Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 29
ir utan Hólmavík. Við komu
þeirra breyttist þetta litla kot í
yndislegan samverustað. Í Kálfa-
nesi nutu þau tengslanna við
náttúruna og gamlar æskuslóðir
Finns.
Olla tók á móti okkur systkin-
unum þegar við komum í heim-
inn. Alla tíð var mikil samheldni
innan fjölskyldunnar, farið var í
margar skemmtilegar ferðir og
reglulega komið saman. Olla var
létt í lund og hrókur alls fagnaðar
á þessum stundum. Okkur þótti
mjög vænt um að hún skyldi geta
tekið þátt í litlu ættarmóti í sept-
ember sl. skömmu áður en hún
hélt hún upp á 90 ára afmælið sitt.
Við kveðjum Ollu með söknuði
en vitum að Finnur hefur breitt
út faðminn og tekið vel á móti
henni.
Guðrún, Sigrún
og Ólafur Reykdal.
Með hryggð í huga sest ég nið-
ur til að minnast Ollu systur
minnar og náins vinar. Enn geng-
ur á okkar stóra systkinahóp og
nú aðeins fimm eftir.
Olla var ein af okkar stóru fjöl-
skyldu, en við urðum 14 systkinin
og komust 12 þeirra á legg. Flest
vorum við 12 systkinin í heimili
samtímis í litla húsinu okkar á
Ósi, sem stóð fyrir neðan þorpið
Bakkagerði í Borgarfirði eystra,
og var þar oft þröng á þingi, en
samkomlagið var gott og fundum
við ekki svo mikið fyrir þrengsl-
unum. Eldri systkini mín fóru
snemma að heiman, eða þegar
þau gátu farið vinna fyrir sér, og
þar sem Olla var átta árum eldri
en ég vorum við lítið saman í
bernsku. Þó að Olla ætti ekki
lengi heima í gamla húsinu okkar
að Ósi í uppvextinum þá tók hún
sérstöku ástfóstri við þann stað
og eiginlega allt sem tilheyrði
næsta umhverfi þess. Þegar hætt
var fastri búsetu á Ósi tókum við
systkinin við eignarhaldi á því og
stofnuðum félag um það til þess
annast rekstur þess og viðhald.
Þá var Olla kosin formaður fé-
lagsins og var það til margra ára
og var driffjöðrin í því að láta við-
halda húsinu svo vel sem kostur
var á.
Olla systir var alltaf svolítið
sérstök og skar sig úr fjöldanum
sökum glaðværðrar og kröftugr-
ar framkomu hvar sem hún fór,
hvort sem var í leik eða starfi.
Það var sjaldan ládeyða í kring-
um hana og var þá sama hvaða
verk þurfti að leysa af hendi,
stíga dansinn eða skemmta sér
rækilega. Hún var ákaflega ná-
tengd minni fjölskyldu og var í
miklu uppáhaldi hjá mínum börn-
um. Hún var ómissandi í okkar
fjölskylduboðum þar sem hún var
hrókur alls fagnaðar. Þar var
gjarna mikill glaumur og gleði og
mikið sungið. Þá var nú ekki
ónýtt að hafa hann Finn, eigin-
mann hennar, með í hópnum.
Hann var sérlega góður söng-
maður með hreina og mjúka
bassarödd og kunni ósköpin öll af
alþýðusöngvum, fallegum ljóðum
og lögum. Þá má nú aldeilis minn-
ast þeirra dýrðardaga þegar við
Bryndís vorum saman með þeim í
Lúxemborg. Það voru ógleyman-
legar dýrðarstundir. Við minn-
umst þess oft hvað hún var frá-
bær og er oft minnst á það innan
fjölskyldunnar, þegar stórfjöl-
skyldan var að halda eitt af okkar
niðjamótum, sem haldin eru á
fimm ára fresti heima á Borgar-
firði. Í þetta skiptið vorum við
með tjaldbúðir okkar fyrir innan
þorpið á svonefndum Brandsböl-
um. Þá gengu margir seint til
hvílu það kvöld og trúlega ekki
langt í sólarupprás. Þá var með
því allra síðasta sem heyrðist
sönglið í Ollu systur þar sem hún
kvað við raust eitt af sínum uppá-
haldslögum, „Sævar að sölum“,
og viti menn, fyrsta lífsmark sem
vart varð við um morguninn var
raulið í Ollu þar sem hún sat
framan við tjaldið sitt og var farin
að baka pönnukökur á prímusn-
um sínum.
