Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 25

Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 ✝ Geir Þórðarsonfæddist í Kaup- mannahöfn 15. nóv- ember 1926. Hann lést á heimili sínu föstudaginn 4. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnar Erl- ingsson, f. 26. des- ember 1903 á Stóru-Drageyri Borgarfirði og Ásta Þórðardóttir, f. 22. ágúst 1901 að Klöpp á Stokkseyri. Geir ólst upp hjá móður sinni. Systkini hans samfeðra eru: Hanna Ragnarsdóttir, f. 26. nóvember 1929, d. 28. maí 2008, Guðbjörg Hulda Ragnarsdóttir, f. 12. mars 1930, d. 12. júlí 2012, Kol- brún Ragnarsdóttir, f. 6. sept- ember 1942, Þórarinn Ragn- arsson, f. 27. nóvember 1945. Í júní 1949 giftist Geir Jón- asínu Jónsdóttur, f. 23. ágúst 1926, d. 23. maí 2011. Foreldrar hennar voru Jón Pálmi Jónsson frá Hliði á Álftanesi, f. 19. októ- ber 1892, d. 10. september 1988, og Guðlaug Daníelsdóttir frá Stóra-Bóli í A-Skaftafellssýslu, f. 16. mars 1891, d. 2. janúar 1984. Þau eignuðust þrjá syni, dóttir, f. 12. nóvember 1997 og Örvar Máni Kristófersson, f. 17. september 2003. 2) Örn Geirs- son, f. 19. mars 1954, maki Vil- borg H. Júlíusdóttir, f. 21. mars 1955, dóttir þeirra er Ingibjörg Helga Arnardóttir, f. 29. júní 1972, maki Högni Björn Óm- arsson, f. 2. janúar 1973, dætur þeirra eru Júlía Helga Högna- dóttir, f. 19. júní 2002 og María Helga Högnadóttir, f. 26. júlí 2005. 3) Ásgeir Geirsson, f. 19. apríl 1968, maki Ólöf Örvars- dóttir, f. 17. janúar 1968, þeirra börn eru: Tómas Atli Ásgeirs- son, f. 20. september 1995, Vikt- or Örn Ásgeirsson, f. 4. janúar 1998 og Íris Erla Ásgeirsdóttir, f. 25. janúar 2004. Geir lauk námi í prent- myndasmíði frá Iðnskólanum 1947 og hóf fljótlega nám í bif- reiðasmíði og vann við þá iðn til 1954. Á árinu 1958 stofnaði hann Prentmót og vann þar til ársins 1962 þegar hann hóf störf hjá Myndamótum í Morg- unblaðshúsinu við Aðalstræti og starfaði þar til hann hætti störfum rúmlega sjötugur. Geir sinnti félags- og trúnaðar- störfum fyrir Prentmynda- smíðafélag Íslands á árunum 1960-1972. Jarðarför Geirs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 11. janúar 2013 kl. 13. þeir eru: 1) Þór Geirsson, f. 3. sept. 1952, maki Dag- björt Berglind Her- mannsdóttir. Þeirra börn eru: Guðný Jóna Þórs- dóttir, f. 27. mars 1976, maki Sig- urður Rúnar Sam- úelsson, f. 11.1.1973, þeirra börn eru Sunna Björg Sigurðardóttir, 18. mars 2007 og Telma Björg Sigurð- ardóttir, f. 17. desember 2009. Áður átti Guðný Birtu Björgu Alexandersdóttur, f. 28. júlí 2000 með Alexander F. Krist- inssyni. Hermann Geir Þórsson, f. 6. júlí 1979, maki Freydís Bjarnadóttir, f. 21. janúar 1982, þeirra börn eru Breki Þór Her- mannsson, 20. mars 2003, Gabrí- el Ómar Hermannsson, f. 26. ágúst 2004 og Heikir Darri Her- mannsson, 23. júlí 2009. Þóra Lind Þórsdóttir, f. 2. febrúar 1984. Áður átti Þór Ásthildi Dóru Þórsdóttur, f. 13. janúar 1974, með Bryndísi Kvaran. Maki Ásthildar er Kristófer Skúli Sigurgeirsson, þeirra börn eru: Helena Sól Kristófers- Elsku pabbi og tengdapabbi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Þór og Linda. Það er janúar – mánuðurinn með tvö andlitin samkvæmt rómversku guðunum – annað horfir til fortíðar – hitt til fram- tíðar. Tengdafaðir minn kveður þennan heim – fisléttur – tilbú- inn í ferðalagið mikla. Hann til- heyrir fortíðinni en lifir áfram í framtíðinni í fólkinu sínu og fólkinu sem hann þekkti. Ég var krakki þegar ég hitti Sínu og Geir fyrst, þá var hann í blóma lífsins en ég að æfa íþróttir með Erni syni hans. Daglega