Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 myndarlegt hús í Hnífsdal á fyrstu árum hjúskapar og þangað var gott að koma í heimsókn, hvort sem var að sumri, vetri eða hausti. Við bróðurbörn hennar minnumst þeirra heimsókna með mikilli gleði. Þar dvöldum við og fengum atvinnu í Hraðfrystihús- inu í Hnífsdal sem nú heitir Hrað- frystihúsið Gunnvör og mun að stofni til vera meðal elstu frysti- húsa landsins. Þaðan fór maður „vel fjáður“ eftir sumarstarfið. Á heimili þeirra Víu og Jóa leið okk- ur vel við besta atlæti enda ekki gert upp á milli okkar og barna þeirra sem sum voru á líkum aldri. Ekki má gleyma hinni svo- kölluðu „skíðaviku“ sem við fjöl- skyldan sóttum um árabil, eða þar til um þrengdist er börn þeirra og makar fóru að mæta til leiks. Við yngri systkinin dvöldum ófá haustin hjá Ólafíu og Jóakim. Alltaf var farið til berja, Ólafía ætíð kát og hláturmild. Endalaus þolinmæði var hjá henni við að hreinsa berin, sulta, safta og frysta. Það voru stolt systkini sem héldu suður með aðalbláberin sín. Í huganum var alltaf gott veður í Hnífsdal og minningarnar þaðan ljúfar. Vegna veikinda Jóakims fluttu þau hjónin suður til Reykjavíkur og bjuggu sér fallegt heimili í Hæðargarði 29. Eftir lát Jóakims veiktist Ólafía einnig af krabba- meini sem henni tókst að yfir- stíga. Þar hlýtur að hafa hjálpað henni einstök skapgerð. Hún var hæversk en hafði sínar leiðir til að fá sínu framgengt. Lundin var létt og hugurinn æðrulaus. Við kveðjum Ólafíu með hlýju og söknuði, blessuð sé minning hennar. Þorvarður, Sigurður Ottó, Ingunn, Auður og fjölskyldur. Við minnumst Ólafíu móður- systur okkar með söknuði og mik- illi hlýju. Ólafía var hæglát, orð- vör og hallmælti aldrei öðru fólki. Hún sýndi okkur systkinum alltaf einskæran velvilja og vildi allt fyrir okkur gera og breyttist það ekkert þótt heilsa hennar og geta væri farin að gefa eftir hin seinni ár. Ólafíu var mjög annt um sitt fólk og við vorum ævinlega hluti af því, enda samgangurinn mikill og samskiptin eins og við værum bara öll ein fjölskylda. Við eigum henni því mikið að þakka. Þegar við vorum yngri lá leið fjölskyld- unnar oft vestur á firði og þá var yfirleitt gist hjá Ólafíu og Jóakim á Bakkavegi 6 í Hnífsdal. Þar vor- um við alltaf velkomin og alltaf nóg pláss þótt margir væru á ferð. Margs er að minnast frá þeim ár- um. Það var því mjög gleðilegt, þegar Ólafía og Jóakim höfðu flutt suður, að móðir okkar skyldi síðan flytja í næsta hús við þau í Hæðargarði. Þær systur endur- nýjuðu því yndislegt systrasam- band sitt á efri árum og voru mjög nánar og gerðu flest saman, sem hægt var. Þar á meðal voru ferða- lög, bæði innanlands og utan, og ýmis ævintýri, sem þær lentu saman í og þótti gaman að segja frá. Andlát Ólafíu verður því mikil breyting fyrir móður okkar, sem saknar nú ekki bara sinnar góðu systur, heldur ekki síður síns nán- asta vinar og félaga í blíðu og stríðu. Okkur systkinum þótti ein- staklega vænt um hvað hún var alltaf viljug og dugleg að taka þátt í öllu okkar lífi, bæði stórum og smáum atburðum, allt frá pítsu- veislum, barnaafmælum og stærri stundum. Að leiðarlokum kveðjum við því yndislega mann- eskju, sem okkur þótti afar vænt um og við vitum að þótti líka mjög vænt um okkur. Við vottum fjölskyldu Ólafíu okkar innilegustu samúð og biðj- um guð að blessa minningu henn- ar. Þorgerður, Grétar og Bryndís. ✝ Kristín Guð-björnsdóttir fæddist á Rauðsgili í Hálsasveit 28.3. 