Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 23

Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Lesið Þessi unga kona notaði tækifærið í fallega veðrinu í gær og tyllti sér niður við Ráðhús Reykjavíkur þar sem hún naut þess að blaða í bók í rólegheitunum áður hún hélt sína leið. Ómar Nú liggur fyrir bráða- birgðaálit Feneyjanefnd- arinnar á stjórnarskrár- frumvarpinu. Þar er að finna fjöldamargar at- hugasemdir og ábend- ingar, sem nauðsynlegt er að fara yfir og hafa til hliðsjónar. Skýrsla nefndarinnar er rúmlega 30 blaðsíður, í 189 liðum og snertir afar mörg ákvæði frumvarpsins. Flestar þess- ara athugasemda eru mjög í sömu átt og áður hafa komið fram í umræðum um málið og eru allar þess virði að vera teknar til vandlegrar athugunar og umræðu, þótt ekki taki sá sem þetta ritar undir alveg öll þau sjón- armið, sem fram koma í álitinu. Sama á við um álit og umsagnir fjölmargra íslenskra sérfræðinga og fræðimanna, ekki síst á sviði lögfræði og stjórnmálafræði. Í þeim gögnum er víða að finna harða gagnrýni á ákveðna þætti frumvarpsins, en því til viðbótar er velt upp mörgum vafa- atriðum varðandi framsetningu og túlkun einstakra ákvæða. Auk þess er að finna ótal ábendingar um óskýra hugtakanotkun og óljósar skýringar í greinargerð. Umsagnir einstakra nefnda þingsins – sumar vel unnar en aðrar ekki – end- urspegla einnig hve mörg álitaefni eru óútkljáð í málinu, lítið rædd eða einfaldlega ófrágengin. Það er rétt, sem fram hefur komið frá formanni stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar, að margar af þessum athugasemdum og ábendingum, m.a. frá Feneyjanefndinni, hafa komið fram áður, sumar aftur og aftur. Það er hins vegar rangt, sem haldið hefur verið fram, að búið sé að bregðast við flestum þeirra í breytingartillögum og nefndaráliti meirihlutans í nefnd- inni, sem fram komu áður en 2. um- ræða um frumvarpið hófst. Sannleik- urinn er sá að einungis er búið að bregðast við litlum hluta at- hugasemdanna og í sumum tilvikum er „lausnin“ fólgin í því að færa orða- lag einstakra ákvæða aftur til upp- runalegra tillagna stjórnlagaráðs, sem einnig hafa sætt mikilli gagnrýni. Raunin er sú að miðað við stöðu málsins í dag standa flestar athugasemdir og gagnrýnispunktar, sem fyrir liggja í málinu, meira og minna óhagg- aðir. Þegar þetta er ritað er alls ekki ljóst hvort og að hvaða leyti meirihlutinn hyggst bregðast við öll- um þessum at- hugasemdum, bæði frá Feneyja- nefndinni og öðrum. Í ljósi reynslunnar er full ástæða til að hafa áhyggjur af því að þær verði að mestu leyti sniðgengnar. Önnur umræða um frumvarpið hefur nú staðið yfir í þinginu um skeið, í frekar stuttum áföngum með löngum hléum inni á milli. Ekkert bendir til annars en að vilji rík- isstjórnarflokkanna og Hreyfing- arinnar sé enn sá að ljúka málinu fyr- ir þinglok í vor. Síðustu daga hafa þannig verið endurteknar yfirlýs- ingar um að auðvitað verði málið í heild klárað á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs – annað sé ekki í boði. Áherslur virðast að sönnu vera eitt- hvað mismunandi innan stjórn- arflokkanna, en á meðan enginn tek- ur af skarið um annað er áfram farið eftir þessari fyrirframgefnu línu. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú að ráðandi öfl innan stjórn- arflokkanna neiti enn að horfast í augu við þá staðreynd að málið er í fullkomnum ógöngum – að stjórn- armeirihlutinn hefur ekið farartæk- inu út í skurð og finnur enga leið til að komast upp úr honum. Eftir Birgi Ármannsson »Ráðandi öfl innan stjórnarflokkanna neita enn að horfast í augu við þá staðreynd að málið er í fullkomn- um ógöngum. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Verður álit Feneyja- nefndar sniðgengið? Á þeim mikla morgni þegar Ísland vann sigur fyrir EFTA-dómstólnum þá var mikil spenna bæði í ESB og á Íslandi hver niðurstaðan yrði. Ég vaknaði við að gsm-sími minn fékk skilaboð snemma að morgni mánudagsins 28 janúar sl. Ég nudd- aði stírurnar úr augunum, voru það ekki skilaboð frá vini mínum utanríkisráðherra Íslands Össuri Skarphéðinssyni, svohljóðandi: „Mig dreymdi að ég fengi hvítt folald að gjöf. Er það ekki fyrir sigri?