Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi sigruðu örugglega í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild í hesta- íþróttum í gær. Þeir félagar unnu nokkuð sannfærandi með ein- kunnina 8,3. Efstu fimm riðu til úr- slita. Annar var Guðmundur Björg- vinsson á Hrímni frá Ósi með ein- kunnina 7,77, fast á hæla þeirra kom Olil Amble og Kraflar frá Ketils- stöðum með 7,74, fjórðu voru Þor- valdur Árni Þorvaldsson og Stjarni frá Stóra-Hofi með einkunnina 7,7 þá varð Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Mið-Fossum með ein- kunnina 7,54. Stigahæsta liðið er lið Top Reiter. Sigurður og Loki unnu gæðingafimi  Topp Reiter stigahæsta liðið Ljósmynd/Óðinn Örn Jóhannesson Sigurvegarar Sigurður Sigurð- arson og Loki í sveiflu. „Við vorum með dagskrá sem var blanda af skemmtidagskrá og fræðslu á milli atriða og svo vorum við með borð á víð og dreif um Kringluna þar sem fólk gat leitað upplýsinga og aðstoðar hjá bæði fagfólki og hjá þeim sem standa fyrir sjúklingasamtökunum Heilaheill, Hjartaheill og Hjartavernd,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, formaður stjórnar GoRed. Samtökin stóðu fyrir konukvöldi GoRed í Kringlunni í gærkvöldi. Átak Go Red nær til 40 landa. „Ástæðan var sú að fólk varð þess áskynja að konur voru mjög lítt meðvitaðar um að þær gætu yfirleitt átt á hættu að fá hjartasjúkdóma og heilablóðföll,“ segir Þórdís Jóna. skulih@mbl.is Konukvöld GoRed fór fram í Kringlunni í gærkvöldi Morgunblaðið/Golli Blanda af skemmtun og fræðslu um hjartasjúkdóma Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að hann hefði trú á því að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefði ætlað sér að nota ungan Íslending, sem hún vildi yfirheyra hér á landi vegna hugsanlegrar árásar á tölvu- kerfi stjórnarráðsins, sem tálbeitu í rannsókn sinni á málefnum upp- ljóstrunarvefsins Wikileaks. Ummælin féllu í umræðu um samstarf og samskipti lögreglu og stjórnvalda hér á landi við FBI sumarið 2011. Málshefjandi var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarandstæðingar sökuðu Ög- mund m.a. um að hafa ógnað sjálf- stæði embætta ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra með afskiptum sínum. Samtöl við ríkissaksóknara Ögmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann byggði þessa skoðun sína á samræðum sem hann átti við þá einstaklinga sem komu til fundar 24. og 25. ágúst 2011. „Þeir voru frá okkar embættum; ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara og einnig var fulltrúi okkar frá ráðuneytinu. Ég átti síðan samtal við ríkissaksókn- ara og ég dró mínar ályktanir af öllum þessum samræðum,“ sagði Ögmundur. Hver átti að fylgja því eftir að FBI-menn færu úr landi eftir að upp komst að þeir hefðu verið að sinna lögreglustörfum sem þú taldir að þeir hefðu ekki heimild til? „Nú er það svo að öllum af er- lendu þjóðerni er heimilt að vera í landinu, jafnvel þótt þeir hafi lög- reglustarf að viðurværi. Spurn- ingin snýst um það eitt – eru menn að sinna lögreglustarfi án heimildar í landinu? Þegar við átt- um okkur á því að svo er þá er samstundis boðað til fundar með ráðuneytisstjórum innanríkis- og utanríkisráðuneytis og í kjölfarið er fulltrúi bandaríska sendiráðsins kallaður í utanríkisráðuneytið og honum gerð grein fyrir stöð- unni; að það sé í okkar óþökk að fulltrúar banda- rísku alríkislög- reglunnar séu að störfum án laga- legra skilyrða. Í kjölfarið eru þeir horfnir af landi brott,“ sagði Ög- mundur og áréttaði að þeim hefði ekki verið vísað úr landi. Hvernig komuð þið þeim skila- boðum til FBI-manna að rétt- arheimildin væri ekki fullnægj- andi? „Því var komið til skila við þá aðila sem eru tengiliðir við Banda- ríkjamenn á sviði lögreglumála, ríkislögreglustjóra, ríkissaksókn- ara og síðan við utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið. Þetta var gert á fundi í hádeginu 25. ágúst. Þá átti ég fund með ráðuneytis- fólki og ríkissaksóknara og síðan áttum við fund með ríkissaksókn- ara og síðar með embætti ríkislög- reglustjóra.