Morgunblaðið - 18.12.2012, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012
Íljóðabókinni Tuttugu þúsundflóð eru á sjötta tug ljóðasem hverfast flest á einn eðaannan hátt um netaveiðar á
laxi og náttúru og mannlífið við
jökulfljótið sem veitt er í, Ölfusá.
Tónninn er sleginn í fyrsta ljóðinu
þar sem ljóðmælandinn framkallar
í myrkra-
herbergi gulnað
blað sem hann
finnur í gamla
bænum og þegar
hann lítur svo
hið liðna
„streyma orðin
áreynslulaust / í
leysingum blaðs-
ins í augun / – ár mæta grænum
sjónum // Og þar birtist smám sam-
an ljóð / sem hann hafði fundið í ár-
farveginum / sumarið sjötíu og
fjögur“.
Ljóðaheimurinn mótast af minn-
ingum frá þessu löngu liðna sumri.
Lífið við bakkana, veiðifiðringur og
annar fiðringur í tilfinningalífi ungs
manns eru áberandi – oft hugsanir
um stúlkur. Í ljóðinu „Einn á báti“
kallar piltur nafn einnar af öllum
kröftum og „… vængjað kallið /
berst yfir rautt vatn og svartan
sand / þessa fimm kílómetra heim //
Smám saman dregur úr því mátt-
inn / uns það snertir loks glugga-
rúðu hennar / létt sem vængjatak
fiðrildis / um leið og hún / byltir sér
í rúminu …“
Og hugsað er til annarrar stúlku
sem ánetjaðist ekki:
Hann felldi net
hárfínt táranet
Svo hárfínt
að hún fann ekki fyrir því
Ég vissi reyndar aldrei
hvar ætti að leggja það
Netið er endurtekinn efniviður
mynda og sjálf viðureignin við lax-
inn kallar. Veiðieðlið getur verið
sterkt í mönnum og tengslin við
náttúruna verða iðulega sterk við
veiðar. Í sumum ljóðanna kemst
það vel til skila. En eins og með
önnur ljóð bókarinnar eru veiði-
ljóðin afar missterk. Þau bestu eru
yfirleitt þau einföldu, þar sem
skáldið gengur ekki langt í mynd-
byggingum, og gætir þess að nykra
ekki. Þegar best tekst til eru
myndirnar vel lukkaðar eins og í
„Kvöldvitjun“ þar sem síðasta er-
indið er:
Ég skeyti ekki um kvöldið
en þegar hallar að óttu
hrindi ég bátnum á flot og læt ána
bera mig til þín
inn í risbláan morgun.
Í heildina er bókin nokkuð sund-
urlaus – og finna má fyrir áhrifum
frá ólíkum skáldum – og hefði að
ósekju mátt þétta verkið betur. Á
stundum hættir skáldinu til að
segja of mikið, halda of lengi áfram
með útskýringu á hugsun, í stað
þess að treysta uppbyggingu fyrstu
erindanna til að skapa heim og
stemningu í huga lesandans. En á
milli eru prýðileg kvæði og sterkar
myndir, enda heildarhugmyndin
áhugaverð.
Bókin er skreytt rúmlega 20
svarthvítum teikningum Soffíu Sæ-
mundsdóttur. Annars vegar hlut-
bundið riss af mönnum, fjalla-
formum og árlandslagi. Þessar
myndir vinna ágætlega með ljóð-
unum og heimi þeirra, en óhlut-
bundin form sem standa á móti
sumum ljóðanna, ljóðræn blekform
og daufar blýantsskissur, ná vart
að lifna á síðunum.
Morgunblaðið/Golli
Skáldið Ljóðin í bók Þorláks hverf-
ast flest á einn eða annan hátt um
netaveiðar á laxi.
Ljóð með sprett-
hörðum löxum
Ljóð
Tuttugu þúsund flóð
bbmnn
Eftir Þorlák Karlsson.
Myndskreytingar: Soffía
Sæmundsdóttir.
Sæmundur, 2012. 83 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Limrur eru óheilagasturalls kveðskapar, svostirðlega sem það hljóm-ar. Því má það merkilegt
heita, ef marka má formála Péturs
Blöndals að Limrubókinni, að
einna fyrst sé
bragarháttinn að
finna á Íslandi í
sálmi eftir sr.
Valdimar Briem.