lífið var í anda tíðar- andans – hefðbundið og án þess að vera hjúpað himnu vanans. Samfylgdin er löng og minn- ingabrotin mörg; við Örn urðum hjón. Geir var fínlegur maður, hægur í háttum og vingjarnleg- ur, alltaf vel klæddur, best var ef fötin voru keypt í Kaup- mannahöfn. Hann varð seint leiður á að segja frá því að móðir hans, Ásta Þórðardóttir, og móður- systir hans, Inga Þórðardóttir leikkona, hefðu farið ungar til Kaupmannahafnar og stundað nám í kjólasaumi og dvalið í Höfn árum saman og að móðir hans hefði starfað m.a. í 12 ár hjá Magasin du Nord. „Allt var best í Kaupmannahöfn,“ sagði Geir – þar bjó hann til 9 ára ald- urs og þangað vildi hann helst ferðast. Fyrir nokkrum árum var ég á ferð með Geir og Sínu í New York – auðsjáanlegt var að hann var hálffeginn þegar sú reisa var á enda – það fann ég best þegar hann fór að segja mér sögur; af ferðum sínum til Út- verka á Skeiðum, víðáttunni miklu í suðri – þaðan sem móð- urfólkið hans var ættað, þar skein sól í heiði, þar var stafa- logn þegar hann og Grétar frændi hans renndu fyrir fisk í spegilsléttum ósi við Hvítá og þar var ekki endilega „kaffisop- inn“ eina fáanlega hressingin á boðstólum. Geir var sundmaður á sínum yngri árum og það áttum við sameiginlegt að geta spjallað um bjartar minningar frá æsku- og unglingsárasundi en við vorum ekki alltaf samherjar í pólitískri umræðu – þar var hann of ná- lægt pólitískum skoðunum Moggans í vinnu sinni sem prentmyndasmiður í Myndamót- um í Morgunblaðshúsinu við Að- alstræti. Hin síðustu ár keyrði Geir um á „lávarðardeildargömlum“ Volvo – fór hægt yfir en var duglegur að koma til okkar Arn- ar – las mikið og fylgdist vel með þjóðmálum. Myndin af fín- legum myndarlegum gömlum manni, sjálfstæðum, einum á báti, fullþroska, viljaþrekið þverrandi en ótrúlega æðrulaus- um er ofarlega í huga mér. Geir var mér góður og fyrir það er ég þakklát. Allt hið liðna er ljúft að geyma, sagði Jóhannes úr Kötl- um og bætir við: sólskinsdögum síst má gleyma – segðu engum manni hitt. Eftir góu hefst ein- mánuður og svo kemur apríl og birtan fær yfirhöndina. Með þessum orðum kveð ég tengda- föður minn og bið algóðan guð að taka hann í faðm sér. Vilborg. Elsku afi og langafi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vald. Briem.) Guðný, Hermann, Þóra og barnabarnabörn. Elsku afi Geir, mér varð hugsað til þín þegar ég las þetta ljóð. Ég vissi að þú varst orðinn þreyttur og æðrulaus og farinn að horfa yfir í hina sælli veröld. Ég er alveg viss um að amma Sína mun taka á móti þér og hver veit nema þið náið að dansa aftur saman eins og þið gerðuð þegar þið voruð ung og sæl. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró.– Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Hvíldu í friði, elsku afi Geir. Ingibjörg Helga Arnardóttir. Af tugum samstarfsmanna er minningin um Geir Þórðarson mér hvað hugstæðust. Samstarf í 30 ár, síðan vinskapur í önnur 20 ár eða samtals 50 ár. Þessi liðnu ár hverfa ekki úr huga mínum auðveldlega. Geir var einstaklega þægilegur maður og ljúfur í allri framkomu og um- gengni. Samstarf manna er mis- munandi. Vildi ég, að sem flestir gætu átt svo ágætar minningar sem ég á um Geir og okkar sam- starf. Margt skemmtilegt bar við á öllum þessum árum sem ekki gleymist. Lán er að eiga slíkar minningar. Vertu sæll, kæri vinur, ég þakka þér öll þessi ár. Sonum og fjölskyldum sendi ég sam- úðarkveðjur. Páll Vígkonarson. Geir Þórðarson ✝ Erla Karels-dóttir fæddist í Borgarnesi 24. október 1951. Hún lést á dvalarheimili