Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013
» Venjuleg ársfundarstörf
» Önnur mál
Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á
ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík, 24. janúar 2013
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
verður haldinn mánudaginn 18. mars
kl. 18 á Grand Hótel Reykjavík.
Ársfundur 2013
DAGSKRÁ FUNDARINS
live.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er langtímaverkefni. Mark-
aðssetning á lúxusvöru tekur tíma,
sérstaklega þegar maður hefur ekki
endalausa peninga til að setja í mark-
aðsstarf,“ segir Steinþór Skúlason,
forstjóri SS, um markaðssetningu á
sérunnum lambakjötsafurðum til há-
gæða veitingastaða í Moskvu og ná-
grenni og St. Pétursborgar. SS og
kjötafurðastöð KS taka þátt í einni af
stærstu matvælasýningum Rúss-
lands og héldu áfram markaðsstarfi
sínu. Þar eru einnig fyrirtæki sem
flytja út íslenskar fiskafurðir og
vatn.
Þetta er í þriðja skiptið sem SS og
kjötafurðastöð KS taka þátt í Pro-
dExpo-sýningunni. Unnið hefur ver-
ið að lambakjötssölunni með dreif-
ingarfyrirtækinu Marr og eru
afurðirnar komnar í um þrjátíu veit-
ingastaði í Moskvu. Verkefnið hefur
gengið ágætlega, að sögn Steinþórs,
en hann tekur fram að búast megi við
því að það taki mörg ár að ná veru-
legri sölu. Salan nú hleypur á nokkr-
um tugum tonna á ári en markmiðið
er að auka söluna í 200-300 tonn.
Til mikils er að vinna því fyrir
bestu bita lambsins fæst gott verð á
þessum markaði, þegar þeir hafa
verið unnir samkvæmt óskum kröfu-
harðra viðskiptavina. Steinþór nefnir
að verðið sé sambærilegt og jafnvel
ívið hærra en fæst á innanlands-
markaði hér heima.
Huga að St. Pétursborg
Samhliða er unnið að sölu á ódýr-
ara kjöti, ærkjöti og úrbeinuðu
hrossakjöti. Segir Steinþór að árang-
ur á því sviði skipti einnig máli. Til
dæmis hafi verið unnið að fækkun
hrossa í landinu og hafi Rússlands-
markaður tekið við hluta þeirra af-
urða og greitt fyrir hærra verð en
aðrir markaðir.
Kjötútflutningur til Rússlands hef-
ur margfaldast á milli ára, úr um 200
tonnum 2011 í um 700 tonn í fyrra.
Fulltrúar íslensku fyrirtækjanna
eru í St. Pétursborg í dag til að ræða
við dreifingarfyrirtæki. Tilgang-
urinn er að komast með íslenska
lambið inn á hágæða veitingastaði, á
svipaðan hátt og í Moskvu, og einnig
inn í betri matvöruverslanir. „Ice-
landair er að hefja beint flug til St.
Pétursborgar og opnar það mögu-
leika á að senda þangað ferskar af-
urðir í haust,“ segir Steinþór.
Ráðast inn í keisaradæmið
„Við settumst niður nokkrir
áhugamenn til að reyna að finna
leiðir til að breikka kaupendahópinn
og ákváðum að ráðast inn í sjálft
keisaradæmið,“ segir Einar Garðar
Hjaltason. Hann er að athuga mögu-
leika á sölu grásleppuhrogna til
Rússlands í samvinnu við G. Ingason
sem tekur þátt í ProdExpo. Við
þetta verk nýtur hann stuðnings
Landssambands smábátaeigenda.
Rússland er langstærsti styrju-
hrognaframleiðandi heims og þar er
kavíarinn upprunninn. Einar er ekki
síst að vísa til þess þegar hann ræðir
um keisaradæmið.
Erfiðleikar eru á hefðbundnum
mörkuðum grásleppuhrogna. Einar
Garðar segir að athugun á Rúss-
landsmarkaði sé enn á frumstigi.
Verið sé safna upplýsingum um tolla
og vörugjöld og vinna að lækkun
þeirra. Hann nefnir að há gjöld hafi
verið lögð á söltuð grásleppuhrogn
eins og Íslendingar framleiða en
mun lægri á frosin. Fjölbreytt úrval
hrogna og kavíars er á sýningunni í
Moskvu en Einar segir að menn hafi
tekið kynningu Íslendinga vel.
