Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 31

Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 um jarðar á helgistað Íslands. Það var einfaldlega allt fallegt við hann Bjössa og það var ekki í hans anda að kveðja nema í feg- urð. Kveðjustundin er sérstaklega sár; ungur maður sem lagt hefur hart að sér við nám og þroska og náð hverjum áfanganum á fætur öðrum, stendur á tindinum þegar honum er kippt burt. Ekki efa ég þó að hann hefði átt eftir að njóta útsýnisins af enn hærri tindum. Hann var nokkurn tíma að átta sig á því hvað hann vildi gera í líf- inu, enda móðurmissir á unga aldri ekki léttur. En þegar hann hafði fundið sína leið hurfu allir farartálmar og með sínu góða veganesti birtist leiðin, bein og breið og bara upp á við. Á þeim stutta tíma frá því hann lauk námi hafði hann náð einstökum árangri í starfi. Það er huggun harmi gegn að hann fékk að njóta ávaxta erfiðis síns, þó ekki væri lengi. Mín ósk er að líf hans geti orðið þeirri kynslóð sem mun taka við landinu hvatning. Líf Bjössa varð stutt en það var gott og innihaldsríkt líf. Hann átti mörg áhugamál sem hann sinnti af eldmóði. Hann var leit- andi og forvitinn og vopnaður hugrekki naut hann sín í útivist jafnt og hugleiðingum um stóru málin. Glaðlegt og hlýlegt viðmót hans í allra garð endurspeglaði hans góða innræti og gleði yfir líf- inu. Í starfi sínu sem fulltrúi Ís- lands út um allan heim naut hann virðingar en ég tel samt að allir þeir sem kynntust honum, bæði í starfi eða leik, minnist aðallega hans einstaklega góðu nærveru, hlýleika, heiðarleika og hrein- skilni. Allt frá barnæsku var Bjössi með skemmtilegt „glimt í öjet“ sem lýsti upp andlit hans í sam- blandi af glettni og góðmennsku. Mér fannst þessi bróðursonur minn alltaf sérstaklega fallegur. Eitt sinn var ég að passa hann hér í Lönguhlíðinni og horfði á hann sofandi og þeirri hugsun laust niður að það væri ekki til neitt fal- legra né fullkomnara en þessi sof- andi drengur. Þegar hann óx úr grasi jókst bara við sjarmann og útgeislunin var áþreifanleg. Hann var ekkert að láta mig föðursysturina finna fyrir aldurs- muninum og ræddi opnum huga sín persónulegu málefni við mig ef svo bar við. Eftir að hann flutti til Genfar plönuðum við að heim- sækja hvort annað. Ég mun alltaf sjá eftir að hafa ekki látið verða af því en sem betur fer var hann fyrri til og heimsótti mig til Ítalíu. Hann var ekki fyrr kominn en hann var rokinn af stað að kanna fjalllendið, það varð að heils dags fjallgöngu. Eðalrauðvínsflöskuna sem hann skildi eftir hjá mér á ég enn óupptekna og ég mun opna hana á afmælisdaginn hans í sum- ar, minnug þess að það sem lirfan kallar endalok lífsins kalla allir aðrir fiðrildi (Lao Tze). Megi björt og fögur minning Bjössa vera ávallt með okkur öll- um sem nutum þeirra forréttinda að fá að ganga með honum um stund. Foreldrum og systkinum óska ég styrks og blessunar. Guðrún