Morgunblaðið - 18.12.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 18.12.2012, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Snjóleysi Gott er að nýta hvern dag sem snjólaust er til að liðka leggina og njóta útiveru. Golli Danir segja þá, sem eru ómótstæðilegir, vera „char- metrold“. Slík tröll dáleiða við- mælendur á þægilegan hátt. Göran Persson er eitt slíkt. Hann var hér fyrir skömmu og hélt erindi. Þá kom hann í sjónvarpsviðtal í ríkisfjölmiðl- inum. Persson er reyndur maður, vel að sér og skýr í framsetningu. Hann velur orð- in vandlega og gæðir allt sem hann segir hlýjum og landsföðurlegum blæ. Meðal þess, sem hann fræddi Íslendinga um, voru tvö stórmerki. Í fyrsta lagi tvítók hann, að Íslendingar hefðu komið lagi á ríkisfjármál sín. Að vísu dró hann nokkuð skyndilega í land síðar meir, þegar fréttamaður spurði hvort fram- tíðin væri ekki björt. Hún gæti verið það, sagði Persson, en það væri hins vegar búið að taka mikið út á reikning framtíðarinnar. Ókomin ár gætu því orðið snúin. Hin stórtíðindin sneru að vandræðagang- inum innan ESB og þó einkum á evrusvæð- inu. Persson var á því að þar á bæ væri ekki allt sem sýndist. Það þyrfti skarpskyggni til að átta sig á raunverulegum styrkleika Evr- ópusambandsins og evrunnar. Besta vís- bendingin um leyndan styrkleika evrunnar væri sú ákvörðun Svisslendinga að tengja svissneska frankann við evruna. Þannig væru þeir búnir að átta sig á mikilvægi evr- unnar til lengri tíma. Það er rétt hjá Göran Persson að Sviss- lendingar eru ekki fæddir í gær. Á hinn bóg- inn er flestum ljóst, sem fylgdust með þeirri ákvörðun Svisslendinga nú fyrir skömmu að tengja gengi svissneska frankans við evruna, að það skref var ekki stigið vegna styrkleika evrunnar, hvorki nú sem stendur né í fram- tíð. Upplausnin innan ESB og gríðarlegir veikleikar, sem komið hafa í ljós innan evru- svæðisins, geta valdið stórtjóni í efnahags- málum Sviss. Vandræðagangur evrusvæð- isins beinir athyglinni að svissneska frankanum og er líklegur til að hækka verð svissneska gjaldmiðilsins umfram það, sem kalla mætti raungildi. Svisslendingar eiga sterkan útflutningsiðnað, en hækkandi gengi svissneska frankans myndi skaða stöðu hans á samkeppnismarkaði. Veikleikar evrunnar geta einnig ýtt undir áhuga spákaupmanna á að kaupa svissneska franka og valda með þeim hætti hækkandi gengi gjaldmiðilsins. Svisslendingar muna þá tíð, þegar upp- lausn í gjaldeyrismálum Ítalíu, Spánar, Portúgals, Stóra-Bretlands og jafnvel Þýskalands leiddi til mikillar hækkunar svissneska frankans. Þá fylgdi þeirri þróun útgáfa aðila utan Sviss á skulda- bréfum í svissneskum frönkum, sem gat jafngilt peningaprentun. Á þeim tíma gripu Svisslend- ingar til varna, en þær komu ekki að gagni, eftir því sem þeir hafa tjáð mér. Nú grípa þeir til þess ráðs að tengja sig vandamálagjaldeyr- inum. Það skýrist að sjálfsögðu, þegar litið er til mikilvægis ESB fyrir svissneskar vörur og þjón- ustu. Með þeirri ráðstöfun eru Svisslendingar að lágmarka tjónið sem vandræðin geta vald- ið. Veikleiki evrunnar er leiddur tímabundið inn í svissneskt efnahagslíf til að halda jafn- vægi í samkeppnisstöðu ESB-ríkja og Sviss. Að lýsa þessu sem framtíðaráhuga Sviss- lendinga á að tengjast evrunni og Evrópu- sambandinu