Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vonir standa til að framkvæmdir hefjist á næstu vikum við stækkun fræðslumiðstöðvarinnar á Hakinu og stækkun bílastæða til að þjóna megi betur gestum þjóðgarðsins á Þingvöllum. Að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar er unnið að undirbúningi byggingar veitingahúss í stað Valhallar, en það verkefni er skemmra á veg komið. Hann segist þó reikna með að ráðist verði í slíka framkvæmd jafnvel á næsta ári og vill að í byggingunni verði aðstaða fyrir fundi Alþingis. „Slíkt er einfaldlega samofið sögu staðarins og eðlilegt að Alþingi eigi þar ríkan þátt,“ segir Ólafur. Sótt er um fjárveitingar úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða, en ákveðið var á fjárlögum að setja 500 milljónir króna í ár í framkvæmdir í þjóðgöðrum og öðrum fjölsóttum stöðum. Forsvarsmenn slíkra staða hafa verið boðaðir á fund stjórnar sjóðsins um miðjan mánuðinn og segist Ólafur gera sér vonir um að 160 milljónir verði í ár veittar til uppbyggingar á Hakinu. Örtröð á hverjum sumardegi Þetta er fyrsti áfangi og er þar m.a. fyrirhuguð stækkun fræðslu- miðstöðvar með nýrri margmiðl- unarsýningu. Byggja á þjónustuhús með verslun og kaffistað, lítið starfs- mannahús og stækka bílaplanið. Ólafur segir að þessar framkvæmdir rúmist innan gildandi deiliskipulags og hægt að hefja framkvæmdir um leið og fjárveiting liggi fyrir. „Á Hakinu er örtröð, ekki bara á stórhátíðum Íslendinga, heldur nán- ast daglega á ferðamannatímanum,“ segir Ólafur Örn. „Ein milljón manna fer á hverju ári í gegnum þjóðgarðinn og tekið er á móti um hálfri milljón manns á Hakinu ár- lega. Þar er í rauninni einn helsti staður þjóðarinnar til að taka á móti erlendum og innlendum gestum og gríðarleg örtröð og mikið álag. Það er sómi okkar að vel sé tekið á móti öllu þessu fólki og okkur er ekkert að vanbúnaði að byrja. Við viljum bæta við nýrri marg- miðlunarsýningu um söguna, nátt- úruna og staðinn og auka þjónustu við gesti. Bílastæði þarf að stækka til að auka öryggi því oft eru þarna 12-20 rútubílar og að auki einkabílar sem er lagt út eftir öllum afleggj- aranum, langleiðina út á þjóðveg. Þessari bílaþvögu fylgir slysahætta og álag á umhverfið, sem brýnt er að bæta úr.“ Arkitektastofan Gláma Kím og Landslag ehf. hafa starfað með Þingvallanefnd að undirbúningi framkvæmda á Hakinu. Notalegt veitingahús Varðandi aðra uppbyggingu á Þingvöllum segir Ólafur að ekkert sé ákveðið, en mikil vinna hafi þegar verið unnin við undirbúning upp- byggingar frekari þjónustu á svæð- inu. Hugmyndaleit meðal almenn- ings hafi skilað mörgum hug- myndum og flestir hafi viljað aukna þjónustu. Unnið hafi verið úr þess- um hugmyndum með aðstoð fyr- irtækisins Alta og fleiri aðila. „Í þeirri vinnu var spurt hvar ný Valhöll ætti að vera og hvers konar þjónusta ætti að vera þar,“ segir Ólafur. „Niðurstaðan er sú að þarna verði notalegt veitingahús fyrir ferðamenn með góðri þjónustu en þó ekki of dýrt. Í öðru lagi veislusal- ur sem m.a. mætti nota við stór- afmæli og brúðkaup. Þar mætti líka halda minni ráðstefnur og þar á Al- þingi að geta komið saman, því þing- ið og Þingvellir eru samofnir þættir í sögu okkar og menningu. Þriðji rekstrarþátturinn væri síð- an hótel, en engin niðurstaða er á þessu stigi hvort af slíkri byggingu og rekstri verði. Bent hefur verið á að sú framkvæmd sé dýrari og flóknari en hinar, kalli á flóknari rekstur og umhverfisáhrifin séu meiri.“ Nýlega lauk vinnu við úttekt á byggingarstæðum fyrir nýja Valhöll og var í forsendum miðað við núver- andi ýmsar tæknilegar aðstæður svo sem í samgöngum, veitukerfi, jarð- fræði, vernd vatnasviðs sem og stefnur og áætlanir. Hakið hentar best Fjórir staðir voru skoðaðir fyrir slíka byggingu og er það mat VSÓ verkfræðistofu að uppbygging við Hakið falli best að þeim matsþáttum sem til skoðunar voru. Næst væri það Gjábakki, svo Efri-Vellir, þ.e. neðan við Öxarárfoss nærri Furu- lundinum, og að lokum gamla Val- hallarsvæðið. VSÓ bendir á að eftir er að skoða svæðin með tilliti til sjónrænna áhrifa, notagildis auk annarra þátta sem skoðaðir verða í framhaldi af þessari úttekt. Ólafur telur ekki óeðlilegt að úr því verði skorið á þessu ári hvar byggingin á að vera og hvaða starf- semi hún hýsi. Hann segist gera sér vonir um að framkvæmdir geti haf- ist árið 2014. Fjármögnun liggur ekki fyrir og ekki hefur enn verið gengið frá greiðslu tryggingabóta til ríkisins vegna brunans í Valhöll sumarið 2009. Vilja hefja úrbætur á Hakinu í vor Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen Örtröð Mikið álag er á og við Hakið flesta daga ferðamannatímans, enda talið að um hálf milljón manna stoppi þar árlega. Brýnt er að bæta aðstöðuna þar og fjölga bílastæðum.  Um hálf milljón ferðamanna kemur við á Hakinu árlega  Sótt um fjárveitingu úr Framkvæmda- sjóði ferðamannastaða  Framkvæmdir við nýtt veitingahús í stað Valhallar hefjast mögulega 2014 Miðað við tæknilegar forsendur kemur Hakið best út hvað varðar bygg- ingu veitingahúss. Spurður hvort Hakið gegni sama hlutverki í hugum fólks og svæði nálægt gömlu Valhöll, segir Ólafur Örn Haraldsson þjóð- garðsvörður að sjónarmið fólks séu eflaust margvísleg. Vissulega hafi hann heyrt fólk segja að Þingvellir væru ekki á Hakinu heldur nær þinghelginni þar sem er vatnið og meira skjól og sagan við hvert fótmál. Á móti komi að þar eru áhrif mannvirkja og umferðar meiri og umhverfi viðkvæmara. Í þeirri tæknilegu úttekt sem nú liggi fyrir sé engin afstaða tekin til þessa og næsti kafli hljóti að snúast um mögulega staðsetningu þar sem tillit verði tekið til sjónrænna, sögulegra og tilfinn- ingalegra þátta. Þingvellir nær þinghelginni MARGVÍSLEG SJÓNARMIÐ ÞEGAR KEMUR AÐ STAÐSETNINGU Þingvallakirkja í haustlitum. Þingvellir Efrivellir Valhöll Hakið Gjábakki Þingvallavatn Loftmyndir ehf. Rauðukusunes Lambhagi Vatnsvík Öx ar á Þingvallahraun Aðstaðan á Hakinu Mynd: Landslag/Gláma•Kím 88 bílastæði Starfsm annahú s Sal ernista ðstaða Stækkun miðstöðvar Fræðslu- miðstöð Núv. bygging Óraskað land Óraskað land Óraskað land Al m an na gj á Morgunblaðið/Ómar Gestir Margir tignir gestir heimsækja Þingvelli á hverju ári. Ólafur Örn Haraldsson með Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.