Morgunblaðið - 11.01.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.01.2013, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 eins og mara yfir borginni. Við vorum raunar um það bil að flytja okkur suður að Miðjarðarhafi, til Nice, og þegar við kvöddum Sverri bjuggumst við ekki við að sjá hann í bráð. Við urðum því öldungis undrandi þegar hann, fáum dögum síðar, situr í stól í dagstofu hótelstýrunnar, frú Du- vert, þegar við komum heim á hótel neðan af strönd. Hann staldraði við fáa daga og fór með okkur í gönguferðir um borgina, oft um þröng öngstræti fátækrahverfanna, víðsfjarri pró- menaðinum fræga sem dregur nafn sitt af enskum aristókrötum. Þessir dagar lifa í minninu nú þegar Sverrir er allur. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. Góðan daginn Ogúggúnennin! Það tekur undir í götunni. Sverrir frændi kemur á hröðu skeiði eftir Austurstræti, veifandi og hlæj- andi, þar sem ég, skvísan, var að spóka mig í vinkvennahóp hinum megin á götunni. Ég veifa á móti en vinkonurnar stara flissandi á mig. Var maðurinn að kalla á þig? Gaggagú – hvað? Æ, þetta var bara hann Sverrir frændi, en Sverrir var löngu horfinn inn um dyrnar á Moggahöllinni. Ég stóð eftir, blóðrjóð og meðvituð um að það væri nú kannski ekki alveg eftir meðalformúlunni að vera kölluð Oggúggúnennin og það yf- ir allt Austurstrætið. En Sverrir var ekki bara Sverrir frændi. Á milli okkar voru alltaf einhver sérstök tengsl. Einhvers staðar, djúpt í móðu minninganna, er myndskeið, Sverrir að syngja, Ogúggunenn- in, Ogúggunennin, dansandi og hoppandi, sem mér fannst ógur- lega fyndið og mikið hlegið og skríkt. Í okkar fjölskyldu er það lenska að finna upp á gælunöfn- um fyrir alla og allt en ekkert toppaði Ogúggúnennin. En nú er lokið merkri sögu sem spannar meira en eina öld. Sverrir er sá síðasti sem kveður úr systkinahópnum sem oft var kenndur við Klepp, þar sem faðir þeirra, Þórður Sveinsson, var yf- irlæknir. Móðir þeirra, Ellen Jo- hanne Sveinsson, fædd Kaaber, kom úr danskri borgarastétt. Kleppur og umhverfið var heim- ur barnanna. Þar ólust þau upp í tengslum við náttúruna, almenn bústörf, leik og ekki síst sam- skipti við sjúklingana. Faðir þeirra innrætti þeim að sýna sjúklingunum virðingu. Það var þetta umhverfi sem mótaði þau öll sem eitt. Þau höfðu ekki endi- lega viðtekna sýn á hvað teldist „eðlilegt“ í mannlegri hegðun. En það, ásamt léttri lund, mikilli kímnigáfu og ótrúlegri lífsorku einkenndi þau öll. En nú er þess- um kafla lokið. Sverrir var yngst- ur og kveður síðastur í hárri elli eins og flest hinna systkinanna. Eftir að fjölskyldan fluttist frá Kleppi varð miðbærinn, Kvosin og Þingholtin, lífsvettvangur Sverris, en hann starfaði allan sinn starfsferil á Morgunblaðinu, lengst af sem blaðamaður. Og Sverrir var miðbæjarmaður, ætti maður leið um miðbæinn var eins víst að maður rækist á hann á hlaupum. Sverrir var gæfumaður í einkalífinu. Kona hans Petra Ás- geirsdóttir, eða Peta, var einstak- lega hlý og skemmtileg kona. Sverrir kallaði hana Hildi. Ég spurði móður mína hvort hún vissi af hverju. Hún svaraði: „Sverrir hefur alveg original húmor.