1929. Hún lést 5. febr. síðastliðinn. Hún var dóttir Steinunnar Þor- steinsdóttur frá Húsafelli, f. 23.6. 1887, d. 7.2. 1973 og Guðbjörns Odds- sonar frá Gull- beraseli, f. 8.10. 1880, d. 28.4. 1959. Systkini Kristínar eru: 1) Þorsteinn, f. 6.4.1919, d. 25.10. 1999. 2) Ástríður, f. 26.9. 1920, d. 3.5. 2012. 3) Steinunn, f. 12.11. 1921. 4) Oddur, f. 20.12. 1922, d. 1.12. 1990. 5) Tryggvi, f. 18.11. 1925. 6) Ingibjörg, f. 14.4. 1931. Kristín giftist Sigurgeiri Sig- urdórssyni 28.12. 1963, f. 18.12. 1915, syni Þuríðar Gísladóttur frá Arakoti á Skeiðum, f. 9.11.1883, d. 17.10. 1958 og Sig- urdórs Stefánssonar, bónda í Götu Hrunamannahreppi, f. 11.2. 1891, d. 22.7. 1970. Börn Sigurgeirs og Kristínar eru: 1) Sigrún, f. 6.11. 1953, gift Jóni G. Sigurðssyni. Synir þeirra eru: a) Sigurgeir, f. 19.4. 1983, í sambúð með Önnu Sólmundsdóttur. b) Gunnar Steinn, f. 4.5. 1987, í sambúð með Elísabetu Gunn- arsdóttur og eiga þau dótturina Ölbu Mist, f. 2009. Frá fyrra 5) Svanhvít, f. 15.7. 1959, dætur hennar eru: a) Rósalind Hansen, f. 12.5. 1978, í sambúð með Sveinbirni Sigurbjörnssyni, dótt- ir þeirra er Natalía Mist, f. 2012. Sonur Rósalindar frá fyrra sam- bandi er Victor Már Sveinsson, f. 2001, b) Júlía Kristín Krist- insson, f. 19.12. 1999. 6) Kristín, f. 12.7. 1960, í sambúð með Sig- fúsi A. Gunnarssyni, dóttir þeirra er a) Karen, f. 2.8. 1990, frá fyrra hjónabandi á Kristín b) Írisi Lindu Árnadóttur, f. 28.5. 1982, í sambúð með Júlíusi Sam- úelssyni, sonur þeirra er Baldur Ásgeir, f. 2012. 7) Kristinn, f. 26.3. 1962, kvæntur Sigfríði R. Bragadóttur, synir þeirra eru: a) Róbert Logi, f. 17.11. 1995. b) Daníel Orri, f. 1.10. 2002. Frá fyrra hjónabandi á Kristinn c) Hauk Sigurjón, f. 20.1. 1988 og d) Tinnu Björk, f. 19.1. 1990, gift Antoni Kolbeinssyni, dóttir þeirra er Helena Ósk, f. 2012. 8) Guðmundur, f. 30.4. 1963. Kristín ólst upp á Rauðsgili og var þar til tvítugs, fluttist þá til Reykjavíkur þar sem hún kynnt- ist manni sínum. Þau hjónin bjuggu alla tíð á Hrísateigi 14. Kristín vann á nokkrum stöðum áður en börnin fæddust, t.d. í fiski og á saumastofu. Eftir að yngsta barnið var orðið stálpað fór hún aftur út á vinnumark- aðinn. Hún hafði mikinn áhuga á hestum og garðrækt. Lestur bóka var henni hugleikinn og las hún allt frá uppskriftabókum til heimspeki. Útför Kristínar fer fram frá Laugarneskirkju í dag, föstu- daginn 15. feb. 2013 kl. 15. sambandi á Sigrún c) Öldu Kristínu Sigurðardóttur, f. 5.4. 1974, gift Arnari Unnarssyni, dóttir þeirra er Ísa- bella Lív, f. 2004. Frá fyrra sambandi á Alda dótturina Elmu Rebekku Högnadóttur, f. 1997. 2) Sólveig, f. 20.11. 1954, gift Helga Þ. Jónssyni. Börn þeirra eru: a) Ágústa, f. 22.12. 1984. b) Sæmundur Þór, f. 6.10. 1986. Frá fyrra hjónabandi á Sólveig c) Sæmund Einar Þórarinsson, f. 11.1. 1971, d. 21.5. 1983 og d) Brynju Berndsen Bjarkadóttur, f. 26.11. 1972, í sambúð með Kristni Sævaldssyni, dóttir þeirra er Tinna Kristín, f. 2007. Frá fyrra sambandi á Brynja soninn Dag Leó Hjartarson, f. 1998. 3) Þuríður Erla, f. 16.2. 