Morgunblaðið - 11.01.2013, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Frásögn Höllu Vilhjálmsdóttur leik-
konu í Morgunblaðinu um sl. helgi
af ferð hennar og tveggja félaga á
hæsta tind Ameríku, Aconcagua í
Argentínu, nokkru fyrir jól vakti
mikla athygli. Tindurinn er nær
7.000 metrar að hæð. Halla er ung
og vel þjálfuð en sagðist ekki hafa
haft neina reynslu af fjallaklifri og
farið án aðstoðar þjálfaðra leiðsögu-
manna. Ferðin hefði verið geysilega
erfið en gengið vel.
En er skynsamlegt að fara í slíka
ferð án þess að vera í fylgd þjálf-
aðra leiðsögumanna? Annar Íslend-
ingur, Andri Kristinsson, veiktist
illa í göngu á fjallið en hefur nú náð
sér. Hann minnir óvant fólk á að
Aconcagua sé varasamt og dauðsföll
í hlíðum þess fleiri en á nokkrum
öðrum, þekktum fjöllum. Hann var
sjálfur hætt kominn og nokkrum
dögum síðar dóu tveir menn í fjall-
inu þegar þeir fengu sama sjúkdóm
og hann: háfjallalungnabjúg.
Andri er þrítugur nemi í við-
skiptafræði við Stanford-háskóla í
Kaliforníu, mjög hraustur og þaul-
vanur fjallamaður. Hann hefur m.a.
klifið Mt. Whitney í Bandaríkjunum
og Kilimanjaro í Austur-Afríku, síð-
astnefnda fjallið er um þúsund
metrum lægra en Aconcagua. Hann
fór sjálfur með hópi til Argentínu í
desember í fyrra með heimsþekktu,
alþjóðlegu fyrirtæki fjallaleiðsögu-
manna, Alpine Ascents. Í hópnum
voru um 10 Bandaríkjamenn auk
Andra.
Ekki tæknilega erfitt fjall
„Veðrið var yfirleitt í lagi en það
er mjög breytilegt, suma dagana
var alveg brjálað veður en svo lægði
og þá héldu menn áfram,“ sagðí
Andri. „Fjallið er í sjálfu sér ekki
hættulegt, það þarf ekki mikinn
tæknilegan búnað en gangan er lík-
amlega mjög þreytandi. Sumir fara
upp með lítinn og lélegan búnað og
oft gengur það ef veðrið er gott. En
svo geta hlutirnir breyst á svip-
stundu og það er ástæðan fyrir því
að svona margir hafa látið þarna líf-
ið gegnum árin.
Við vorum komnir í um 4.200
metra hæð, í grunnbúðirnar, þegar
ég fékk háfjallalungnabjúg sem var
ansi svekkjandi af því að ég hef far-
ið töluvert hærra áður og hraðar
upp. En kannski má segja að það
hafi komið sér vel að fá þetta svona
snemma vegna þess að þegar maður
er kominn nokkru hærra upp í fjall-
ið eru aðstæður orðnar lífshættu-
legar ef maður veikist. Þá er ekki
hægt að senda björgunarþyrlu. Þær
komast ekki nógu hátt, ekki hægt að
lenda og langt að fara ef reynt er að
bera mann niður í búðirnar þar sem
ýmis hjálpartæki eru til staðar.“
- Hvernig lýsti þetta sér?
„Maður vaknaði bara og var allt í
einu mjög þreyttur. Ég hóstaði
stöðugt upp einhverju skrítnu vegna
þess að það var komið vatn í lungun
og lykt af blóði. Og súrefnismettun í
blóði var komin í 56%, á helst að
vera um 95%.
