Morgunblaðið - 15.02.2013, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013
NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
13
-0
19
8
Kia cee’d EX 1,6
Árg. 2008, ekinn 113 þús. km,
bensín, 125 hö., sjálfsk.
Verð 2.090.000 kr.
Tilboðsverð 1.890.000 kr.
Kia Rio EX 1,4
Árg. 2012, ekinn 14 þús. km,
dísil, 90 hö., 6 gírar, eyðsla:
3,8 l/100 km*.
Verð 2.890.000 kr.
Kia Sportage EX 4wd
Árg. 2012, ekinn 28 þús. km,
dísil, 136 hö., sjálfsk., eyðsla
5,7 l/100km*.
Verð 5.690.000 kr.
Kia Sorento EX classic 2,2
Árg. 2012, ekinn 2 þús. km,
7 manna, 18” felgur, dísil, sjálfsk.,
198 hö., eyðsla: 6,7 l/100km*.
Verð 7.490.000 kr.
Kia cee’d ex 1,6
Árg. 2012, ekinn 2 þús. km,
dísel, 116 hö., sjálfsk., eyðsla:
5,6 l/100km*.
Verð 3.790.000 kr.
Opið virka daga kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
Kia Sportage EX 4wd
Árg. 2011, ekinn 36 þús. km,
136 hö dísil, 6 gírar, eyðsla
5,7 l/100km*.
Verð 4.990.000 kr.
Kia Sorento EX 4wd 3,5
Árg. 2006, ekinn 77 þús. km,
bensín, 195 hö., sjálfsk.
Verð 2.390.000 kr.
Tilboðsverð 1.790.000 kr.
Frábær fjármögnun í boði
* Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.
KIA GÆÐABÍLAR Á
GÓÐU VERÐI
5 ár
eftir af
ábyrgð
2 ár
eftir af
ábyrgð
6 ár
eftir af
ábyrgð 6 áreftir afábyrgð 6 ár
eftir af
ábyrgð
Greiðsla á mánuði
17.777 kr.
M.v. 50% innborgun og 6 ára óverðtryggt
lán á 9,4% vöxtum. Árleg hlutfallstala
kostnaðar: 10,85%.
6 ár
eftir af
ábyrgð
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Verði að veruleika hugsanleg kaup
hóps fjárfesta á hlut kröfuhafa í ann-
aðhvort Arion eða Íslandsbanka, yrði
það stærsta einstaka fjárfesting
Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) frá
stofnun hans. Fram kom í Morgun-
blaðinu í gær að gert er ráð fyrir því
að FSÍ verði stærsti einstaki fjárfest-
irinn, með um þriðjungshlut.
Skv. yfirliti FSÍ hefur hann alls
fjárfest í átta fyrirtækjum fyrir um 32
milljarða kr. Hægt er að verðmeta
t.d. 95% eignarhlut kröfuhafa í Ís-
landsbanka á 133 milljarða miðað við
bókfært eigið fé bankans í dag. Ef
fjárfestahópurinn nær fram 40% af-
slætti á þeim gjaldeyri sem rætt er
um að greiða fyrir hlut í bankanum,
má ætla að þriðjungshlutur FSÍ geti
numið um 25 milljörðum kr.
16 lífeyrissjóðir stóðu að stofnun
Framtakssjóðs árið 2009. Síðar bætt-
ust Landsbankinn og VÍS í hóp eig-
enda en stofnendur sjóðsins ráða yfir
um 64% af heildareignum lífeyris-
sjóða á Íslandi.
Hvort sem um mjög álitlegan fjár-
festingarkost er að ræða eða ekki eru
forystumenn innan stéttarfélaga sem
eiga fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða
tvístígandi yfir þessum fréttum af
mögulegum kaupum lífeyrissjóða í
bönkunum, sem eru auk þess óskráð
félög, minnugir afleiðinga fjármála-
hrunsins, sem lék íslenska lífeyris-
sjóði grátt.
Úttektarnefnd lífeyrissjóðanna
sem skilaði í fyrra viðamiklum
skýrslum um fjárfestingar lífeyris-
sjóðanna í aðdraganda hrunsins og af-
leiðingar þess, komst að þeirri niður-
stöðu að heildartap lífeyrissjóðanna á
árunum 2008-2010 hefði numið tæp-
um 480 milljörðum króna. Lífeyris-
sjóðirnir töpuðu tæplega 199 milljörð-
um kr. af innlendri hlutabréfaeign
þeirra í hruninu skv. úttekt nefndar-
innar. Um 90% af þessu tapi sjóðanna
eða um 178 milljarðar kr. voru vegna
hlutabréfa í sex hlutafélögum. Þar af
voru fjögur fjármálafyrirtæki, Kaup-
þing, Landsbankinn, Glitnir og
Straumur-Burðarás, en tap í þessum
fyrirtækjum var um 128 milljarðar.