Ég flyt Tótu og Dodda og allri
þeirra fjölskyldu hugheilar sam-
úðarkveðjur frá systkinunum frá
Ósi og þeirra fjölskyldum og við
biðjum þeim öllum blessunar um
ókomin ár. Ég bið góðan Guð að
leiða og blessa hana Ollu systur
mína á sinni hinstu för og ég veit
að hann lýsir henni leiðina til end-
urfunda við þá sem á undan eru
farnir og voru henni kærir. Hvíli
hún í friði.
Jón Þór Jóhannsson.
Elsku Olla frænka.
Nú hefir þú fengið hvíldina,
var það mjög friðsælt. Enda ekki
í þínum anda að láta sitja yfir þér,
hvað þá að hafa fyrir þér og alls
ekki að láta nudda tærnar.
Þú hafðir verið aðeins 9 mán-
uði á stofnun eða sem samsvarar
einni meðgöngu. Ég held að þú
sért mjög fegin að hafa ekki þurft
að vera lengur upp á aðra komin.
Bjóst alltaf ein í Ljósheimunum
eftir að Finnur dó og undir þér
vel þar, enda heimilið þitt ynd-
islegt. Þú reyndist mér sem móð-
ir í yfir 40 ár og hefur verið ómet-
anlegt að eiga þig að. Þú varst
alltaf til staðar þegar á þurfti að
halda og var ég ómöguleg ef þú
varst lengi í burtu.
Síðustu ár höfðum við mikið
samband og töluðum saman í
síma nær daglega, en aldrei lengi,
það var ekki þinn stíll, bara taka
stöðuna. Ég kom oft við eftir
vinnu og var þá alltaf boðið upp á
kaffi, hafrakex, salat og osta.
Ein af ástæðunum fyrir því hve
lengi þú gast verið ein heima var
aðstoð Rögnu frænku okkar sem
sá einstaklega vel um þig, einnig
var ómetanleg hjálp frá ná-
grannakonum þínum þeim Guð-
laugu og Sólveigu (Gullu og Sollu)
enda fylgdust þær mjög vel með
að allt væri í lagi. Gaman fannst
þér að fá gesti, Olla mín, og var
oft gestkvæmt í Ljósheimunum,
ef ekki var boðið upp á kaffi var
gjarnan boðið upp á líkjör, ekkert
bölvað sérrí eins og þú sagðir
sjálf.
Mikið held ég að jólin hafi verið
skemmtileg hjá ykkur þarna á
himnum, Finnarnir þínir leikið á
als oddi að hafa fengið nýjan
skemmtikraft, ég held að það hafi
verið dansað í kringum jólatréð
og sungið smá og hún Freyja vin-
kona þín sem fór fyrir ekki svo
löngu verið glöð að hitta þig, Olla
mín. Allir sem þekktu þig minn-
ast þín með sérstakri hlýju og
söknuði, þú varst slíkur gleði-
gjafi. Nú verður auður stóll hjá
okkur í Jakaselinu á gamlárs-
kvöld, en þín minnst sérstaklega
með því að skála í líkjör.
Elsku Olla mín, ég ætla ekki að
segja mikið meira, gæti rifjað upp
ýmislegt skemmtilegt en þér
hefði fundist það hinn mesti
óþarfi. Ef eitthvað bjátaði á eða
þú vildir að hlutirnir gengju eftir
fórstu upp í Hallgrímskirkju og
hést á Hallgrím eins og þú sagðir.
Þú vildir að karlakór myndi
syngja yfir þér, sagðist ekki þola
kvennakóra og þá ósk þína færðu
að sjálfsögðu uppfyllta.
Þín einlæg frænka og systur-
dóttir,
Rósa Guðný.
Nú er komið að kveðjustund.
Þá rifjast upp minningarnar.
Fyrir rúmri hálfri öld fluttum við
hjónin í nýja blokk við Ljósheima
6 á 5. hæð. Í íbúð á móti okkur
komu yndisleg hjón með dóttur
sína sem voru að flytja til Reykja-
víkur frá Hólmavík. Það voru þau
Finnur, Ólöf og Þórhildur. Með
okkur tókst góður vinskapur sem
aldrei bar skugga á. Við kynnt-
umst fjölskyldum þeirra og áttum
margar góðar stundir með þeim.
Olla, eins og hún var ætíð köll-
uð, var mér meira en nágranni,
þarna eignaðist ég góða vinkonu
fyrir lífið. Í mínum huga var hún
ljósmóðirin sem hafði þörf fyrir
að hlúa að lífinu, alltaf tilbúin að
rétta fram hjálparhönd. Hún bar
mikla umhyggju fyrir mér og var
næm fyrir því þegar ég þurfti á
hjálp að halda. Fyrir það er ég
henni ævinlega þakklát.