“ spurði hann. Ég beið átekta með að svara. Sigur okkar fyrir EFTA-dómstólnum í Icesave var kynntur um klukkan hálfell- efu. Minn maður utanríkisráðherr- ann Össur Skarphéðinsson tók að baða sig í sviðsljósinu og sig- urvímunni, sannur tilfinn- ingamaður. Og heilög Jóhanna dansaði og ljómaði eins og sólin, aldrei séð hana svona glaða þrátt fyrir allt. Allt tal Össurar gekk síðan út á það að hrósa lögfræð- ingnum breska sem fór með málið fyrir okkar hönd, Tim Ward, og samningateyminu en ekkert minntist hann á málstaðinn góða, sem við framsóknarmenn höfðum fulla trú á. Breytum hvítu folaldi í gæðing Ég sendi þá skilaboð á hinn glaða utanríkisráðherra sem hljóð- uðu svo. „Þú fékkst vitrun í draumi um að við myndum sigra í Icesave. Þrátt fyrir það ertu búinn að verða þér til skammar í morg- un. Þú hrósar bara lögfræðingnum en minnist ekkert á hinn góða málstað. Þarna er þér rétt lýst, þú og ráðherrarnir í ríkisstjórninni vilduð tapa málinu til að geta skammað forsetann, Framsókn- arflokkinn og þjóðina áfram. Skammastu þín nú, þú skalt hefja gagnsókn og krefjast skaðabóta fremur hversu erfið þessi milli- ríkjadeila var og þær séu alltaf erfiðar. Hvað hræðast menn nú? Því spyr ég lögin stóðu með okkur, við unnum málið en töp- uðum miklu og höfum vegna þessa erfiða máls verið hornreka í sam- starfi vestrænna þjóða í fjögur löng ár. Á ný erum við virt þjóð sem almenningur talar um að hafi þorað að berjast gegn því að einkabankar sendu reikninginn á hinn almenna mann þegar illa gengi en hirtu sjálfir gróða góðu áranna. Hvað stendur í vegi þess að fara fram á skaðabætur í ljósi dómsins og sögunnar? Ganga á fund forsætisráðherra Bretlands, framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins? Þora Össur og félagar ekki í þessa för, hvað hræðast menn nú með málstaðinn á hreinu? Sá sem þorði að verja okkur erlendis, forseti Íslands, er með pálmann í höndunum, kjark- maður Ólafur Ragnar Grímsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var ennfremur staðfastur málsvari réttlætisins með flokk sinn með sér í baráttunni. Það á að skipa hóp færustu manna til að meta þjóðarskaðann sem hlaust af gjörðum ESB, AGS og þjóða sem misfóru með rétt Íslands og töldu okkur brotlega þjóð og sækja mál- ið til skaðabóta með fullum rök- um. vegna hryðjuverka- laga flokksbróður þíns Gordons Brown og Bretanna. Ennfremur á hendur ESB, þeir misfóru með okkur í þessu máli og af því hlaust mikill skaði. Gerirðu þetta breyt- um við hestamenn þessu litla hvíta fol- aldi í hvítan gæðing.“ Þetta er hér rifjað upp í tvennum til- gangi, það er mark að draumum og þarna var Össur ber- dreyminn og réði drauminn rétt svona eins og Gissur Þorvaldsson frændi minn réði sinn draum rétt, þann sem hann dreymdi nóttina fyrir Örlygsstaða-bardaga og þótti honum betur dreymt en ódreymt. Við eigum að fara fram á skaðabætur Í ágætri grein á Pressunni skrifar Jón Sigurðsson, fyrrver- andi. formaður Framsóknarflokks- ins og fyrrverandi viðskiptaráð- herra, ágæta grein um Icesave-dóminn. Þar segir hann að stjórnvöldum beri að leggja fram kæru á hendur Bretum sem mis- fóru með okkur í málinu. Þannig tillögu hafa framsóknarmenn lagt fram á Alþingi. Spurningin er nú sú á krafan um skaðabætur ekki að vera víðtækari? Jón rekur síð- an mjög skýrt hinn fjárhagslega skaða. Hann dregur fram réttmæt atriði hvernig við vorum leiknir í málinu, sem stóðst svo dóminn og okkar sigur er algjörlega á hreinu og einstakur. Jón segir: ,,Málið hefur þegar kostað okkur háar fjárhæðir. Töf varð á samstarfi AGS. Töf varð á aðstoð hinna landanna á Norð- urlöndum. Margskonar fyrirhöfn og kostnaður varð af fyrir stofn- anir, t.d. Seðlabanka. Alls kyns tafir, misskilningur og truflanir komu upp. Mikill sérstakur kostn- aður féll til í viðskiptum íslenskra fyrirtækja, greiðslukjör, vextir, tryggingar, staðgreiðsluvandi, tregða, millifærslur, gjaldeyr- iskostnaður o.fl.“ Jón rekur enn- Eftir Guðna Ágústsson » Á ný erum við virt þjóð sem almenn- ingur talar um að hafi þorað að berjast gegn því að einkabankar sendu reikninginn á hinn almenna mann þegar illa gengi en hirtu sjálfir gróða góðu áranna. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. Berdreyminn er Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.