Morgunblaðið - 11.01.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 11.01.2013, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 ✝ Sverrir Þórð-arson fæddist á Kleppi í Reykja- vík 29. mars 1922. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli að morgni mánudagsins 7. janúar. Foreldrar hans voru Ellen Jo- hanne Sveinsson, fædd Kaaber, f. 9. september 1888, d. 24. desem- ber 1974, og Þórður Sveins- son, prófessor og yfirlæknir á Kleppi, f. 20. desember 1874, d. 21. nóvember 1946. Sverrir var yngstur sjö systkina. Þau voru: Hörður, lögfræðingur og sparisjóðsstjóri SPRON, f. 11. desember 1909, d. 6. desember 1975; Úlfar, augnlæknir og borgarfulltrúi í Reykjavík, f. 2. ágúst 1911, d. 28. febrúar 2002; Sveinn, dr. rer.nat., 3. ágúst 1984. 2) Þórður, augnlæknir í Reykjavík, f. 31. desember 1954. Eiginkona hans er Arnfríður Ólafsdóttir, sálfræðingur. Börn þeirra eru Ólafur Arnar, sálfræðingur, og Ása Þórhildur, lögfræð- ingur. 3) Ásgeir, blaðamaður á Morgunblaðinu um rúmlega tuttugu ára skeið og núver- andi starfsmaður embættis ríkislögreglustjóra, f. 7. jan- úar 1960. Eiginkona hans er Guðrún H. Guðmundsdóttir, kennari. Sonur þeirra er Hall- dór Armand, lögfræðingur. Sverrir nam rafvirkjun áður en hann gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu árið 1943. Þar vann hann til ársloka 1992 er hann lét af störfum sökum aldurs. Sverrir var jafnframt um langt skeið fréttaritari norrænna fjölmiðla hér á landi. Útför Sverris Þórðarsonar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 11. janúar 2013, og hefst athöfnin klukk- an 15. skólameistari á Laugarvatni og síðar prófessor í Kanada, f. 13. jan- úar 1913, d. 13. mars 2007; Nína, húsmóðir í Reykja- vík, f. 27. janúar 1915, d. 25. júlí 2004; Agnar, rit- höfundur, f. 11. september 1917, d. 12. ágúst 2006; Gunnlaugur, hæstaréttar- lögmaður, f. 14. apríl 1919, d. 20. maí 1998. Sverrir kvæntist árið 1946 Petru G. Ásgeirsdóttur, f. 25. október 1924, d. 25. febrúar 1986. Petra var yngsta dóttir Ásgeirs Jónassonar skipstjóra og konu hans, Guðrúnar Gísla- dóttur. Þau Sverrir og Petra eignuðust þrjú börn: 1) Ása Steinunn, starfsmaður Morg- unblaðsins, f. 19. júlí 1950, d. Ég þurfti að hringja hjá mömmu fyrir rúmum 20 árum. Um leið og ég tók upp tólið fann ég að það var kominn herramað- ur á heimilið – það var áður ókunnur ilmur af rakspíra af sím- tólinu og mamma varð feimin. Sverrir og mamma höfðu þá tekið upp gömul kynni eftir að þau voru bæði búin að missa maka sína. Þessi kynni urðu að frábærum vinskap sem hélst óslitinn síðan. Sverrir varð ekki bara vinur mömmu heldur okkar hinna í fjöl- skyldunni líka. Hann varð fljótt aufúsugestur í öllum fjölskyldu- boðum og uppákomum öll þessi ár. Allir vildu hafa Sverri með, enda var hann ekki bara skemmtilegur heldur einnig hlý- legur, tillitssamur, ákaflega áhugasamur um menn og málefni og einstaklega hjálpfús. Hann var fallegur maður, hár og grannur með sitt hvíta þykka hár og sólbrúnu húð. Hann var svo hraustlegur. Sverrir kom eins og stormsveipur inn í líf mömmu og þau gerðu svo margt saman sem ég veit að mamma, sú heima- kæra kona, hefði aldrei gert án hans. Þau fóru í leikhús, á tónleika og í ýmis ferðalög á framandi slóðir. Með mömmu hóf Sverrir að spila golf og hann tók sömu delluna og hún með hvelli. Saman fóru þessir tveir einstaklega spræku eftirlaunaþegar í fjölda golfferða til