1956, gift Ágústi Eiríkssyni, son- ur þeirra er a) Hjalti Geir f. 25.1. 1993. Frá fyrra hjónabandi á Erla b) Hákon Steinsson, f. 18.5. 1982, í sambúð með Klöru Sveinsdóttur, dóttir þeirra er Hildur Erla f. 2010. 4) Ingunn, f. 25.12. 1957, dóttir hennar er Sonja Björk Blomsterberg, f. 11.4. 1973 í sambúð með Jóni Péturssyni. Dóttir Sonju er Ing- unn Rut Blomsterberg, f. 1992. Móðir mín, Kristín, fæddist og ólst upp á Rauðsgili í Hálsasveit í sex systkina hópi. Foreldrar hennar Steinunn og Guðbjörn voru með búskap sem krafðist vinnufúsra handa þeirra systkina, eins og tíðkaðist í þá daga fyrir tækninýjungarnar. Allt hey var flutt í hlöður á hestum og kýrnar handmjólkaðar, móðir mín byrjaði að mjólka kýrnar um tíu ára aldur eins og systkini hennar. Fyrstu tíu árin bjó hún í torfbæ, þar til stein- húsið var tilbúið 1939. Börnin voru í farandskóla frá tíu ára aldri að fermingu, einn mánuð í einu á bæjunum í sveitinni. Hún og yngri systir hennar gengu báðar leiðir að Úlfsstöðum og til baka sam- dægurs. Fóru yfir Reykjadalsána ef lítið var í henni og þegar hún var ísilögð. Á þeim bæjum sem voru lengst frá heimilinu, gistu börnin þar þann mánuðinn. Eftir barnaskólann tók við tveggja ára nám við Reykholtsskóla. Um tví- tugt fór hún í vist til Reykjavíkur, vann einnig í fiski um tíma og á saumastofu í eitt ár. Þar kynntist hún föður mínum og fljótlega tók við húsmóðurhlutverkið. Mamma kunni vel til verka í saumum og hannyrðum, sem hún miðlaði til okkar snemma. Móðir hennar, sem var hennar kennari í þeim efnum, lét hana miskunnar- laust rekja upp ef einhverjir hnökrar voru á vinnunni. Mamma vann ávallt hægt en mjög skipu- lega og fötin sem hún saumaði á okkur systurnar jöfnuðust full- komlega á við þau sem voru keypt úr búð. Í bernskunni var hún mín helsta fyrirmynd, þolinmóðari en flestir ef ekki allir sem ég hef kynnst og þá sjaldan hún skipti skapi varði það mjög stutt. Hún fæddi átta börn í þennan heim á tíu árum. Það hefði verið flestum konum ofviða það álag sem var lagt á hana, en hún var líkamlega sterk og hafði einnig þennan innri styrk sem þurfti til að takast á við þann hávaða og eril sem tilheyrði stórum barnahópi. Hún var heimavinnandi fyrstu tuttugu árin og var sívinnandi, við stórþvotta, bakstur og saumaskap. Hún rækt- aði garðinn bakvið húsið, þar spratt upp með tímanum hinn feg- ursti skrúðgarður. Allt blómstraði í höndunum á henni og það kom fyrir að fólk utan af götunni dáðist að dýrðinni og bað um afleggjara. Fjölskyldan fór í útilegu á sumrin, allur hópurinn. En ekki var ekið langt í burtu, oftast til Þingvalla en stundum enn styttra. Það var tjaldað og ekki hreyft við bílnum aftur fyrr en á sunnudegi og við komum endurnærð heim, nutum öll verunnar úti í nátt- úrunni. Móðir mín fór að vinna úti þegar yngstu systkinin voru kom- in um fermingu. Þá jókst frítíminn einnig hjá henni og aðaláhugamál- ið, hestamennskan, tók við. Hún fékk sér hest og leigði pláss fyrir hann í Mosfellsbænum. Hún hafði mjög gaman af frásögnum tengd- um hestum við vini og ættingja sem komu oft í heimsókn. Alltaf bauð hún upp á tertur sem hún bakaði sjálf lengst framan af. Varla leið heldur sá dagur að ekki kæmi einhver í heimsókn og það verður án efa erfitt fyrir mig og alla í stórfjölskyldunni að