Morgunblaðið - 18.12.2012, Side 36

Morgunblaðið - 18.12.2012, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Ævintýraleg teiknimynd, Rise of the Guardians eða Goðsagnirnar fimm, tyllir sér nú á topp bíólistans eftir að hafa verið tvær vikur í sýn- ingu. Ný kvikmynd, Red Dawn, skaut Bond-myndinni Skyfall aftur fyrir sig eftir fyrstu sýningarhelgi. Bond nýtur þó áfram vinsælda og margir gefa sér tíma til að sjá nýju kvikmyndina á aðventu en eftir átta vikur í kvikmyndahúsum hafa hátt í áttatíu þúsund manns séð myndina, sem margir telja þá bestu um njósn- ara hennar hátignar. Bíólistinn 14. desember-16. desember 2012 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Rise Of The Guardians Red Dawn Skyfall So Undercover Here Comes The Boom Killing Them Softly Niko 2: Bræðurnir fljúgandi Silver Linings Playbook The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 2 Playing For Keeps 1 Ný 2 3 5 4 9 8 6 11 2 1 8 2 4 3 4 4 5 2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Goðsagnir á toppnum Bíóaðsókn helgarinnar Ævintýri Margir sáu fjölskyldu- ævintýrið Goðsagnirnar fimm. Spennandi uppskriftir bbbnn Eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur. Salka 2012. 132 bls. Hollt og hátíðlegt er handhæg bók sem hefur að geyma 52 upp- skriftir. Bókinni er skipt í fjóra kafla eftir árstíðum, en í hverjum kafla eru uppskriftir að aðalréttum, smáréttum, meðlæti og eftirréttum. Óhætt er að segja að sjáv- arfang sé í talsverðu aðal- hlutverki í bókinni. Margar upp- skriftanna eru áhugaverðar og spennandi, s.s. „Sumarsalat með lárperum og graslauksblómum“, „Hangikjöts- flatkökur með tvisti“, „Bakaðar mangófylltar gráfíkjur“ og „Lax með fenniku“. Guðrún Jóhannsdóttir á heiður af bæði texta og myndum og er full ástæða til að hrósa henni fyrir hvort tveggja. Leiðbeiningarnar eru oftast skýrar, en á einstaka stað saknaði undirrituð ögn greinarbetri upplýsinga. Himnasending fyrir sælkera bbbbm Eftir Kristínu Þóru Harðardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur. Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar. Teikningar: Sól Hrafnsdóttir. Veröld 2012. 169 bls. Orð, krydd og krásir er sann- kölluð himnasending fyrir sælkera. Höfundar bókarinnar, þær Kristín Þóra Harðardóttir og Sigrún Ósk- arsdóttir, sækja sér hugmyndir og innblástur í Biblíuna hvað varðar hráefni og stemningu, en eins og þær benda réttilega á er lítið um nákvæmar uppskriftir í bókinni helgu. Helsta markmið höfunda er að nýta þá dýrmætu matarkistu sem lesendur hérlendis hafa aðgang að og tekst það með miklum ágæt- um. Uppskriftirnar eru einfaldar og leyfa hráefn- unum að njóta sín til fulls. Uppsetn- ing bókar- innar er sér- lega vel heppnuð. Í stað þess að setja alla forrétti í einn kafla, aðalrétti í annan og þannig koll af kolli er bókin kafla- skipt eftir veislum. Alls eru veisl- urnar tólf í bókinni, sem hver bygg- ist upp á þremur til sex réttum þannig að úr verður áhugaverð blanda af forréttum, aðalrétti og eftirrétti. Veislurnar tólf bera skemmtileg og lýsandi nöfn eins og „Mörtur bjóða Maríum til veislu“, „Nesti til 40 daga“, „Hráfæðisveisla fyrir hlaupara sem ætla að láta drauma sína rætast“ og „Veisla áhyggjuleysis og einfaldleika“. Hverjum kafla bókarinnar fylgir síðan hugleiðing höfunda þar sem lagt er út af völdum Biblíutextum, án þess að höfundar taki sig of há- tíðlega. Rétt er að geta þess að bók- in ætti að geta höfðað til allra sæl- kera óháð trúarbrögðum, enda er maturinn og samfélagið sem mynd- ast við matarborðið í aðalhlutverki. Orð, krydd og krásir er falleg bók prýdd guðdómlegum myndum. Undirrituð saknaði reyndar mynda af öllum réttum bókarinnar. Þetta er bók sem minnir okkur á að mat- ur er svo miklu meira en magafylli því hann er minning, tilfinning og ást. Og sá boðskapur er gott vega- nesti. Nauðsynlegur dýrgripur fyrir allt ástríðufólk um mat bbbbb Eftir Gísla Egil Hrafnsson og Ingu Elsu Bergþórsdóttur. Vaka-Helgafell 2012. 249 bls. Óhætt er að segja að það sé skammt stórra högga á milli hjá hjónunum Gísla Agli Hrafnssyni og Ingu Elsu Bergþórs- dóttur. Ekki er nema ár síðan þau sendu frá sér hina frábæru bók Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Á dögunum sendu þau svo frá sér bókina Eldað og bakað í ofninum heima: Góður matur – gott líf sem er sjálfstætt framhald af fyrri bókinni. Að þessu sinni er ofninn í eldhús- inu í aðalhlutverki, hvort heldur hann er notaður til að baka brauð, Handhæg, 12 veislur og kræsingar í ofni Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Yfirlit yfir nýjar íslenskar matreiðslubækur Ljósmynd/Sigurjón Ragnar Veislur Orð, krydd og krásir geym- ir tólf dásamlegar veislur. Vefðu þig hlýju Ábreiða úr hinni einstöku íslensku ull gerir hverja stund hlýja og notalega... Sjá sölustaði á istex.is FAGNIÐ MEÐ FYLGIFISKUM UM JÓL OG ÁRAMÓT Humarragú í rjóma-saffran-sósu Skelfiskssalat í sherry-fíkju-vinegrette Tvílitt sjávarréttapate með piparrótarrjóma Kryddað humarkjöt (tilvalið í súpuna eða til steikingar) Reyktur skötuselur með fennel og trönuberjasósu Fylgifiska graflax með hunangs-sinnepssósu Ferskur mangó & lime rækjukokteill Fjórar tegundir af síld Koníaksbætt rjómalöguð humarsúpa Rjómalöguð fiskisúpa Humarsoð & fiskisoð Piparrótarrjómi Hunangs-sinnepssósa Hvítvínssósa Skötuselur í kryddjurtahjúpi Innbakaður lax í smjördeigi með stjörnuanís bættu hunangi og dijonsinnepi Blandaðir sjávarréttir í hátíðarbúningi með hvítvínssósu 22. des - kl. 11.00 - 14.00 23. des - kl. 11.00 - 18.30 27. des - hefðbundin opnun Skata í pottinum í hádeginu á Þorláksmessu OPIÐ YFIR HÁTÍÐIRNAR Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.