Morgunblaðið - 11.01.2013, Page 22

Morgunblaðið - 11.01.2013, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosningarnálgast.Þetta eru út af fyrir sig ekki stórtíðindi en þó er gott þegar svo háttar til í stjórn- málum sem nú að vera minntur á það með reglubundnum hætti. Ráðherrar ríkisstjórnar- innar hafa verið duglegir að minna á komandi kosningar og einn þeirra gerði það einmitt í gærmorgun. Katrín Júlíusdóttir, sem gegnir um hríð starfi fjármála- og efnahagsráðherra, flutti ávarp á skattaráðstefnu og við- urkenndi þar að mikið hefði verið um skattabreytingar og -hækkanir í tíð þessarar ríkis- stjórnar. Af þessum sökum yrði skipuð nefnd til að fara yfir þessar breytingar og skatt- kerfið í heild, einkum með það fyrir augum að einfalda kerfið. Óhætt er að segja að Katrín hafi ekkert ýkt þegar hún sagði að búið væri að breyta miklu í skattkerfinu og hækka skatta, en þó að hægt sé að taka undir þetta og gott betur skortir af ýmsum ástæðum verulega á trúverðugleika orða ráð- herrans. Ekki eru nema fáeinir dagar frá því að þessi sami ráðherra knúði ýmiskonar flækjur og hækkanir á skattkerfinu í gegnum þingið og nægir að nefna hótelskattinn í því sam- bandi, sem gerir hvort tveggja. Ráðherra sem hefur þá skoð- un að einfalda beri skattkerfið og jafnvel að skattar hafi verið hækkaðir of mikið stendur ekki fyrir slíkum aðgerðum í því eina fjárlagafrumvarpi sem hann hefur nokkuð um að segja á sínum örstutta fjármálaráð- herraferli. En ráðherra sem áttar sig á því þar sem hann sit- ur í bílnum á leið- inni á ráðstefnu um skattamál, að hann hefur ekkert já- kvætt fram að færa um þau mál, getur vissulega leiðst út í að ákveða að viðra þá hugmynd að skipa nefnd til að fjalla um skattamál. Þetta á sérstaklega við þegar ráðherrann veit að stutt er til kosninga og að störf nefndarinnar, takist á annað borð að skipa hana fyrir kosn- ingar, munu aldrei verða til neins. En þrátt fyrir að kosningar nálgist og Katrín hafi viljað tala til þeirra sem búnir eru að fá nóg af skattastefnu núver- andi ríkisstjórnar tókst ekki betur til en svo að þeir sem á hlýddu áttuðu sig á að ráð- herrann meinti ekkert með þeim orðum sínum að skattar hefðu breyst oft og hækkað. Katrín var nefnilega líka föst í spuna ótal „upplýsingafull- trúa“ um að allar þessar skattahækkanir hafi alls ekki haft neikvæð áhrif. Þvert á móti sé Ísland í fremstu röð og mikill árangur hafði náðst í rík- isfjármálum. Þess vegna verði allar breytingar sem gerðar verði hér eftir að vera gerðar af ábyrgð, sem er annað orðalag yfir að alls ekki megi lækka skatta. Enda tókst Katrínu að fara í gegnum alla ræðuna sína án þess að nefna skattalækkun nokkurn tímann. Ráðherrar og aðrir talsmenn ríkisstjórnarinnar munu í þess- um málaflokki sem öðrum fram að kosningum stundum beita þeirri aðferð að viðurkenna að sumt mætti betur fara og að til standi að laga það. Allar líkur eru þó á að trúverðugleiki mál- flutningsins verði hinn sami og hjá Katrínu Júlíusdóttur í gær. Vegna kosninga tel- ur ráðherra ástæðu til að skipa nefnd sem skili engu} Kosninganefnd Í gærmorgun vará það bent á þessum stað að Dagur B. Eggerts- son, varaformaður Samfylkingar- innar, væri undir auknum blóðþrýstingi á sama tíma og nokkrir aðrir flokks- menn hefðu orðið fyrir miklum þrýstingi til að bjóða sig fram gegn honum. Síðar sama dag sagði Dagur: „Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram til varaformennsku áfram.