Ég var svo heppinn að það var
búið að ákveða hvíldardag sama
dag, annars hefði ég haldið ótrauður
áfram, þrátt fyrir þreytu eftir fjög-
urra daga göngu. En við áttuðum
okkur á því að eitthvað var að og
töluðum við lækni sem var sjálf-
boðaliði í grunnbúðunum. Hann at-
hugar hjartslátt, blóðþrýsting, súr-
efnið og allt þetta en segir svo strax:
Þú ert með háfjallalungnabjúg og
verður að fara strax niður aftur.“
Fékk súrefni, stera og Viagra!
Þetta er sá sjúkdómur sem dreg-
ur flesta háfjallamenn til dauða. Ég
fékk strax súrefni og það var
sprautað í mig sterum, ég fékk líka
eina Viagratöflu til að koma blóðinu
af stað! Þetta er víst eitthvert há-
fjallabragð sem þeir nota. Síðan var
kallað á þyrlu vegna bráðatilfellis og
ég fluttur umsvifalaust niður.“
Andri segir þessa reynslu hafa
vakið sig til umhugsunar um hætt-
urnar, hann hafi farið í alls konar
ferðir og ekki verið mikið að velta
veikindum fyrir sér. „Ég er ungur
og hraustur og lendi samt í þessu.
Og svo heyri ég að tveir menn frá
Oregon hafi dáið þarna á fjallinu fá-
einum dögum seinna úr sömu veiki.
Annar þeirra dó í fanginu á leið-
sögumanni sem var með hópnum
okkar á undan. Hann er mjög
reyndur og var með ýmis lyf og tól í
leiðangrinum. Hann var að reyna að
sprauta í manninn sömu sterunum
og ég fékk en maðurinn lést í hönd-
unum á honum.
Þetta er óhugnanlegt, ég ætla
samt ekki að hætta fjallgöngum og
hvet alla til að stunda þær. En það
er ágætt að menn viti vel hvað þeir
eru að gera og notist við góða leið-
sögumenn með réttan búnað og
fjarskiptatæki,“ segir Andri Krist-
insson að endingu.
Andri Kristinsson fékk háfjallalungnabjúg í fjallgöngu á hæsta tind Ameríku Veikin hefur gert
út af við marga fjallamenn Aconcagua varasamt og dauðsföll þar tíðari en á mörgum fjöllum
Aconcagua Andri Kristinsson í göngunni upp að grunnbúðum, með hæsta tind Ameríku í bakgrunni, Aconcagua.
Slapp með naumindum lifandi
Háfjallaveiki
er ein-
staklings-
bundin og
margt sem
bendir til
þess að erfð-
ir komi þar
við sögu, fólk þoli hæðina mis-
vel. Alvarleg tilfelli af háfjalla-
heilabjúg geta beinlínis skert
dómgreind og þannig ýtt undir
slys. Háfjallalungnabjúgur
(HAPE), þegar vatn safnast í
lungu, er ásamt háfjalla-
heilabjúg (HACE) lífshættulegt
ástand sem auðveldlega getur
dregið hraust fólk í góðri þjálf-
un til dauða. Auk mæði fylgir
þessu máttleysi og hósti sem
getur verið blóðugur. Einkenni
almennrar háfjallaveiki eru
vægari, oftast höfuðverkur,
svefn- og sjóntruflanir og melt-
ingaróþægindi.
Háfjallabjúgur veldur ekki
varanlegum skemmdum ef fólk
fær hjálp en allir geta fengið
veikina. Miklu skiptir að hækka
sig ekki of hratt.
Við göngu á Kilimanjaro
(tæpir 6.000 m) er talið að allt
að 40% sjúklinga fái slæma
eða væga háfjallaveiki. Tíðni
HAPE og HACE sé í kringum
4% þegar komið er yfir 4.000
m, tíðnitölurnar eru þó á reiki.
Tómas Guðbjartsson segir það
eins og „rússneska rúllettu“ að
gera Aconcagua, sem er nær
7.000 metrar, að frumraun
sinni í fjallgöngu.