Ef ég á að lýsa henni með orð-
um koma upp orðin hreinskilin,
ákveðin, heiðarleg, gefandi og
alltaf var stutt í brosið hennar.
Hún var alltaf á miklum hraða og
kom til dyranna eins og hún var
klædd. Hún kallaði ekki allt
ömmu sína og kom oft labbandi til
mín eftir að ég flutti á Langholts-
veginn, og oft var hún að koma úr
sundi og var þá búin að vinna heil-
an vinnudag.
Hún var þakklát fyrir það að
hafa góða heilsu og var dugleg að
halda henni við með sínum dugn-
aði og krafti. Eftir að hún hætti
að vinna gekk hún í Kvenfélag
Langholtskirkju. Þar náðum við
saman aftur og áttum okkar hug-
ljúfu stundir.
Hún hlúði vel að fjölskyldu
sinni og dótturbörnin hennar
voru hennar guðsgjafir sem gáfu
henni tilgang í lífinu. Þau fengu
alla hennar ástúð og umhyggju.
Þegar sorg var í lífi hennar tók
hún henni með miklu æðruleysi.
Þegar maður reynir að lýsa
mannkostum látinnar vinkonu
verða öll orð máttlaus og lítils
megnug, en minningarnar koma
upp og varðveitast.
Elsku Tóta mín og fjölskylda,
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning hennar.
Súsanna Kristinsdóttir.
Láttu nú sanna blessunar brunna
blómlega renna á móti mér,
svo sæluna sanna, ég fái að finna
og fögnuð himnanna, þá ævin þver.
(Höf. ókunnur)
Þá er hún elsku Olla farin frá
okkur. Ólöf Jóhannsdóttir var af
flestum kölluð Olla og hún var
yndisleg og hún var einstök. Hún
var skólasystir mín frá Ljós-
mæðraskólanum, elst í okkar 12
kvenna hópi, en duglegust að hóa
okkur skólasystrunum saman á
stórafmælum sem og oftar. Við
vorum 11 sem útskrifuðumst
haustið 1953 en því miður er farið
að fækka verulega í þeim hópi.
Síðastliðið haust kvaddi Freyja
okkur, en Olla og Freyja áttu það
til að dansa saman við góð tæki-
færi.
Hópurinn allur var mjög sam-
stilltur og við nutum þess að hitt-
ast og jafnvel ferðast. Til dæmis,
þegar 40 ár voru liðin frá útskrift,
var það Olla sem sá alfarið um að
við færum saman til Lúxemborg-
ar, til Þórhildar dóttur hennar og
fjölskyldu. Svo var það dóttur-
dóttirin hún Olla Dís sem keyrði
okkur, hvert sem við fórum, til
dæmis til Þýskalands þar sem
gist var eina nótt. Að vísu komust
ekki nema 7 af okkur í þessa ferð,
því miður, því þetta var svo gam-
an.
Það hefði verið minna um sam-
verustundir hjá okkur skóla-
systrunum ef Ollu hefði ekki not-
ið við og hún var búin að tala um
það í fyrra að við yrðum að koma
saman árið 2013, á 60 ára út-
skriftinni. Það verður örugglega
ekki, fyrst Olla er ekki til að
minna okkur á það.
Skólasysturnar Elín, Herdís,
Steinunn og Sigrún þakka Ollu
fyrir alla þá góðu hluti sem hún
gerði fyrir okkur og einnig Mar-
grét, sem var með okkur í byrjun
í skólanum en varð að hætta
vegna veikinda og lauk sínu námi
ári seinna.
Það var alltaf fjör í kringum
Ollu og glatt á hjalla hjá henni og
Finni þegar þau buðu okkur heim
til sín. Olla náði þeim áfanga sl.
haust að ná 90 ára aldri. Hún var
komin í öruggt skjól og leið vel á
Eir. Hún þurfti nánast ekkert að
liggja rúmföst áður en kallið kom
hægt og hljótt.
Við hjónin minnumst Ollu sem
gleðigjafa og Sveinn þakkar líka
fyrir alla samveru og ekki síst
dansana. Við sendum þér, Þór-
hildur, allri þinni fjölskyldu og
öllum hinum stóra frændgarði
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Ólafar Jóhanns-
dóttur.
Ása Marinósdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Ég langömmu á sem að létt er
í lund,
hún heitir Olla og fer oft
í sund,
hún kann ekki að prjóna, en
heklar samt vel
og pönnukökur bakar
já það elska ég.