S. Sigurðardóttir. Mín sterkasta minning um Bjössa er einnig mín fyrsta. Það var á stofugólfinu í Lönguhlíð 11, hann var rúmlega eins árs og ég rúmlega tíu. Við höfðum saman fundið upp einfaldan leik og sát- um þarna á gólfinu og hlógum og endurtókum leikinn og hlógum meira og endurtókum. Ég man eftir andliti þessa káta og fallega barns, hann var eins fríður og hægt var að vera. Ég heyri ennþá hlátur hans. Það var eins og eitt- hvað úr þessum litla leik þarna á stofugólfinu væri alltaf með okk- ur Bjössa, allavega var ég alltaf kát að hitta hann, þó stundum liðu ár á milli. Á síðustu árum fann ég betur og betur hvað við áttum margt sameiginlegt, bæði í áhugamálum og á einhvern hátt líka varðandi störf okkar, þó ólík væru. Núna er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa að minnsta kosti átt örlítinn tíma til að kynnast Bjössa sem fullorðnum manni, sjá inn í líf hans í Genf og heimsækja hann þar. Bjössi bjó yfir mörgum góðum gáfum. Hann var skarpgreindur og það sýndi sig vel í lögfræðinni og starfi hans og frama hjá EFTA í Genf. Bjössi kunni að halda uppi fjöri, hvort sem var í Skátum eða á meðal vina, og það var alltaf stutt í húmorinn. Hann tók sjálf- an sig ekki of alvarlega. Það var gott að leita til hans og viðmót hans var alltaf jákvætt, opið og einlægt. Það að reyna að sætta sig við að Bjössi sé farinn frá okkur, á þann stað þaðan sem ekki verður aftur snúið, er sárt og manni finnst það eiginlega ómögulegt. Ég mun alltaf sakna hans. Ég er þakklát fyrir tíma okkar saman, sem var alltof stuttur. Maður stólar alltaf á framtíðina, svo einn daginn er framtíðin orðin að for- tíð. En áfram lifir ástin á Bjössa, og stolt yfir lífi hans og afrekum. Hvíl í friði, fallegi frændi minn. Katrín Sigurðardóttir. Með sorg í hjarta kveð ég besta vin minn, hann Björn Kolbeins- son. Hann Bjössi, eins og ég kallaði hann alltaf, var einstakur maður. Hann var aldrei hræddur við að prófa eitthvað nýtt eða ferðast á framandi staði, ég dáðist að því hvað hann var hugrakkur og æv- intýragjarn. Það var alltaf skemmtilegt að heyra sögurnar hans frá ferðalögum hans um heiminn. Hann var vinur vina sinna, ég vissi alltaf að ég gæti leitað til hans og ósjaldan spjölluðum við um allt á milli himins og jarðar. Það var alltaf gaman með Bjössa, við gátum endalaust sagt hvort öðru aulabrandara og hlegið og látið eins og kjánar. Hann hafði góða nærveru og öllum líkaði vel við hann. Hvert sem hann fór fylgdi hon- um alltaf gleði og hlátur. Ég man enn þann dag þegar við kynntumst fyrir allmörgum árum, hvað hann var opinskár og með einstakt bros, við urðum bestu vinir frá fyrsta degi. Þó að við byggjum seinna sitt í hvoru landinu þá héldum við alltaf sam- bandi og hittumst eins oft og hægt var. Mér þótti óskaplega vænt um hann Bjössa og ég sendi foreldrum hans og fjölskyldu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir.) Elsku Bjössi. Takk fyrir