Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Við vorum börn og áttum indæl jól og æskudaga marga fagra og bjarta. Þau koma enn og veita von og skjól og vekja minningar í okkar hjarta. Snæbjörn vinur minn og upp- eldisbróðir er látinn. Hann reyndist mér sem besti bróðir en ellefu ára gömul var ég tekin í fóstur á heimili hans á Flateyri og ólumst við upp saman til haustsins 1946 en þá skildi leiðir. Þá tók við framhaldsskóli, vinna, fjölskyldan og barnaupp- eldi og allt sem því fylgir. Á þess- um árum voru samskipti okkar ekki mikil. Fyrir nokkrum árum endurnýjuðum við kynnin og nut- um þess að rifja upp æskuminn- ingarnar. Ég er honum ævarandi þakklát fyrir árin okkar í æsku og foreldrar hans voru mér sem bestu foreldrar. Snæbjörn var ákaflega hlýr og notalegur í viðmóti og sannur vinur sem vildi alltaf gleðja aðra. Hann var ótrúlega duglegur og ósérhlífinn í veikindum sínum. Síðasta samverustund okkar verður mér ætíð minnisstæð en tveimur dögum fyrir andlátið lagði hann það á sig að heim- sækja mig til að taka myndir af blómunum á jólalauknum sem hann hafði gefið mér. Snæbjörns er sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Rakel Jónsdóttir. Þegar ég var unglingur fluttu foreldrar mínir vestur á Seltjarn- arnes. Ekki þekktum við marga á Nesinu þegar við fluttum, en ég man að faðir minn sagði frá því að yngsti sonur Ásgeirs Guðnasonar kaupmanns og útgerðarmanns frá Flateyri væri nýbúinn að byggja sér hús vestast á Nesinu. Faðir taldi það góðs vita og leið- arvísi að góðum nágrönnum að hafa einn af Ásgeirsbræðrunum í nágrenni við sig. Samskipti okkar Snæbjörns voru ekki mikil í fyrstu, ég mikið fjarverandi vegna sjómanns- starfa, en alla tíð frá því að við fluttum á Nesið vorum við mál- kunnugir og vissum vel um upp- runa hvor annars frá Vestfjörð- um. Snæbjörn var fljótlega mjög virkur í sveitarstjórnarmálum. Hann var einnig einn af forystu- mönnum um slysavarnamál hér á Nesinu og ekki síður á landsvísu hjá Slysavarnafélagi Íslands. Samskipti okkar urðu meiri og nánari fyrir rúmum 30 árum þeg- ar Jón sonur Snæbjörns sótti Soffíu dóttur mína heim. Soffía og Jón eru bæði fædd og uppalin á Seltjarnarnesi og hafa búið þar alla sína tíð. Þar eigum við Snæ- björn saman fjórar myndarlegar og duglegar afadætur sem við er- um báðir mjög stoltir af. Snæbjörn gat verið fylginn sér og brugðist hart við ef að honum var vegið og stundum fannst mönnum hann geta verið svolítið hornóttur í viðmóti. Inn við hjart- að lá hans sérstaka góðmennska sem var svo einlæg að tekið var eftir. Hann var sérstaklega góð- ur fjölskyldumaður og hafði hag hennar allrar í fyrirrúmi – sem hann hefur heiður af. Fráfall Guðrúnar, eiginkonu hans, fyrir tæpum tveimur árum var mikill missir fyrir Snæbjörn og heimahagurinn breyttist skyndilega. Snæbjörn og Guð- rún, sem var mjög einlæg, voru mjög samhent um gott heimili sem allir vildu heimsækja. Með Snæbirni er genginn góð- ur vinur og einstakur sómamað- ur. Með virðingu og söknuði kveðjum við hann. Guðmundur Ásgeirsson. Mætur maður er fallinn frá, okkar kæri móðurbróðir og vin- ur, höfðinginn Snæbjörn frændi. Snæbjörn var víðsýnn, eldklár, stálminnugur, bráðskemmtilegur sagnamaður og oftar en ekki örl- aði á góðlátlegri stríðni. Hann markaði spor í líf allra þeirra sem báru gæfu að kynnast honum. Snæbjörn var fæddur á Flat- eyri við Önundarfjörð, sannur Vestfirðingur og æskustöðvarnar honum ávallt hugstæðar. Suður kom hann til framhaldsnáms og útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands. Í upphafi námsins bjó hann í fyrstu hjá foreldrum okk- ar, Siggu systur sinni og Ingi- mari, í Mávahlíð. Svo langt sem við munum hafa þau góðu hjón, Snæbjörn og Gunna, verið sam- ofin lífi okkar systra og fjöl- skyldna okkar. Sterk fjölskyldubönd tengdu systkinin frá Flateyri saman, en þau voru átta sem komust til manns og Snæbjörn þeirra yngst- ur, með honum eru þau nú öll gengin. Frá æskuárum okkar er margs að minnast, stórfjölskyld- an hittist oft við hina ýmsu skemmtan. Um hvítasunnu var farið í sumarbústaðinn til Gunn- ars og Völu á Þingvöllum og seinna líka til Ebba og Ebbu. Dagsferðir út fyrir bæinn með nesti og farið í leiki og þrautir. Á veturna kom Eiríkur frændi ak- andi strætó og farið var með hers- inguna upp að Lögbergi á skíði. Jólaboðin hjá Gunnari og Völu í Starhaganum eiga sér ekki hlið- stæðu, en þar komu stórfjölskyld- ur þeirra beggja saman við leik og gleði. Mikið erum við systkina- börnin rík, en fjársjóður okkar felst í minningum frá ótal slíkum gleðistundum frá æsku fram á fullorðinsárin. Í tímans rás hefur ýmislegt breyst, hér áður var meira um innlit að tilefnislausu. Þeir bræður, Snæbjörn og Ebbi, höfðu skemmtilegan sið, en þeir skiptust á að koma við hjá Siggu systur vikulega og þiggja tíu dropa og eina „guddu“ á leið til vinnu. „Guddan“ var sígaretta, Chesterfield, pakkinn geymdur í eldhússkápnum og bara fyrir þá bræður. Eftir að börn okkar fæddust kom Ebbi frændi ósjald- an færandi hendi með nammi eða annað skemmtilegt úr Vörumark- aðnum. Endalaust væri hægt að rifja upp skemmtilegheit með okkar góða fólki. Snæbjörn frændi hefur ekki látið sitt eftir liggja, haldið utan um allan ættarhópinn á svo skemmtilegan og fræðandi máta að telja má til einsdæmis. Heil- mikið heimildasafn liggur eftir hann okkur hinum til handa og verður seint fullþakkað. Hann var framsýnn og mikill áhugamaður um tölvur, þannig nutum við hin daglegra pósta með fræðslu- og skemmtiefni, fréttum af ættingj- um og vinum innanlands sem utan að ógleymdu fjölda mynda sem hann hélt svo haganlega utan um. Þannig snart hann líf svo margra. Hann var límið sterka sem von- andi helst áfram. Við endurminningar togast á andstæðar tilfinningar, gleði vegna lífsins og minninganna, söknuður eftir nærveru góðs og hjartahlýs frænda og þegar hugur leitar frá amstri dagsins er gott að leita í hugskot minninga og hitta hann þar með Gunnu sinni. Góða ferð elsku Snæbjörn frændi. Elsku Bryndís Hildur, Jón, Ás- geir og fjölskyldur, einstakir for- eldrar lifa í ykkur öllum. Jensína Ragna Ingimars- dóttir, Guðrún Björg Ingi- marsdóttir og fjölskyldur. Snæbjörn Ásgeirsson, æsku- vinur minn og leikfélagi á bernsku- og unglingsárunum er látinn. Snæbjörn var mikill vinur vina sinna og alla tíð var hann fremur veitandi en þiggjandi í hverju sem var. Við ólumst upp á Flateyri, þar sem fjarlægðir milli manna eru litlar, umhverfið allt eins og leikvöllur og frelsið mikið. Þar var gott að vaxa upp. Að sigla litlum bátum meðfram ströndinni á sumrum, eða á Bótarlækjar- tjörninni gátum við unað við heilu dagana. Stundum dugðu ekki stígvélin okkar og þá var gott að ná í stóru klofstígvélin sem alltaf voru geymd í skápnum í forstof- unni heima hjá Snæbirni. Þau voru svolítið stór, en það var í góðu lagi. Síðar voru smíðaðir bátar sem við sjálfir gátum siglt á og róið lengra út og að lokum fór- um við að gera út á kolaveiðar, vorum alvöru fiskimenn og rer- um með kolanet á skektu. Auðvit- að var spilaður