Morgunblaðið - 18.12.2012, Page 38

Morgunblaðið - 18.12.2012, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Hinir árlegu Ljósberatónleikar verða í Akureyrarkirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefjast klukkan 20. Er þetta í fimmta sinn sem líkn- arsjóðurinn Ljósberinn heldur þessa árlegu styrktartónleika en tilgangur sjóðsins er að veita líknar- og viðlagaaðstoð til Akureyringa með sérstaka áherslu á aðstoð fyrir jól. Sérstakur gestur tónleikanna í ár er Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran- söngkona. Einnig koma fram Björg Þórhallsdóttir sópran, Einar Clau- sen tenór, Eldri barnakór Akureyr- arkirkju, Stúlknakór Akureyrar- kirkju og Elísabet Waage hörpu- leikari ásamt strengjasveit norð- lenskra tónlistarmanna undir stjórn Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur. Ey- þór Ingi Jónsson leikur á orgel, Sig- rún Magna Þórsteinsdóttir stjórnar kórum og hljómsveitarstjóri er Hilmar Örn Agnarsson. Frumflytja nýtt jólalag Á efnisskrá tónleikanna eru þekkt og klassísk jólalög í bland við tónlist frá ýmsum löndum. Þá verður frum- flutt Jólalag Ljósberans 2012, Helg- ast ljós eftir Báru Grímsdóttur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, en þetta er í annað sinn sem samið er sérstakt jólalag fyrir Ljósberann. Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína og aðgangseyrir rennur óskiptur til sjóðsins. Líknarsjóðurinn Ljósberinn var stofnaður árið 2008 til minningar um sr. Þórhall Höskuldsson, fyrrver- andi sóknarprest við Akureyrar- kirkju. Prestar kirkjunnar sjá um að úthluta úr sjóðnum. Tónleikarnir, ásamt fjáröflun og gjöfum tengdum þeim, hafa verið kjölfestan í fjár- öflun sjóðsins, en einnig berast sjóðnum gjafir frá einstaklingum, fé- lagasamtökum og fyrirtækjum. Ljósberatónleikar í Akureyrarkirkju Diddú Sigrún Hjálmtýsdóttir er sér- stakur gestur Ljósberatónleikanna.  Fjöldi lista- manna á styrktar- tónleikum Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í síðustu bók sinni skrifaði Ófeigur Sigurðsson um eldklerkinn Jón Steingrímsson og fékk verðskuldað lof fyrir. Í nýrri og viðamikilli skáld- sögu, Landvættum, horfir höfund- urinn hins vegar til samtímans og segir frá ungum manni sem verður alræmdur eftir umfjöllun á síðum Dagblaðsins og ræðst í kjölfarið í vinnu í kjötvinnslu á Kjalarnesi og finnur sér þar skjól. „Þessi saga fjallar í grunninn um það hvað gerist þegar prívatlíf aðal- persónunnar kollvarpast. Einkahagir hans verða öllum ljósir eftir umfjöll- un í Dagblaðinu, líf hans hrynur til grunna og til að byrja einhvers stað- ar þá fær hann vinnu í verksmiðju. Maðurinn spyrnir í botninn og á ekki annarra kosta völ,“ segir Ófeigur. „Í verksmiðjunni ríkir mikill fjöl- skylduandi og maðurinn fer að upp- lifa að þar sé hans einkalíf. Hann býr hjá kuningjum sínum og þar er svo mikill gestagangur að ekki er um einkalíf þar að ræða. Veröld manns- ins verður því öll í verksmiðjunni, sem er aflokaður og öruggur heim- ur.“ Með skotleyfi á veruleikann Ófeigur er að vinna með íslenskan samtíma og vísar í ýmsar áttir; í sög- unni birtast raunverulegir staðir og viðburðir, og þekkja má sitthvað í fólki sem engu að síður er uppdiktað. Fannst honum mikilvægt að vera með samtíma sögunnar þetta raun- verulegan? „Já. Eitthvað forvitnilegt gerist þegar skáldskapur og raunveruleiki skarast. Þetta er svo samtvinnað. Ég byggi söguna að töluverðu leyti á eig- in reynslu og maður verður að hafa algjört frelsi til að vinna úr henni,“ segir Ófeigur. Sjálfur vann hann sem ungur maður hjá Síld og fiski í Hafn- arfirði og segir að það hafi verið fag- urfræðileg ákvörðun að hafa fyr- irtækið Flesk & síðu í sögunni uppi á Kjalarnesi, því „þá fer maðurinn út úr borginni og starfar þar í einangr- uðu og gluggalausu rými. Hvernig má skáldskapur byggja á raunveruleikanum? Um margar leiðir er að velja og ég held að mað- ur hafi býsna víðtækt skotleyfi á hinn opinbera raunveruleika. Ég held það vegi alveg jafnþungt hvað raunveruleikinn byggir mikið á skáldskap. Þetta eru ekki svo að- skildir heimar. Það er svo mikið frelsi og máttur í skáldskap að hann getur vaðið inn í raunveruleikan og sópað út úr honum því sem honum sýnist“. Skynjaði Ófeigur kjötvinnsluna sem söguefni þegar hann vann þar á unglingsárum? „Nei. Ég var bara átján ára og það var seinna sem ég fór að skynja verksmiðjuna sem afmarkaðan heim og hugsa um allar þær áhugaverðu persónur sem ég hafði kynnst. Þá sá ég að þetta gæti verið góður rammi fyrir skáldsögu.