Þórður Ingi, Ari, Mathis,
Daniel Snær og Björn
Hinrik.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
frétti ég að þú værir farin frá okk-
ur.
Ég mun standa við þau loforð
sem ég gaf fyrir þig, amma, og ég
ætla alltaf að vera jafn dugleg og
kraftmikil og þú varst í lífinu. Ég
sé það svo mikið með hverju árinu
hvað ég er lík og er að líkjast þér
og mömmu, eitthvað sem ég var
alfarið á móti þegar ég var yngri
en er hæstánægð með núna. Þið
eruð mínar fyrirmyndir ásamt
Sigrúnu ömmu.
Elsku amma, takk yndislega
mikið fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og allar þær stundir
sem við áttum saman, t.d. í
Grindavík, Lyngheimum, göngu-
túrana, ferðalög, hringinn í kring-
um landið, jól og hátíðardaga, af-
mæli og útskriftir, þú hefur alltaf
verið til staðar fyrir mig öll mín 24
ár og það er mjög óraunverulegt
að þú sért í alvörunni farin frá
okkur og ég get ekki talað við þig
á skype eða í símann né hitt þig og
varið tíma með þér þegar ég kem
til Íslands. En ég veit að nú á ég
annan verndarengil sem mun
passa mig mjög vel á ferðalögum
mínum um heiminn og hjálpa mér
í gegnum lífið ef mig vantar hjálp-
arhönd.
Elsku amma, ég veit þér líður
betur núna á meðal hinna engl-
anna í paradís og Siggi afi hefur
tekið vel á móti þér. Ég mun varð-
veita minninguna um þig vel,
dugnað þinn og allt sem þú hefur
kennt mér.
Ég elska þig, Gógó amma mín.
Þín litla Gógó,
Guðrún Sif.
Hetjan hún Gógó er fallin frá.
Við vorum 9 sem fermdumst í
Grindavíkurkirkju árið 1957 og er
hún sú fyrsta sem kveður þetta líf.
Við Gógó brölluðum margt saman
þegar við vorum stelpur: 12 ára
gamlar fórum við sem barnfóstrur
til frænkna okkar í Reykjavík. Ár-
ið sem við fermdumst fórum við
sem kaupakonur í sveit, hún í
Biskupstungur en ég í Hruna-
mannahrepp. Þá um haustið fór-
um við ásamt nokkrum krökkum
úr Grindavík í Héraðsskólann að
Núpi í Dýrafirði því í Grindavík
var ekki hægt að stunda fram-
haldsnám. Þar kynntumst við
mörgum skemmtilegum krökkum
sem við höfum haldið sambandi
við æ síðan.
Gógó greindist með krabba-
mein fyrir fáeinum árum sem hún
hefur háð baráttu við síðan. Aldrei
var hægt að skynja eða sjá að
veikindi hrjáðu hana. Hún sagði
alltaf allt gott, „annað væri ekki í
boði“. Hún var alltaf til í að gera
eitthvað skemmtilegt, má segja til
hinsta dags. Gógó var mikill
Grindvíkingur og hugur hennar
var oft hér. Hún var mjög minnug
á allt gamalt og var mjög gaman
að ræða við hana um liðna tíð.
Hún verður lögð til hinstu hvílu
við hlið eiginmanns síns í kirkju-
garðinum að Stað í Grindavík.
Ég kveð kæra vinkonu með
söknuði og þakka henni fyrir vin-
áttu og tryggð.
Kolbrún.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar ég minnist æsku-
vinkonu minnar Gógóar. Hún var
fyrsta stelpan sem ég kynntist eft-
ir að ég flutti til Grindavíkur. Það
er langt um liðið síðan, það var ár-
ið 1947, þá var Grindavík lítið
sjávarþorp með aðeins tæplega
300 íbúa. Gógó sem þá var bara
tæplega fjögurra ára gömul kom
röltandi yfir í Pálshús til að kíkja á
þessa nýfluttu stelpu sem var einu
ári eldri en hún. Við náðum strax
vel saman og lékum okkur mikið
eins og þá tíðkaðist hjá litlum
stelpum, með útibú og í dúkku-
leikjum ýmist heima hjá mér eða
heima hjá henni.
Aðeins eitt hús var á milli
æskuheimila okkar, Sólheima þar
sem Gógó átti heima og Pálshúss.
Gógó átti mjög fallegt dót sem Jón
móðurbróðir hennar sem þá var í
siglingum keypti handa henni, dót
sem ekki var til í búðum hér á
landi og var mér sveitastelpunni
framandi.
