Morgunblaðið - 18.12.2012, Side 33
77, og 1983-85, var formaður SUS
1985-87, í kauplagsnefnd 1982-87, í
Verðlagsráði 1987-1993, var formað-
ur EAN á Íslandi 1987-2003 og for-
maður EDI-félagsins 1989-99.
Vilhjálmur var stjórnarformaður
Skjaldar hf. á Sauðárkróki 1989-93 og
Kvikmyndasjóðs 1994-2003. Hann sat
í þingmannanefnd EFTA/EES 1991-
2003 og var formaður Íslandsdeild-
arinnar þann tíma, sat í sjávarútvegs-
nefnd Alþingis 1991-2003, í efnahags-
og viðskiptanefnd 1991-2003 og for-
maður hennar 1992-93 og 1995-2003.
Hagfræðin og fótboltinn
Vilhjálmur sat í stjórn lífeyris-
sjóðsins Gildis 2006-2012, ýmist for-
maður eða varaformaður, og hefur
setið í stjórn VIRK – starfsend-
urhæfingarsjóðs frá stofnun, 2008.
Vilhjálmur er umhyggjusamur
fjölskyldufaðir, hæglyndur að eðl-
isfari, hreinskiptinn og einlægur í
samskiptum og stendur fast á sínu.
Hann er ekki sprelligosi en kankvís
og býr yfir skemmtilegum húmor.
Áhugamálin snúast um fjölskyld-
una, fótbolta, sumarbústaðinn og
Tyrkland, auk þess sem hann les
mikið: „Ég les töluvert um ýmis sam-
félagsmálefni, sagnfræði og hagfræði
og lykilrit um efnahagsmál.
Ég hef haft áhuga á knattspyrnu
alla tíð, æfði og keppti með Tindastóli
þar til ég flutti alfarinn suður, hélt
með Val hér fyrir sunnan en hef í
raun taugar til Vals og KR, enda
Vesturbæingur og krakkarnir öll
KR-ingar. Í enska boltanum held ég
með Tottenham og svo sparka ég
bolta reglulega úti í KR-heimili með
föstum hópi góðra félaga.“
Fjölskylda
Vilhjálmur kvæntist 12.10. 1974
Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur, f. 17.9.
1951, ljóðskáldi og sérkennara við
Borgarholtsskóla. Foreldrar hennar
voru Ófeigur J. Ófeigsson, f. 12.5.
1904, d. 2.1. 1993, læknir í Reykjavík,
og Ragnhildur Ingibjörg Ásgeirs-
dóttir, f. 16.7. 1910, d. 22.7. 1981,
kennari.
Börn Vilhjálms og Ragnhildar eru
Anna Katrín, f. 14.7. 1975, deild-
arstjóri fjölþjóða þróunarsamvinnu í
utanríkisráðuneytinu; Bjarni Jóhann,
f. 28.11. 1978, doktor í lífupplýs-
ingatækni við University of Southern
California en hann er í rann-
sóknastöðu hjá Harvard School of
Public Health. Kona hans er Dorte
Pedersen, félagsráðgjafi og mann-
fræðingur, frá Jótlandi og er dóttir
þeirra Anna Silja; Ófeigur Páll, f.
19.8. 1985, BA í forngrísku og meist-
aranemi í miðaldafræði við Háskóla
Íslands; Ragnhildur Alda María, f.
30.7. 1990, nemi í lyfjafræði við Há-
skóla Íslands, í sambúð með Jóhanni
Má Valdimarssyni, BA í sagnfræði og
laganema, og er sonur þeirra Vil-
hjálmur Andri.
Systkini Vilhjálms eru: Ásta, f.
12.12. 1953, kennari á Akranesi;
Bjarni, f. 24.1. 1955, verkstjóri á
Reyðarfirði; Árni, f. 1.9. 1959, fjár-
málastjóri á Sauðárkróki.
Foreldrar Vilhjálms eru Egill
Bjarnason, f. 9.11. 1927, fyrrv. ráðu-
nautur og framkvæmdastjóri Bún-
aðarsambands Skagfirðinga á Sauð-
árkróki, og k.h., Alda Vilhjálmsdóttir,
f. 20.11. 1928, húsfreyja og fyrrv.
verkstjóri.
Úr frændgarði Vilhjálms Egilssonar
Vilhjálmur
Egilsson
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Selá
Kristmundur Guðmundss.
b. á Selá á Skaga
Ásta Kristmundsdóttir
húsfr. á Hvalsnesi
Leó listmálari
(Ljón norðursins)
Alda Vilhjálmsdóttir
húsfr. og fyrrv verkstj.