allt, elsku vinur minn, ég gleymi þér ekki. Anna Einarsdóttir-Kaaber. Björn Kolbeinsson, lögfræð- ingur á Genfarskrifstofu Frí- verslunarsamtaka Evrópu ( EFTA), gekk til liðs við samtökin í september 2009. Hann var þá rétt rúmlega þrítugur, en bar með sér þroska og reynslu um- fram aldur sinn. Hann naut upp- vaxtar síns erlendis, talaði helstu tungur meginlandsins og þekkti ólíka menningarheima þess og venjur. En hann var umfram allt einlægur Íslendingur. Á Íslandi var fjölskylda hans og við Ísland var hugur hans jafnan bundinn. Stjórnarskrá, Icesave eða eldgos. Við landar hans á EFTA-gangin- um í Genf gátum ætíð gengið að því vísu að Björn yrði fyrstur með fréttirnar. Fríverslunarmálin eru stærstu og þýðingarmestu störf fasta- nefndar Íslands í Genf. Vegna þeirra er sendiherrann þar í dag- legu sambandi við EFTA-skrif- stofuna og haustið 2009 fangaði hinn nýi liðsmaður EFTA strax athygli mína. Vinnubrögð hans og eljusemi vöktu traust. Á löngum og oft erfiðum samningaferðum til fjarlægra heimshorna kynntist ég honum líka sem góðum og hjálpsömum félaga. Birni voru fljótlega falin stór verkefni hjá EFTA. Hann fór með vandasama málaflokka svo sem hugverkarétt og síðar sam- keppnismál. Hann sá um fram- kvæmd fríverslunarsamninga við m.a. Arabaríkin við Persaflóa, Suður-Kóreu og Serbíu. Frá síð- asta sumri bar hann líka ábyrgð á lögfræðistörfum Genfarskrifstof- unnar á fríverslunarsviðinu. Hann var einnig umsjónarmaður yfirstandandi viðræðna EFTA- ríkjanna við Rússland, Hvíta- Rússland og Kasakstan, ein- hverra flóknustu fríverslunar- samninga sem EFTA hefur enn hleypt af stokkunum. Allt ber þetta vott um það traust sem Björn naut, bæði meðal sam- verkamanna sinna og aðalsamn- ingamanna EFTA-ríkjanna. Þegar ég hóf svo störf sem framkvæmdastjóri samtakanna síðastliðið haust urðu mér mann- kostir Björns enn ljósari. Hann var afburðastarfsmaður. Hann var hlýr, einlægur og hjarta- hreinn. Hann var harðjaxl til verka og hvers manns hugljúfi. Hann var í stjórn starfsmanna- félags EFTA og starfandi for- maður þegar hann lést. Þannig kynntist ég einnig þeirri hlið Björns sem laut að áhuga hans á velferð félaga sinna og á samtök- unum sem stofnun og vinnustað. Hann var rökfastur en sanngjarn, og samstarfsfólk og yfirstjórn treystu honum í hvívetna. Nú er þessari alltof stuttu sam- ferð lokið. Björns verður sárt saknað. Fyrir hönd samtakanna og starfsfólksins vil ég votta fjöl- skyldu Björns, foreldrum og systkinum, einlæga samúð. Kristinn F. Árnason, framkvæmdastjóri EFTA. Það er óendanlega sársauka- fullt að þurfa að skrifa þessar lín- ur. Ég er ennþá að venjast þeirri tilhugsun að þú sért farinn. Mað- ur í blóma lífsins sem áttir fram- tíðina fyrir þér. Maður sem var holdgervingur lífsins. Ég kynntist Bjössa þegar við leigðum saman íbúð á Guðrúnar- götu í Norðurmýrinni. Mér byrj- aði strax að líka við hann eftir fyrsta símtalið. Við áttum margt