“ Ég held að það megi segja að akkúrat þessi original húmor hafi ráðið ríkjum á heim- ilinu, a.m.k. er alveg ljóst að börn þeirra, Ása Steinunn, Þórður og Ásgeir fengu öll ríkulegan skerf í arf. En forlögin eru grimm. Það var skelfilegt áfall þegar þær mæðgur Ása Steinunn og Peta létust með skömmu millibili, báð- ar af völdum krabbameins. Sverrir bar hins vegar gæfu til að eignast síðar Sigríði Flygenr- ing að förunaut. Saman nutu þau þess að iðka sameiginlegt áhuga- mál sitt, golf og ferðalög. Ég mun sakna Sverris frænda míns. Ég þakka honum samfylgd- ina og óska honum góðrar heim- komu. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Unnur Úlfarsdóttir. Sverrir Þórðarson móðurbróð- ir minn er látinn og nú eru þau öll farin, systkinin frá Kleppi. Sverr- ir var þeirra yngstur, varð 90 ára á sl. ári. Hann dvaldi á Skjóli síð- ustu æviárin sín eftir lærbrot, en fram að þeim tíma var hann kvik- ur á fæti og sást þá gjarnan gang- andi hröðum skrefum um bæinn, einkum í miðbænum. Hann vann alla tíð sem blaðamaður á Morg- unblaðinu og í starfi sínu upplifði hann margt sögulegt og var m.a. fréttaritari við réttarhöldin yfir nasistaforingjunum í Nürnberg. Sverri var kvikur og hressileg- ur í tilsvörum og hafði góðan húmor. Hann var alla tíð grannur og sportlegur í útliti og unglegur í fasi fram til þess er hann lær- brotnaði. Göngurnar hafa greini- lega haldið honum í góðu formi. Þegar hann var kominn á efri ár og hafði orðið fyrir ástvinamissi er hann missti eiginkonu sína og dóttur á stuttum tíma, ákvað hann að ganga á Kilimanjaro án þess að undirbúa það sérstaklega og fór á toppinn án vandræða. Hann fór fleiri ævintýraferðir á fjarlægar slóðir auk þess sem hann tók upp á því að fara að spila golf. Í golfinu hitti hann að nýju vinkonu frá æskuárunum og urðu þau góðir félagar og samferða í golfi innan lands og utan meðan heilsan leyfði. Sverrir var mjög hjálpsamur að eðlisfari og leit oft inn á bernskuheimili mínu, til að gá hvort hann ætti ekki að snúast eitthvað fyrir systur sína. Þau eru ófá viðvikin sem Sverrir sá um að koma í verk. Þau mamma höfðu á seinni árum mjög hentugt fyrirkomulag sem bæði höfðu gagn og gaman af, Sverrir kom á bílnum, þau fengu sér morgun- kaffi og saman fóru þau svo í út- réttingar, m.a. versluðu þau í matinn í versluninni Nóatúni. Þar voru þau alltaf á sama tíma, klukkan rúmlega 10 og voru svo sæt og samhent systkin að starfsfólkið í Nóatúni hafði orð á. Svo útbjó mamma hádegisverð handa þeim sem þau borðuðu saman. Það var mikil hjálp fyrir mig að Sverrir skyldi sjá um að keyra mömmu nánast í allar þær útréttingar sem hún þurfti, og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það. Einnig var gott að vita af þeim systkinunum í góðum fé- lagsskap hvors annars. Eftir að mamma lést áttum við Jón marg- ar góðar stundir með Sverri, m.a. ferðuðumst við á slóðir forfeðr- anna til Ítalíu, Frakklands og Þýskalands í góðum félagsskap ættmenna og maka. Hann var skemmtilegur ferðafélagi. Ég og fjölskylda mín vottum sonum Sverris, fjölskyldum þeirra og Sigríði samúð og þökk- um Sverri fyrir samfylgdina. Kristín Halla Traustadóttir. Með Sverri, frænda okkar, er hið síðasta af systkinunum frá Kleppi gengið á vit örlaga sinna. Bræðurnir sex og systir þeirra voru öll litríkir persónuleikar sem settu sterkan svip á samtím- ann. Þau voru miðbæingar sem lifðu og hrærðust