Morgunblaðið - 11.01.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 11.01.2013, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 ✝ Ólafur Jónssonfæddist í Skál- holtsvík, Bæjar- hreppi í Stranda- sýslu, 2. desember 1923. Hann and- aðist á Droplaugar- stöðum 1. janúar 2013. Foreldrar Ólafs voru Jón Ólafsson frá Strandasýslu, f. 1891, d. 1971, og Al- dís Ósk Sveinsdóttir frá Árnes- sýslu, f. 1895, d. 1990. Systkini Ólafs eru Guðrún, f. 1921, Þórhallur, f. 1926, Borg- hildur, f. 1928, Höskuldur, f. Einar Veigar, Jóhönnu Margréti og Ýri. 3) Ragnheiður Ólafs- dóttir, f. 1953, gift Stig Faber Rasmussen og á hún eina dóttur, Söru Tänzer. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Þórlaug Guðbjörnsdóttir, f. 1940. Ólafur ólst upp á Hömrum í Laxárdal og kom til Reykjavíkur 1945. Þá vann hann ýmis verka- mannastörf þar til að hann hóf störf hjá BP. Þar starfaði hann m.a. sem olíuflutningabílstjóri og rak Bón- og þvottastöðina. Eftir að hann lauk störfum hjá BP hóf hann störf hjá Mýrarhúsaskóla þar sem hann starfaði sem hús- vörður og síðustu árin vann hann í skólaskjólinu. Útför Ólafs fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 11. jan- úar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. 1929, Ægir, f. 1938. Bróðir hans sam- mæðra er Þorsteinn Erlingsson Ólafs- son, f. 1916, d. 1984. Fyrri eiginkona Ólafs var Jóhanna Margrét Jóhannes- dóttir, f. 1921, d. 1972. Börn þeirra eru: 1) Anna Sigríð- ur Ólafsdóttir, f. 1944, gift Sigmundi Tómassyni og eiga þau þrjú börn, Ólaf, Margréti og Tómas Jón. 2) Jón Ólafsson, f. 1947, d. 1994, kvæntur Þorbjörgu Ein- arsdóttur og eiga þau þrjú börn, Tengdafaðir minn Ólafur Jóns- son kvaddi þetta jarðlíf 1. janúar sl., 89 ára að aldri. Þegar ég fyrir tæpum 49 árum kom inn í fjöl- skyldu Óla og Möggu var mér strax afar vel tekið og boðinn vel- kominn. Urðum við Óli miklir mátar og duglegir að aðstoða hvor annan þegar á þurfti að halda. Þegar Óli rak Bón- og þvotta- stöðina á Klöpp við Skúlagötu var ég oft aðstoðarmaður hjá honum. Eins var það að þegar við Anna keyptum okkar fyrstu íbúð í Hafn- arfirði, þá var Óli boðinn og búinn að aðstoða okkur á allan máta. Óli var mikill bílaáhugamaður og höfðu þeir feðgar Jón heitinn son- ur hans gaman af að skoða gamla og nýja bíla. Óli vann í mörg ár hjá BP, bæði sem bílstjóri og við afgreiðslu olíu- skipa í Laugarnesi, en stutt var í vinnu fyrir hann þar sem fjöl- skyldan bjó við Kleppsveginn. Óli var vel látinn af vinnufélögum sín- um, vinmargur og hvers manns hugljúfi. Óli var söngelskur maður og var oft gaman þegar þeir bræð- ur tóku lagið saman. En gleðin er ekki eilíf, sorgin á það til að banka á dyrnar, þegar Jóhanna Margrét tengdamóðir mín veikist skyndi- lega og var dáin tveimur mánuð- um síðar, og rúmum tuttugu árum seinna lést Jón sonur hans eftir stutta baráttu við krabbamein. Seinni kona Ólafs er Þórlaug Guðbjörnsdóttir, og reyndist hún honum og fjölskyldunni allri ákaf- lega vel. Þau byggðu sér hús við Sævargarða á Seltjarnarnesi og tók ég þátt í að reisa það. Þegar húsið var tilbúið undir tréverk, var bílskúrnum breytt í trésmíðaverk- stæði og voru flestar innréttingar í húsið smíðaðar þar. Óli hóf störf við Mýrarhúsa- skóla sem húsvörður og var vel virtur af kennurum sem nemend- um. Þau hjón voru dugleg að ferðast og fóru víða jafnt innan- lands sem