sameiginlegt, vorum jafnaldrar, þekktum sama fólkið en höfðum aldrei hist áður. Við urðum mjög góðir vinir á mjög stuttum tíma og leigðum saman í tvö ár. Það var aldrei nein lognmolla í kring- um Bjössa, hann var alltaf kátur og hress. Hann kunni að skemmta sér og njóta lífsins. Hann kom alltaf vel fyrir en gat bitið frá sér ef honum var misboð- ið. Bjössi hafði mikla réttlætis- kennd. Hann var mesti dýravinur sem ég hef kynnst og tók hags- muni kattarins Jóhannesar fram yfir flesta aðra hagsmuni. Hann hafði róttækar skoðanir, var víð- sýnn og laus við allan rétttrúnað. Hann var mjög rökfastur og það var erfitt að stoppa hann þegar hann komst í gang. Í Búsáhalda- byltingunni naut Bjössi sín í botn og vorum við oft saman að mót- mæla. Bjössi lagði sitt af mörkum í þeirri byltingu. Þó að Bjössi hafi farið alltof snemma naut hann lífsins á með- an hann lifði og upplifði margt. Bjössi var mikill ævintýramaður, hann ferðaðist víða og bjó í mörg- um löndum. Hann var sannkall- aður heimsborgari, bæði í hugsun og útliti. Bjössi spilaði í mörgum hljómsveitum og hafði þann sveigjanleika að geta unnið á skrifstofu á daginn og slammað á kvöldin. Hann samdi mikið af lög- um og hefði getað spjarað sig ágætlega á hinu listræna sviði. En hann fór í lögfræði og fann sig vel á því sviði líka. Á seinni árum breyttist hann svo í útivistarfrík og var búinn að taka allan skalann í þeim efnum. Það var í eðli Bjössa að taka allt með trompi. Ég fór einu sinni með Bjössa á skíði og hann endaði á spítala, við- beinsbrotinn. Það varð mikil breyting á lífi Bjössa þegar hann fékk starfið hjá EFTA. Hann var valinn úr hópi mörg hundruð umsækjenda og enginn skildi hvernig nýút- skrifaður og reynslulítill lögmað- ur gat skákað öllum hinum. Hann trúði því varla sjálfur. Ég tel að persónuleiki Bjössa hafi ráðið þar miklu; hann hafði svo gott lag á að ná til fólks. Bjössi var allt í einu kominn í vel launað starf hjá al- þjóðlegri stofnun í Sviss. Maður sem bjó í kjallaraíbúð í Norður- mýrinni og spilaði í pönkhljóm- sveit var allt í einu orðinn samn- ingamaður hjá EFTA. Einhverjir hefðu sennilega misst tengsl við raunveruleikann við það að kom- ast í slíka stöðu, en það gerði Bjössi ekki. Þegar ég heimsótti hann í sumar hafði Bjössinn ekk- ert breyst. Hann var að vísu kom- inn í dýr jakkaföt og keyrði um á blæjubíl, en hans innri maður var sá sami. Og kötturinn var á sínum stað eftir að hafa þurft að dúsa í einangrun í margar vikur. Bjössi var algjör höfðingi heim að sækja, við fórum saman í ferðalag um Alpana og mun ég seint gleyma þeirri ferð. Það voru mínir síð- ustu dagar með Bjössa. Þeir hefðu mátt vera fleiri. Hvíl í friði kæri vinur. Grímur Hákonarson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast mikilmenninu og gleðigjafanum Birni Kolbeinssyni í gegnum hljómsveitarstúss í Reykjavíkurborg og öll þau æv- intýri sem slíku fylgja; margt langt og gott