í Kvosinni þar sem þau unnu nær öll fyrst eftir stríð. Á venjulegum degi mátti sjá Hörð stika í SPRON, þar sem hann var sparisjóðsstjóri, Úlfar þjóta á milli húsa með lækna- töskuna, Nínu á leið til vinnu á tannlæknastofuna á Öldugötu, Agnar arka frá Hressingarskál- anum upp á Landsbókasafn, Gunnlaug bruna eftir götunum og blaðamanninn Sverri að ræða við fólk fyrir utan Morgunblaðið sem þá var til húsa að Austurstræti 8. Sverrir var Moggamaður. Blaðamennskan var honum í blóð borin og starfið var líf hans og yndi. Hann hafði ódrepandi áhuga á öllu í kringum sig, naut þess að ræða við fólk, en var einn- ig góður hlustandi. Sverrir var vinnusamur og fljótur til verka. Allir þessir eiginleikar gerðu hann að úrvalsblaðamanni sem átti langan og farsælan feril. Sverrir og Petra eignuðust sjónvarpstæki langt á undan for- eldrum okkar og þangað var stundum haldið þegar ómissandi þættir voru í Kanasjónvarpinu. Agnar og eldri synirnir Uggi og Úlfur bönkuðu gjarnan upp á þegar vitað var að lögregluhetjan Elliott Ness og flokkur hans „The Untoucables“ myndu verða á skjánum. Seinna kom Sveinn stundum í heimsókn á Þórsgöt- una á laugardagsmorgnum þegar hver æsiþátturinn rak annan. Alltaf var tekið á móti okkur með opnum örmum og hressing boðin og þegin með þökkum og eigum við góðar minningar frá þessum tíma. Sverrir var léttur á sér og kvikur í hreyfingum. Hann gekk alla tíð mikið, og ekki dró úr gönguferðunum þegar hundur kom á heimili þeirra. Mátti oft sjá þá vinina Sverri og hundinn fara mikinn um Öskjuhlíðina. Á efri árum greip Sverri mikill golfá- hugi og hélt hann stundum í ferð- ir til útlanda þar sem hann náði að sameina áhuga sinn á íþrótt- inni og ánægju sína af ferðalög- um. Tvisvar fór Sverrir með í svo- kallaðar Klepparaferðir, sem farnar hafa verið á slóðir húge- notta, forfeðra Ellenar Kaaber, móður hans. Sú síðari var til Berl- ínar og þegar ekið var um glæsi- leg stræti borgarinnar hafði Sverrir á orði að Berlín hefði mik- ið breyst frá því er hann kom þangað strax eftir seinna stríð sem fréttaritari Morgunblaðsins við Nürnberg-réttarhöldin. „Þarna voru kálgarðar,“ sagði hann og benti yfir breiðgötuna Unter den Linden. Sverrir var afar notalegur maður og þægilegur. Hann hafði góða kímnigáfu og gat verið hnyttinn í tilsvörum. Það er með mikilli eftirsjá og söknuði sem við kveðjum góðan frænda. Uggi, Úlfur og Sveinn. Sverri Þórðarsyni var umhug- að um aðra og lét mann vita af sér ef á móti blés. Símtöl hans gegn- um tíðina, til að teja í mann kjark og vita hvort allt væri ekki í lagi, verða mér lengi eftirminnileg og mikils virði. Trúlega var hann það af börnum Þórðar og Ellenar sem ég kynntist mest, að pabba, dr. juris Gunnlaugi Þórðarsyni, und- anskildum. Í barnæsku bjó ég í sama húsi á Leifsgötu og þau hjónin Sverrir og Peta og gerði mér oft ferð nið- ur stigann til þeirra til að sverma fyrir súkkulaði eða öðru góðgæti. Dóttir þeirra heitin, Ása Stein- unn, varð mín fyrsta vinkona sem barn og varði vinskapur okkar líf hennar til enda. Ása hafði mikinn og stórskemmtilegan karakter. Þá minnist ég þess enn að á jól- um, í den tid, deildu Sverrir og fjölskyldan með okkur jólakvöldi hjá ömmu Ellen í Suðurgötu. Ég hef oft rýnt í ljósmyndir af föður hans, Þórði