Morgunblaðið - 18.12.2012, Page 19

Morgunblaðið - 18.12.2012, Page 19
Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Alls var 109 kaupsamningum þing- lýst á höfuðborgarsvæðinu 7. desem- ber til og með 13. desember 2012. Þar af voru 82 samningar um eignir í fjölbýli, 16 samningar um sérbýli og 11 samningar um annars konar eign- ir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 4.368 milljónir króna og meðal- upphæð á samning 40,1 milljón króna. Á sama tíma var tíu kaupsamn- ingum þinglýst á Suðurnesjum, segir á vef Þjóðskrár Íslands. Þar af voru fjórir samningar um eignir í fjölbýli, fimm um sérbýli og einn um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 226 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,6 milljónir króna. Á sama tíma var 13 kaupsamning- um þinglýst á Akureyri. Þar af voru sex samningar um eignir í fjölbýli, þrír um sérbýli og fjórir um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 547 milljónir króna og meðalupphæð á samning 42,1 milljón króna. Á sama tíma var sex samningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þeir voru um eignir í sérbýli. Heildarvelt- an var 264 milljónir króna og með- alupphæð á samning 43,9 milljónir. 109 fasteignir fyrir 4,4 ma Morgunblaðið/Ómar Fasteignir 109 kaupsamningum var þinglýst á einni viku á landinu. Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, hefur skorað á Breta að gera ekki lítið úr fyr- irætlunum bandarísku kaffi- húsakeðjunnar Starbucks um að greiða umtals- verða skatta í Bretlandi á næsta og þarnæsta ári, samtals um 20 milljónir punda, eða sem svarar liðlega fjórum millj- örðum íslenskra króna. Keðjan hefur átt í vök að verjast gagnvart breskum neytendum, eftir að í hámæli komst, að hún hefur ekki greitt penní í skatta í Bretlandi und- anfarin þrjú ár og samtals hefur keðjan greitt 8,6 milljónir punda í skatt þau 14 ár sem hún hefur starf- að á Bretlandseyjum. Heildarsala Starbucks á Bretlandseyjum einum árið 2011 er sögð hafa verið næstum 400 milljónir punda, eða sem svarar 82 milljörðum íslenskra króna. Gagnrýnendur keðjunnar hafa sagt að þetta nýjasta útspil sé ekk- ert annað en aumt yfirklór, til þess að vinna sig í áliti á ný hjá breskum almenningi, en margir hafa sagt ætla að hætta að kaupa kaffið sitt hjá Strabucks í refsingarskyni. Boris Johnson sagði við breska ríkisútvarpið, BBC, að fólk ætti ekki að gera lítið úr þessari viðleitni keðj- unnar, sem þessum fyrirætlunum sýndi „samfélagslega ábyrgð“. Borgar- stjóri ver Starbucks Bris Johnson, borg- arstjóri Lundúna. Á laugardaginn var, hinn 15. desember sl., voru 20 ár liðin frá því að HB Grandi var fyrst skráð í Kauphöllina, en það var 15. desember árið 1992. Í tilefni af því var fulltrúum fyrirtæk- isins boðið í heimsókn hjá Kauphöllinni þar sem Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, og Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sögðu nokkur orð. Eins og vaninn er við tímamót fyrir- tækja sem skráð eru á Nasdaq-markaði var tilkynnt um 20 ára afmælið á skilti markaðarins á Time Square í New York núna um helgina. Af íslenskum fyrirtækjum hefur aðeins Marel lengri samfellda skráningu, en fyr- irtækið náði 20 ára skráningu fyrr á árinu. 20 ár frá skráningu HB Granda Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is JÓLAHÁTÍÐ frá 14. nóv. til 23. des. Það er eins með jólamatseðilinn okkar og jólapakkana, það er ekkert gaman nema hlutirnir komi svolítið á óvart. Að þessu sinni bjóðum við upp á sjö rétta jóla- veislu þar sem við bregðum á leik með jólahlaðborð að okkar hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.