Hrafnistu í Hafnar- firði 3. janúar 2013. Foreldrar: Guðný Halldórs- dóttir, húsmóðir og saumakona, fædd 17. apríl 1915, lést 20. feb. 2000, og Karel G. Einarsson bifvélavirki, fæddur 17. júní 1913, lést 5. nóv 1989. Eiginmaður: Jón Hartmann flugvirki, fæddist 18. ágúst 1949 í Reykjavík. Systkini Erlu: Hall- dór f. 1940, Sigurást f. 1942, Anna, f. 1943, Gígja, f. 1945 og Einar Örn, f. 1948. Börn Erlu og Jóns: Jóhanna Katrín, fædd 1976, unnusti Árni Brynjólfsson, eiga saman tvö börn, Önnu Dís, f. 2000 og Söru Sif, f. 2006; Guðný Karen Jónsdóttir, f. 1978, gift Stefáni Stef- ánssyni, eiga saman þrjú börn, Stefán, f. 2004, Erlu Kristínu, f. 2006 og Daníel Kára, f. 2011; Jón Birgir Jónsson, fæddur 1986. Útför Erlu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 11. janúar 2013 kl. 13. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín, bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson.) Elskuleg mamma, tengda- mamma og amma okkar er fallin frá. Minningarnar eru allar góðar og yndislegar; ógleymanleg æsk- an í Noregi þar sem fjölskyldan fór oft í styttri ferðir niður að strönd, göngutúra út í skóg eða lengri ferðir í græna húsbílnum okkar eða „rúgbrauðinu“. Svo fluttum við aftur heim til Íslands þar sem var farið í að byggja hús á besta stað á Álftanesinu. Þar var stutt að fara að hitta skólafélag- ana og stöðugur gestagangur ná- granna, vina og ættingja. Seinna fluttumst við svo í Garðabæinn þar sem enn var ráðist í húsbygg- ingar og þegar við krakkarnir fór- um að flytjast að heiman fluttu foreldrar mínir aftur á upphafs- reit, í Hafnarfjörðinn. Það var alltaf nóg að gera hjá mömmu, hún byrjaði m.a. með snyrtivörukynningar í Noregi, opnaði svo nokkrar snyrtivöru- verslanir eftir að við fluttumst heim til Íslands og einnig stofn- uðu hún og systur hennar veit- ingastað á æskuslóðum þeirra í Borgarnesi þar sem var yndislegt að eyða sumrunum og hjálpa til við afgreiðslu og baka pitsur. Móðir mín var alltaf glaðlynd og jákvæð og henni leið best um- kringd fjölskyldu og vinum. Hún elskaði að ferðast innanlands sem utan og naut sín vel úti í nátt- úrunni. Hún var óþreytandi að fara með barnabörnunum í göngutúra í Heiðmörk, fara að Hvaleyrarvatni að vaða eða á ströndina við Nauthólsvík, helst með teppi og nesti í körfu. Betri mömmu eða ömmu hefð- um við ekki geta óskað okkur og erum þakklát fyrir þær mikil- vægu stundir fjölskyldunnar sem við gátum upplifað með henni. T.d. þegar við hjónin vorum gefin saman og mamma lánaði mér fal- lega brúðarkjólinn sem hún sjálf hafði notað 33 árum áður, og við skírnarveislur barnanna okkar þriggja, en móðir mín hélt á dótt- ur okkar undir skírn og var svo glöð að eignast nöfnu. Erla er líka ótrúlega stolt af nafninu sínu og líkist ömmu sinni mikið í ákveðni, glaðværð og prakkaraskap. Þó móðir mín væri orðin veik og háð hjólastól undir lokin sök- um illvígs taugahrörnunarsjúk- dóms hætti hún aldrei að vera mamma eða amma; gefa ráð, hrósa krökkunum og fylgdist vel með því sem dreif á daga fjöl- skyldunnar. Það birti alltaf yfir mömmu þegar hún sá barnabörn- in koma í heimsókn og færðist bros yfir andlitið þegar hún heyrði af nýjustu uppátækjum yngsta fjölskyldumeðlimsins. Það var okkur dýrmætt síðast- liðin jól að mamma gat komið til okkar og átt með okkur yndislega stund í faðmi fjölskyldunnar. Barnabörnin sakna ömmu sinnar mikið en vita að hún er komin á betri stað hjá englunum núna og líður vel í faðmi góðra vina og ætt- ingja. Hvíl í friði, við elskum þig. Guðný Karen, Stefán, Stefán yngri, Erla Kristín