erlendis. Það var nota- legt að koma í garðinn til þeirra á sumrin, þiggja veitingar og ekki spillti það fyrir að þau höfðu gam- an af að taka á móti börnunum og leyfðu þeim að hoppa um í garð- inum. Svo gerðist það sem enginn bjóst við, Óli veiktist fyrir níu og hálfu ári og var bundinn við hjóla- stól eftir það. Hann dvaldi á Drop- laugarstöðum í um það bil níu ár og var hugsað vel um hann þar og var hann dáður á meðal starfs- fólks og vistmanna. Þórlaug var að sjálfsögðu hans hjálparhella og var dugleg að taka hann heim um helgar og annaðist hann alveg frá- bærlega vel. Óli minn, ég kveð þig nú með þökk frá börnum og barnabörn- um. Vertu sæll að sinni, minning þín lifir í hjörtum okkar. Þinn tengdasonur, Sigmundur. Afi minn var mjög góður karl. Hann keyrði um á Bens og fórum við í þó nokkra bíltúra þar sem afi veifaði öllum krökkum sem hann sá á Seltjarnarnesi og þegar ég spurði hann hver þetta væri þá sagði hann: Þetta er vinur minn. Öll börnin á Nesinu voru vinir hans afa. Hann vann lengi við Mýrarhúsaskóla og meira að segja eftir starfslok kom hann aft- ur þangað til að opna skólann fyrir krakkana sína. Ein minning af mörgum var þegar ég var lítill, þá hjóluðum við vinahópurinn út á Nes og ég ákvað að kíkja á afa og Þórlaugu, þá var okkur, öllum hópnum, boðið inn í flottar veitingar, þetta er svona ekta afi og Þórlaug. Allir velkomn- ir alltaf og maður átti helst að borða á sig gat og aðeins meira. Afi var mjög duglegur að rækta garðinn sinn og vildi hafa hann fal- legan, ég fékk stundum að hjálpa til við að slá garðinn. Það fannst mér mjög gaman. Afi passaði vel upp á hópinn sinn og var kakóboð á Sævargörð- um á aðfangadagskvöldi hluti af jólunum þar sem öll fjölskyldan hittist. Síðustu ár eftir að veikindin voru farin að taka sinn toll af hon- um fylgdist hann samt mjög vel með afkomendum sínum og spurði fregna af öllum. Elsku afi minn, hvíldu í friði. Þinn Tómas Jón. Er held ég enn á æskuslóð úti er napurt og sól er sest og er nóttin skellur á verð ég magnlaus í myrkrinu og minning þín er sterk sem bál. Ó hve sárt ég sakna þín sem lýstir mér inn í ljóðaheim og lífs mér sagðir sögur um landið okkar ljúfa og lífsins leyndarmál. En morgundaggar ég fer á fund og finn þar huggun í dalsins kyrrð og minningarnar lifna við um sveitina, fólkið og fjöllin sem fylgdu þér hvert fótmál. (Haraldur Haraldsson) Við munum alltaf minnast þín, afi. Einar Veigar, Jóhanna Margrét og Ýr. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxness) Elsku besti langafi. Óskar Tumi spyr hvernig við komum hjólastólnum þínum upp til himna. En ég held að þegar maður er á himnum þá þurfi mað- ur ekki hjólastól því núna geturðu labbað aftur og á himnum er eng- inn sársauki, bara gleði og ham- ingja. Við vorum svo heppnir að fá að kynnast þér, það áttu ekki allir strákar langafa sem kunni að prjóna. Langafi reyndi eins og hann gat að fylgjast með hvað gekk á í okkar lífi og gladdist yfir sigrunum. Elsku langafi, við vonum að þú hafir það sem allra best á himn- inum og við sjáumst síðar. Þínir langafastrákar, Sigmundur Nói, Benedikt Snær og Óskar Tumi Tómassynir. Kveðja til bróður Fram í fögrum Laxárdal fyrstu sporin lágu. Svanir svifu um fjallasal með söng á vötnin bláu en lóa og þröstur hófu hjal um haga og túnin gráu. Oft var kátt í okkar hóp allir þurftu að vinna. Starfið okkur skyldur