Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 ✝ Þórunn AldaBjörnsdóttir frá Kirkjulandi í Vestmannaeyjum fæddist 20. apríl 1915. Hún lést á Droplaugarstöðum 9. desember 2012. Foreldrar henn- ar voru Björn Þór- arinn Finnbogason, bóndi og útgerð- armaður frá Norð- urgarði, Vestmannaeyjum, f. 1885, d. 1964, og Lára Kristín Guðjónsdóttir frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum, f. 1886, d. 1984. Systkini Öldu voru Ólaf- ur, Kristján, Steingrímur og Birna, þau eru öll látin. Hinn 24. ágúst 1935 giftist Alda Jóhannesi Gunnari Brynj- ólfssyni, f. 20. september 1908, d. 27. maí 1973. Foreldrar hans voru Brynjólfur Stefánsson Filippusdóttur, þeirra börn eru Grétar Aðils, Ásta Björk og Lára Kristín. Alda og Jóhannes byggðu og bjuggu lengst af á Kirkjulundi við Túngötu 15 í Vest- mannaeyjum. Alda byrjaði ung að vinna við afgreiðslustörf í vefnaðarvöruversluninni Frú Gunnlaugsson en árið 1957 stofnaði hún ásamt eiginmanni sínum blóma- og gjafavöru- verslun og ráku þau hana til ársins 1970 er þau fluttu til Reykjavíkur. Þar byrjaði hún að vinna í versluninni Liverpool á Laugavegi en síðustu starfs- árin vann hún á saumastofu Landakotsspítala. Alda bjó á Meistaravöllum 9 Reykjavík en síðustu tvö æviárin á Droplaug- arstöðum. Alda var formaður félagsins Berklavarna í Vestmannaeyjum til fjölda ára, þá gegndi hún ýmsum trún- aðarstörfum hjá kvenfélaginu Líkn, Oddfellow og fleiri fé- lögum. Alda var alla tíð sannur Þórari. Útför Öldu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, þriðjudaginn 18. desember 2012, kl. 15. kaupmaður, ætt- aður frá Vopna- firði, og Halla Jónsdóttir frá Döl- um í Vest- mannaeyjum. Alda og Jóhannes eign- uðust fimm börn: 1) Lára Halla, gift Páli Sigurðarsyni, börn þeirra eru Sigurður, Alda og Jóhannes Gunnar. 2) Birna Valgerður, gift Jó- hanni Inga Einarssyni, dætur þeirra eru Alda Jóhanna og Erna Sigríður. 3) Guðbjörg Ásta, gift Adolfi Bjarnasyni, þeirra börn eru Gunnar Þór, Margrét og Bjarni. 4) Jóhannes Sævar, sem er látinn, eftirlif- andi eiginkona hans Ágústa Ágústsdóttir, dætur þeirra eru Svava og Alda Lára. 5) Brynj- ólfur, kvæntur Maríu Björgu Ég langömmu á sem að létt er í lund, hún leikur á gítar hverja einustu stund. Í sorg og í gleði hún leikur sitt lag, jafnt sumar sem vetur, jafnt nótt sem dag. (Ásgeir Jónsson.) Þetta skemmtilega lag sungu ættingjar og vinir Öldu lang- ömmu fyrir hana þegar hún varð níræð. Þó að þessi texti hafi ekki verið saminn með hana í huga, þá á hann einstaklega vel við þegar við minnumst brosmildu, kátu og ljúfu ömmu okkar. Það var alltaf jafn gaman að heimsækja ömmu á fallega heim- ilið hennar á Meistaravöllum og síðar á Droplaugarstöðum. Hún tók alltaf vel á móti gestum sínum og var gestrisnin svo mikil að maður fór alltaf aðeins of saddur heim. Amma var ákveðin í því að gera vel við fólkið sitt. Um hver einustu jól fengu ástvinir hennar fallega innpakkaða gjöf og kort. Þó að þrekið dvínaði með árunum og sjónin versnaði voru jólakortin alltaf handskrifuð af mikilli natni. Við brosum yfir sögunni af því þegar amma fékk heimsókn frá starfsmanni sem meta átti hvort hún ætti að fá pláss á elliheimili. Starfsmaðurinn hefur kannski búist við veikburða gamalli konu en amma var hress og kát og linnti ekki látum fyrr en konan hafði fengið heklkennslu. Árleg Þorláksmessubæjarferð fjölskyldunnar verður ekki eins í ár. Heimsókn til langömmu hefur verið fastur liður í þessum ferð- um. Í