Sveinssyni yf- irlækni á Kleppi, og er ekki frá því að ég hafi fundið sterkari svip Þórðar í andliti og fasi hans en hinna systkinanna; hárinu, hvernig hann brosti og hallaði undir flatt. Sverrir var mikill náttúruunn- andi og kom oft upp í sumarbú- stað hér á árum áður. Og þá brugðum við okkur út á bát. Það blundaði í honum grallari og oft sagði hann góðar sögur. Á há- skólaárunum í Stokkhólmi gisti hann hjá mér stutta stund á fréttamannaferðalagi og ég minnist þess tíma, hve gaman var að hafa hann í heimsókn. Vertu sæll frændi minn, þín verður saknað. Ég færi fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Hrafn Gunnlaugsson. Það var bjart yfir Sverri Þórð- arsyni. Ég kynntist honum fyrst þegar ég kom til starfa á Morg- unblaðinu í afleysingum 1982. Hann var hár og grannvaxinn með mikið silfurgrátt hár, sístarf- andi, kvikur í hreyfingum, fljótur til svars og stutt í hláturinn. Hann tók vel á móti reynslulaus- um og fákunnandi nýliða og lét honum líða eins og jafningja. Sverrir var þá þegar einn af ne- storum íslenskrar blaðamennsku. Þegar hann hóf störf á Morgun- blaðinu var ritstjórn þess í Aust- urstræti og mátti telja starfs- menn hennar á fingrum beggja handa. Hann hafði ekki verið lengi í blaðamennsku þegar hann fór til Þýskalands 24 ára gamall til að fylgjast með stríðsglæpa- réttarhöldunum í Nürnberg árið 1946. Í viðtali í Morgunblaðinu fyrir fimm árum sagði hann að það hefði verið „þrúgandi lífs- reynsla“. Þýskaland var í rústum þegar Sverrir kom þangað. Í skrifum sínum færir hann lesand- ann inn í réttarsalinn og lýsir sak- borningunum. Hann lýsir einnig Nürnberg, sem var vettvangur helstu skrautsýninga nasista og skrifar um þá „viðburðanna rás, sem rak þá einkennisbúnu og öfgafullu afbrotamenn ofan af veldisstólunum og inn í fanga- klefana. Nú sitja þessir menn ákærðir fyrir alþjóða dómstóli.“ Sverrir var orðlagður fyrir að hafa gott nef fyrir fréttum. Í við- tali, sem Sveinn Guðjónsson tók við hann og birtist í afmælisbók Blaðamannafélags Íslands 2007, segir Sverrir: „Eigum við ekki bara að orða það svo að „skúbb“ komu öðru hvoru í gegnum tíðina, og sum „skúbbin“ voru bara skratti góð.“ Sverrir vann á Morgunblaðinu í tæplega 50 ár og setti mikinn svip á blaðið á þeim tíma. Í áð- urnefndu viðtali segir Sverrir að hann sjái ekki eftir að hafa valið sér blaðamennsku að lífsstarfi: „Þetta er besti skóli sem hægt er að hugsa sér. Fyrir ungan mann, sem er að fara út í lífið, er ekki hægt að hugsa sér betri skóla en blaða- og fréttamennsku, jafnvel þótt menn hverfi svo síðar til ann- arra starfa. Blaðamennskan opn- ar margar dyr, gefur mönnum nýja sýn og vekur ný viðhorf til lífsins og tilverunnar.“ Það var gæfa Morgunblaðsins að Sverrir skyldi gera blaða- mennsku að ævistarfi sínu. Hann var frábær starfsfélagi og ráða- góður. Eftir að hann hætti stöfum 1992 hélt hann nánu sambandi við blaðið og kom reglulega í heim- sókn á meðan hann hafði heilsu til. Morgunblaðið þakkar Sverri að leiðarlokum langt og farsælt samstarf og trausta vináttu og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri. Í afmælisblaði Morgunblaðs- ins 2. nóvember 1953 er grein eft- ir Valtý Stefánsson, þar sem hann gerir einskonar úttekt á sögu blaðsins og þástarfandi blaðamönnum á ritstjórn, fróðleg grein og harla athyglisverð, ekki sízt nú þegar aldarafmæli blaðs- ins er í augsýn. Umsögn hans um Sverri Þórð- arson er svohljóðandi: „... gerðist starfsmaður ritstjórnarinnar fyr- ir 10 árum, en áður hafði hann um skeið verið starfsmaður Lands- bankans. Vinnur hann aðallega að öflun og ritstjórn innlendra frétta og er, sem kunnugt er, af- kastamikill starfsmaður, áhuga- samur og árvakur.