spjall við bjórblaut barborð meðan á hljóðprufum stóð, stolnir smókar meðan beðið var átekta, rótferðir og biðraða- barningur. Hvílík ævarandi ham- ingja. Leiðir okkar lágu saman um miðjan síðasta áratug þar sem hann gerði garðinn frægan með hinum mikilfenglegu Skátum. Skátar voru ákaflega merk hljómsveit, en lengi var eitt helsta einkennismerki hennar breitt og blítt bros Björns sem skein af sviðinu eins og sólin og sást lengst aftur í sal. Þrátt fyrir að Skátar hafi leikið oft á tíðum flók- ið stærðfræðirokk sem jafnvel gæti fælt einhverja frá gerði fas sveitarinnar og framkoma það að verkum að allir fundu sig á tón- leikum hennar – og þar réð kæti og brosmildi Bjössa miklu um. Björns má minnast fyrir marg- ar sakir, en þegar ég hef hugsað til hans síðustu daga stendur upp úr hvað hann virtist eiga auðvelt með að vera hlýr, glaður og já- kvæður í allra garð, hvernig hann bauð nýtt fólk velkomið, lét því finnast það vera hluti af hópnum, og naut þess að eignast nýja fé- laga og spjalla við ókunnuga. Þetta vil ég taka mér til fyrir- myndar og það mættu aðrir eins gera. Eftir að Björn lagðist í heims- hornaflakk hittumst við ekki oft, en þegar svo bar að við mættumst í Reykjavík urðu ávallt fagnaðar- fundir. Við minntumst liðinna tíma og ráðgerðum frekara fjör í framtíðinni. Við ætluðum alltaf að hittast meira og betur síðar, eins og maður ætlar alltaf. Elsku gleðigjafi, kæri Bjössi. Það var heiður að fá að kynnast þér og starfa með þér. Takk fyrir að vera sá sem þú varst. Ég hlakka til að sjá þig síðar. Haukur Sigurbjörn Magnússon. Björn Kolbeinsson var í fyrsta nemendahópnum sem hóf nám við lagadeild Háskólans í Reykja- vík haustið 2002. Hann lauk BA- prófi frá deildinni 2006 og meist- araprófi 2009. Sá sem þetta ritar varð þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast Birni meðan á námi hans við deildina stóð, bæði sem stjórnandi og kennari. Alls hóf 81 nemandi nám við deildina haustið 2002 og höfðu þeir verið valdir úr hópi á þriðja hundrað umsækj- enda. Valið var erfitt enda upp- fylltu flestir umsækjenda þær al- mennu kröfur sem deildin gerði fyrir inngöngu. Þar við bættist að ljóst var að frammistaða fyrsta hópsins myndi ráða miklu um framtíð deildarinnar og jafnframt að hópurinn myndi upplifa að vera fremstur á nýrri leið, braut- ryðjendur í nýrri háskóladeild, nýju námsskipulagi og mjög krefjandi námi. Björn hafði áður en hann sótti um nám við deildina dvalið um árabil erlendis og sótt skóla þar. Ég minnist þess að við skoðun á umsókn hans hafði ég áhyggjur af því að af þessari ástæðu hefði hann e.t.v. ekki nægileg tök á íslensku ritmáli, sem skiptir miklu máli í laganámi. Það sem réð hins vegar úrslitum við mat á umsókn Björns var greinargerð sem hann sendi með umsókninni en þó ekki síður sam- tal sem ég átti við hann af því til- efni. Mér varð ljóst að Björn hafði ekki eingöngu góðar námsgáfur heldur fór þar