ár sendum við jólakortin með póstinum, jólapósthúsi ömmu hefur verið lokað. Elsku amma og langamma. Við þökkum fyrir allar góðu stund- irnar sem við fengum að eiga með þér og gleðjumst yfir því að geta litið um öxl til góðra minninga. Ó, vef mig vængjum þínum til verndar, Jesús hér, og ljúfa hvíld mér ljáðu, þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín æðsta speki’ og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa’ af hreinni náð. (Magnús Runólfsson.) Lára Halla, Guðjón Teitur, Hjalti Hrafn, Jóhanna Mar- grét og Sigurður Pálsson. Það er erfitt að kveðja Öldu ömmu mína sem hefur alla tíð reynst mér svo vel og verið mér góð vinkona. Amma var lífsglöð og kraftmikil kona og tók sér ým- islegt fyrir hendur á sinni ævi. Eftir að amma varð ekkja, 58 ára gömul, flutti hún á Meistaravell- ina og bjó þar alla tíð síðan. Amma hafði meðfædda list- hæfileika og var alltaf að hanna og skapa. Hún var snillingur í að hekla og gerði heilu blúnduverk- in, dúka og milliverk í sængurver, gardínur og fleira. Hún saumaði út og á tímabili stundaði hún postulínsmálum, bjó til lampa- skerma og fallega púða, hún mál- aði líka fallegar myndir, t.d. vatnslitamyndir, og silkimálun stundaði hún ung að árum. Amma var alltaf að og var líka dugleg að endurnýta, eins og fallegu körf- urnar sem hún gerði úr gömlum jólakortum. Amma hafði fallegustu rithönd sem ég hef séð, hún átti það til að semja lítil ljóðbrot og skrifa í tækifæris- og jólakort. Eins og tíðkaðist á árum áður þá saumaði amma föt á börnin sín og sjálfa sig. Amma var mikill fagurkeri og var heimilið hennar svo fínt og fallegt. Hún var alltaf svo fín og leit svo vel út, átti falleg föt og var smekkleg kona. Hún tók alltaf eftir því ef maður var í einhverju nýju og spurði iðulega hvar fékkstu þetta og stundum bað hún mig að kaupa fyrir sig hluti sem hana langaði í en komst ekki lengur sjálf. Það var stutt fyrir mig að heimsækja ömmu eftir að hún flutti á Meistaravellina og var alltaf gaman þegar ég fékk að gista hjá henni. Hún vann lengi í versluninni Liverpool á Lauga- veginum og var gaman að heim- sækja hana í vinnuna. Amma þurfti að vinna mikið til að ná endum saman eftir að hún missti afa, hún tók t.d. að sér að sauma og lagfæra föt. Eftir að hún hætti vinna í Liverpool vann hún á Landakoti þar til hún fór á eftirlaun. Eftir að amma hætti að vinna lét hún sér ekki leiðast, hún fór á ýmis námskeið og var alltaf eitthvað að stússa og grúska. Amma var mikið jólabarn og skrifaði ógrynni af jólakortum og gaf öllum fallegar jólagjafir sem oft voru gersemar skapaðar af henni. Í jólaboðum og á hátíðis- dögum bauð hún upp á súkkulaði og rjóma ásamt öðru góðgæti. Amma hafði góða frásagnar- gáfu og sagði skemmtilega frá, hún gat munað atburði úr fortíð- inni eins og þeir hefðu gerst í gær. Hún fylgdist vel með þjóð- málum og hafði sterkar skoðanir. Amma söng mikið og meðan hún bjó í Eyjum var hún virk í kórastarfi. Hún söng mikið af sálmum og Eyjalögum. Hugurinn hjá ömmu var alveg skýr en það var líkaminn sem var orðinn þreyttur og lúinn. Það var erfitt fyrir ömmu að geta ekki lengur unnið handavinnuna sína, það átti ekki við hana að vera aðgerða- laus. Takk fyrir allt, elsku amma mín, ég var og verð alltaf svo stolt af þér. Nú hittir þú afa, ég sé ykk- ur fyrir mér prúðbúin og fín eins og þið eruð á svo mörgum mynd- um. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guð geymi þig. Þín Margrét. Elsku amma mín – það kom að því að frelsarinn þarfnaðist þín. Þú varst tilbúin að ganga í átt til hans enda hafðir þú lifað stór- fenglegu lífi. Nú ert þú hjá afa sem þú saknaðir sárt í öll þessi ár. Veröldin er tómleg án þín. Þú varst ekki bara amma mín heldur einnig besta vinkona. Ég gat tal- að við þig um allt án þess að hræðast viðbrögð þín. Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði í fullri vinnu hjá þér við að tína upp títuprjóna af gólf- inu í saumaherberginu. Þú hafðir alveg einstakt lag á því að finna handa mér verkefni til þess að gleyma kvíða mínum og óhuggu- legum heimi einhverfunnar minnar. Í mínum augum ertu og hefur ætíð verið engill. Þú varst svo einstaklega vönduð, góðhjörtuð og skemmtileg – nærvera þín var himnesk. Veröldin hefur eignast bjarta stjörnu sem skín yfir okkur sem minnumst þín. Ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, samvera okkar mótaði mig sem betri manneskju – því verð ég ætíð þakklát þér. Við verðum að sleppa þeim sem við elskum mest, jafnvel þótt það sé óhugsandi. Þinn tími var kominn, elsku amma mín, og ég samgleðst þér að vera komin í faðm afa, vina þinna og ættingja. Ég mun sakna þess að sjá fal- legu spékoppa þína sem urðu svo áberandi við hvert bros. Söng- rödd þín var dásemd og fangaði alla þá sem heyrðu til þín – taktu nú einsöng í kór englanna, amma mín. Þú ert mín fyrirmynd. Þín vinkona og ömmustelpa, Lára Kristín. Þórunn Alda Björnsdóttir ✝ Ingibjörg ErlaJósefsdóttir fæddist í Reykjavík 16. desember 1951. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 10. des- ember 2012. Foreldrar Ingi- bjargar eru Jósef Sigurðsson, f. 21. ágúst 1922, d. 24. apríl 1999, og Aðalheiður Helga- dóttir, f. 7. ágúst 1926. Systur Ingibjargar eru Harpa Jós- efsdóttir Amin, f. 16. febrúar 1946, og Díana Jósefsdóttir, f. 15. desember 1958. Ingibjörg giftist Torfa Karli Antonssyni 10. júní 1978 í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Foreldrar Torfa eru Anton Gunnarsson, f. 30. september 1927, d. 20. ágúst 2001, og Sveinhildur Torfadóttir, f. 4. febrúar 1926. Sonur Ingibjargar er (a) Jósef Trausti Magnússon, f. 4. nóv- ember 1972, er í sambúð með Sö- ruh Knappe, f. 15. júlí 1979 í Þýskalandi. Þau búa í Reykjavík. Synir Jósefs eru Al- exander Birgir, f. 21. september 1994, og Hafsteinn Aron, f. 19. júlí 1998. Börn Jósefs og Söruh eru Rakel Anna, f. 8. maí 2005, og Natan Oliver, f. 20. apríl 2010. Dætur Ingibjarg- ar og Torfa eru: (b) Sveinhildur Torfadóttir, f. 22. febrúar 1977, í sambúð með Rod- olfo Varea, f. 13. febrúar 1973 í Síle. Þau búa í Belgíu. Sonur þeirra er Maximiliano Andrés, f. 14. október 2010. (c) Erla Hjördís Torfadóttir, f. 22. maí 1983. Hún býr í foreldrahúsum. Ingibjörg starfaði lengi á Veð- urstofu Íslands við símsvörun og skrifstofustörf. Einnig starfaði hún við ræstingar á Hrafnistu í Hafnarfirði, en hin síðari ár starf- aði hún sem skólaliði við Set- bergsskóla í Hafnarfirði. Útför Ingibjargar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 18. desember 2012. Elskuleg móðir mín, þetta er svo óraunverulegt að þú sért farin. Bara nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim vorum við svo bjartsýn og viss um að við myndum hittast aftur. En krabbameinið náði yfirhöndinni og allt gerðist svo rosalega hratt. Hvernig er hægt að útskýra þetta? Það er engin svör að fá, en ég veit að þú ert í góðum höndum núna og að þér líður vel. Þú ert búin að fá þína lausn og ert