“ Það er áreiðanlega engin til- viljun að Valtýr notar orðið ár- vakur um Sverri, enda var hann einskonar tákngervingur blaðs- ins á þeim tíma og þjóðkunnur fyrir blaðamennsku sína. Samt voru blaðamenn ekki eins í sviðs- ljósinu og nú um stundir, en und- irskriftin Sv.Þ. nægði öllum landslýð sem höfundareinkenni á pistlum og fréttaklausum. Síðar varð sú mikla breyting með sjón- varpinu að fréttamenn urðu að- alfréttin í hverju máli og uppi fót- ur og fit, t.a.m. í Bandaríkjunum, þegar þjóðfrægir fréttahaukar komu á vettvang, slík varð frægð þeirra. Þessi þróun hefur ekki orðið til góðs, hún hefur ýtt undir tilgerð og hégóma Sverrir var ekki aðeins árvak- ur fréttamaður, heldur kurteis og hlédrægur og vann sín störf án tilgerðar. Hann var öllum öðrum meiri fréttahaukur og átti t.a.m. mikinn þátt í því að upplýsa okk- ur um flóðin miklu á sjötta ára- tugnum, þegar Holland var á leið- inni undir sjó, en þangað fór hann fyrir blaðið og skilaði mikilli frá- sögn, þegar heim kom. Annars voru fréttir blaðsins þá yfirleitt ómerktar, þótt fréttaritara eins og Steina á Valdastöðum væri oftast getið, en þeir fjölluðu mest um sitt umhverfi, veður og skepnuhöld og var vinsælt efni. Þeir sáu um sína innansveit- arkroniku, en Sverrir sá um það sem hann þekkti flestum betur, Reykjavík og umhverfi, en báðir voru þeir partur af miðbænum, hann og Ívar fréttastjóri, þar þekktu þeir hvern krók og kima og þorra íbúanna. Það var blaðinu mikill styrkur. Sverrir átti hamingju og gleði að fagna í farsælu lífi sínu. En þegar mestur harmur var kveðinn að þeim Hildi og Ása Steinunn lézt í blóma lífsins, skrifaði ég minningargrein á þessum vettvangi og fjallaði m.a. um vináttu okkar og samstarf og því engin ástæða að endurtaka það (9. ág. 1984). En um leið og ég þakka Sverri vini mínum langa samfylgd er gott að minnast orða Valtýs um árvekni fréttahauksins mikla, af- köst hans og áhuga og muna þau einföldu sannindi að enginn lærir blaðamennsku, ef hann er ekki fæddur með bakteríuna. En það er þó hægt að læra þau tæknilegu atriði sem slíku starfi fylgja. Sverrir Þórðarson var fæddur blaðamaður. Matthías Johannessen. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á vettvangi Togarinn Jón Baldvinsson strandaði við Reykjanes 29. mars 1955. 42 voru um borð og björguðust allir. Sverrir Þórðarson fór á vettvang fyrir blaðið og sést hann hér í forgrunni. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SÆUNN SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Reynir Brynjólfsson, Vigdís Elísabet Reynisdóttir, Guðjón Vilhjálmur Reynisson, Ragnheiður Reynisdóttir, Ríkharður Vignir Reynisson og fjölskyldur. Lokað Einkaleyfastofan er lokuð frá kl. 12 í dag, föstudaginn 11. janúar, vegna jarðarfarar BJÖRNS KOLBEINSSONAR. Einkaleyfastofan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.