á Sauðárkróki
Anna Tómasdóttir
húsfr. í Víkum
Árni Guðmundsson
smiður í Víkum á Skaga
Anna Kristín Jónsdóttir
húsfr. á Völlum
Jónas Egilsson
b. á Völlum í Vallhólma
Sigurlaug Jónasdóttir
húsfr. á Uppsölum
Bjarni Helldórsson
b. á Uppsölum í Skagafirði
Egill Bjarnason
fyrrv. héraðsráðunautur á
Sauðárkróki
Helga Sölvadóttir
húsfr. á Ípishóli
Vilhjálmur Árnason
b. á Hvalnesi á Skaga
Indriði Einarss.
hagfr. og
leikritaskáld
EufemíaWaage
leikkona
HákonWaage
leikari
Ingibjörg Thors
eiginkona Ólafs forsætisráðherra
Thor Thors
framkvæmdastj.Íslenskra
aðalverktaka
Einar Viðar
söngvari
Jórunn Viðar
tónskáld
Katrín Fjeldsted
læknir og fyrrv. alþm.
Halldór Einarsson
b. á Ípishóli
Morgunblaðið/Golli
Oddvitar á vinnumarkaði Gylfi Arn-
björnsson og Vilhjálmur Egilsson.
ÍSLENDINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012
Sigurður fæddist í Vigur í Ísa-fjarðardjúpi 18.12. 1915 ogólst þar upp. Foreldrar hans
voru Bjarni Sigurðsson, hreppstjóri
í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir
húsfreyja. Bjarni var sonur Sigurð-
ar, pr. og alþm. í Vigur, bróður Stef-
áns skólameistara og alþm., föður
Valtýs, ritstjóra Morgunblaðsins.
Móðir Bjarna var Þórunn, systir
Brynjólfs, langafi Þorsteins Gunn-
arssonar, leikara og arkitekts.
Meðal systkina Bjargar voru Har-
aldur leikari; Sigurður, faðir Björns,
læknis og forstöðumanns á Keldum;
Björgvin, hrl. og framkvæmdastjóra
VSÍ, og Jón, skólastjóri og heiðurs-
borgari Sauðárkróks, afi Óskars
Magnússonar, útgefanda Morgun-
blaðsins. Björg var dóttir Björns,
dbrm. og ættföður Veðramótaættar
Jónssonar, b. í Háagerði Jónssonar,
á Finnastöðum Jónssonar, bróður
Jónasar á Gili, föður Meingrundar-
Eyjólfs, langafa Jóns, föður Eyjólfs
Konráðs, alþm. og ritstjóra Morgun-
blaðsins.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá
MA 1936, lögfræðiprófi frá HÍ 1941
og framhaldsnámi í lögfræði í Cam-
bridge á Englandi. Hann var stjórn-
málaritstjóri Morgunblaðsins frá
1947 og ritstjóri blaðsins 1956-69,
var alþm. Norður-Ísafjarðarsýslu
fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-59, og
alþm. Vestfjarðakjördæmis 1963-70.
Hann var sendiherra Íslands í Dan-
mörku, fyrsti sendiherra Íslands í
Kína, í Bretlandi og víðar. Hann
vann ötullega að heimkomu handrit-
anna til Íslands, var forseti bæjar-
stjórnar Ísafjarðar, formaður Blaða-
mannafélags Íslands og Norræna
blaðamannasambandsins, var for-
maður Útvarpsráðs, formaður Ís-
landsdeildar Norðurlandaráðs og
einn af forsetum ráðsins, sat í Þing-
vallanefnd og var formaður Nor-
ræna félagsins.
Sigurður kvæntist Ólöfu Páls-
dóttur myndhöggvara og eignuðust
þau tvö börn, Hildi Helgu, sagn-
fræðing og blaðamann, og Ólaf Pál
bókmenntafræðing.