afar vandaður ein- staklingur með ríka réttlætis- kennd, viðkvæmur og listrænn en jafnframt rökfastur og málefna- legur. Í mínum huga var, eftir samtal okkar, engin spurning um að Björn ætti heima í fyrsta hópn- um okkar. Meðan á námi Björns við deild- ina stóð áttum við mörg samtöl, bæði að mínu frumkvæði og hans. Að sjálfsögðu ræddum við um námið og frammistöðu hans, sem var góð, en ekki síður um framtíð- arvonir hans og áætlanir og hvaða eiginleika góður lögfræð- ingur en umfram allt góð mann- eskja ætti að hafa til að bera. Í öll- um samtölum okkar var Björn opinn, hlýr og gefandi, hæversk- ur og mildur í umtali um menn og málefni. Ég var stoltur af að Björn skyldi vera nemandi okkar og þótti vænt um hann. Það kom mér ekki á óvart þegar Björn var að námi loknu ráðinn til starfa hjá EFTA, úr hópi mjög hæfra um- sækjenda. Ég gladdist yfir fregn- um sem ég fékk af frammistöðu hans hjá EFTA og þeim vanda- sömu viðfangsefnum sem hann var að fást við. Ég talaði við hann skömmu áður en hann hélt til starfa í Genf. Hann var fullur til- hlökkunar að takast á við krefj- andi verkefni í alþjóðlegu um- hverfi og frá honum stafaði eins og áður hlýja, hógværð og vin- semd. Ég var þess fullviss að Björns biði björt framtíð og ég myndi á komandi árum fá næg til- efni til að stæra mig af þessum fyrrverandi nemanda mínum. Ég ætla ekki að lýsa þeim til- finningum sem ég upplifði þegar ég fékk fréttirnar af andláti Björns. Efst í huga mér er samúð með foreldrum og systkinum Björns og öðrum ættingjum hans og ástvinum. Megi Guð styrkja þau í sorg þeirra. Eftir stendur minningin um góðan dreng. Hún lifir áfram. Þórður S. Gunnarsson. Það stríðir gegn allri hugsun okkar að við þau eldri skulum standa eftir og kveðja ungan mann sem hverfur úr hópnum í blóma lífsins. En slysin gera ekki boð á undan sér, og við stöndum slegin eftir og leitum svara við óttanum og skimum eftir huggun. Drottinn hefur bent okkur á hættur og sorgir jarðlífsins, en SJÁ SÍÐU 32 251658240 V i n n i n g a s k r á 37. útdráttur 10. janúar 2013 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 9 2 5 0 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 9 6 6 3 3 0 4 1 6 3 3 9 2 6 4 1 3 1 0 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 13286 16180 21669 33993 42027 72250 14569 17634 27031 36447 65609 77688 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 8 6 4 9 5 5 7 2 1 1 4 3 2 9 6 5 5 3 3 9 4 0 4 2 7 6 3 5 6 4 6 1 6 5 7 9 5 1 9 1 1 1 3 9 2 7 2 3 0 1 9 2 9 8 6 2 3 5 2 2 0 4 3 8 4 4 5 6 8 9 6 6 6 3 7 9 2 0 6 7 1 4 7 4 3 2 3 9 9 0 3 1 1 0 1 3 6 8 0 6 4 4 9 7 4 5 7 8 9 9 6 6 4 4 1 2 2 6 1 1 5 1 5 7 2 5 2 4 5 3 2 2 5 4 3 7 1 4 7 4 6 3 5 1 5 9 7 6 6 6 8 7 6 8 3 0 5 3 1 5 3 3 2 2 6 2 4 5 3 2 5 7 2 3 7 3 6 8 4 6 6 6 4 6 0 0 7 0 6 9 8 7 2 3 5 9 9 1 7 9 0 6 2 6 7 9 9 3 2 8 2 8 3 9 4 2 2 4 8 7 0 4 6 0 9 6 3 7 0 4 7 1 3 9 0 8 1 7 9 3 9 2 7 0 6 3 3 2 8 7 6 4 1 5 7 5 5 0 5 8 