og Daníel Kári. Með söknuði og trega kveðjum við þig elsku systir. Loksins fékkst þú hvíldina. Þú varst búin að þjást í mörg ár, en alltaf stóðst þú upp. Og með bjartsýni og mikl- um vilja fórstu í gegnum lífið með glaðværð, hvar sem þú komst. Oft var mikið hlegið og gaman var að vera nálægt þér þegar við fórum í sumarbústað eða ferðuð- umst saman út í náttúruna með nesti í stuttar ferðir. En svo varstu orðin svo veik síðasta árið að þú komst ekki lengur með okk- ur. Hvíl í friði kæra systir, minn- ingarnar lifa. Við sendum eiginmanni henn- ar, börnum og barnabörnum sam- úðarkveðjur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Gígja og Sigurást (Sísí). Þegar nóttin kemur taktu henni feginshugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af herðum þínum. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskunum, mun vita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. (Þóra Jónsdóttir) Samúðarkveðjur til fjölskyldu Erlu. Steinunn og Jón Páll. Erla Karelsdóttir ✝ Haukur KarlIngimarsson fæddist á Akureyri 9.7. 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 4. janúar 2013. Foreldrar hans voru Rósa Kristjánsdóttir, f. 11.2. 1904, d. 30.4. 1991 og Ingimar Sigurjónsson, f. 15.11. 1903, d. 8.2. 1984. Haukur Karl var ókvænt- ur og barnlaus. Systkini Hauks voru Sigþór Ingimarsson, f. 1925, d. 1948, Sig- rún Ingimarsdóttir, f. 1928, d. 1946, Geir Örn Ingimars- son, f. 1930, Alda Ingimarsdóttir, f. 1930, Óskar Ingi- marsson, f. 1934, Ásta Dúna Jak- obsdóttir, f.1944 og Sigurður Rúnar Jakobsson, f. 1946. Haukur Karl verð- ur jarðsunginn frá Akureyr- arkirkju í dag, 11. janúar 2013 kl. 10.30. Mig langar að minnast Hauks frænda míns sem við kveðjum í dag og þakka fyrir samfylgdina. Hann var ákaflega glaðvær, hjartahlýr og gjafmildur maður og vildi allt fyrir alla gera. Hann var ákaflega gestrisinn og hafði gaman af að fá fólk í heimsókn og var alltaf að bjóða fólki einhverj- ar veitingar þó það væri ekki nema röndóttur moli. Haukur bjó hjá ömmu Rósu og afa Jakob í Mýrinni þangað til þau kvöddu þennan heim og eftir það bjó hann hjá Óskari bróður sínum til dauðadags. Í dag nýt ég minningar þessa góða fólks á hverjum degi vegna þess að ég bý með fjölskyldu minni í húsinu sem afi Jakob og Haukur frændi byggðu en þar vörðu þeir ásamt ömmu Rósu mestum hluta ævi sinnar. Hauk- ur frændi átti aldrei konu og eng- in börn en við frændsystkinin getum eflaust öll vottað það að hann hugsaði um okkur öll eins og við værum börnin hans. Í æsku fór ég um hverja helgi í bíl- túra með ömmu og Hauki á Skod- anum hans, við fórum niður í Bót að skoða bátana en Haukur frændi átti þar trillu sem hann sigldi á um Pollinn á góðviðris- dögum, svo keyptum við kók í gleri og pylsu. Í minningunni óm- aði húsið af tónlist því Haukur frændi var oft að æfa sig á harm- onikkuna, hann var mjög fær harmonikkuspilari án þess að lesa nótur, hann átti margar fal- legar harmonikkur, bæði stórar og smáar, sem voru skreyttar gulli og gimsteinum. Hér á árum áður spilaði hann mikið á böllum en í seinni tíð spilaði hann mikið fyrir heldri borgara í Víðilundi. Ég trúi því að Hauki frænda hafi fundist sinn tími vera kom- inn og að hann hafi kvatt okkur sáttur við guð og menn. Við mun- um sakna hans sárt, sérstaklega foreldrar mínir sem nutu sam- vista með honum á hverjum degi nú síðustu ár, en þangað gekk hann morgungönguna sína og drakk með þeim kaffi. Blessuð sé minning hans. Þín frænka, Fanney Jónsdóttir. Haukur Karl Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.