“ Lesandinn finnur að Ófeigur nýt- ur þess að skapa flæði í textanum. „Mesta nautn lífsins er að skrifa,“ segir hann. „Þá er maður bara inni í sinni veröld og svo er það sprenging þegar þetta kemur út, þá fer allt á hvolf.“ Það fer líka allt á hvolf hjá sögu- persónu Landvættanna; gekk Ófeig- ur lengi með þessa sögu? „Ég byrjaði á bókinn 2006 og ég hef því unnið að henni í sex ár, með árs hléi þegar Jón eldklerkur rudd- ist framfyrir. Eftir að hún kom út tók ég lokasprettinn á þessa bók og hún fór í nauðsynlegar lýta- og hjartaaðgerðir. Ég stytti hana þá líka heilmikið. Sagan er hugsuð sem fjórar samhangandi stuttar bækur.“ Eru vinnubrögðin önnur þegar hann vinnur samtímasögu en sögu- lega skáldsögu, eins og þegar hann skrifaði um eldklerkinn? „Heimildavinnan er skemmtilegri þegar maður er kominn aftur í ald- ir,“ svarar hann hugsi. „Þegar mað- ur skrifar um samtímann er ekki mikil heimildavinna, maður er bara einhvern veginn flæktur í honum og reynir að átta sig á honum. Gögnin eru ekki lent, það er ekki búið að binda þau inn. Allt er flausturs- kenndara í samtímanum.“ Þegar skáldskapur og raunveruleiki skarast Morgunblaðið/Einar Falur Samtímasaga „Mesta nautn lífsins er að skrifa, segir Ófeigur.  Ófeigur Sig- urðsson tekst á við samtímann Danska uppboðshúsið Bruun Rasm- ussen bauð á dögunum til sölu á vef- uppboði merkar bækur prentaðar í Skálholti árið 1688 sem höfðu verið í safni Jóns Helgasonar (1899-1986) skálds, prófessors og forstöðumanns stofnunar Árna Magnússonar í Kaup- mannahöfn. Voru það Landnáma, eða Sagan Landnáma um fyrstu bygging Islands af Norðmönnum, Christen- doms Saga hlioðande um það hvor- nenn Christen Tru kom fyrst a Island at forlage þess háloflega herra Ólafs Tryggvasonar Noregs Kongs; Scheda Ara prests froda um Island og loks Gronlandia eður Grænlands saga Úr Islendskum Sagna Bookum og annalum samantekin og a latinskt maal skrifuð. Allar bækurnar voru gefnar út í Skálholti af Þórði Þorlákssyni biskupi og prentaðar af Hendrick Kruse. Bækurnar eru í leðurbandi og var áætl- að verð þeirra um 100.000 danskar eða um 2,4 milljónir króna. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur skrif- aði um uppboðið á bókunum á bloggsíðu sinni en hann hafði skoðað þær á sýningu fyrir uppboðið, og segir hann þær hafa verið seldar á um 2,3 milljónir. Gagnrýnir Vil- hjálmur að opinber stofnun á Íslandi skuli ekki hafa eignast þessar merku bækur Jóns Helgasonar og segir hann Árnastofnun aðeins eiga Land- námabókarútgáfuna úr Skálholti í ljósriti. Að sögn Ólafar Nordal myndlist- arkonu, sem er barnabarn Jóns Helgasonar, arfleiddi seinni kona Jóns, Agnethe Loth, jesúítaregluna í Danmörku að öllum sínum eigum og þar á meðal voru bækur Jóns, auk persónulegra muna hans, fyrri eig- inkonu hans og þriggja barna þeirra. Munu fulltrúar jesúíta hafa afhent Árnastofnun einhver skjöl og málverk af Jóni en annað hefur verið selt af fornsölum, og nú síðast voru fyrr- nefndar gersemar boðnar upp. Loth flutti inn til Jóns þegar hann var 75 ára gamall og hafði verið ekkill í um áratug. Börn hans fengu greiddan út móðurarf en að sögn Ólafar voru þau fyrir tilstilli Loth nánast gerð arflaus, því hús foreldra þeirra var sagt illa farið og nokkur húsgögn og „fáeinar skrudd- ur“ væru í búinu. „Þetta er mikil sorgarsaga. Afi hafði gaman af að safna þessum bókum og vandaði valið í safn- ið. Allir stóðu í þeirri meiningu að eftir hans dag myndi Árnastofnun eignast bækurnar. En það breyttist þegar konan gekk í jesúítaregluna skömmu fyrir andlátið, því þá arfleiddi hún regluna að öllum eigum sínum og er bókasafnið þar með talið,“ segir Ólöf. efi@mbl.is Merkar bækur úr safni Jóns Helgasonar seldar Prófessorinn Jón Helgason átti merkilegt bóka- og skjalasafn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.