skóp skepnum þurfti að sinna. Stundum kapp í kinnar hljóp kærra vina minna. Svífa fyrir sjónum mér svið frá barnæskunni. Sveitin kæra ennþá er okkur sterk í minni. Hún í dag vill þakka þér þessi fornu kynni. Höskuldur Jónsson. Í dag kveðjum við hinstu kveðju elskulegan mág okkar, Ólaf Jónsson, er lést hinn fyrsta janúar sl. á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum á nítugasta aldursári. Við kynntumst Ólafi fyrst er hann kom inn í líf systur okkar, Þórlaugar, fyrir hartnær 40 árum. Strax tókst með okkur góð vinátta og tengsl, enda mað- urinn glaðsinna og félagslyndur og hafði mörg áhugamál sem féllu að okkur öllum. Þar á meðal var ferðaáhuginn þar sem við nutum glaðværðar hans og félagsskapar bæði hér innanlands og á góðum stundum erlendis. Ekki er síður vert að minnast næmni hans við að tengjast öðrum fjölskyldumeðlim- um og má þar nefna hvernig börn okkar tengdust honum og báru mikla virðingu fyrir honum og minnast hans með þökkum við leiðarlok. Ólafur var alla tíð mjög starfsamur maður bæði heima og heiman og má það meðal annars sjá á fallegum garðinum þeirra að Sævargörðum sem ber natni hans vitni. Hann starfaði lengi sem um- sjónarmaður við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi en er hann fór á eftirlaun sinnti hann öðrum störf- um við skólann um tíma. Fyrir um níu árum veiktist hann þannig að upp frá því var hann bundinn við hjólastól. Hann dvaldist síðan á Droplaugarstöðum og reyndi þá mikið á Þórlaugu er stóð sem klettur við hlið hans í veikindum hans. Að leiðarlokum kveðjum við Ólaf Jónsson með þakklæti og söknuði og sendum öllum aðstand- endum hans innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Halla, Sigurmundur, Jón, Áslaug, Guðrún, Sigmar og fjölskyldur. Ólafur Jónsson ✝ Ólöf ÞórannaJóhannsdóttir fæddist í Brúnavík við Borgarfjörð eystra 26. sept- ember 1922. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir föstu- daginn 14. desem- ber sl. Hún var ein af 14 börnum hjónanna Berg- rúnar Árnadóttur og Jóhanns Helgasonar sem bæði voru frá Borgarfirði eystra og bjuggu þar. Ólöf stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Staðarfelli 1942-1943. Hún starfaði hjá dagvistarheimilinu Tjarnarborg í Reykjavík frá 1944-1947 og 1950-1952 og við verslunarstörf í Stykkishólmi 1947-1950. Hún Finni Benediktssyni frá Hólma- vík, f. 21.5. 1921, d. 5.6. 1997. Þau Ólöf og Finnur eignuðust ekki börn. Barn Ólafar og Hin- riks Eiríkssonar verslunar- manns í Reykjavík er Þórhildur Hinriksdóttir, f. 30.3. 1947, maki hennar er Þórður Sigur- jónsson, f. 10.10. 1946, þau hafa verið búsett í Lúxemborg í 42 ár. Börn þeirra eru: a) Sigurjón, f. 1969, maki Jóhanna Jak- obsdóttir, eiga þau tvo syni. b) Ólöf Dís, f. 1971, maki Birgir Örn Björnsson, eiga þau tvo syni. c) Finnur Dór, f. 1979, d. 2011. d) Harpa Rún, f. 1982, sambýlismaður Romain Buch- holtz og á hann einn son. Ólöf fór snemma að heiman til að vinna fyrir sér en átti miklar rætur á Borgarfirði eystra. Þar er æskuheimilið Ós, í eigu stórfjölskyldunnar, og dvaldi Ólöf þar mikið á sumrin eftir að hún varð ekkja. Hennar aðaláhugamál seinni ár var við- hald Óshússins. Útför Ólafar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 11. jan- úar 2013, kl. 13. lauk ljósmæðra- prófi frá LMSÍ 30.9. 