Morgunblaðið - 11.01.2013, Page 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Þetta var skemmtileg sýningog Karíus og Baktus vorubara sætir.“ Svo hljóðaðiumsögn sonar míns á
fimmta ári að lokinni sýningu á leik-
ritinu Karíus og Baktus í Þjóðleik-
húsinu. Nokkur uggur var í honum
fyrir sýningu um að Karíus og Bak-
tus yrðu ljótir og ógnvænlegir enda
oft notaðir sem hálfgerðar grýlur í
uppeldinu þegar kemur að sælgæt-
isáti og tannburstun. En svo var ekki
með þá kappa í þetta sinn, þeir voru
bara sætir og svolítið aumkunar-
verðir.
Leikritið var frumsýnt um síðustu
helgi og fer fram á litla sviðinu í Kúl-
unni sem hentar afskaplega vel til
barnasýninga. Þessi uppsetning er
góð fyrir yngstu börnin. Um er að
ræða hálftíma sýningu þar sem stikl-
að er á því helsta í dvöl Karíusar og
Baktusar í munni Jens. Lengd sýn-
ingarinnar er passleg og er frásögnin
hnitmiðuð og góð en rödd sögumanns
skiptir henni í fjóra kafla. Sögu Thor-
björns Egners þekkja flestir og
óþarfi að tíunda hana hér.
Friðrik Friðriksson og Ágústa
Eva Erlendsdóttir fara með hlutverk
bræðranna og standa sig stórkost-
lega vel. Friðrik er eins og skapaður
til að leika fyrir börn. Ég sá hann líka
í hlutverki litla skrímslisins í upp-
setningu Þjóðleikhússins í Kúlunni
síðasta vetur á Stóra skrímslinu og
litla skrímslinu. Þar lék hann einnig
listilega vel. Hann fer með hlutverk
Karíusar og er hvort tveggja tjáning
hans og framburður óaðfinnanlegt í
þessu verki. Raddbeiting Ágústu var
hennar veikasti þáttur en leikur
hennar sem Baktus var annars frá-
bær. Hún stóð sig vel í hlutverki hins
ævintýragjarna og kærulausa Bakt-
usar og gæddi hann séstöku lífi.
Leikmyndin hentar rýminu og
uppsetningunni mjög vel og er vel út-
færð, hún er einföld en hefur allt sem
þarf. Gott þótti mér að hljóðið var
hófstillt og tónlistin vel útsett af með-
limum Pollapönks.
Það er ekkert annað um þessa
uppsetningu Þjóðleikhússins á Kar-
íus og Baktus að segja en að ég og
sonur minn skemmtum okkur kon-
unglega. Þetta er kröftug sýning, vel
útfærð, fjörug og skemmtileg og um
meira er ekki hægt að biðja í leik-
húsi.
Morgunblaðið/Eggert
Karíus og Baktus „Þetta var skemmtileg sýning og Karíus og Baktus voru
bara sætir,“ var dómur 4 ára barns um sýninguna.
Fjörugir og
fyndnir bræður
Barnasýning
Karíus og Baktus bbbbn
Sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu.
Eftir: Thorbjörn Egner. Leikarar: Ágústa
Eva Erlendsdóttir og Friðrik Friðriksson.
Leikstjóri: Selma Björnsdóttir. Leik-
mynd og búningar: Brian Pilkington.
Tónlistarumsjón: Pollapönk. Lýsing: Lár-
us Björnsson. Hljóð: Halldór Snær
Bjarnason.
Frumsýning 5. janúar 2013.
INGVELDUR
GEIRSDÓTTIR
LEIKHÚS
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna
í ár voru tilkynntar í gær og er það
kvikmynd Stevens Spielbergs, Lin-
coln, sem hlýtur flestar, 12 alls, en á
hæla henni kemur kvikmynd Angs
Lees, Life of Pi, með 11. Næstar
hvað fjölda tilnefninga varðar eru
Silver Linings Playbook og Les Mis-
erables með átta hvor en kvikmynd-
in Argo hlaut sjö. Kvikmynd Baltas-
ars Kormáks, Djúpið, komst ekki í
hóp þeirra sem tilnefndar eru sem
besta erlenda kvikmyndin.
Í flokki bestu kvikmyndar eru til-
nefndar Beasts of the Southern
Wild, Zero Dark Thirty, Amour,
Argo, Life of Pi, Les Miserables,
Lincoln, Silver Linings Playbook og
Django Unchained. Fyrir bestu leik-
stjórn eru tilnefndir Michael Han-
eke fyrir Amour, Ang Lee fyrir Life
of Pi, David O. Russell fyrir Silver
Linings Playbook, Steven Spielberg
fyrir Lincoln og Benh Zeitlin fyrir
Beasts of the Southern Wild.