er því mjög villandi, svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Sú fullyrðing Görans Perssons, að tekist hafi að koma lagi á ríkisfjármál Íslendinga, er ekki síður djörf. Gífurlegur hallarekstur hefur viðgengist í tíð núverandi rík- isstjórnar. Frá þeim tíma er hún tók til starfa og til loka september nemur hallinn um fjögur hundruð milljörðum króna. Að sjálfsögðu eru þar ekki taldir með þeir tugir milljarða í viðbótarskuldum, sem rík- isstjórnin reyndi ítrekað að hlaða á íslenska skattgreiðendur með Icesave-þráhyggju sinni. Hvorki eru heldur meðtaldar óreikn- ingsfærðar lífeyrisskuldbindingar og björg- unarframlag til Íbúðalánasjóðs. Það er erfitt að horfa fram hjá því að full- yrðingar Görans Perssons hafi verið nokkuð fjarri sannleikanum. En maðurinn hefur persónutöfra. Fréttamaður hlýddi á erki- biskups boðskap og kinkaði kolli. Ríkisstjórnin hefur lagt ofurkapp á að koma þjóðinni í ESB. Hraðferðin, sem lagt var upp í, hefur breyst í vergang og betl. Engu að síður er lítill hluti þjóðarinnar nú þegar farinn að haga sér eins og undirsátar bandalagsins. Í þeim flokki sitja menn hóg- værir undir föðurlegum útskýringum for- ingjanna og bíða þess prúðir að ganga í björgin. Þar rauður loginn brann. Eftir Tómas Inga Olrich »Upplausnin innan ESB og gríðarlegir veikleikar, sem komið hafa í ljós innan evru- svæðisins, geta valdið stór- tjóni í efnahagsmálum Sviss. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþm. og ráðherra. Gakk í björg og bú með oss Það henti Pál Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóra Heimssýnar, að blogga stórkarlalega á dögunum í garð Vinstri-grænna. Allt var það rétt sem hann sagði nema það að það á engum að útrýma og Heimssýn á sér ekkert markmið um að útrýma Vinstri-grænum í kosningunum í vor. Auðvitað hrukku menn við í öll- um flokkum en ekki síst Vinstri- grænir. Páll ræddi réttilega um endaskipti þeirra í fangi Samfylkingarinnar þar sem flokkurinn hlaut atkvæði margra heitustu andstæðinga þess að Ísland gangi í ESB í síðustu kosn- ingum. Því henti það flokkinn eftir kosningar sem kallast kosningasvik á mannamáli. Það er ekki lengur hægt að réttlæta þessar brigður á heitasta kosningaloforðinu frá 2009. Ég finn hins vegar að margir kunn- ingjar mínir í Vinstri-grænum fagna skrifum Páls. Skrifin vöktu þá til vit- undar um að þeir verða að klára mál- ið fyrir kosningar eigi þeir að eiga tiltrú þess stóra hóps innan flokksins sem vill að vegferðinni til Brussel ljúki sem fyrst. Aðildarumsóknin verði afturkölluð eða lögð til hliðar með samþykki Alþingis. Og aldrei tekin upp á ný nema þjóðarvilji standi til þess og þjóðin verði spurð um það. Verða götubardagar í ESB-löndum? Allir sem sjá og heyra skynja að innganga í ESB er helmingi verra markmið nú en hún var við stofnun ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. Sigfússonar. Bresk alþýða kýs t.d. að fara út úr ESB og helstu andstæðingar ESB þar segja að þeir ráði engu þótt þeir eigi 67 fulltrúa af 750 á Evrópuþinginu. Við munum eiga einn mann af 750 – „gríðarleg áhrif“ eða hvað? Aðildarviðræðurnar eru ekki samningaviðræður þótt Össur og félagar Samfylkingarinnar skrökvi því að Íslendingum. Samn- ingamenn ESB skilja ekkert í þess- ari umræðu, þeir segja að