frjáls núna. Við sem eftir erum ylj- um okkur við góðar minningar sem gefa okkur svo mikið. Við erum svo glöð að þið komuð til okkar á síðasta ári í desember til að halda upp á sextugsafmælið þitt og til að vera með okkur yfir jólin. Þig var svo lengi búið að langa til að vera hér um jól og upplifa jóla- stemninguna hér. Þetta var algjör draumaferð fyrir þig, fórum til Þýskalands á jólamarkað í Düssel- dorf og sögðum þér bara að við værum að fara í smá ferð, en ekki hvert, svo þetta kom þér alveg á óvart. Þú náðir að kynnast Maxmi- liano, sem elskar ömmu sína svo mikið, og mun alltaf gera. Þú munt svo lifa áfram í litla stráknum okkar sem á að koma í heiminn á næstu dögum. Það er hrikalega erfitt að vera svona langt í burtu og komast ekki heim, en við fengum okkar kveðju- stund með nútímatækni og þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar. Mamma, ég á alltaf eftir að muna eftir þér síbrosandi, á fullu í eldhúsinu, þú varst alltaf heima þegar við komum úr skólanum, tókst á móti okkur með opnum örmum og oftar en ekki nýbúin að baka eitthvert góðgæti. Þú kenndir mér svo margt og fram á síðustu stundu gat ég hringt í þig til að fá snilldarráð í eldhúsinu, og þá sér- staklega í kringum sósugerð, því enginn slær út sósurnar þínar. Þú varst yndisleg móðir, tengda- móðir og amma. Hvíl í frið, elsku mamma. Þín elskandi dóttir, Sveinhildur. Þegar hinn mikli vágestur krabbamein tekur sér bólfestu í lík- ama einhvers veit enginn hvort ein- vígið við hann vinnst eða hvort meinið sigrar. Svo var einnig með Ingibjörgu Erlu eða Ingu, eins og hún var alltaf kölluð. Við héldum öll að hún hefði sigrað vágestinn, en svo virtist hann taka á sig nýja og magnaðri mynd og sigraði að lok- um, þegar hún lést mánudaginn 10. desember. Í gegnum allt veikinda- ferlið sýndi hún það æðruleysi og umburðarlyndi, sem alla tíð voru einkenni hennar. Við kynntumst þegar hún og frændi minn Torfi Karl fóru að vera saman fyrir tæplega fjörutíu árum. Þá átti hún þegar soninn Jósef Trausta, sem var á sama aldri og eldri sonur minn, svo við tengd- umst í gegnum börnin og þau sterku fjölskyldutengsl sem ríktu í móðurfjölskyldu minni. Eftir að Inga og Torfi giftu sig fæddust svo dæturnar Sveinhildur og Erla Hjördís með fimm ára millibili og skyndilega var fjölskylda Torfa frænda, sem er einkabarn, orðin stór. Fjölskyldan og barnauppeldið var í fyrirrúmi, en Inga studdi þó mann sinn með ráðum og dáð í áhugamálum hans, en þar átti tón- listin stóran sess. Torfi hóf snemma að spila í Lúðrasveit verkalýðsins og gegndi þar ýmsum ábyrgðarstöðum þegar fram liðu stundir. Hann ferðaðist víða um heim með lúðrasveitinni og alltaf fór Inga með honum, enda voru þau afar samrýnd hjón. Það sem upp úr stendur þegar litið er yfir farinn veg er hversu góð manneskja Inga var. Aldrei lét hún eitt einasta styggðaryrði falla um nokkurn mann, brosti alltaf sínu fallega brosi til allra sem hún um- gekkst og jafnvel þegar komið var fram undir andlátið var hún að hugsa um það hvort hún hefði nú ekki sinnt öllum nægilega vel, sem til hennar komu í heimsókn á sjúkrahúsið. Nú þegar hún hefur kvatt þenn- an heim þurfa ættingjar og vinir að takast á við sorgina sem missinum fylgir. Það sem linar hana er falleg minning um yndislega og hlýja konu. Ég og synir mínir vottum eftirlifandi eiginmanni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum svo og öðrum ættingjum Ingu heit- innar samúð. Guðrún Bergmann. Ég