Morgunblaðið - 11.01.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Meirihluti velferðarnefndar Alþingis
afgreiddi í fyrradag umsögn sína um
frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins er
velferðarnefnd fyrsta þingnefndin
sem lýkur umsögn sinni um frum-
varpið.
„Í fyrsta lagi tel ég málið vera al-
gjörlega vanbúið. Í öðru lagi er ekki
búið að framkvæma neitt mat á því
hverjar afleiðingarnar yrðu af þeim
texta sem frumvarpið um stjórnar-
skrána felur í sér, t.d. er engum ljóst á
þessari stundu hvaða lagabreytingar
þetta muni kalla á og það er engum
ljóst á þessari stundu hvaða afleiðing-
ar þetta hefði fyrir velferðarkerfið
eða fyrir vinnumarkaðinn, svo dæmi
sé tekið,“ segir Einar K. Guðfinnsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
fulltrúi í velferðarnefnd.
Að sögn Einars vekur meirihlutinn
í umsögn sinni athygli á margs konar
veikleikum í texta frumvarpsins og
greinargerð þess. Að mati Einars
hefði umsögnin því átt að leiða til um-
talsverðra breytinga á texta frum-
varpsins en gerir það ekki. Hann
bendir á að minnihluti nefndarinnar
muni skila áliti sínu á frumvarpinu í
næstu viku.
Þá segir Einar meirihlutann hafa
gert eina breytingartillögu á texta
frumvarpsins. Sú breyting sé út af
fyrir sig skref í rétta átt en þó alls
ekki nægjanleg. Að sögn hans felst
breytingin í því að 2. mgr. 25. gr.
frumvarpsins þar sem nú stendur „Í
lögum skal kveða á um rétt til mann-
sæmandi vinnuskilyrða, svo sem
hvíldar, orlofs og frítíma. Öllum skal
tryggður réttur til sanngjarnra launa
og til að semja um starfskjör og önnur
réttindi tengd vinnu“ muni breytast á
eftirfarandi máta: „Í lögum skal
kveða á um rétt til mannsæmandi
vinnuskilyrða, svo sem aðbúnaðar, ör-
yggis, hvíldar, orlofs og frítíma. Öll-
um skal með lögum tryggður réttur
til að semja um starfskjör og önnur
réttindi tengd vinnu.“
Meginbreyting á vinnumarkaði
„Það skiptir afar miklu máli þegar
verið er að semja stjórnarskrá að allir
þeir sem við hana eiga að búa séu al-
gjörlega vissir um hvað hugtök þýða,
því að öðrum kosti er verið að hlaða
allskonar dómsmálum inn í réttar-
kerfið,“ segir Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, spurður út í viðbótarathuga-
semd sem SA sendu til atvinnuvega-
nefndar.
Í viðbótarathugasemdinni varar
SA við að orðalag, sem finna má í 2.
mgr. 25. gr. frumvarpsins, um að öll-
um skuli tryggður réttur til að semja
um starfskjör sín sé þannig að verið
sé að flytja kjarasamningsréttinn frá
stéttarfélögum og gera hann einstak-
lingsbundinn. „Slíkt væri megin-
breyting á því fyrirkomulagi sem rík-
ir á íslenskum vinnumarkaði,“ segir í
viðbótarathugasemd SA.
Skila umsögn um nýja stjórnarskrá
Velferðarnefnd Alþingis leggur í umsögn sinni til breytingu á 25. grein stjórnarskrárfrumvarpsins
SA gera athugasemd við ákvæðið og segja það boða miklar breytingar á íslenskum vinnumarkaði
Stjórnarskrárfrumvarp
» Utanríkismálanefnd og um-
hverfis- og samgöngunefnd Al-
þingis hafa einnig fundað um
stjórnarskrárfrumvarpið en
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins liggja þar ekki enn
fyrir drög að umsögnum um
frumvarpið.
» Að sögn Einars K. Guðfinns-
sonar mun minnihluti velferð-
arnefndar skila áliti sínu í
næstu viku.Morgunblaðið/Golli
Stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráð að störfum í Kennaraháskólanum.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími: 515 7050 | volvo.is
Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.
Volvo XC60 AWD
D4 dísil, 20 ventlar, 5 strokkar, 163 hö, tog
400 Nm, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönd-
uðum akstri 6,8 l/100 km. CO2 179 g/km.
Verð frá 9.290.000 kr.