Þó að lífeyrissjóðir standi að
stærstum hluta að FSÍ hefur Fjár-
málaeftirlitið sett ströng skilyrði um
aðskilnað á milli ákvarðana FSÍ og
sjóðanna. Þannig má ekki bera ein-
stakar fjárfestingarákvarðanir FSÍ
undir stjórnir lífeyrissjóða.
Fjárfesta og endurskipuleggja
og fara svo út úr félögunum
„Ég frétti af þessu í fjölmiðlum,“
segir Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar en hann er
stjórnarformaður Sameinaða lífeyris-
sjóðsins. „Ég þekki ekki þetta mál,
það hefur ekkert komið inn á borð til
okkar,“ segir hann.
,,Hlutverk Framtakssjóðsins er
fyrst og fremst að fara inn í fyrirtæki,
fjárfesta í þeim, fara í gegnum end-
urskipulagningu þeirra og fara svo út
úr þeim aftur,“ segir Þorbjörn og
bætir við að í þessu tilviki myndi FSÍ
því væntanlega fara út úr fyrirtækinu
fljótlega aftur. ,,Það er meginreglan
og henni hefur ekkert verið breytt
hvað það varðar.“
Þorbjörn segir að engin umræða
um hugsanlega þátttöku FSÍ í kaup-
um á Íslandsbanka eða Kaupþingi
hafi átt sér stað hjá Sameinaða lífeyr-
issjóðnum. Framtakssjóðurinn starfi
sjálfstætt og fari ekki eftir neinu sér-
stöku áliti lífeyrissjóðanna á ein-
stökum fjárfestingum. FSÍ beri alfar-
ið ábyrgð á einstökum fjárfestingum
sjóðsins. Hann leggur þó áherslu á að
FSÍ ræðst ekki í einstakar fjárfest-
ingar sem langtímafjárfestir heldur
eingöngu til að taka þátt í endur-
skipulagningu félaga sem hann kaupi
í og dragi sig svo út úr því síðar eins
og áður segir.
Þorbjörn segir mjög strangar regl-
ur um aðskilnað á milli FSÍ og lífeyr-
issjóðanna og allt samráð varðandi
einstakar fjárfestingar sé bannað.
„Þess vegna má Framtakssjóðurinn
ekki varpa spurningum inn til sjóðs-
stjórna um þau verkefni sem hann er
að vinna að,“ segir hann. ,,Ég er hins
vegar alveg sannfærður um að ef
menn stíga þessi skref, þá munu
menn fara í gegnum þá ferla sem
menn lentu í í hruninu og munu
örugglega draga af því lærdóm.“
Sigurður Bessason, formaður Efl-
ingar stéttarfélags, er stjórnarmaður
í Landssamtökum lífeyrissjóða. Sig-
urður segist líkt og Þorbjörn ein-
göngu hafa heyrt fréttir á síðustu
dögum af hugsanlegum bankakaup-
um FSÍ.
,,Ég væri töluvert hikandi og held
að menn yrðu að skoða svona hluti
mjög vel ofan í kjölinn áður en
ákvarðanir yrðu teknar,“ segir Sig-
urður og vísar til reynslunnar af hruni
bankakerfisins, sem hafi ekki reynst
vera sú örugga og góða fjárfesting
sem haldið var fram á þeim tíma þeg-
ar bankarnir voru seldir.
,,Ég hvet menn til að fara varlega
og gaumgæfa þessa hluti mjög vel áð-
ur en teknar yrðu slíkar ákvarðanir.“
„Hvet menn til að fara varlega“
Fjárfestingarákvarðanir FSÍ ekki
bornar undir stjórnir lífeyrissjóðanna
Morgunblaðið/Kristinn
Úttekt Frá því að skýrslan um lífeyrissjóðina og afleiðingar hrunsins var
birt hafa þeir unnið að endurbótum og sett stífari reglur um fjárfestingar.
479.685
Heildartap lífeyrissjóða í milljónum
á árunum 2008-2010
skv. úttekt.
198.764
Tap sjóðanna af innlendum hlutabréf-
um eftir hrunið í milljónum.
127.788
Tap í milljónum vegna Kaupþings,
Landsbanka, Glitnis og Straums-
Burðaráss.
100.111
Tap sjóðanna í milljónum vegna
skuldabréfa banka og sparisjóða.
46.656
Tap sjóðanna í milljónum af inn-
lendum hlutabréfa- og
verðbréfasjóðum.
‹ TAP LÍFEYRISSJÓÐA ›
»