Fyrir bestan leik karls í aðal-
hlutverki eru tilnefndir þeir Bradley
Cooper, Daniel Day-Lewis, Hugh
Jackman, Joaquin Phoenix og Den-
zel Washington. Í kvennaflokki eru
það Jessica Chastain, Jennifer Law-
rence, Emmanuelle Riva, Quvenz-
hané Wallis og Naomi Watts. Fyrir
bestan leik karla í aukahlutverki eru
tilnefndir þeir Alan Arkin, Robert
de Niro, Philip Seymour Hoffman,
Tommy Lee Jones og Christoph
Waltz. Í kvennadeildinni eru það
Amy Adams, Sally Field, Anne
Hathaway, Helen Hunt og Jacki
Weaver.
Amour einnig tilnefnd sem
besta erlenda kvikmyndin
Tvær kvikmyndir frá Norður-
löndum eru í flokki þeirra sem til-
nefndar eru sem besta erlenda kvik-
myndin: Kon-Tiki frá Noregi og En
kongelig affære frá Danmörku en
aðrar tilnefndar eru Amour frá
Austurríki sem einnig er tilnefnd í
flokki bestu kvikmyndar, No frá Síle
og War Witch frá Kanada. Í flokki
teiknimynda eru tilnefndar Brave,
Frankenweenie, ParaNorman,
The Pirates! Band of Misfits / In
an Adventure with Scientists og
Wreck-it Ralph.
Allnokkrar vangaveltur höfðu ver-
ið um það hvort Bond-myndin Sky-
fall yrði tilnefnd en svo fór þó ekki.
Hún fékk engu að síður fimm til-
nefningar, fyrir bestu kvikmynda-
töku, hljóðvinnslu, hljóðblöndun,
tónlist og lag. helgisnaer@mbl.is
Lincoln hlaut flestar til-
nefningar til Óskarsins
Life of Pi fylgir í kjölfarið með 11 tilnefningar
12 Kvikmyndin Lincoln hlaut 12 tilnefningar til Óskarsverðlauna. Daniel
Day-Lewis leikur í henni 16. forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln.
ÍSL.
TEXTI
SÉÐ OG HEYRT/VIKAN
ÍSL.
TEXTI
ÍSL.
TEXTI
-EMPIRE
- V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
ÁST
GLEÐILEG NÝTT BÍÓÁR 2013
THE MASTER KL. 6 - 9 14
HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 4 L
THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 6.40 - 8 - 10 12
THE HOBBIT 3D LÚXUS KL. 4.30 - 8 12
LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 - 10.45 10
GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 4 7 THE MASTER KL. 5.30 - 8 14
THE HOBBIT 3D KL. 5.50 - 9 12
LIFE OF PI 3D KL. 10.30 10
THE MASTER KL. 5.20 14
THE HOBBIT 3D KL. 9 12
LIFE OF PI 3D KL. 6 - 9 10
WOLBERG FJÖLSKYLDAN KL. 6 L / STÓRLAXARNIR KL. 6 L
RYÐ OG BEIN KL. 8 - 10.20 L / ÁST KL. 8 - 10.10 L
3 ÓSKARSTILNEFNINGAR
RYÐ OG BEIN
2 GOLDEN GLOBE
TILNEFNINGAR
JARÐARFÖRIN
HENNAR ÖMMU
5 ÓSKARSTILNEFNINGAR
WOLBERG
FJÖLSKYLDAN
3 ÓSKARSTILNEFNINGAR 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR
OPNUNARMYNDIN
JACK REACHER Sýndkl.5:30-8-10:30
THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.6-10
THE HOBBIT 3D Sýndkl.7
LIFE OF PI 3D Sýndkl.4-10:30
HVÍTI KÓALABJÖRNINN Sýndkl.3:45
NIKO 2 Sýndkl.4
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
“Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.”
-Séð & Heyrt/Vikan
12
12
12
10
7
L
L
FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM ANG LEE
SÝND Í 3D
OG Í 3D(48 ramm
a)
STÓRMYNDIN SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR!
Vinsælasta bíómyndin á íslandi í dag
„Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jólamynd,
falleg og upplífgandi“
-H.S.S., MBL
„Life of Pi er mikil upplifun.
Augnakonfekt með sál““
-T.V., S&H
EMPIRE
The Hollywood Reporter
“Tom Cruise Nails it.”
- The Rolling Stone
“It’s part Jason Bourne,
part Dirty Harry.”
- Total Film
„Life of Pi er töfrum líkust”
- V.J.V., Svarthöfði.is
Ísl tal
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU