Morgunblaðið - 11.01.2013, Page 36

Morgunblaðið - 11.01.2013, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert í léttu skapi þessa dagana og átt auðvelt með að umgangast fólk á öllum aldri. Samskiptin í fjölskyldunni fela í sér valdabaráttu. 20. apríl - 20. maí  Naut Veltu þér ekki upp úr gömlum málum því öllum verða á mistök. Gerðu það upp við þig hvort þú viljir eiga viðskipti við slíka að- ila. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að halda þig sem mest við dagskrána, því nú er ekki rétti tíminn til þess að breyta út af. Elska er vinátta en ekki vald- beiting. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert óvenju orkumikil/l í dag. Reyndar finnst einhverjum að duttlungar þínir og furðulegar venjur séu ótrúlega heillandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það skiptir sköpum að þú hagir mál- flutningi þínum svo að fólk þurfi ekki að velkjast í vafa um fyrirætlanir þínar. Að vera sparsamur gerir mann skapandi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Þú vilt lyfta þér upp. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ýmsir möguleikar eru í stöðunni svo þú skalt ekki skrifa undir neitt fyrr en þú hefur kynnt þér alla málavöxtu. Málið er, að þú ert með fullkomnunaráráttu og fullkomnun er óhugsandi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki útlit fólks og blíðan róm blekkja þig því að enn sannast hið forn- kveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Gættu þess að setja ekki aðra út af laginu með ákveðni þinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér hefur tekist að koma ár þinni svo fyrir borð að aðrir eru fúsir til að fylgja þér. Vertu ánægður með þinn hlut því grasið er ekkert grænna handan girðingarinnar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að gæta þess vel að fá nægan svefn því of miklar vökur fara illa með sál og líkama. Reyndu að koma snemma auga á mynstrið og forðaðu þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú væri kjörið að versla eða skrifa undir samninga. Hálfbakaðar eða óljósar skuldbindingar þarfnast úrlausnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhvern veginn er eins og allt og allir fari í taugarnar á þér þessa stundina. Þú gætir fundið upp á því að koma fjölskyldu- meðlimi til hjálpar. Hörður Þorleifsson sendi svar viðvísnagátu Páls Jónassonar sem birtist í Vísnahorninu í gær: Valur mannsnafn ágætt er sem ekki leyndist fyrir mér. Það er einnig hentugt hér að hundur nafnið fái sér. Kerlingin á Skólavörðuholti hlust- ar stundum á Rás 2 kl. 8 á morgn- ana, en þá eru vísnagátur lagðar fyr- ir hlustendur. Og hún bætir í þann sarp með persónulegri vísnagátu: Hvað er það sem varma veitir. Vímu ljúfrar tendrar glóð. Illa mig til reiði reitir. Ranglar gjarnan sömu slóð. Ráðningin er vitaskuld í bundnu máli: Murrar líkt og hrjóti hrútur. Hrekkjóttur og fyrir slark. Þetta er Lurkur labbakútur, Laugavegsins kennimark. Ármann Þorgrímsson kippir sér ekkert upp við það að árin færist yfir: Á afturfótum enn um sinn uppi stendur kallinn þó bætist ár við aldurinn en alltaf stækkar skallinn. Enn bættist vísa við í dagbók Dav- íðs Hjálmars Haraldssonar, 9. janúar: Flytur mig sem fugl um geim flaugarinnar kraftur. Í dag ég sæki Drottin heim. Það dregst ég komi aftur. Heyr á endemi, hváði Sigrún Haraldsdóttir og er löngu búin að sjá í gegnum hann: Hefur víst af göflum gengið, galnar sögur Davíð ort. Muncahausen hefur fengið heilkenni af verstu sort. En Davíð gefur lítið fyrir vantrú Sigrúnar: Vandi er að verja sig, ég vil þó reyna að svara: Sigrún ljúga segir mig en sjálf hún lýgur bara. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, leggur orð í belg: Ef hann Davíð ekki lýgur sem akkúrat ég held. Í Himnaranni hátt hann svífur eða Hel að vaða eld. Að síðustu vísnagáta úr fórum Sigrúnar: Fyrst ég konu freista hlaut. Fröken eitrað kæfði. Valin bæði í vín og graut. Vilhjálmur mig hæfði. Svarið birtist á þriðjudag en gam- an væri að fá lausnir í bundnu máli. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af fugli, dagbók og vísna- gátu kerlingarinnar eftir Jim Unger „NEI, ÉG VIL EKKI FÁ LÁNAÐA PENINGA, MIG LANGAR BARA AÐ SJÁ NOKKRA.“ HermannÍ klípu „HEILSA HANS HEFUR TEKIÐ ÓVÆNTA STEFNU.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skoða andlits- málninguna áður en þú kveikir á vefmyndavélinni. LÁNADEILD SMJATT SMJATT SMJATT ÞETTA VAR BESTA SMÁKAKA SEM ÉG HEF BORÐAÐ Í ALLAN DAG! OG EKKI VANTAÐI SAMKEPPNINA! HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM! GOTT, VAR ÞETTA ÁRANGURSRÍK RÁNSFERÐ? JÁ, EN ÞÚ VERÐUR AÐ KOMA ÚT TIL AÐ SJÁ HVERSU ÁRANGURSRÍK! Víkverji hallast að því að nýhafið árverði gjöfult og gott, lands- mönnum til ánægju og blessunar. Að minnsta kosti sumum. x x x Á ferð um götur höfuðborgarinnarsér Víkverji að margir ökumenn mega ekki vera að því að sinna akstr- inum því þeir eru svo uppteknir við að tala í farsíma. Þetta veit auðvitað á ekkert nema gott. Töluð orð eru til alls fyrst og þó þau geti valdið mikl- um skelli, ekki síst undir stýri á stofn- brautum í hálu og slæmu skyggni, er um að gera að koma þeim frá sér áður en í óefni er komið. x x x Mörgum þykir miður að Íslend-ingar alist ekki upp við hirð og þekki því ekki hirðlíf nema af af- spurn. Víkverji er alsæll með að vera ekki í konungsríki en tekur eftir að ákveðnir menn á þingi hafa tamið sér háttsemi hirðfífla. Sá sem gerir mest í því að draga Alþingi niður í svaðið minnir einna helst á Curley í sögu Johns Steinbecks um Mýs og menn og þeir sem fá ekki miða á samnefnt leikrit í Borgarleikhúsinu geta virt manninn og framgöngu hans fyrir sér á þingi. Tvær flugur í einu höggi þyk- ir ekki slæmt. x x x Í áratugi hefur mönnum orðið tíð-rætt um hornsteina samfélagsins. Þar hafa fjölskyldan, kirkjan, skól- arnir og heilbrigðisþjónustan gegnt veigamiklu hlutverki en stjórnendur borgar og ríkis hafa séð að við svo bú- ið má ekki öllu lengur standa. Þing- maður í kapphlaupi undir þrýstingi álasar nýkjörnum biskupi fyrir að vilja efna til almennrar söfnunar til að styrkja tækjakaup á Landspítalanum og prestum er bannað að fara með bænir með börnum í heimsókn í kirkjum. Þetta kallar Víkverji að hraustlega sé tekið á málum og hvað er betra en heilbrigð sál í hraustum líkama? x x x En það sem sannfærir Víkverjamest um ágæti líðandi árs var ein mest lesna netfrétt vikunnar þess efnis að Kristrún Ösp væri byrjuð í menntaskóla á ný. víkverji@mbl.is Víkverji Ég veit að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. (Jobsbók 19:25) Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is LA PRIMAVERA dagar í janúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.