Bestu bitarnir á borð Rússa
Sérunnið íslenskt lambakjöt er á matseðlum hágæða veitingastaða í Moskvu og fer væntanlega
einnig til St. Pétursborgar Grásleppuhrognaframleiðendur ráðast inn í „keisaradæmi“ kavíarsins
Kynning Guðmundur Ingason kynnti íslenskar sjávarafurðir á sýningunni í Moskvu, meðal annars niðursoðna lifur.
Á hans bási var einnig verið að kynna íslensk grásleppuhrogn og var þeim að sögn ekki illa tekið.
Kjötsalar Fulltrúar SS og KS með íslenska sendiherranum, fv. Erlendur Á.
Garðarsson, Steinþór Skúlason, Ágúst Andrésson og Albert Jónsson.
„Við erum að ljúka ákveðnum kafla,
verkefni sem verið hefur í vinnslu í
tæplega fjögur ár og við köllum
hrunrannsóknir,“ sagði Unnur
Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármála-
eftirlitisins, á fundi með fjölmiðlum í
gær. Þar sagði hún sérverkefni
FME tengt föllnum fjármálastofn-
unum lokið. „Það var að skoða kerf-
isbundið hvort það hefði verið hluti
af orsökum kerfisáfallsins, hrunsins,
sem við urðum fyrir að það hefði ver-
ið brotið [gegn lögum] með refsi-
verðum hætti í starfsemi þeirra.“
Þegar mest var störfuðu fimmtán
manns að þessu verkefni í tveimur
teymum. Í heildina voru 205 mál til
rannsóknar en upphaf þeirra mátti
rekja til skýrslu endurskoðendafyr-
irtækis um föllnu fjármálastofnan-
irnar sem FME kallaði eftir, rann-
sóknarskýrslu Alþingis og
ábendinga frá einstaklingum, sér-
stökum saksóknara og Kauphöllinni.
Þá var einnig um frumkvæðisvinnu
FME að ræða.
Af þeim 205 málum sem voru til
rannsóknar var rúmlega helmingur,
eða 103 mál, send lögreglu, fjórum
málum lauk með stjórnvaldssekt og
98 málum var lokið án frekari að-
gerða.
Fjöldi meintra brota er töluvert
meiri en þeirra mála sem send voru
lögreglu og helgast af því að nánast
undantekning var að eitt mál jafn-
gilti einu broti. Flest brotin varða
umboðssvik, innherjaviðskipti og
markaðsmisnotkun.
Ekki var gefið upp hversu margir
einstaklingar koma við sögu í mál-
unum 205 eða hvernig þau skiptast
niður á fjármálastofnanir.
Þá var boðuð svonefnd lærdóms-
skýrsla um verkefni Fjármálaeftir-
litsins sem hugsanlega verður þýdd
á erlend tungumál og kynnt eftirlits-
stofnunum í nágrannaríkjunum.
andri@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Forstjóri Unnur Gunnarsdóttir
kynnti málið fjölmiðlum í gær.
Meira en hundrað
brot til lögreglu
Kafla lokið hjá Fjármálaeftirlitinu
„Við höfum notið góðs liðsinnis
sendiráðs Íslands í Moskvu, Al-
berts Jónssonar og hans sam-
starfsfólks. Hann hefur meðal
annars aðstoðað okkur með því
að hafa boð í sendiráðinu fyrir
lykil viðskiptavini og líklega við-
skiptavini. Það hefur mikla þýð-
ingu fyrir okkur,“ segir Steinþór
Skúlason.
Auk Sláturfélags Suðurlands
og kjötafurðastöðvar Kaup-
félags Skagfirðinga voru fisk-
útflytjandinn G. Ingason og
vatnsframleiðandinn Icelandic
Glacial á sameiginlega íslenska
kynningarbásnum á ProdExpo.
G. Ingason kynnir meðal annars
niðursoðna lifur og humar.
Matvælasýningin ProdExpo
er nú haldin í tuttugasta sinn. Á
síðasta ári voru tæplega 2.200
sýnendur, þar af nærri 800 er-
lendir. Sýninguna sóttu um 95
þúsund gestir.
Sendiráðið
aðstoðar
KYNNING Á PRODEXPO