þykkt tilboð buðust bjóðendum á sama
verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta
ávöxtunarkrafa) ákvarðaði söluverðið. Í
boði voru eftirfarandi flokkar: RIKB 19
0226 og HFF150224.
Alls bárust í fyrri flokkinn tilboð að
fjárhæð 5.200 m.kr. að nafnverði. Til-
boðum var tekið fyrir 2.700 m.kr. að
nafnverði á verðinu 113,400 (6,08%
ávöxtunarkrafa). Alls bárust í seinni
flokkinn tilboð að fjárhæð 3.120 m.kr.
að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir
1.000 m.kr. að nafnverði á verðinu
109,050 (2,13% ávöxtunarkrafa).
Ríkis- og íbúðabréf
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
,/0.1+
+,2.-3
,,.,++
,,.02-
+4.50+
+12.,1
+.3/02
+50.+
+-3.23
+,-.10
,/0.4+
+,4./,
,,.,2-
,,.30,
+4.55-
+12.-+
+.3/5+
+50.-4
+--.,+
,,2.4151
+,-.-0
,/3.1+
+,4.15
,,.10+
,,.-/4
+5./3+
+12.55
+.3+13
+53.,-
+--.-2
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Viðræðum um fríverslunarsamning
á milli Evrópusambandsins og
Singapúr lauk í fyrradag og er
gert ráð fyrir að drög að samningi
liggi fyrir næsta vor samkvæmt
fréttavefnum Euobserver.com.
Haft er eftir viðskiptastjóra
Evrópusambandsins, Karel De
Gucht, að ásamt fríverslunarsamn-
ingi við Suður-Kóreu, sem tók að
hluta til gildi á síðasta ári, muni
samningurinn við Singapúr festa
sambandið í sessi á mörkuðum í
Asíu.
Samningurinn mun auka að-
gengi evrópskra fyrirtækja að
mörkuðum í Asíu en samningar
EFTA, sem Ísland er aðili að, um
fríverslun við Singapúr tóku gildi
árið 2003.
Semja um fríverslun
Evrópusambandið og Singapúr að
ljúka samningsgerð sín á milli
Á lokastigi Fríverslunarsamningum ESB við Singapúr er að ljúka.
Vanskil einstaklinga hjá Íbúðalána-
sjóði námu 4,91 milljarði króna í lok
nóvember og er undirliggjandi lána-
virði 90,3 milljarðar króna eða um
13,7% útlána sjóðsins til ein-
staklinga.
Heimili í vanskilum eru 4.795 og
þar af eru 616 heimili með frystingu
á lánum sínum. Alls voru því 9,4%
þeirra heimila sem eru með fast-
eignalán sín hjá ÍLS með lánin í van-
skilum í lok nóvember 2012.
Í lok nóvember nam fjárhæð van-
skila útlána til lögaðila alls 3,3 millj-
örðum króna og nam undirliggjandi
lánavirði 30,5 milljörðum króna.
Lækkun vanskila lögaðila það sem af
er ári skýrist að stórum hluta af því
að undirliggjandi veðandlag útláns
hafi verið yfirtekið af Íbúðalánasjóði.
Í lok nóvember náðu vanskil ein-
staklinga á höfuðborgarsvæðinu til
2.641 heimila og vanskil einstaklinga
utan höfuðborgarsvæðisins náðu til
2.154 heimila, samkvæmt skýrslu
Íbúðalánasjóðs fyrir nóvember.