“ Hann bætti því við að nú hygðist hann einbeita sér að verk- efnum í borginni eftir fjögur ár á varaformannsstóli. Það er mikið áfall fyrir Sam- fylkinguna að missa slíkt for- ingjaefni, mann sem leiddi flokkinn til sögulegs taps í borginni í síðustu kosningum. En þó að Dagur hafi tap- að kosningunum vann hann stjórn- armyndunarvið- ræðurnar, sem í raun fóru fram fyrir kosning- arnar þó að leiksýning gæfi annað til kynna. En Samfylkingin þarf ekki að örvænta þó að enn stefni í sögulegan ósigur. Vinir Dags eru aftur á kreiki og ætla aftur að bjóða landsmönnum upp á Litlu Samfylkinguna. Og í þessu gæti líka falist sóknarfæri fyrir Dag því að Litla Samfylkingin flækir ekki málin með kosningum í emb- ætti eða á lista. Þar er mun notalegra að vera fyrir kosn- ingafælna lýðræðissinna. Hjá Litlu Samfylk- ingunni gæti komið dagur eftir þennan dag} Dagur ei meir E rfitt er að gera sér í hugarlund að búa við aðstæður þar sem tján- ingarfrelsi eru settar skorður af yfirvöldum. Þar sem fólk er dæmt til refsingar, jafnvel ára- langrar fangelsisvistar fyrir að gagnrýna stjórnvöld, einstaka ráðamenn eða ákvarðanir þeirra. Þar sem efni bloggs og samskiptasíðna er ritskoðað og því hent út sem ekki er í sam- ræmi við það sem æskilegt þykir. Sums staðar láta stjórnvöld loka stórum hlutum netsins af einskærri „umhyggju“ fyrir þegnum sínum þannig að þeir komist ekki í tæri við „úrkynj- að eða spillt“ efni. Stundum les maður svona fréttir og verður alltaf jafn hugsi yfir slíkri samfélagsgerð og prísar sig jafnframt sælan fyrir að búa ekki í þessum löndum. En það er líka til annars konar ritskoðun. Hún er ekki á vegum opinberra aðila, heldur hreint og klárt einstaklingsframtak fólks sem virðist ekki geta orð- ið svefnsamt ef það verður þess áskynja að aðrir hafi aðr- ar skoðanir eða aðhyllist annars konar hugmyndafræði en það sjálft. Ritskoðun af þessu tagi er fyrst og fremst stunduð á netinu, á ýmsum samskiptamiðlum, spjall- rásum og athugasemdakerfum fjölmiðla, en þeir sem lengst hafa náð í þessu fagi hika ekki við að beita öðrum aðferðum. Stórkarlalegar hótanir virðast eiga mjög upp á pallborðið hjá þessum hóp og þeim er komið á framfæri með ýmsum hætti; símtölum, tölvupóstum eða bréfum. Svo bregða sumir á það ráð að skrifa ljóta hluti, stofna síður í nafni viðkomandi á samskiptamiðlum og þeir allra lengst komnu hóta síðan líkams- meiðingum og viðbjóðslegum misþyrmingum. Stundum er svona athæfi kallað skoð- anakúgun. Hvaða skoðanir ætli það séu sem verða til þess að fólk er tilbúið að leggja æru sína und- ir til að koma því á framfæri að það er ekki sammála þeim? Með þessu er átt við að það getur varla komið sér vel fyrir mannorð fólks þegar það eys óhróðri yfir annað fólk fyrir allra augum á netinu, oftar en ekki undir fullu nafni og með mynd í þokkabót. Flestir hljóta að átta sig á því að fjölmargir, þeirra á meðal atvinnurekendur fletta fólki upp á netinu þegar það sækir um vinnu. Undirrituð getur vart ímyndað sér að úthúðun á öðru fólki og skoðunum þess með gífuryrðum á opinberum vettvangi sé fólki almennt til framdráttar. Hvað skyldi það vera sem vekur svona gríðarlega sterk viðbrögð? Er kannski verið að leggja til að þræla- hald verði löglegt eða færa giftingaraldurinn niður í sjö ára? Nei, ekkert af framangreindu. Svo einkennilegt sem það kann að virðast, þá eru það umræður um jafnréttis- mál sem vekja þessi viðbrögð. Skrif og ummæli fólks, sem telur að betur megi gera í þessum efnum, fólks sem vekur máls á ýmsum margsönnuðum staðreyndum eins og til dæmis launamisrétti og leggur til leiðir til að draga úr því. Er nema von að maður spyrji sig: Er virkilega ástæða til að bregðast svona við? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Af ritskoðun og skoðanakúgun STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Sjálfstraust og líkamsímyndsegja fyrir um þunglyndiungmenna. Þetta sýnirmeðal annars niðurstaða rannsóknar Silju Rutar Jónsdóttur, Jakobs Smára og Eiríks Arnar Arnarsonar á líkamsímynd, sjálfs- trausti og þunglyndi ungmenna, sem kynnt var á ráðstefnu um rann- sóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í upphafi árs. Rannsóknin náði til 316 nem- enda 6.