9 6 1 7 8 5 7 2 2 4 7 3 9 5 7 1 8 1 7 7 2 7 4 8 4 3 2 9 0 5 4 1 7 8 4 5 2 2 2 1 6 4 1 6 9 7 8 9 6 1 8 9 6 4 1 9 3 3 6 2 8 7 9 6 3 3 1 2 7 4 2 0 4 8 5 4 7 8 6 6 4 9 3 8 7 9 1 0 8 9 3 7 5 2 0 1 8 5 2 8 9 4 5 3 3 8 0 2 4 2 3 5 7 5 5 8 6 8 6 5 6 5 2 7 9 1 4 2 V i n n i n g u r Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 1 0 6 1 2 5 1 1 2 1 5 3 2 3 1 2 4 4 4 5 4 6 0 5 2 8 6 1 6 2 8 6 6 7 2 5 0 3 8 9 2 1 3 2 5 6 2 1 9 6 1 3 1 3 7 7 4 5 7 8 9 5 3 2 3 3 6 2 9 4 0 7 2 6 8 7 1 5 7 0 1 3 2 5 7 2 1 9 7 8 3 1 5 0 5 4 6 1 4 4 5 3 4 7 3 6 2 9 7 3 7 2 7 4 6 1 9 0 7 1 3 8 5 2 2 2 0 7 9 3 2 0 6 3 4 6 1 4 7 5 3 8 0 0 6 3 4 6 4 7 3 3 0 5 2 3 9 2 1 4 8 8 8 2 3 6 4 1 3 2 0 9 6 4 6 2 1 5 5 3 8 1 0 6 3 5 3 1 7 3 5 9 4 2 9 5 6 1 5 3 3 0 2 3 6 5 8 3 2 3 1 7 4 6 4 6 7 5 4 0 8 5 6 3 7 7 3 7 3 6 2 1 3 2 4 6 1 5 3 8 0 2 3 6 6 8 3 3 1 8 9 4 6 6 4 5 5 4 1 2 7 6 4 5 3 2 7 3 7 5 3 3 6 1 4 1 5 4 7 1 2 3 7 0 1 3 3 2 8 1 4 6 6 8 1 5 4 1 4 2 6 4 9 9 8 7 4 2 8 2 3 6 2 4 1 6 2 4 3 2 3 7 3 6 3 3 5 2 7 4 7 1 7 6 5 4 2 6 9 6 5 0 6 5 7 4 8 0 7 3 9 5 6 1 6 3 0 0 2 3 9 7 6 3 3 5 8 5 4 7 2 3 5 5 4 5 3 0 6 5 5 0 3 7 5 0 0 1 4 3 5 3 1 6 6 3 7 2 4 2 3 4 3 4 2 1 0 4 7 2 4 0 5 4 7 4 3 6 5 5 1 4 7 5 3 3 7 4 5 4 1 1 6 7 7 7 2 5 3 7 6 3 5 6 0 7 4 7 5 0 9 5 5 5 5 5 6 6 5 9 6 7 5 4 6 2 5 4 7 1 1 6 8 8 8 2 5 5 9 8 3 7 2 4 6 4 7 7 8 8 5 5 6 9 3 6 6 7 5 5 7 5 4 7 3 5 5 7 7 1 6 9 0 7 2 6 0 6 1 3 7 4 6 9 4 7 8 4 9 5 6 0 6 3 6 6 9 5 3 7 5 6 5 8 5 9 6 7 1 7 0 5 4 2 6 1 4 4 3 7 5 1 9 4 7 8 5 8 5 6 0 8 3 6 7 4 6 4 7 6 9 4 5 6 2 2 5 1 7 3 6 9 2 6 6 3 6 3 8 6 1 8 4 8 7 4 0 5 6 2 7 5 6 7 5 0 4 7 6 9 8 3 6 6 2 3 1 7 6 2 1 2 6 8 3 7 3 8 6 2 1 4 8 7 5 3 5 7 1 1 7 6 7 5 6 4 7 7 7 1 9 7 5 6 6 1 7 7 6 6 2 7 0 4 4 3 9 6 1 0 4 8 8 1 6 5 8 1 0 0 6 7 5 9 4 7 8 0 1 4 7 7 1 0 1 7 9 6 6 2 7 2 5 9 3 9 6 2 4 4 9 5 0 4 5 8 8 6 1 6 7 6 8 4 7 8 3 0 3 8 2 1 1 1 8 1 9 0 2 7 5 7 6 4 0 1 7 0 4 9 6 7 8 5 8 9 4 2 6 7 9 7 3 7 8 3 0 7 8 2 3 0 1 8 4 2 2 2 7 7 0 1 4 0 3 8 9 4 9 9 0 9 5 8 9 9 7 6 8 1 9 6 7 8 7 9 0 8 3 6 1 1 9 2 2 2 2 7 9 3 0 4 0 9 8 1 5 0 2 6 6 5 9 1 4 8 6 8 9 7 9 7 8 8 6 3 8 9 5 6 1 9 2 6 2 2 8 7 9 4 4 1 0 7 6 5 0 5 2 6 5 9 3 4 3 6 9 2 2 0 7 8 9 6 2 9 0 3 2 1 9 3 2 3 2 8 9 6 8 4 1 0 9 2 5 0 6 1 1 5 9 3 9 8 6 9 7 1 6 7 9 3 8 5 9 3 6 5 1 9 4 8 7 2 8 9 7 7 4 1 3 1 8 5 0 6 7 5 5 9 4 6 7 7 0 1 1 8 7 9 4 1 4 9 5 5 9 1 9 5 1 9 2 9 0 5 4 4 1 9 6 8 5 0 8 9 7 5 9 4 7 5 7 0 2 0 8 7 9 9 4 1 9 5 7 0 1 9 6 7 5 2 9 4 7 2 4 2 0 2 0 5 0 8 9 9 5 9 7 1 3 7 0 2 9 9 1 0 0 0 8 1 9 8 9 0 2 9 6 8 2 4 3 2 7 4 5 0 9 5 1 5 9 9 1 7 7 0 6 0 6 1 0 3 3 8 2 0 2 7 9 2 9 9 2 4 4 4 0 1 7 5 1 3 4 3 6 1 0 8 8 7 0 6 2 5 1 1 1 7 9 2 0 6 6 6 3 0 1 4 4 4 4 3 5 8 5 1 7 5 3 6 1 2 6 3 7 1 0 4 7 1 1 5 6 0 2 1 0 5 6 3 0 3 2 9 4 5 0 2 8 5 2 0 3 9 6 1 5 0 6 7 2 0 5 8 1 1 7 6 6 2 1 3 7 0 3 0 3 9 2 4 5 1 4 8 5 2 8 1 6 6 2 6 8 1 7 2 3 3 6 Næstu útdrættir fara fram 17. jan, 24. jan & 31. jan 2013 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.