fótbolti og marg- víslegir leikir. Við strákarnir á Flateyri stofnuðum Drengja- félagið Haförn, héldum fundi, ræktuðum kartöflur og vorum menn með mönnum. Félagið gekk svo í arf til næstu kynslóðar og lifði lengi. Saman ákváðum við Snæbjörn að fara í Héraðsskól- ann á Núpi, vorum að sjálfsögðu herbergisfélagar og með okkur í herbergi var frændi hans, jafn- gamall og við báðir til samans. Reyndar fór Snæbjörn í Versl- unarskólann eftir eitt og hálft ár á Núpi. Eitt sumar vorum við á síld á fyrrverandi varðskipinu Þór, þá bv. Þór. Hann var þar léttadrengur en ég undirritaður var hjálparkokkur. Þannig lágu leiðir saman þar til alvara lífsins tók við, Snæbjörn kvæntist ynd- islegri stúlku, henni Guðrúnu Jónsdóttur frá Nýjabæ. Til þeirra var alltaf gott að koma og af því heimili eru aðeins góðar minningar. Það var eins og sjálf- sagt, að við Þórunn Vilbergsdótt- ir settum upp trúlofunarhring- ana í stofunni hjá þeim. Síðan eru liðin 60 ár. Þó samverustundir væru strjálli um miðbik ævinnar, var alltaf gott samband okkar í milli, sem tók síðan á sig nýja mynd, þegar til efri áranna kom. Tölvutæknin gerði okkur kleift að talast við nær daglega. Snæ- björn tók síðar við sér í tölvu- heiminum, en hann varð strax miklu flinkari, eins og sjá má á miklu myndasafni sem hann hef- ur sett á þann vettvang. Snæ- björn var þeirrar gerðar að vilja gefa frekar en þiggja, vinur sem aldrei brást, léttur og kátur þeg- ar við átti, hlýr og notalegur og ótrúlega umhyggjusamur. Síð- asta samvera okkar var þannig að hann bauð okkur fermingar- systkinunum sem tök áttu til að mæta í „Bláberjaveislu“ á ný- liðnu hausti. Þar áttum við góða stund saman við upprifjun gam- alla stunda frá æskuárunum. Eins og höfðingja var siður til forna, leysti hann okkur út með gjöfum á kveðjustundinni. Við vissum held ég öll að þessi væri síðasta samverustund okkar. Húsráðandinn var orðinn þreytt- ur og þráði að hitta Guðrúnu sína, sem á undan var farin. Góðs vinar er gott að minnast, en sárt að sakna. Börnum Snæbjarnar Ásgeirssonar og venslafólki biðj- um við guðs blessunar. Óskar Magnússon og Þórunn Vilbergsdóttir. Við áttum vin. Sú vinátta hafði varað um hálfrar aldar skeið. Við áttum háleitar sameigin- legar hugsjónir, þær, að þá fær- ist einstaklingnum best, er hann fengi frjáls og óþvingaður af boði og bönnum stjórnvalda, stjórnað sínum málum sjálfur af ábyrgð. Við trúðum á mátt og krafta ein- staklingsins ef höft og skattpín- ing fjötraði ekki. Við Snæbjörn ásamt félaga okkar Sigurgeiri, þáverandi bæj- arstjóra Seltjarnarness, skópum umgjörðina. Markið var sett hátt, að gera lítið fátækt hrepps- félag að einu blómlegasta bæj- arfélagi landsins. Við sáum draumsýn okkar rætast, bæinn eflast og vaxa. Kjörorðið var að hafa opinber gjöld, ef kostur væri, þau lægstu meðal bæjarfélaga landsins. Það gekk eftir. Snæbjörn vinur okkar hefur kvatt. En minningin um dreng- inn milda, sem aldrei mátti sjá neitt aumt án þess að reyna að hjálpa er „farinn heim“. Alfaðir hefur tekið okkar hug- ljúfa félaga og vafið hann örm- um. En merkið stendur þótt mað- urinn falli. Verði okkar trygga vini hvíld- in vær. Magnús Erlendsson, Sigurgeir Sigurðsson. Einn af þeim Seltirningum sem breyttu Seltjarnarnesinu úr aldagömlum hreppi sjósóknara og bænda í einn framsæknasta kaupstað landsins var Snæbjörn Ásgeirsson, fyrrverandi bæjar- fulltrúi, sem lést á dögunum rétt um áttrætt. Snæbjörn bjó á Nes- inu í áratugi, en var fæddur og uppalinn vestur á Flateyri. Það fór