venjast því að koma ekki lengur við hjá henni mömmu á Hrísateignum eða ömmu á Hrísó eins og barna- börnin kölluðu hana. Bless, mamma mín, og takk fyrir allt. Sólveig. Kristín móðir mín ólst upp á Rauðsgili í Hálsasveit Borgarfirði. Hún lauk skyldunámi og fór síðan tvo vetur í framhaldsnám í Reyk- holti. Eftir það var hún heima í tvö ár og vann við útistörf heima og á öðrum bæjum í sveitinni. Haustið 1950, þá 21 árs, fór hún til Reykja- víkur að vinna í fiski, með Dísu vinkonu sinni frá Norður-Reykj- um. Eftir þetta bjó hún að mestu í Reykjavík og vann t.d. á sauma- stofu í eitt ár, þar sem hún lærði að sníða og sauma. Í Reykjavík kynnist hún föður mínum og hóf sambúð með honum árið 1953 í húsinu sem hann byggði að Hrísateigi 14 og bjó þar alla tíð. Hún var húsmóðir á stóru heimili og gekk líka í öll önnur störf. Hún var mjög flink í hönd- unum og prjónaði mjög fallegar peysur á okkur systkinin, sem eft- ir var tekið. Hún sneið og saumaði föt og þurfti oft ekki snið, hún horfði á myndir í tískublöðunum og saumaði kjóla og föt eftir þeim. Mamma var mjög róleg kona og lét lítið fyrir sér fara. Hún vann sín verk á hljóðlátan máta, en komst yfir afar margt á stuttum tíma. Hún hafði mikið verksvit og var alltaf búin að finna bestu lausn á hverju verki. Það var oft mikið að gera hjá henni, börnin átta fæddust öll á níu og hálfu ári og stundum var hún með 2-3 bleiu- börn í einu með taubleiur. Þá voru þvottarnir miklir, allt lagt í bleyti og soðið í þvottapotti, undið í vindu og hengt upp á snúrur. Í hádeginu var oft fiskur í matinn, þá stappaði hún fiskinn saman við kartöflur og skipti niður á alla diskana til að flýta fyrir. Hún fylgdist vel með nýjung- um í matargerð og bakstri og hafði mjög gaman af að prófa nýj- ar matar- og kökuuppskriftir. Hún hélt oft stórar veislur fyrir fjölskylduna og voru hnallþór- urnar hennar rómaðar. Fjöl- skyldan fór oft í helgarferðir á sumrin þegar við systkinin vorum lítil og var farið t.d. til Þingvalla eða bara upp á Mosfellsheiði. Þar var tjaldað þremur tjöldum og var mikil vinna fólgin í því fyrir hana að taka saman allt sem með þurfti fyrir svona stóran hóp. Þetta voru mjög skemmtilegar útilegur og oft glatt á hjalla. Þeg- ar við vorum flest farin að heiman fóru foreldrar mínir ásamt þeim yngstu í lengri ferðir um landið. Síðar voru elstu barnabörnin tek- in með í ferðirnar. Þegar yngsta barnið var orðið stálpað fór hún aftur út á vinnumarkaðinn og vann lengst hjá SÍS við hreinsun á æðardún. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á hestum og þegar hún hætti að vinna fór hún að sinna því áhugamáli og var með hesta í Reykjavík og Mosfellsbæ og fór t.d. á tamninganámskeið þegar hún var 70 ára. Hún las líka mikið og hafði áhuga á mörgum málefnum, s.s. náttúrulækning- um og garðrækt og átti hún stór- an garð sem var mjög fallegur og gat hún unað sér þar tímunum saman. Á efri árum fór hún í tvær utanlandsferðir. Tæplega sjötug til Danmerkur og Svíþjóðar, að heimsækja tvær dætur sínar og barnabörn sem bjuggu þar. Og 75 ára skrapp hún svo í dagsferð til Grænlands. Heimili móður minnar var miðstöð fjölskyldunnar og voru veitingar alltaf strax komnar á borðið, þegar gesti bar að garði. Hún var dul kona