“ Hlaut að vera ljóst Þú sem innanríkisráðherra, komst þú því til skila að rétt- arheimildin var ekki fullnægjandi? „Stóra málið var að íslenska lög- regla tæki ekki þátt í aðgerð sem ekki var heimild fyrir. Þetta er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Ögmundur. Hann lítur svo á að það hafi verið hlutverk þeirra aðila sem hann átti fund með að koma því til skila til FBI-mannanna að réttarheimildin væri ekki nægileg. „Eftir að íslenskir lögreglumenn sem voru að ganga til samstarfs við FBI-menn greindu þeim frá því að ekki væri heimild til slíks samstarfs af hálfu innanríkisráðu- neytisins þá hlýtur þeim að hafa verið ljóst hver afstaða íslenskra yfirvalda var,“ segir Ögmundur. En var þeim gert það ljóst með skýrum hætti? „Mér finnst þetta eins skýrt og hægt er að vera. Bandarískum lög- reglumönnum hlýtur að hafa verið það ljóst.“ Ögmundur taldi Íslending- inn tálbeitu FBI  Byggt á samtölum við íslenska embættismenn  Dró sínar ályktanir Ögmundur Jónasson Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra, gang- setti fyrstu tvær vindmyllur Lands- virkjunar í gær við hátíðlega athöfn skammt frá Búrfelli. Það gerði hann með því að hringja í höfuðstöðvar Enercon í Þýskalandi sem framleiðir myllurnar og gaf heimild til að setja þær í gang. Hvínandi rok var á staðnum þegar athöfnin fór fram og samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er vindhraði í 55 metra hæð að jafnaði 10-12 metrar á sekúndu. Vindmyllurnar eru hluti af rann- sóknar- og þróunarverkefni Lands- virkjunar um hagkvæmni vindorku. Á næstu misserum munu rannsóknir snúast um rekstur við séríslenskar aðstæður, þ. á m. áhrif af ísingu, skafrenningi, ösku og sandfoki. Orkuframleiðsla þeirra samsvarar orkuþörf um 1.200 heimila. Fyrstu myllurnar gangsettar Athöfn Bryndís Hlöðversdóttir, Hörður Arnarson, Steingrímur J. Sigfússon og Margrét Arnardóttir. Alþjóðlega matsfyr- irtækið Fitch Rat- ings hefur hækkað lánshæfismat Ís- lands fyrir lang- tímaskuldbindingar í erlendri mynt úr flokknum BBB- í flokkinn BBB. Þá hefur Fitch Ratings staðfest lánshæf- ismatið BBB+ fyrir langtímaskuld- bindingar í innlendri mynt. Í tilkynn- ingu sem Fitch sendi frá sér í gær segir að hækkunin endurspegli þær mikilfenglegu framfarir sem Ísland heldur áfram að sýna fram á í efna- hagsbata sínum í kjölfar hrunsins. Loks hefur matsfyrirtækið staðfest lánshæfismatið F3 fyrir skammtíma- skuldbindingar í erlendri mynt og jafnframt hækkað landseinkunnina í BBB en hún var áður í BBB-. Horfur fyrir lánshæfismat á langtímaskuld- bindingum eru stöðugar. Fitch hækkar lánshæfi Íslands Borgarlögmaður hefur ákveðið að krefja Ólaf F. Magnússon, fyrr- verandi borgar- stjóra, um að endurgreiða styrk sem Ólafur fékk greiddan inn á reikning Borgarmála- félags F-listans árið 2008. Styrkurinn hljóðaði upp á 3,4 milljónir króna. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember á síðasta ári að Reykjavíkurborg hefði átt að greiða féð til Frjáls- lynda flokksins. Flokkurinn hafði áður fengið 2,8 milljónir frá borginni og því hafði borgin tvisvar greitt styrkinn en hefði átt að gera það einu sinni. Borgin sendir bak- reikning á fyrrver- andi borgarstjóra Ólafur F. Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.