Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vestmannaeyingar undirbúa nú
minningarathöfn vegna 40 ára frá
upphafi eldgossins í Heimaey hinn
23. janúar 1973. Athöfnin miðviku-
daginn 23. janúar næstkomandi
verður á lágstemmdum nótum, að
sögn Kristínar Jóhannsdóttur,
ferða- og menningarmálafulltrúa
Vestmannaeyjabæjar. Von er á
sendiherrum erlendra ríkja sem
komu mikið við sögu í gosinu, bisk-
upi Íslands og fleiri fyrirmennum til
Eyja. Forseta Íslands hefur einnig
verið boðið til athafnarinnar.
„Sendiherra Bandaríkjanna kem-
ur en Bandaríkjamenn hjálpuðu
okkur mikið og eins sendiherra Nor-
egs og Norðmenn gerðu mikið fyrir
okkur. Þeir hafa báðir staðfest komu
sína,“ sagði Kristín. Hún sagði að
minninarathöfnin ætti að vera tákn-
ræn og lágstemmd.
„Við ætlum að hittast í Landa-
kirkju og þar verður stutt athöfn.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup
verður þar og eitthvað af prestum
sem hafa starfað hér í gegnum tíð-
ina,“ sagði Kristín. „Það verður
kveikt á blysum eftir allri gos-
sprungunni sem opnaðist um nóttina
forðum. Einnig verður farin blysför
frá kirkjunni og niður að höfn. Það
fer eftir veðri hvort við förum inn í
Herjólf eða verðum úti. Þar verða
bæði ávörp og tónlistaratriði sem
hæfa þessu tilefni.“
Goslokanefnd og Vestmannaeyja-
bær hafa óskað eftir því við útgerð
Herjólfs að seinni ferð ferjunnar falli
niður hinn 23. janúar nk. Það er til
þess að skipið verði til taks vegna
minningarstundarinnar.
Dagskráin hefst um klukkan
19.00. Kristín sagði að bæði Ríkis-
sjónvarpið og Stöð 2 ætluðu að fjalla
um 40 ára afmæli Heimaeyjargoss-
ins.
Ljósmyndasýning um Heimaeyj-
argosið verður opnuð í Sagnheimum,
byggðasafni Vestmannaeyja, klukk-
an 17.00 um daginn. Þar verða sýnd-
ar myndir eftir ljósmyndara sem
störfuðu í Vestmannaeyjum í gosinu.
Þar á meðal má nefna Sigurgeir Jón-
asson, Guðmund Sigfússon, Hjálmar
R. Bárðarson og Kristin Benedikts-
son.
Eftir að dagskrá lýkur við höfnina
verða opin kaffihús, m.a. Vinaminni
og Kaffi Kró. Þar verða bæði veit-
ingar og tónlistaratriði.
„Þetta verður upphafið á stóru af-
mælisári,“ sagði Kristín. Goslokahá-
tíðin verður haldin helgina 5.-7. júlí í
sumar. Þar verður mikil dagskrá. Í
haust, 14. nóvember, verða 50 ár lið-
in frá upphafi Surtseyjargossins.
Kristín sagði stefnt að því að halda
Surtseyjarhátíð í Eyjum í haust.
Lágstemmd gosminningar-
hátíð í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Eyjagosið 1973 Eldsprungan opnaðist aðfaranótt 23. janúar. Vestmannaeyingar flúðu á fiskibátum til lands.
Vestmannaeyingar minnast þess að 40 ár eru frá upphafi eldgossins í Heimaey
Eldgosið í Heimaey sem hófst
þann 23. janúar 1973 var fyrsta
eldgosið í byggð á Íslandi. Gosið
hófst um fimm mínútum fyrir
klukkan tvö um nóttina. 1.600
metra löng gossprunga opnaðist á
austurhluta Heimaeyjar.
Fólk vaknaði eða var vakið, það
yfirgaf heimili sín og streymdi nið-
ur á bryggjur og um borð í fiski-
báta sem voru í landi vegna brælu
daginn áður. Fyrsti báturinn lagði
úr höfn rúmum
hálftíma eftir
að gosið hófst.
Einnig
streymdu flug-
vélar til Eyja að
sækja fólk.
Goslokum var
lýst yfir þann 3.
júlí 1973. Nánar
má lesa um eldgosið á vefsíðunni
Heimaslóð (heimaslod.is).
Flúðu heimili sín að næturlagi
HEIMAEYJARGOSIÐ VAR FYRSTA ELDGOSIÐ Í BYGGÐ Á ÍSLANDI
Aska yfir öllu.
Lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu afgreiddi ekki beiðni ein-
staklings um að fá skýrslu um mót-
mæli á árunum 2008 til 2011
afhenta á réttum lagagrundvelli og
þarf að taka beiðnina til umfjöll-
unar á nýjan leik. Þetta er niður-
staða úrskurðarnefndar upplýs-
ingamála en einstaklingurinn
kærði höfnun lögreglustjórans til
nefndarinnar.
Skýrslan kallast „Samantekt á
skipulagi lögreglu við mótmælin
2008 til 2011“ en lögreglustjóri
neitaði að afhenda hana, meðal
annars á þeim forsendum að hún
innihéldi ítarlegar upplýsingar úr
málaskrá lögreglu, þar á meðal
upplýsingar um afskipti lögreglu af
nafngreindum einstaklingum.
Skýrslan félli því undir undantekn-
ingar í upplýsingalögum um gögn
úr rannsókn eða saksókn sakamáls.
Kærandinn hélt því hins vegar fram
ekki væri skýrt að um rannsóknar-
gagn væri að ræða.
Þar sem úrskurðarnefndin gat
ekki fullyrt að í skýrslunni væru
ekki upplýsingar sem rétt væri að
færu leynt var lögreglustjóra skip-
að að fjalla aftur um beiðnina.
Morgunblaðið/Golli
Búsáhaldabyltingin Skýrslan fjall-
aði um mótmæli í kjölfar hrunsins.
Fjalli aftur
um ósk um
mótmæla-
skýrslu
DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ
A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is
Tæki til
vetrarþjónustu
Stofnað 1957
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Nú bjóðum við síðustu sætin
í sólina á Kanaríeyjum þann
15. janúar á frábæru tilboði.
Þú bókar flugsæti og þremur
dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir.
frá kr. 89.900
Kanarí
15. janúar í 2 vikur
Frá kr. 89.900
Netverð á mann, m.v. 2 – 4 í studio / íbúð í 14 nætur.
stökktu til