og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Sýndi hún væntumþykju sína í verki og var afar hjálpleg á allan hátt. Hennar verður sárt saknað. Hvíl í friði. Þín dóttir, Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir. Ég þér vil þakka fyrir líf mitt og ástúð þína þú varst mín stóra hetja átt ást og virðingu mína. Þú varst sú sem studdir mig þegar eitthvað bjátaði á þér gat ég treyst og trúað þig var gott að hafa sér hjá. Ég gat ávallt til þín leitað þú varst sú sem huggaðir mig þú brást mér aldrei ó, hve sárt er að missa þig. Hvað ég vildi við hefðum haft meiri tíma, þú og ég ó hvað lífið er fallvalt og veröldin óútreiknanleg. Nú tek ég á mínum stóra og treysti á innri svið til að takast á við lífið þegar þín nýtur ei lengur við. Ég veit að nú mun þér líða vel í huga mér dvelur þú nær þú varst mér alltaf allra best elsku móðir mín kær. Söknuður minn er mikill elsku besta móðir mín þig mun ég ætíð elska hin hinsta kveðja; dóttir þín. (IS) Hvíldu í friði elsku mamma mín. Þín dóttir, Ingunn. Ég vil í örfáum orðum minnast tengdamóður minnar, Kristínar Guðbjörnsdóttur, sem lést 5. febrúar sl. Ég kynntist Stínu, eins og hún var alltaf kölluð, fyrir tæplega 20 árum, þegar ég kom fyrst í fjöl- skylduna þar sem ég fann strax að ég var velkomin. Stínu vil ég lýsa sem afar þægilegri konu að umgangast og þekkja. Hún var hörkudugleg og ósérhlífin og alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Hún var hógvær kona sem maður heyrði aldrei kvarta. Hún gat haft skoðun á hlutunum og var óhrædd við að láta þær í ljós. Stína hafði góða nærveru og voru ófáar heimsókn- ir mínar á Hrísó eins og heimili hennar var ávallt kallað. Hún var höfðingi heim að sækja og þegar maður kom var strax tekið til við að hella uppá könnuna og fylla eldhúsborðið af heimabökuðum kökum og öðru góðgæti. Er ég skrifa þessar línur líða ótal minningabrot í gegnum hug- ann, minningar sem eru mér dýr- mætar. Lokið er nú lífsgöngu einstakr- ar konu og þakka ég henni sam- fylgdina. Hvíl í friði. Sigfríður (Siffa). Þær eru óteljandi margar minningarnar sem ég á um þig elsku amma mín. Allt frá því að ég fór hringinn með ykkur afa sem barn, þar sem þú þurftir að elta mig út um allt. Ég minnist sérstaklega allra ferðanna okkar á Rauðsgil í Reykholtsdal, sem var sveitin þín, og tilheyrandi út- reiðartúra. Þú hafðir mikið dálæti af hestum og öllu því sem þeim fylgdi. Á tímabilum bjó ég hjá ykkur afa og var svo heppin að fá að eyða með ykkur öllum jólum þangað til ég fór sjálf að búa. Það var alltaf fjör á „Hrísó“, sem var mikill sameiningarstaður fyrir okkar stóru fjölskyldu. Þar var maður alltaf velkominn. Ég er ánægð að börnin mín fengu að kynnast þér. Natalía er nú ekki orðin eins árs en við vorum búin að setja okkur þá reglu að heim- sækja þig vikulega í fæðingaror- lofinu og var hún mjög hrifin af langömmu sinni, eins og þú varst hrifin af henni. Við Victor kíktum svo til þín viku áður en þú kvaddir og er hann mjög feginn að hafa fengið að knúsa þig. Enda hafði hann svo gaman af því að koma á „Hrísó“ eins og öll hin börnin. Það var mjög sárt að geta ekki kvatt þig betur elsku amma mín. Þú skilur eftir þig margar falleg- ar minningar í hjörtum okkar. Það er huggun að vita að þetta fór eins og þú vildir. Þú þurftir