-8. bekkjar í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni. Stúlkur eru uppteknari af lík- amsímynd sinni en drengir, að auki er þunglyndi algengara meðal stúlkna en drengja. Þá er líkams- ímynd lakari meðal stúlkna en drengja og meðal eldri barna en yngri. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir, erlendar sem inn- lendar. Ályktunin sem dregin var af rannsókninni er sú að við forvörn þunglyndis ungmenna þurfi að beina athygli betur að líkamsímynd en áður hefur verið gert. Ekki hefur verið lögð áhersla á að styrkja líkamsímynd ungmenna með markvissum hætti í forvarnar- starfi gegn þunglyndi segir Eiríkur Örn Arnarson, prófessor í sálfræði við læknadeild við Háskóla Íslands og sérfræðingur í klínískri sálfræði á Landspítala. Hann vinnur að for- vörnum þunglyndis og vonast til að unnt verði í framtíðinni að draga úr algengi þunglyndis hjá ungmenn- um. Þunglyndi að aukast Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin spáir því að þunglyndi verði mest áberandi sjúkdómur heimsins árið 2020. „Þunglyndi er almennt að auk- ast í heiminum og er yngsta kyn- slóðin ekki undanskilin. Ekki er hægt að rekja aukninguna til þess að skilmerki fyrir greiningu þung- lyndis hafi breyst heldur er um raunverulega aukningu að ræða,“ segir Eiríkur. Gerður er greinarmunur á ein- kennum þunglyndis annars vegar og þunglyndi hins vegar, segir Ei- ríkur og bendir á að gjarnan sé tal- að frjálslega um þunglyndi meðal fólks. Margir eru með einkenni þunglyndis þótt þeir séu ekki þung- lyndir. Þótt þunglyndi aukist meðal yngstu kynslóðarinnar hefur ekki verið sýnt fram á slíkt hér á landi með óyggjandi hætti, segir Eiríkur og vísar til gagna sem safnað hefur verið frá því fyrir árið 2000. Þunglyndi á unglingsárum hef- ur meiri áhrif á einstaklinginn en ef hann greinist á fullorðinsaldri. Rannsóknir benda til þess að líklega megi rekja ástæðuna til þess að sjálfsmynd einstaklingsins er enn að mótast á þessum árum. Sjálfsmynd og sjálfstraust er ekki einsleitt fyrir- bæri. Árangursríkar forvarnir „Áhugi fólks á líkamsímynd er að aukast. Það eru ekki til margar rann- sóknir á tengsl líkamsímyndar og sál- fræðilegra þátta. Ég myndi segja að skortur væri á slíkum rannsóknum,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að stöð- ug skilaboð samfélagsins, eins og aug- lýsingar um hvernig fólk skuli líta út, hafi oft neikvæð áhrif á líkamsímynd. Svarið gegn þunglyndi ung- menna liggur í forvörnum. Rann- sóknir Eiríks hafa sýnt fram á að for- varnir gegn þunglyndi bera raunverulegan árangur. Með því að vinna með einstaklingum í áhættu- hópi með að greinast með þunglyndi má sporna við neikvæðri þróun. Tengsl líkamsímynd- ar og þunglyndis Morgunblaðið/Styrmir Kári Líkamsímynd Stúlkur eru uppteknari af líkamsímynd sinni en drengir. Þunglyndi er algengara meðal stúlkna en drengja. „Forvarnir gegn þunglyndis eru mikilvægar jafnt þjóðhagslega sem og fyrir einstaklinginn; fjöl- skyldur og atvinnurekendur. Ef hægt væri að byrgja brunninn með því að koma í veg fyrir að unglingar og ungmenni þróuðu með sér þunglyndi hefði það líka áhrif á önnur vandamál. Fylgifiskar þunglyndis eru ótalmargir, m.a. áfengis- og vímuefnaneysla, brottfall úr skóla og að einstaklingar eiga almennt erfiðara uppdráttar í lífinu. Ef þunglyndisferlið hefst snemma á lífsleiðinni og einstaklingur greinist með alvarlegt þunglyndi eru miklar líkur á að það endurtaki sig síðar, segir Eiríkur. Fylgifiskar þunglyndis MIKILVÆGI FORVARNA Eiríkur Örn Arnarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.