Sigurður lést 5.1. 2012.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Bjarnason
90 ára
Aðalheiður
Guðmundsdóttir
Anna Bergsdóttir
Guðmundur Skaftason
Guðrún Lovísa
Magnúsdóttir
85 ára
Rósamunda Hjartardóttir
Sesselja Jóna Karlsdóttir
80 ára
Guðbjartur Eggertsson
Höskuldur Eyfjörð
Guðmannsson
Kristján Kristjánsson
Magnús Þorleifsson
Ragnheiður Jónsdóttir
75 ára
Björn Sverrisson
Einar Brynjólfsson
Eveline Ella E. Haraldsson
Finnur Sæmundur
Bjarnason
Sigvaldi Arason
70 ára
Conkordia Konráðsdóttir
Guðlaugur Guðmundsson
Hanna M. Benediktsdóttir
Jóhann Ólafsson
Sigurður L. Einarsson
60 ára
Guðjón Egilsson
Guðríður Þorvarðardóttir
Guðrún Sigurðardóttir
Gunnar F. Sigursteinsson
Halldór Halldórsson
Hrafnhildur Þorgeirsdóttir
Kristbjörg Sigurnýjasdóttir
Milorad Todorovic
Sif Ragnhildardóttir
Þorlákur Pétursson
Þórkell Geir Högnason
50 ára
Bryndís Sigurðardóttir
Guðjón Gunnarsson
Guðmundur Baldvin
Guðmundsson
Jozef Farkalin
Margrét Gunnarsdóttir
Víðir Ragnarsson
40 ára
Arnaldur Haraldsson
Ásgeir Ásgeirsson
Georg Garðarsson
Gerður Rún Guðlaugsdóttir
Halldór Örn Ólafsson
Haraldur Haukur
Þorkelsson
Jóhann Þórir
Guðmundsson
Marcel Mendes da Costa
Rut Jónsdóttir
30 ára
Andri Ólafsson
Árni Steinarsson
Bergdís Ingibergsdóttir
Björn Viðar Sigurðsson
Gunnar Ingi Guðmundsson
Harpa Snæbjörnsdóttir
Janis Adata
Siddharth Swaminathan
Sigrún Birna Þórarinsdóttir
Stefán Sigurkarlsson
Stefán Örn Guðmundsson
Stella Vestmann
Valdimar Þór
Skarphéðinsson
Þórhildur Snædís
Kjartansdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Magnús ólst upp á
Seltjarnarnesi og í Hafna-
firði, lauk prófi í húsa-
smíði og rekur veitinga-
staðinn Thai Keflavík í
Reykjanesbæ.
Maki: Benedikta Björns-
dóttir, f. 1984, nemi.
Dóttir: Freyja Björk, f.
2008.
Foreldar: Heimir Há-
varðsson, f. 1954, fisk-
verkandi, og Þuríður
Magnúsdóttir, f. 1956,
matráður.
Magnús
Heimisson
40 ára Lilja ólst upp í
Grundarfirði, Hafnarfirði
og Garðinum, lauk sjúkra-
liðaprófi og er snyrtifræð-
ingur með eigin stofu.
Maki: Sumarliði Þór Jós-
efsson, f. 1970, bílstjóri.
Börn: Sigurþór, f, 1993;
Hrafnhildur Sandra, f.
1997, og Arnþór, f. 2006.
Foreldrar: Ragnheiður
Benidiktsdóttir, f. 1933,
húsfreyja og Högni Guð-
jónsson, f. 1928, d. 2008,
fangavörður.
Lilja
Högnadóttir
30 ára Kristín ólst upp í
Reykjavík, lauk BS-prófi í
viðskiptafræði frá Bifröst
og starfar við flugrekstur.
Sonur: Aron Ingvi Guð-
mundsson, f. 2008.
Foreldrar: Sigmundur
Eyþórsson, f. 1958, fyrrv.
slökkvilðsstjóri, og Sigríð-
ur Björg Gunnarsdóttir, f.
1959, starfsmaður hjá Ar-
ionbanka.
Stjúpfaðir: Dagbjartur
Kristjánsson, f. 1952,
skipstjóri.
Kristín Linda
Sigmundsdóttir
Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | Langholtsvegi 113 | Turninn Höfðatorgi
511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is
LÁTTU OKKUR SJÁ UMHEIMILISÞVOTTINN!
LÍTIL VÉL 7 KG. 1.790 KR.
STÓR VÉL 15 KG. 3.290 KR.
Efnalaug - Þvottahús
SVANHVÍT EFNALAUG
- NÚ Á FIMM STÖÐUM
Hverafold 1-3, 112 Reykjavík
Langholtsvegi 113, 104 Reykjavík
Grettisgötu 3, 101 Reykjavík
Smáralind, 201 Kópavogur
Turninn Höfðatorgi, 105 Reykjavík