Morgunblaðið - 11.01.2013, Qupperneq 24
nemi 412 milljörðum
króna. Þannig hækk-
uðu öll vertryggð lán á
landinu, til heimila og
fyrirtækja, um 38% eða
600 milljarða króna frá
ársbyrjun 2008 til loka
2011. Hefði vísitölu
neyslumagns verið
beitt á þessu tímabili
hefði breytingin orðið
11,9% til hækkunar og
því 188 milljarðar. Sem
sagt 412 milljörðum
lægri.
Sigurbjörn bendir á að skuldir
heimilanna hafi aukist um 445 millj-
arða á þessu tiltekna tímabili vegna
verðtryggingarinnar án þess að þau
hafi á nokkurn hátt skapað þær
skuldir með aðgerðum sínum eða
hegðan.
20 milljóna verðtryggt lán sem
hækkað hefur um 38% eða 7,6 millj-
ónir á tímabilinu hefði einungis
hækkað um 2,38 milljónir með beit-
ingu neyslumagnsvísitölu. Munurinn
á einu slíku láni er rúmar 5,2 millj-
ónir króna. Þetta er eignaupptaka,
sem eflaust á sér hvergi hliðstæðu.
Eignaupptaka sem byggist á sýnd-
arverðbólgu, er mælir ekki raun-
veruleg efnahagsleg verðmæti.
Það er hróplegt óréttlæti að láta
skuldara vertryggðra lána sitja uppi
með þennan bagga, sem byggist á
„ímyndaðri“ verðbólgu. Það er ótví-
ræð áskorun og verkefni þeirra
stjórnmálamanna, sem kosnir verða
til forystu og þingstarfa á vori kom-
anda að létta byrðar skuldugra
Eins og fram kemur
í skilmerkilegri og afar
upplýsandi grein Sig-
urbjörns Svavarssonar
rekstrarhagfræðings í
Mbl. þann 4. janúar er
hægt að mæla neyslu-
vísitölu á mismunandi
vegu.
Samkvæmt núgild-
andi „kerfi“ er neyslu-
vísitalan eða vísitala
neysluverðs (VNV) ákveðin á grund-
velli verðlagsbreytinga vöru og
þjónustu á ákveðnu tímabili. Hún
ákvarðast sem sagt ekki með hlið-
sjón af neyslu eða neyslumagni sam-
félagsins á því sama tímabili.
Sé þróun á vísitölu neysluverðs
rakin frá 2007 til loka 2011 kemur
eftirfarandi í ljós:
(sjá töflu 1)
Vísitala neysluverðs er 38% hærri
árið 2011 en árið 2007.
Hver skyldi þróun vísitölu neyslu-
magns fyrir sama tímabil vera? Það
sést með því að skoða neysluútgjöld
heimilanna.
(sjá töflu 2)
Vísitala neyslumagns er einungis
11,9% hærri 2011 en 2007.
Augaleið gefur að neytendur haga
útgjöldum sínum með hliðsjón af
verði á hverjum tíma. Hækkað verð
leiðir til minni neyslu og því minni
útgjalda. Eftirspurn er sem sagt háð
verði eins og þekkt er.
Þetta sýnir Sigurbjörn glögglega
fram á í grein sinni og sýnir, svart á
hvítu, hinn gífurlega mismun á
„raunverulegri“ verðbólgu áranna
2007 til 2011 annars vegar og reikn-
aðri verðbólgu hins vegar.
(sjá töflu 3)
Hvaða áhrif hefur þessi mismunur
haft á verðtryggð lán?
Eins og sést á töflunni hér að ofan
er raunveruleg verðbólga frá 2007 til
2011 einungis 11,9% en ekki 38%.
Allir sjá í hendi sér hversu gíf-
urlegur munur er þarna á milli og
hversu miklu sá munur skiptir varð-
andi breytingu á greiðslubyrði ver-
tryggðra lána sem og hækkun á höf-
uðstól þeirra á fyrrnefndu tímabili.
Mér reiknast til að mismunurinn
heimila og fyrirtækja að sann-
gjörnum mörkum. Ekki er við því að
búast af núverandi valdhöfum að
frekar verði að gert í málefnum
skuldugra og eignalausra, arð-
rændra heimila. Skjaldborg sú er
hrunin til grunna. Það má þess
vegna taka 5 til 10 ár í að vinda ofan
af þessum 450 milljarða pakka.
Skattleggja mætti meirihluta, jafn-
vel allt að 75% hluta hagnaðar fjár-
málafyrirtækja til að afla tekna á
móti.
Auðvitað leysist þó málið af sjálfu
sér verði verðtryggingin sem slík
dæmd ólögleg, eða hvað?