1953 og endurhæfingar- námskeiði LMSÍ haustið 1981. Hún starfaði sem ljós- móðir á Hólmavík 1953-1961 og á sjúkrahúsinu á Hólmavík 1953- 1954. Árið 1961 flutti hún til Reykjavíkur og starfaði nokkur ár á barnaheimilinu Brákarborg og síðan á fæðing- ardeild Landspítalans þar til hún fór á eftirlaun 1986. Eftir að hún fór á eftirlaun starfaði hún eitt ár á leikskóla, en réð sig síðan á Hjúkrunarheimilið Skjól, þar sem hún starfaði til 1995. Ólöf giftist hinn 25.12. 1954 Þegar maður sest niður og hugsar um Ollu ömmu er bara hægt að brosa. Allt sem við up- lifðum með ömmu var skemmti- legt. Hún smitaði alla með létt- leika og jákvæðni. Vinum okkar fannst gaman að heimsækja Ollu ömmu, sitja með henni við eldhúsborðið og hlæja. Við komum líka oft með útlenska vini í heimsókn eða hún kynntist þeim hjá okkur í Lúxemborg. Þeir voru oftast í djúpum sam- ræðum við ömmu. Skipti þar engu máli að hún talaði ekki stakt orð í öðru en íslensku. Hlátur er eins á öllum tungumálum. Við vorum alltaf jafn hissa hversu margir þekktu hana ömmu. Sama hvar maður var, þá var alltaf einhver sem kom bros- andi út að eyrum og faðmaði hana. Hún var ekki fræg og ekk- ert þekkt í fjölmiðlum, en hún var stórstjarna þar sem hún mætti. Ástæðan var brosið hennar og út- geislun. Hún skóf ekki utan af neinu og var oft svolítið kaldhæð- in, en henni var líka sama hvað öðrum fannst. En mest gat hún samt hlegið að sjálfri sér. Hún tók sig ekki alvarlega og talaði aldrei um það sem hún hafði áorkað á sinni ævi. Hún bara vann vinnuna sína, var góð og hjálpaði ef hún gat og svo naut hún lífsins og skemmti sér. Hún var mjög heiðarleg kona, en svolítið óhlýðin. Hún sagði bara já og gerði svo bara það sem henni datt í hug. Þegar við sitjum hér og hugs- um um Ollu ömmu er Finnur Dór bróðir okkar alltaf með. Enda voru þau tvö alltaf mjög góðir vin- ir og hlógu mikið saman. Það verða miklir fagnaðar- fundir þarna uppi, þegar Finnur og amma sameinast á ný. Elsku mamma. Hún amma var rosalega stolt af dóttur sinni og dáðist alltaf að því hvað hún er dugleg, klár og góð manneskja. Við munum halda minningu um hana lifandi og segja börnunum okkar margar langömmusögur. Sigurjón, Ólöf Dís og Harpa Rún. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til hennar Ollu. Hún kom norður til Hólmavíkur til að starfa sem ljósmóðir og giftist Finni, móður- bróður okkar, árið 1954. Þau bjuggu í Afahúsi þar til þau flutt- ust suður til Reykjavíkur 1961 og settust að í Ljósheimum 6. Eiginlega mátti setja sama- semmerki á milli Ljósheima 6 og Reykjavíkur í huga okkar á barns- og unglingsárunum. Í ár- legum Reykjavíkurferðum á haustin var gist hjá Ollu og Finni og hjá þeim fengum við afar hlýj- ar móttökur. Á sumrin komu þau norður til Hólmavíkur og var það alltaf tilhlökkunarefni. Þegar þau komu þá gistu þau gjarnan í litlum bústað í Kálfanesi rétt fyr- Ólöf Þóranna Jóhannsdóttir ✝ Guðrún Sig-urðardóttir fæddist í Grindavík 11. september 1943. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 5. janúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Magnússon skip- stjóri, f. 16.8. 1915, d. 16.8.1992, og Þórlaug Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15.10. 1920, d. 15.2. 1999. Systk- ini Guðrúnar eru: Ólafur Ragn- ar, f. 14.2. 1941, Sóley Jóhanna, f. 25.3. 1945, d. 22.10. 1957, Bjarney Kristín, f. 25.3. 1945, d. 6.12. 1962, Guðjón, f. 12.6. 