útlanda. Auðvitað spiluðu þau svo hér á landi alveg frá opnun vertíðar til loka og oft heyrði ég að Sverrir væri að spila á miðjum vetri ásamt öðrum kappsömum öld- ungum sem var alveg sama þó að vellirnir væru lokaðir og vindur- inn blési að norðan. Sverrir og mamma voru bæði fædd í hrúts- merkinu og þurftu stundum að stangast á. Sverrir var sá sem gaf eftir – var diplómatinn og sént- ilmaðurinn sem gerði allt fyrir mömmu. Við mamma áttum notalega stund með honum á Skjóli nú síð- ast á Þorláksmessu. En þegar næst átti að heimsækja var hann orðinn svo lasburða að við létum þar við sitja. Ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum að Sverrir átti erfitt með að sætta sig við að vera ekki lengur sjálfs síns herra á Suðurgötunni. Nú er hann eflaust kominn í mjúka gönguskó og fallegu sportlegu fötin sín í góðan göngutúr og jafnvel með hundinn sinn með sér. Með þessum fátæklegu orð- um eru þér, kæri vinur, Sverrir Þórðarsonur, færðar síðustu kveðjur og þakkir fyrir samfylgd- ina frá Sigríði Flygenring, börn- um hennar, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Okkur þótti öllum vænt um þig og þín verður minnst með virðingu og hlýju og með brosi á vör. Innilegar samúðarkveðjur til sona Sverris og fjölskyldna þeirra. Bryndís S. Guðmundsdóttir. Einstakt ljúfmenni, einstakt prúðmenni. Þessi orð koma fyrst upp í hugann er ég hugsa til heið- ursmannsins Sverris Þórðarson- ar. Rúmir þrír áratugir eru liðnir frá því ég sá hann fyrst – glaðleg- an, léttstígan mann með hund í bandi, útitekinn, hárið mikið og hvítt og hvít lopapeysan með fær- eysku mynstri. Tveir vinir í sinni daglegu göngu á leið út í Öskju- hlíð. Á svipuðum tíma lágu leiðir okkar Ásgeirs, sonar hans, sam- an og ég var kynnt fyrir göngu- garpinum glaðlega og hans góðu konu, Petru, sem þá bjuggu á Þórsgötu. Hann var alltaf á fullu gasi og vinnudagur blaðamannsins krefj- andi og langur. Heilsubótar- ganga þeirra vina nær alltaf tvisvar á dag á meðan hundurinn hafði heilsu til, í mat með bræðr- unum hjá Nínu systur, snöggt innlit til sonar, kaffibolli, stutt spjall og svo rokinn til annarra verka. Eftir að Sverrir missti eigin- konu sína lagðist hann í ferðalög – sannkallaðar ævintýraferðir á framandi slóðir – Egyptaland, Nepal, Perú. Í þessum ferðum kynntist Sverrir litríku og skemmtilegu fólki hvaðanæva úr heiminum og eignaðist góða vini. Þegar starfsævinni lauk sneri Sverrir sér að golfvellinum. Úti- vistarmaðurinn hafði fundið sér nýtt verkefni. Í félagsskap Sig- ríðar Flygenring, vinkonu sinnar, sem án vafa ýtti undir golf- áhugann, undi hann sér vel. Þau stunduðu golfið af miklum móð, ferðuðust og nutu lífsins saman á meðan aldur hans og heilsa leyfði. Við höfum átt samleið í heil þrjátíu ár og mikið óskaplega hef- ur verið gott og gaman að þekkja Sverri Þórðarson. Nú þegar minn kæri tengda- faðir hefur lokið sinni göngu þakka ég honum þá góðvild, hjálpsemi og stuðning sem hann hefur sýnt mér allt frá okkar fyrstu kynnum. Guðrún Hulda Guðmundsdóttir. Ég sit einn í farþegasæti bíls, sem lagt er ólöglega í miðbæ Reykjavíkur um sumar, og fylgist með fólkinu líða hægt upp og nið- ur Bankastrætið í fjarska og dag- urinn er stilltur og sólríkur og hljóður. Ég ætla að skipta um útvarps- stöð þegar ég greini kunnuglegar hreyfingar út undan mér og þarna kemur hann gangandi gamli maðurinn niður brekkuna, skínandi hvítt hárið bylgjast