þetta sé aðlögun sem endi jafnan með inn- göngu eftir langan feril. Mikill vandi steðjar að evrunni og búast má við uppreisn í sumum evru- löndum ESB sem eru undir hælnum á Þjóðverjum og Frökkum. Götubar- dagar gætu brotist út vegna atvinnu- leysis og þrenginga fátæks fólks á Grikklandi, Spáni eða Írlandi og víðar. Ís- land ætlar ekki að fórna auðlindum sín- um inn í þetta sam- band; landhelginni, norður- slóðartækifærunum, olíunni eða landbún- aðinum. Svo ekki sé talað um fullveldisrétt þjóðarinnar og frelsi. Við eigum í dag nóg af atvinnulausu fólki og landflótta fólki þótt við fáum ekki atvinnuleysi Spánar yfir okkur. Megi hins vegar ESB komast sem fyrst út úr sínum vandræðum. Orð Páls vöktu Vinstri-græna Nei, nú er komið að kosningum og þjóðin vill ekki að einn flokkur, Sam- fylkingin, haldi áfram að nauðga okkur inn í ESB. Steingrímur J. Sig- fússon og flokkur hans verður að segja hvert ferðinni er heitið. Ætlar hann áfram að standa í þessari von- lausu vegferð gegn sínu fólki og þjóðinni? Orð Páls vöktu Vinstri- græna til vitundar um að þeir verða að segja satt. Stendur til af þeirra hálfu að vera áfram næstu fjögur ár- in með allt undir í þessu ferli? ESB ætlar ekki að láta fella samningana, nú auka þeir kynningarstarfið og áróðurspeningana, „mútuféð“. Er það Vinstri-grænum þóknanlegt að nú hefur Samfylkingin sett út björg- unarleiðangur til að safna þingmönn- um svo ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar lifi? Árni Páll Árnason, næsti formaður þeirra, segir að þeir ætli og muni halda ESB-vegferðinni áfram, auðvitað með þér Steingrímur J. en illa trúi ég að Ögmundur Jónasson og fleiri gangi þá götu áfram. Besti flokk- urinn og Björt framtíð eru með sömu kennitöluna og Samfylkingin segja innanbúðarmenn. Þar er skipstjóri Guðmundur Steingrímsson, stýri- maður Róbert Marshall, eldheitur samfylkingarmaður, og glittir í Jón Gnarr í aftursætinu og Bestaflokk- inn, sem var og er systurflokkur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt er þetta fólk sem vill í ESB og ætlar Vinstri-grænum að róa ESB-fleyinu með sér og Samfylkingunni. Framsókn búin að hreinsa sig af ESB Ég fagna því að t.d. Framsókn- arflokkurinn er búinn að hreinsa sig af ESB-„draumnum“, en flokkurinn var grátt leikinn af þeim átökum sem geisuðu um að Brussel yrði æðsta stefnumark flokksins. Búið er að rétta kúrsinn af og þingmenn sem studdu aðildina ákveða að hætta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig náð að marka skýra stefnu um að þessari vegferð ljúki. Ég óska grasrót Vinstri-grænna heilla ef þeim auðnast í vetur að rétta sinn kúrs af. Að vega tvisvar í sama kné- runn er dauðasökin, nú verður flokkurinn að tala skýrt. Auðvitað er gott fólk í öllum flokkum sem vill vel, en það dugir ekki að berja hausnum við steininn og dauðrota flokk sinn og fylgi bara fyrir völd og ráðherrastóla. Um það var Páll að blogga. Eftir Guðna Ágústsson » Auðvitað er gott fólk í öllum flokkum sem vill vel en það dugir ekki að berja hausnum við steininn og dauðrota flokk sinn og fylgi bara fyrir völd og ráðherra- stóla. Um það var Páll að blogga. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. Bloggarinn Páll ærði Vinstri-græna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.