ekki framhjá neinum að per- sónueinkenni hans voru meitluð í vestfirskt granít. Snæbjörn var frumkvöðull að stofnun Sjálfstæðisfélags Sel- tirninga í apríl 1974 og fyrsti for- maður þess. Hann var félags- málamaður mikill og var t.d. ötull þátttakandi í Björgunarsveit Al- berts og fleiri félögum á Nesinu. Snæbjörn tók sæti í hrepps- nefnd Nessins eftir kosningar 1966 og átti mikinn þátt í að breyta þúsund manna hreppi í nútímalegan kaupstað árið 1970. Hann sat í bæjarstjórn fram til sveitarstjórnarkosninganna 1986. Snæbjörn var gegnheill Sel- tirningur og lagði sitt af mörkum til að gera góðan bæ betri. Fyrir hönd bæjarstjórnar og starfsmanna Seltjarnarneskaup- staðar færi ég fjölskyldu Snæ- björns innilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Megi hann nú njóta þess að vera mættur á grænar grundir eilífðarinnar. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR bókasafnsfræðingur, Akranesi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða föstudaginn 14. desember. Útförin fer fram fimmtudaginn 20. desember kl. 14.00. Bragi Níelsson, Árni Bragason, Röðull Bragason, Arinbjörg Kristinsdóttir, Baldur Bragason, Margrét Bragadóttir, Sighvatur K. Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBERG HELGI ELENTÍNUSSON verkfræðingur, Álfaskeiði 74, Hafnarfirði, andaðist aðfaranótt sunnudags 2. desember á líknardeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans. Sara Jóhannsdóttir, Guðbrandur Sigurbergsson, Þórdís Geirsdóttir, Jóhann Sigurbergsson, Aldís Drífa Þórðardóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Bóas Jónsson, Björgvin Sigurbergsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, Anna Jódís Sigurbergsdóttir, Bjarki Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HRÓÐMAR MARGEIRSSON, Ögmundarstöðum, Skagafirði, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fimmtudaginn 13. desember. Útför hans verður gerð frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 21. desember klukkan 14.00. Jarðsett verður að Reynistað. Sigríður Hróðmarsdóttir, Guðmundur Kr. Eydal, Jón Margeir Hróðmarsson, María Jónsdóttir, Hróðmar G. Eydal, Ríkey G. Eydal, Urður Jónsdóttir, Hörn Jónsdóttir. ✝ RÓBERT MAITSLAND er látinn. Hann andaðist í Kaupmannahöfn föstudaginn 14. desember. Útför fer fram frá Hellig Kors Kirke, Kapelvej 38, Köbenhavn N, föstudaginn 21. desember kl. 12.00. Aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir, INGI GARÐAR SIGURÐSSON, fyrrum tilraunastjóri á Reykhólum, Þykkvabæ 17, Reykjavík, lést á Landakoti sunnudaginn 16. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristrún Marinósdóttir, Hörður Ævarr Ingason. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, Hverfisgötu 82, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 14. desember. Útför fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 15.00. Hafdís Hafsteinsdóttir, Helga Sigurósk Guðmundsdóttir,Júlíus Jón Þorsteinsson, Halldóra Björk Guðmundsdóttir,Sigurður Elvar Sigurðsson, Sigrún Elva Guðmundsdóttir,Sigurður Kristján Jensson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR frá Syðra-Velli, Fossheiði 28, Selfossi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 13. desember. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 13.30. Júlíus Hólm Baldvinsson, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Ásgeir Svavar Ólafsson, Hrefna Tómasar Tómasdóttir, Ingi Guðjónsson, Ólöf Sigríður Valsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.