1950, æviárin í Hafnarfirði. Börn Guð- rúnar og Sigurðar eru: 1) Sóley Ólöf, f. 1960, maki Heiðar Jó- hannsson, börn þeirra: Davíð Bjarni, Arnór og Bjarkey, 2) Bjarney Kristín, f. 1963, maki Ólafur Ingólfsson, börn þeirra: Guðrún Sif, Sigrún Inga og Erna Rún, 3) Þórey Maren, f. 1966, maki Óskar Thorarensen, börn þeirra: Maren, Unnur Ósk og Birta, 4) Sveinbjörn Sigurð- ur, f. 1972, maki Arndís Þor- valdsdóttir, börn þeirra: Thelma, Sigurður Pétur, Elma Valgerður, Hekla Rut, Glódís Ýr, Eyþór Haukdal og Ernir Haukdal. Guðrún sinnti ýmsum störfum m.a. verslunar-, umönnunar- og þjónustustörfum, ásamt því að sinna uppeldi barna sinna. Hún var mjög virk í félagsstörfum. Útför Guðrúnar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag, 11. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Sóley Þórlaug, f. 17.6. 1958, og Hrafnhildur, f. 13.6. 1962. Guðrún ólst upp í Grindavík, gekk í barnaskólann þar og stundaði síðan nám við Héraðs- skólann á Núpi í Dýrafirði. Guðrún kynntist Sigurði Bjarna Svein- björnssyni frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði 1965 og giftu þau sig 14. maí 1966. Sigurður sinnti verslunar- störfum og var heimili þeirra hjóna í Grindavík. Sigurður lést árið 2002. Guðrún bjó síðustu Elsku besta amma, þú varst svo ótrúlega sterk og frábær kona og það geta allir verið sammála því sem þekktu þig. Þú varst ekki bara amma mín heldur líka vin- kona mín. Þú kenndir mér svo margt og hafðir alltaf tíma fyrir mig. Sumarbústaðarferðirnar eru ógleymanlegar, þá tókum við allt- af upp prjónana og höfðum það gott. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Þú ert fyrirmyndin mín. Ég elska þig, amma mín, þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Þitt barnabarn, Unnur Ósk Thorarensen. Elsku Gógó amma mín. Takk fyrir allar gleðistundirnar sem þú hefur gefið mér í lífinu, það vermir hjarta mitt mikið að hugsa um þær allar, og ég mun alltaf varð- veita minningarnar vel og vand- lega sem við eigum saman og segja sögur af þér og okkur sam- an þeim sem vilja gleðjast yfir þeim með mér og heyra af því hversu frábær kona þú varst í alla staði. Þú gafst svo mikið af þér til allra í kringum þig og þú kenndir mér svo margt. Þú elskaðir mikið að búa til alls konar hekl, prjón, föndur og handverk, og mér þykir svo vænt um alla þá hluti sem þú hefur búið til handa mér og þeir hvetja mig til að vera eins hugmyndarík og dugleg í höndunum eins og þú varst. Ég er svo þakklát að ég náði að komast til Íslands frá Dubai og fá að sjá þig og verja tíma með þér á þínum síðustu dögum og mér þyk- ir svo vænt um það að ég náði að kveðja þig mjög vel á gamlárs- kvöld áður en ég hélt aftur út í hinn stóra heim, óviss um það hvort ég myndi sjá þig aftur eða ekki. Við áttum góða kveðjustund, þar sem þú sagðir við mig sem þú segir alltaf við mig þegar við kveðjumst eða þegar þú skrifar kort til mín, mína uppáhaldssetn- ingu frá þér sem mér þykir svo vænt um, og ég spila það aftur og aftur inni í mér og les setningu á kortum frá þér aftur og aftur. Þann 5. janúar var ég stödd í Melbourne, Ástralíu. Ég fór í göngutúr í fallegan garð, tók ljós- myndir og settist á bekk og las bók í sólskininu. Mér varð mikið hugsað til þín, amma, og ég bjó til markmið fyrir árið og nokkur lof- orð til þín. Nokkrum klukkutím- um seinna á leiðinni í vinnuna Guðrún Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.