aft- ur, jakkinn er brúnn og buxurnar pressaðar en hreyfingarnar eru ekki eins mjúkar og þær voru, hann þarf að vanda sig í hverju skrefi en hann er samt ennþá furðulega sporléttur og þótt hann fari ekki jafnhratt yfir og hérna áður fyrr þá er hann kvikur, það sér hver maður, fas hans er lif- andi, andlitsdrættirnir skarpir og augnaráðið er einbeitt og kraft- mikið augnaráð manns með skýr- an áfangastað. Hann er á hrað- ferð. Ég hreifst ungur af ýmsu í fari afa míns, léttlyndi hans, jákvæðu lífsviðhorfi, orðheppni, tilgerðar- leysi og ekki síst hversu algjör- lega laus hann var við öll form- legheit, hvernig hann lifði nákvæmlega því lífi sem hann vildi lifa. Öfugt við svo marga sem hafa hátt um mikilvægi og dásemdir frelsisins en nýta það í raun til að fylgja hjörðinni í flestu sem þeir aðhafast sýndi hann mér í hljóðu verki að hver maður verður bæði að kunna og þora að vera frjáls til þess að geta notið þess. En upp- haflega var það húmorinn sem sannfærði mig um að ég og afi „Sverri“ værum og yrðum alltaf andlega skyldir. Ég hef ekki ver- ið mikið stærri en brunahani þeg- ar ég heyrði hann fyrst tala um tiltekið úthverfi hérna í Reykja- vík sem Gólan-hæðir, þetta var í einhverri af hans fjölmörgu og of- boðslega skilvirku heimsóknum til okkar í Hamrahlíðina, og ég man hversu tryllingslega fyndið og skrýtið mér fannst þetta heiti og alla tíð síðan hafði ég alveg svakalega gaman af því að heyra hann tala í fúlustu alvöru um til- teknar byggingar í Gólan-hæð- um, segja að einhver byggi í grennd við Gólan-hæðir og svo framvegis. Hann hélt sínum góða og djúpa húmor allt fram á síð- asta dag, þegar ég hitti hann á Þorláksmessu náði hann að minnsta kosti þrisvar að fá mig til að hlæja upphátt með snilldarleg- um og óvæntum tilsvörum þrátt fyrir að andlegir og líkamlegir kraftar hans hefðu þá dvínað mikið. Hann skipti sér ekki óumbeð- inn af lífsháttum annars fólks en var hlýr og léttur og skemmtileg- ur við alla, tók þeim opnum örm- um, leyfði þeim að hafa sína hentisemi óháð því hverjir þeir voru eða hvaðan þeir komu. Og þetta átti ekki aðeins við um allt fólkið sem varð á vegi hans. Hann skildi oft útidyrnar opnar heima hjá sér í Suðurgötu svo Depill, köttur Unnar Guttormsdóttur nágranna hans, vinkonu og hjálp- arhellu, gæti farið frjáls um íbúð- ina eins og hann vildi og öðrum dýrum sýndi afi minn alla tíð sömu alúð og virðingu. Mér skilst að Depill sitji oft þögull fyrir framan útidyrahurð- ina hans afa í Suðurgötu 13 og bíði þar eftir vini sínum og ég er viss um að við Depill eigum það sameiginlegt að afi minn á sér- stakan stað í hjörtum okkar beggja og við munum aldrei nokkurn tímann gleyma honum. Halldór Armand Ásgeirsson. Nú er ég aldin að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, – sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga, – þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. (Örn Arnarson.) Hvíl í friði, elsku afi. Ása Þórhildur. Ég kveð Sverri mág minn með innilegum söknuði. Margar góðar stundir höfum við átt saman og allar minningar um hann eru ljúf- ar og elskulegar. Ungur haslaði hann sér völl sem blaðamaður og átti langan starfsferil á Morgunblaðinu. Blaðamennsku fylgja ferðalög og Sverrir naut þess mjög að ferðast. Seinna á ævinni fór hann í langferðir bæði til Egyptalands og Perú. Sem blaðamaður var hann forvitinn bæði um nútíð og fortíð þessara merku þjóða. Heimili