Mér er minnisstætt þegar við
vorum að leika okkur á loftinu á
Sólheimum að Ragna amma
Gógóar sem hafði herbergi á efri
hæðinni og lá rúmföst eftir lær-
brot og hafði gaman af að spila,
kallaði alltaf ef hún heyrði til okk-
ar: „Stelpur, Gógó og Stína, komið
að spila.“ Þarna lærðum við að
spila manna og fleiri spil, stundum
fórum við hljóðlega um til þess að
hún heyrði ekki í okkur þegar við
nenntum ekki að spila, vildum
heldur leika okkur.
Gógó var skemmtilegur leik-
félagi og mjög uppátækjasöm. Við
uxum úr grasi og bernskuár okkar
að baki eins og gengur og ung-
lingsárin tóku við með ýmsum
uppátækjum sem verða ekki rakin
hér. Ævilöng vinátta okkar sem
hófst með bernskuleikjum hefur
haldist alla tíð. Þegar ég hringdi í
Gógó á afmælinu hennar 11. sept-
ember sl. áttum við langt og gott
samtal og rifjuðum upp gamla
daga, bernskubrek okkar og
uppátæki. Gógó var einstaklega
minnug og hafði alltaf gaman af að
rifja upp það gamla.
Gógó bar veikindi sín vel, þrátt
fyrir margar og erfiðar lyfjameð-
ferðir kvartaði hún aldrei. „Hef
það bara ágætt, það er ekki annað
í boði,“ sagði hún ævinlega þegar
hún var spurð um heilsufarið. Nú
að leiðarlokum vil ég þakka Gógó
æskuvinkonu minni ævilanga vin-
áttu. Börnum Gógóar og fjöl-
skyldunni allri sendum við Jonni
innilegar samúðarkveðjur.
Kristín Thorstensen.
Guðrún Sigurðardóttir er látin
eftir hetjulega baráttu við erfið
veikindi. Gógó skólasystir okkar
og vinkona í yfir hálfa öld var í
hópnum okkar sem vorum sam-
skóla á Núpi í Dýrafirði veturinn
1958-59. Við höfum í gegnum tíð-
ina hist tvisvar á ári, síðast í fal-
lega sumarbústaðnum hennar í
Þrastaskógi. Hún var ávallt sú
glaða, yfirvegaða og jákvæða í
hópnum sem hélt traustu vina-
sambandi við okkur hinar og lét
sig aldrei vanta í hópinn sem nú
minnkar svo um munar.
Við kveðjum þig, kæra vinkona,
með söknuði og þakklæti fyrir
samfylgdina. Hvíl í friði.
Fyrir hönd skólasystranna,
Hekla.
Í dag er Gógó vinkona okkar
lögð til hinstu hvílu við hliðina á
honum Sigga sínum. Þau urðu
bæði að lúta fyrir sama illvíga
sjúkdómnum, á besta aldri að okk-
ur finnst. Nú eru þau saman á ný.
Við viljum þakka henni fyrir 35
ára samfylgd og vináttu sem byrj-
aði þegar við fluttum til Grinda-
víkur. Það var margt brallað og
áttum við margar góðar stundir
saman.
Við biðjum fjölskyldu hennar
Guðs blessunar.
Hvíldu í friði, kæra vina
þú komin ert í himnavist.
Til þess er allar þrautir linar
og þeirra er fyrr þú hefur misst.
(I.K.)
Sigrún og Ingólfur,
Sigrún og Jóhannes,
Aldís og Haraldur.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
MAGNÚS KJARTANSSON,
fyrrum bóndi í Hjallanesi,
Landsveit,
sem andaðist föstudaginn 28. desember,
verður jarðsunginn frá Skarðskirkju á Landi
laugardaginn 12. janúar kl. 14.00.
Pálína H. Magnúsdóttir, Hallgrímur H. Óskarsson,
Kjartan G. Magnússon, Elínborg Sváfnisdóttir,
Bryndís H. Magnúsdóttir, Rúnar Hauksson,
barnabörn og barnbarnabörn.
Hjartans þakkir til ættingja, vina, samstarfs-
fólks og annars samferðafólks fyrir stuðning
og samhug við veikindi og andlát
INGUNNAR JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar kveðjur færum við starfsfólki
líknardeildarinnar við Kópavog fyrir góða umönnun.
Magnús Skúlason,
Hlynur Magnússon,
Skúli Magnússon, Guðrún Katrín Oddsdóttir.