kynntist Ingu og Torfa haustið 1985 þegar ég byrjaði að spila með Lúðrasveit verkalýðsins. Að fá að mæta á æfingar hjá risa- stórri lúðrasveit var eitt stórt æv- intýri. Þá var Torfi formaður lúðra- sveitarinnar og Inga sjaldnast langt undan. Ingu kynntumst við í sveitinni aðallega á ferðalögum, m.a. fórum við saman í ógleyman- lega ferð til Austur-Þýskalands 1986. Inga var alltaf brosandi og öllum leið vel í návist hennar. Nú sér Torfi vinur okkar á bak sinni ást- kæru Ingu. Elsku Torfi, Trausti, Sveinhildur, Erla og aðrir aðstand- endur, ykkur vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hugur okkar er hjá ykkur. Fyrir hönd Lúðrasveitar verkalýðsins. Páll Pálsson formaður. Ingibjörg Erla Jósefsdóttir Elskuleg frænka okkar lést í bílslysi fyrir 10 dögum. Þegar við feng- Sigrún Svendsen ✝ Sigrún Svend-sen fæddist á Norðfirði 31. júlí 1930. Hún lést af slysförum 7. desem- ber 2012. Útför Sigrúnar fór fram frá Digra- neskirkju 17. des- ember 2012. um símtalið um að Sigrún lægi mikið slösuð á sjúkrahúsi var fyrsta hugsun okkar, nei ekki aft- ur. Hún lenti í slysi á þessum sama stað fyrir 13 árum. Hún náði sér þá að fullu og hélt ótrauð áfram eins og ekk- ert hefði ískorist. Sigrún var mjög virk í fé- lagsstarfi aldraðra, ferðaðist mikið, bæði erlendis og hér heima, hún fór í sund reglulega, sótti messur, var í gönguhóp og eflaust fleira sem við gleymum. Sigrún var ótrúlega dugleg, hún mætti í öll afmæli og fjölskyldu- boð og var alltaf jafn falleg og vel til fara. Sigrún frænka hefur skipað stóran sess í lífi okkar systra allt frá okkar fyrstu minningum. Sigrún bjó alla tíð á heimili afa okkar og ömmu, allt þar til þau létust, amma árið 1992 og afi ár- ið 1994. Þá fyrst fór Sigrún að halda eigið heimili. Sigrún kom sér vel fyrir í lítilli íbúð í Furu- grundinni og alltaf var jafn gaman að koma og heimsækja þessa elsku. Pönnukökur voru hennar sér- grein, en hún var ekki síðri kokkur. Henni þótti gaman að bjóða okkur og okkur þótti ekki síður gaman að koma til hennar. Hún var mikill húmoristi og oft var mikið hlegið. Hún var svo barngóð, og munum við að þegar við vorum litlar og gistum hjá ömmu og afa þá var Sigrún aldrei langt undan og hafði ótrúlega þolin- mæði gagnvart okkur. Hún var alltaf til í leik og sögulestur. Þegar við sjálfar eignuðumst börn var Sigrún enn við sama, alltaf til í að hjálpa til eða róa pirraða unga. Sigrún var frændrækin mjög og hélt sambandi við ættingja víðsvegar um landið og heim- sótti þegar tækifæri gafst. Sig- rún hringdi oft í okkur, bara svona til að heyra hvernig gengi og segja frá sínum dögum. Okkur er minnisstæð ferðin okkar til Mallorka 1996. Sigrún var góður ferðafélagi og var til í allt með okkur unglingunum. Sigrún var einstaklega lagin í höndunum og eigum við margt listaverkið eftir hana. Hún var snillingur í að hekla og sauma út, hún bjó til klippimyndir og hennar uppáhald síðustu árin var að mála á postulín. Við erum einstaklega þakklátar fyrir allt sem hún hefur gefið okkur og munum gæta þessara gersema vel. Við gætum haldið áfram að lofa þessa hógværu og yndislegu konu, en látum hér staðar num- ið. Sigrún frænka mun alltaf skipa stóran sess í hjörtum okk- ar og hennar er sárt saknað. Elsku pabbi og Þór frændi, látum minninguna um þessa elskulegu frænku okkar aldrei deyja og minnumst hennar eins og hún var, algjör engill. Kveðja, Jóhanna Elísa og Eva Ósk. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.