Sá formáli er
fróðlegur um
margt varðandi
limruna, einkenni
hennar, uppruna
og íslensk sérkenni. Hún er vissu-
lega knappur háttur sem byggir á
kerskni og klámi. Þrjár langar lín-
ur og tvær stuttar. Limrur eru
hvorki ortar fyrir teprur né femín-
ista. Þær eru oftast ortar af mið-
aldra karlmönnum sem reyna að
vera fyndnir á annarra kostnað og
hafa með hættinum einstakt tæki-
færi til að bulla á mótsagnafullan
hátt án þess að verða sér til
skammar. Þær eru því oft óprent-
hæfar. Kristján Karlsson komst
svo að orði um þær: „Mergurinn
málsins er sá að þetta ljóðform,
limran, er alin upp við alls konar
sóðaskap frá fyrstu tíð og kann
bezt við sig í honum, þó að ýmsir
hafi leitazt við að siða hana …“
Af þessu leiðir að úrvalið í
Limrubókinni er afar fjölbreyti-
legt, allt frá klámi, kerskni og níði
til fágaðrar hnyttni. Sumt er
glæsilega ort, annað skondið og á
mörkum þess að vera prenthæft.
Margar perlur limruskáldskapar-
ins er að finna í þessari bók eftir
höfunda á borð við Þorstein Valdi-
marsson, Kristján Karlsson, þá
langfeðga, Kristján, Þórarin og
Ara Eldjárn, Jóhann S. Hannes-
son, Hrólf Sveinsson (sem hét víst
líka öðru nafni), Anton Helga
Jónsson og Jónas Árnason, svo að
einhverjir séu nefndir. Það er við
hæfi að tilfæra eina limru, kannski
lýsir hún landanum vel. Hún er
eftir Jóhann S. Hannesson:
Að uppruna erum við norsk,
að innræti meinleg og sposk,
en langt fram í ættir
minna útlit og hættir
á ýsu og steinbít og þorsk.
Limrubókin er full með gaman-
mál sem gætu meitt viðkvæmar
sálir. En margar limrurnar í bók-
inni eru sannar perlur og inngang-
urinn eftir Pétur Blöndal er fróð-
legur.
Morgunblaðið/Kristinn
Gamanmál „Sumt er glæsilega ort, annað skondið og á mörkum þess að vera
prenthæft,“ segir um Limrubókina sem Pétur Blöndal hefur tekið saman.
Limrukveðskapur
Ljóð
Limrubókin – Snjöllustu, fyndnustu
og furðulegustu limrurnar
bbbnn
Pétur Blöndal tók saman.
Almenna bókafélagið 2012, 260 bls.
SKAFTI Þ.
HALLDÓRSSON
BÆKUR
MBL
Í 2D OG 3D MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Í 2D MEÐ ENSKU
TALI/ÍSL TEXTA -FBL -FRÉTTATÍMINN
L
FRÁBÆR
FJÖLSKYLDUSKEMMTUN
FRÁ ÞEIM SÖMU OG
FÆRÐU OKKUR
OG
TILB
OÐ
TILB
OÐ
TILB
OÐ
TILB
OÐ
TILB
OÐ
TILB
OÐ
TILB
OÐ TILB
OÐ
MÖGNUÐSPENNUMYND
BESTA ILLMENNI ÞESSA ÁRS
MATTHEW FOX
PETE HAMMOND - BOX OFFICE
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
VIP
RED DAWN KL. 5:50 - 8 - 10:10
RED DAWN VIP KL. 5:50 - 8 - 10:20
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALI3D KL. 5:50
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALI KL. 5:50
RISE OF THE GUARDIANS ENSTALI KL. 10:10
PLAYING FOR KEEPS KL. 8 - 10:20
CHRISTMAS VACATION KL. 5:50 - 8
ALEX CROSS KL. 10:30
TWILIGHT: BREAKING DAWN PART 2 KL. 8
WRECK-IT RALPH ÍSL.TALI KL. 5:50
ARGO KL. 8 - 10:30
AKUREYRI
RED DAWN KL. 8 - 10:10
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALI3D KL. 6
CHRISTMAS VACATION KL. 6 - 8
ALEX CROSS KL. 10:10
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
RED DAWN KL. 10:20 - 11
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3DK L . 3
RISEOFTHEGUARDIANS ÍSLTALKL. 5:50
RISE OF THE GUARDIANS ENSTALKL. 8
PLAYING FOR KEEPS KL. 5:40 - 8
SKYFALL KL. 5 - 8 - 10:10
KEFLAVÍK
RED DAWN KL. 10:10
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALKL. 5:50
PLAYING FOR KEEPS KL. 8
CHRISTMAS VACATION KL. 5:50 - 8
ALEX CROSS KL. 10:10
RED DAWN KL. 8 - 10:10
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3DKL. 5:30
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALKL. 5:50
ALEX CROSS KL. 8 - 10:20
TWILIGHTBREAKINGDAWNPART2 KL. 5:30 - 8
HERE COMES BOOM KL. 8 - 10:30
ARGO KL. 10:20
WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:40
ÞRIÐJUDAGS
TILBOÐ Í DAG
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
TILBO
Ð
TILB
OÐ
LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854
Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00
w w w . s i g g a o g t i m o . i s
Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993