hans og Petru, konu hans, stóð okkur ævinlega opið og heimsóknir til þeirra, hvort sem um var að ræða barnaafmæli eða annað tilefni, voru ánægjulegar og veitingar veglegar. Sverrir sigldi ekki lygnan sjó um ævina. Hann varð fyrir þung- um áföllum, missti einkadóttur sína aðeins 34 ára gamla og konu sína tveimur árum síðar. Þessi áföll settu mark sitt á hann, en hann lét þau ekki buga sig. Eftir lát Petru heimsótti hann okkur oftar en áður, en staldraði aldrei lengi við. Áður en hann fór spurði hann mig gjarnan hvort hann gæti gert eitthvað fyrir mig. Þegar ég horfi um öxl koma upp í hugann minningar frá haustinu 1948 þegar við Agnar dvöldum í París. Sverrir kom þá fyrirvaralaust til borgarinnar og dvaldi með okkur nokkra daga. Þetta voru kaldir dagar, haust- vindar feyktu gulnuðu laufi um götur og borg, og hvítgrá þoka lá Sverrir Þórðarson✝ Eiginmaður minn, SIGURBJÖRN ALEXANDERSSON, Skipholti 53, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 18. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Herborg Kjartansdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, JÓN KRISTJÁN EINARSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 21. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Ingibjörg Hjörvar, Kristín Friðrikka Jónsdóttir, Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, Elías Már Guðnason og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÁGÚST GUÐJÓNSSON blikksmíðameistari, Ásgarði 4, Reykjanesbæ, lést þriðjudaginn 8. janúar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Útförin verður auglýst síðar. Hulda Guðmundsdóttir, Guðmundur Svavarsson, Sigríður V. Árnadóttir, Margrét Ágústsdóttir, Árni Ásmundsson, Skúli Ágústsson, Stella María Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNLAUG SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Bogga Munda Valda Garðs, áður til heimilis á Bárustíg 3, Sauðarkróki, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki mánudaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 15. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Margrét N Guðmundsdóttir, Rafn Benediktsson, Guðlaug I. Guðmundsdóttir, Steinn Elmar Árnason, barnabörn, makar og langömmustelpurnar. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR, Grenigrund 40, Selfossi, lést á Kumbaravogi mánudaginn 7. janúar. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 18. janúar kl. 13.30. Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Ingvar Daníel Eiríksson, Ásta María Gunnarsdóttir, Sveinn Aðalbergsson, Oddrún Svala Gunnarsdóttir, Stefán Jónsson, Símon Ingi Gunnarsson, Kolfinna Sigtryggsdóttir, Gunnar Óðinn Gunnarsson, Gyða Steindórsdóttir, Erla Bára Gunnarsdóttir, Magnús Þorsteinsson, Trausti Viðar Gunnarsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Kær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Huldugili 2, Akureyri, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 2. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum af alhug öllum sem hafa auðsýnt okkur samúð og hlýhug. Þórarinn Guðmundsson, Gígja Þórarinsdóttir, Baldur Kristjánsson, Guðrún Þórarinsdóttir, Jóhann Baldvinsson og fjölskyldur þeirra. �irðin��eynsla � Þ�ónusta �l�an �ólarhrin�inn www.kvedja.is 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann N�út�ararsto�a�yggð á traustum �runni´

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.