ekki að kveljast og fékkst að búa heima til hinsta dags. Hvíldu í friði. Rósalind Hansen. Elsku Stína amma, þegar ég minnist þín er það þakklæti sem er mér efst í huga. Þakklæti fyrir allt sem þú gafst mér en verald- legir hlutir voru þar í minnihluta. Þú gafst mér ást og umhyggju, styrktir mig og efldir með hvatn- ingarorðum og færðir mér mik- inn fróðleik um lífið og tilveruna. Mínar fyrstu minningar um þig eru þegar þú mataðir okkur barnabörnin af einum og sama diskinum, fullum af stöppuðum kartöflum og kjötbollum með brúnni sósu, á milli þess sem við hlupum um og lékum okkur. Heima hjá þér og afa á Hrísa- teignum var oft margt um mann- inn. Við barnabörnin dútluðum með þér í þvottahúsinu og eldhús- inu og ég upplifði aldrei að við værum eitthvað að þvælast fyrir í húsverkunum. Ég sá þig í raun- inni aldrei aðgerðarlausa og varstu yfirleitt síðust í háttinn og fyrst á fætur á morgnana. Þú settist líka mjög sjaldan til borðs með fjölskyldunni, nema á jólun- um. Kannski ekki skrítið að ég hafi fullyrt í mörg ár að þú borð- aðir aldrei nema á jólunum og svæfir bara stöku sinnum. Þú varst ótrúlegt hörkutól. Sást líka um mestallan undirbúninginn fyrir allar útilegurnar sem við fórum í með ykkur afa og það var nú ekkert smá fyrirtæki með alla þessa sísvöngu grislinga. Eftir því sem árin liðu og fólki fækkaði á heimilinu hafðir þú meiri tíma fyrir sjálfa þig og fórst að sinna áhugamálunum, sem voru hestamennska, garðyrkja og lestur bóka um andleg málefni. Þú notaðir hvert tækifæri til að fara í útreiðartúra og tókst nokk- ur tamninganámskeið allt fram á áttræðisaldur. Ég var ekkert smá stolt af þér og hét því að verða jafn spræk og þú er ég kæmist á þinn aldur. Við barnabörnin fór- um mikið með þér í reiðtúra í Rauðsgili og ég gleymi því aldrei þegar þú varst eitt sinn að fara á bak á hesti berbakt og varst svo kraftmikil að þú „hoppaðir“ yfir hestinn og lentir hinum megin við hann. Þið afi gróðursettuð mikið í Rauðsgili og okkur barnabörnun- um er það mjög minnisstætt þeg- ar við fórum eitt sinn með ykkur í gróðursetningarferð upp á fjall. Þá sagði afi við þig: „Stína mín, ætlarðu að taka bakpokann þarna og hríslurnar. Ég skal vísa veg- inn.“ Við göptum af undrun en þú vippaðir dótinu á bakið, hélst af stað og flissaðir yfir undrunar- svipnum á okkur. Unglingsárin mín voru mér af- ar flókin og erfið. Þá sat ég hjá þér stundum saman á Hrísateign- um og þú fræddir mig um gang lífsins. Þú bentir mér á að lífs- hamingja mín væri alfarið í mín- um höndum og að ég ætti að gera allt sem ég gæti til að lifa í ham- ingju. Þú lést mig hafa fullt af bókum um andleg málefni og sannfæring þín var mikil. Þú kenndir mér það að allt er hægt ef vilji er fyrir hendi og að draumar geta ræst. Elsku amma, ég þykist nú vita það að þér finnist ég heldur væm- in í minningarorðum mínum en ég leyfi mér það nú bara samt af því að ég vil að þú vitir hversu mikilvæg þú varst mér. Ég hef kviðið þessum degi í mörg ár, deginum sem ég þarf að kveðja þig fyrir fullt og allt. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið en er sannfærð um að við hittumst aft- ur í næsta lífi. Hvíldu í friði, elsku Stína amma. Þín, Alda Kristín. Kristín Guðbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.