Veikin er lúmsk, getur fyrst
líkst smákvefi. Vandi fjall-
göngumanna í hóp er að ef einn
verður lasinn reynir hann gjarn-
an að pína sig áfram til að tefja
ekki fyrir hinum. Hann fær því
ekki þann tíma sem hann þarf
til að aðlaga sig aukinni hæð og
getur orðið lífshættulega veik-
ur. En mestu skiptir, segir Tóm-
as, að allir komist upp og aftur
niður án þess að verða fyrir
skakkaföllum. kjon@mbl.is
Þolum hæð-
ina misvel
EINKENNI HÁFJALLAVEIKI
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Tómas Guðbjartsson læknir er
heimsþekktur fyrir að taka þátt í að
græða nýjan barka í mann frá Erí-
treu, fyrstu aðgerð af því tagi í sög-
unni. En hann er líka mikill áhuga-
maður um fjallaklifur og er
formaður Félags íslenskra fjalla-
lækna [sem þeir skammstafa í gríni
Fífl!].
Tómas ritaði fyrir nokkrum árum
í Læknablaðið grein ásamt Gunnari
Guðmundssyni um háfjallaveiki,
lungnabjúg og heilabjúg, sjúkdóma
sem geta herjað á fjallamenn. Hann
veitti Andra Kristinssyni ráðgjöf um
jólin áður en Andri fór aftur til Kali-
forníu eftir hátíðar.
Tómas hefur ekki sjálfur gengið á
Aconcagua en segir alþekkt hve
hættulegt það sé. Fyrirtæki sem
selji ferðir á fjallið séu misjöfn og
hugsi sum mest um að græða pen-
inga en síður um að vanda undirbún-
ing og leiðbeina fólki með réttum
upplýsingum.
„Háfjallaveiki er dauðans alvara,
sérstaklega þegar komið er í svona
mikla hæð, 4.000 metra og ofar,“
segir Tómas. „Súrefnismagnið í and-
rúmsloftinu minnkar í veldisfalli,
minnkar mjög hratt. Tindur Kili-
manjaro er um 6.000 metrar, þar er
magnið kannski 50% af því sem er
við sjávarmál en á tindi Everest, sem
er um 8.800 metrar, aðeins um 30%.
Munurinn á Aconcagua og Kilimanj-
aro er um þúsund metrar, bara ein
Esja, segja menn en átta sig ekki á
því hvað súrefnismagnið er miklu
minna. Oft taka menn þrjár vikur til
að ganga á Aconcagua sem segir allt
um það hvað menn þurfa að undir-
búa sig vel og laga sig að hæðinni.“
Sjálfur gekk Tómas á Kilimanjaro
2007 með nokkrum félögum sínum,
hann fékk svonefnda almenna há-
fjallaveiki en þeir háfjallalungna-
bjúg og háfjallaheilabjúg. Eftir
þessa reynslu hafa þeir stundað
rannsóknir á þessum sjúkdómum í
Ölpunum og víðar.
„Við Gunnar skrifuðum greinina í
Læknablaðið til þess að fræða bæði
lækna og almenning um þessi mál,“
segir Tómas. „Stóri hópurinn [sem
þarf að ná til] er fólk sem fer á skíði í
Colorado, þar fara lyfturnar í yfir
þrjú þúsund metra hæð. Fólki verð-
ur kannski illt í maga og heldur að
það hafi drukkið of mikið rauðvín
kvöldið áður. En óþægindin eru ein-
kenni háfjallaveiki, fólk er bara ekki
nógu meðvitað um einkennin.
Svo eru það auðvitað hinir sem eru
að reyna sig við þessi háu fjöll. Þeir
eru í mestu hættunni á að verða al-
varlega veikir.“
Háfjallaveiki er dauðans alvara
Læknir Tómas Guðbjartsson læknir ásamt eiginkonu sinni, Dagnýju Heið-
dal, en þau hafa gengið á mörg fjöll ásamt félögum sínum gegnum árin.
Formaður Félags íslenskra fjalla-
lækna hefur rannsakað háfjallaveikina