Ofteknu fé verður í öllu falli að
skila til raunverulegra eigenda þess.
Um það verður að nást þjóðarsátt.
Verðbólga og vísitala
Eftir Jón Hermann
Karlsson »Það er ótvíræð áskor-
un og verkefni þeirra
stjórnmálamanna, sem
kosnir verða til forystu
og þingstarfa í vor, að
létta byrðar skuldugra
heimila.
Jón Hermann Karlsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
sölustjóri Margmiðlunar ehf.
Tafla 1
2007 2008 2009 2010 2011
273,7 307,7 344,6 363,2 377,7
0,000 1,124 1,259 1,327 1,380
Tafla 2
2007 2008 2009 2010 2011
4.755.778 5.114.474 5.471.049 5.302.474 5.321.540
0 1,075 1,150 1,115 1,119
Tafla 3
Verðbólga 2007 2008 2009 2010 2011
reiknuð 0,0 12,4 25,9 32,7 38,0
raun 0,0 7,5 15,0 11,5 11,9
Mismunur 0 4,9 10,9 21,2 26,1
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Góð viðbrögð voru við Myndagátu Morgunblaðsins, en fjöl-
margar lausnir voru sendar til blaðsins.
Rétt lausn er:
„Álitsgjafar hafa látið mikið í sér heyra undanfarin ár
ósparir á að ausa úr skálum visku sinnar. Greindina skortir
bara títt og útkoman verður marklaust blaður.“
Dregið hefur verið úr réttum lausnum.
Verðlaunin eru bækur frá Forlaginu. Rúna Gísladóttir,
Látraströnd 7, Seltjarnarnesi, hlýtur Reykjavíkurnætur eft-
ir Arnald Indriðason, Hjalti Þorleifsson, Reykási 10, 110
Reykjavík, fær Kantötu eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
og Steinunn Gunnlaugsdóttir, Lækjasmára 8, 201 Kópavogi,
hreppir Skáld eftir Einar Kárason.
Vinningshafar geta vitjað vinninganna í móttöku ritstjórn-
ar Morgunblaðsins eða hringt í 5691100 og fengið bækurnar
sendar heim. Morgunblaðið þakkar góða þátttöku og óskar
vinningshöfunum til hamingju.
Lausn á Myndagátu
Morgunblaðsins
Mikill fjöldi lausna barst við vetr-
arsólstöðugátunni og voru margir
með rétta lausn á henni.
Lausnin er:
Skórnir okkar skipta máli
skaflajárn og nagladekk
í veðrahamsins versta báli,
velur hver sér eftir smekk.
Ekki spillir úlpu klæðast,
einnig hjálpar brókin hlý.
Annars pestar ljótar læðast
og leggja okkur rúmið í.
Skynsemi að leiðarljósi
látum vera okkar skjól.
Eins og kýrnar úti í fjósi,
unnum friði þessi jól.
Vinningarnir eru bækur frá For-
laginu. Aðalsteinn H. Guðnason,
Pósthússtræti 1, 230 Reykjanesbæ,
hlýtur bókina Ósjálfrátt eftir Auði
Jónsdóttur, Ágústa Högnadóttir,
Austurvegi 1A, 900 Vestmannaeyj-
um, hreppir bókina Húsið eftir Stef-
án Mána og Bergdís Ósk Sigmars-
dóttir, Blikanesi 2, 210 Garðabæ, fær
bókina Íslenskir kóngar eftir Einar
Má Guðmundsson.
Vinningshafar geta vitjað vinn-
inganna í móttöku ritstjórnar Morg-
unblaðsins eða hringt í 5691100 og
fengið bækurnar sendar heim.
Morgunblaðið þakkar þátttökuna.
Lausn vetrarsólstöðugátu
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, mánudaginn 21. janúar.
Þetta sérblað verður með
ýmislegt sem tengist
þorranum s.s:
Matur, menning,
hefðir, söngur,
bjór, sögur
og viðtöl.
Þann 25. janúar gefur Morgunblaðið
út sérblað tileinkað Þorranum
þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335
caruso.is · caruso@caruso.is
við Erum líka á facebook
Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi
Lifandi tónlist
um helgar
Rómantískur og hlýlegur
veitingastaður á þremur
hæðum í miðbæ Reykjavíkur
Á föstudags- og laugardagskvöldum
töfrar hinn frábæri klassíski gítarleikari
Símon H. Ívarsson fram fallegar perlur
tónlistarsögunnar.
Njóttu þess að borða góðan mat
og hlíða á töfrandi tóna í hlýlegu
umhverfi. Hjá okkur er notalegt í
skammdeginu.