Vanskil 4,9
milljarðarÖÐRUVÍSI JÓLAGJAFIR
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646FACEBOOK.COM/GLERAUGNAMIDSTOÐIN
LEIKHÚSSJÓNAUKAR
STÆKKUNARGLERS
LAMPAR
SJÓNAUKAR Í
MIKLU ÚRVALI
SPORTGLERAUGU
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Óánægja er hjá rútufyrirtækjum
vegna útboðs Sambands sveitarfé-
laga (SSS) á Suðurnesjum á akstri
hópferðabifreiða á milli Flugstöðv-
ar Leifs Eiríkssonar og Reykjavík-
ur. Framkvæmdastjóri Kynnis-
ferða sem hafa haft þennan akstur
með höndum í áratugi segir að fyr-
irtækið muni halda akstri sínum
áfram, hver sem niðurstaða út-
boðsins verður. Kynnisferðir íhuga
að bera útboðsskilmála undir Sam-
keppniseftirlitið og að kæra útboð-
ið í heild til kærunefndar útboðs-
mála.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum
tóku við sérleyfisakstri á Suður-
nesjum fyrir nokkrum árum með
samningum við Vegagerðina og
samþættu almenningssamgöngur á
vegum sveitarfélaga. Samið var við
Kynnisferðir sem lengi hafa annast
akstur á milli flugstöðvarinnar og
Reykjavíkur. Síðustu ár hefur
Allrahanda ekið leiðina í sam-
keppni við Kynnisferðir, þótt SSS
hafi reynt að koma í veg fyrir það.
Lagagrundvöllur einkaleyfis sveit-
arfélaga var styrktur fyrir um ári
og endurnýjaði Vegagerðin samn-
inga við SSS. Vegagerðin hefur
samið á sama hátt við sveitarfélög
víða um land.
Falið að annast verkefnið
Nú hefur SSS auglýst útboð á
akstri til flugstöðvarinnar og
hyggst bjóða út annan akstur í
byrjun næsta árs. „Ríkið fól okkur
að sjá um þessa leið. Við höfum
undirbúið útboð frá því í sumar og
reynt að vanda okkur við það,“
segir Gunnar Þórarinsson, formað-
ur SSS, um ástæður útboðsins.
Hver er þörfin?
Kristján Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri Kynnisferða, segir
að fyrirtækið hafi byggt upp flug-
rútuna frá 1976 og verið með sér-
leyfi á leiðinni í mörg ár. Rekst-
urinn hafi gengið upp þrátt fyrir
að annar aðili hafi ekið á leiðinni
um tíma. Nú eigi að útiloka þá sem
þarna eru með rekstur, með því að
færa rútur þeirra lengra frá flug-
stöðinni en væntanlegs verktaka
og veita verktakanum einum leyfi
til að vera með sölubás inni í stöð-
inni. Þá hyggist sveitarfélögin taka
að lágmarki 35% af fargjaldinu til
eigin ráðstöfunar sem honum
finnst ansi hátt hlutfall. Pening-
arnir verða notaðir til að efla al-
menningssamgöngur á svæðinu.
„Við höfum fjárfest mikið í vöru-
merki, aðstöðu, bílum, söluleiðum
og viðskiptasamböndum til þess að
komast á þann stað sem við erum á
nú. Við sjáum ekki ástæðu til að
bjóða út almenningssamgöngur
þegar samkeppni virkar á leiðinni.
Hver er þörfin?“ segir Kristján
Daníelsson.
Gunnar segir að fyrirtækin geti
keppt um að fá samninginn. Í því
felist samkeppnin.
Íhuga að kæra útboð
Ólga meðal rútufyrirtækja vegna útboðs SSS á akstri til flugstöðvarinnar
Kynnisferðir hyggjast aka áfram, hver sem niðurstaða útboðsins verður
Morgunblaðið/Kristinn
Rútur Hópferðafyrirtækin hafa keppt um flugfarþega við flugstöðina.
Kynnisferðir gagnrýna ýmsa þætti útboðsins. Telja að mörgum spurn-
ingum sé ósvarað.
Fyrirtækið gerði bréflega athugasemd við að skráð vörumerki þess,
„Flugrútan“, væri notað í útboðsgögnum og að aka ætti til Umferð-
armiðstöðvarinnar í Reykjavík en það hús hafa Kynnisferðir á leigu.
Í svari SSS er því heitið að virða einkarétt Kynnisferða á vörumerkinu
„Flugrútan“. Þá er sagt að í útboði verði ekki gerð krafa um sérstakan
komu- og brottfararstað í Reykjavík. Staðsetning verði ákveðin í samráði
við akstursaðila en tilboð skuli miðast við 101 Reykjavík.
Flugrútan skráð vörumerki
ATHUGASEMDIR GERÐAR