Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ Jón BergmannSkúlason bif- reiðastjóri fæddist á Hvammstanga 24. janúar 1947. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. febrúar sl. eftir snögg veikindi. Foreldrar Jóns voru Guðbjörg Ol- sen og Jón Skúli Ólafsson, þau eru bæði látin. Systkini Jóns eru: Hildur, f. 1946, Dóra, f. 1948, d. 2010, Sigríður, f. 1950, Unnur, f. 1983, Dagný Eva Magn- úsdóttir, f. 1987, og Linda Bergdís Jónsdóttir, f. 1992. Barnabörn og barnabarnabörn eru orðin vel mörg ásamt stjúpbörnum. Jón ólst upp á Hvamms- tanga, fluttist til og starfaði í Keflavík fyrstu hjúskaparárin og fluttist svo til Reykjavíkur. Starfaði á jarðvinnslutækjum, aðallega gröfum, og keyrði leigubifreiðir. Varð leyfishafi 1990 hjá Hreyfli/Bæjarleiðum. Starfaði fyrir Samvinnufélag Hreyfils og var meðlimur Fé- lags húsbílaeigenda. Jón naut náttúrunnar, ferða- laga, stangveiði og góðs fé- lagsskapar. Útför Jóns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. febr- úar 2013, og hefst athöfnin kl. 11. 1951, Lára, f. 1957, d. 1995, El- ínborg, f. 1958, og Daníel, f. 1960. Jón kvæntist Þóru Reimars- dóttur, þau skildu. Börn þeirra eru Margrét Ragnheið- ur, f. 1964, og Jón Skúli, f. 1971. Sonur Jóns og Heiðu: Einar Már, f. 1974, d. 2001. Jón kvæntist Önnu Margréti Hálfdanardóttur, f. 1962. Börn þeirra: Karen Magnúsdóttir, f. Minn besti vinur og ástkæri eiginmaður, erfitt er að kveðja þig. Þú gafst mér allt sem maður gat hugsað sér í lífinu, þú ert einn af milljón og engin orð fá því lýst hve mikið ég á eftir að sakna þín. Alltaf sannur ertu vinur minn aldrei brugðist þú hefur mér. Alltaf sami ánægði drengurinn aldrei leiðist mér með þér. (Heiða Jónsd.) Ófáar stundirnar áttum við saman á ferðalögum á húsbílnum okkar, í veiðitúrunum og bara í lífinu sjálfu. Þakka þér fyrir börnin okkar og afkomendur, skal passa upp á þau fyrir þig. Kveð þig með trega elsku Nonnsalingurinn minn. Anna M. Hálfdanardóttir. Pabbi er eitt það besta sem ég haft í gegnum ævina. Hann kenndi mér að lifa eins og honum fannst að ætti að lifa. Hann kenndi mér að vera vinnurösk og samviskusöm, að klára öll verk og gera þau vel. Hann kenndi mér líka að njóta lífsins, hann kenndi mér stangveiði, hvernig maður ferðast innanlands og ut- an. Hann kenndi mér að lífið er ekkert án smá gríns. Hann og mamma kenndu mér líka ástina og hvernig sambönd eiga að vera, að maður eigi að nýta öll litlu tækifærin til að vera með og elska makann sinn. Ég á svo margar minningar í gegnum alla mína barnæsku og fullorðinsár af veiðitúrum og úti- legum. Fyrsta útilega sumarsins var alltaf á tjaldstæðinu í Kirkju- hvammi á Hvammstanga þar sem pabbi ólst upp. Ég man eftir því að vera lítið barn að leika mér á leikvellinum með pabba, hann ýtti mér í rólunni og gaf mér fötu og skóflu til að leika mér með í sandinum. Alltaf í hvert skipti sem við fórum þangað tókum við smá rölt um svæðið og enduðum við lítinn kofa og skrifuðum nöfn- in okkar í gestabókina við vatns- mylluna. Eitt skiptið þegar við vorum þarna fórum við í aðeins lengri göngutúr og pabbi sýndi okkur leirinn og við bjuggum öll til einhver skrímsli úr leirnum sem við skildum svo eftir til að hræða næsta mann! Pabbi elskaði að veiða, hann kenndi mér að veiða í Elliðavatni þar sem amma og afi, foreldrar mömmu, áttu lítinn bústað. Hann kenndi mér fyrst að vera þolin- móð og bíða eftir að ormurinn yrði étinn og flotholtið færi ofan í vatnið. Ég var svo óþolinmóð að ég dró endalaust inn og kastaði aftur þangað til það var ekkert orðið eftir af orminum á önglin- um og pabbi þurfti að setja nýjan á. Ef hann gat það ekki strax fór ég að stökkva um á steinunum og leika mér og vera með læti sem hann sagði mér þá að hætta því fiskurinn færi í burtu ef ég væri með þessi læti. Alveg ótrúlegt hvað hann hafði endalausa þolin- mæði fyrir mig. Ástæðan fyrir því hvernig ég lifi mínu lífi í dag er pabbi. Hann kenndi mér allt. Á sumrin förum við Siggi minn alltaf í útilegur með tjaldvagninn okkar, sem við ættum ekki nema út af pabba. Við kaupum okkur veiðikortið og við veiðum og ferðumst og njótum lífsins. Það bregst ekki að í hverri útilegu rennum við til pabba og mömmu í húsbílnum og mér finnst óttalega tómlegt að hugsa til þess að við fáum ekki að hitta á pabba úti á landi aftur næsta sumar. En ég efast ekki um það að við mamma fáum okkur Irish coffee eitt kvöldið í húsbílnum næsta sumar og tölum um pabba og okkar minningar um hann. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Allt deyr víst einhvern tímann og þú ert víst engin undantekn- ing á því, pabbi minn. Ég á samt alltaf eftir að muna þig og þannig átt þú eftir að lifa endalaust, í mínum minningum og þeim sög- um sem ég mun segja börnum mínum og barnabörnum mínum um þig í framtíðinni. Ég verð alltaf stelpan þín og á alltaf eftir að elska þig og sakna þín og muna eftir þér með gleði og hlýju í hjarta. Dagný Eva Magnúsdóttir. Samband okkar pabba var gott. Þótt við töluðum ekki um allt þá skildum við hvort annað. Pabbi hefur hjálpað mér í gegn- um margt og alltaf stutt mig í öllu sem ég hef gert. Þegar ég átti son minn, hann Alexíus Þór, þá studdi pabbi við bakið á mér og hjálpaði mér í gegnum það, ásamt öllum í kringum mig. Sam- band pabba og Alexíusar var mjög sérstakt. Þeir voru bestu vinir, Alexíus dýrkaði og dáði afa sinn til enda og var búinn að vefja honum um fingur sér og fékk allt sem hann vildi, sem var aðallega nammi og dót. Ein minning verður sterk í huga mér; þegar pabbi sá Alexíus og hélt á honum í fyrsta skiptið, það kom glott framan í hann og hann ljómaði af stolti. Það er ein af mörgum minningum sem ég mun halda nálægt hjarta mínu. Önnur minning sem ég á um pabba er þegar við vorum uppi í sumarbústað við Elliðavatn, fór- um að veiða og hann sýndi mér bestu staðina til að ná stórum fiskum en ég endaði yfirleitt með gras á eða engan spún. Svo var það sumarfríið á Mal- lorca 2006, þar sem pabbi kom með mér í vatnslaugagarð og hann kom með mér í stóra laug sem voru öldur í svo maður hafði enga stjórn á sér, en pabbi hélt í mig svo ég myndi ekki fara langt frá honum þar sem laugin var full. Ég og Höddi minn, Alexíus, Skúli bróðir, Hrafnhildur konan hans, mamma og pabbi fórum í Hraunsfjörð og pabbi veiddi fisk og fékk Alexíus til að smakka grillaðan fiskinn sem hann borð- aði svo með bestu lyst. Pabbi lék við Alexíus og sýndi honum vatn- ið þar sem fiskarnir voru, Alexí- usi fannst best að kasta steinum í vatnið og hræða fiskana í burtu en pabbi var að reyna að kenna honum að hræða þá ekki svo hann gæti veitt þá. Við munum alltaf elska pabba/ afa og hans verður sárt saknað. Linda Bergdís Jónsdóttir. Ég skrifa hér til að sýna hve mikils virði stóri bróðir minn var mér og ég veit að allir sem þekktu hann eru sama sinnis. Nonni, sem var alltaf til staðar þegar ég þurfti á hjálp eða stuðn- ingi að halda, hann var mér við hlið í janúar 1989 þegar hinar vildu ná í höfuðleður mitt. Hann var sá sem kom og kíkti á ný- fæddan frænda sinn, sem hann seinna meir tók upp á sína arma. Það hefur enginn sýnt af sér eins mikla hjálpsemi eða stór- mennsku í mínu lífi og Nonni. Þegar ég var að undirbúa mig fyrir að læra á bíl fékk ég að keyra Volvo Amazoninn hans og hann sagði öllum sem vildu heyra að ég væri sú eina sem hefði „skellt Volvónum á tvö hjól í beygju“. Ég var svo montin af því að hafa getað fengið „prik“ hjá Nonna, mínum elskaða stóra- bróður. Nú síðasta ár gerðist hann um- sjónarmaður fyrir yngri son minn og sonur minn blómstraði undir verndarvæng frænda síns. Það er erfitt að missa einhvern sem maður er svo nýlega búinn að finna, svo ég bið þess að sonur minn sýni þann styrk í huga og hjarta sem hann hefur lært hjá okkur. Okkur til mikillar hamingju áttum við tvær vikur með Nonna og konu hans Önnu síðastliðið sumar þegar þau heimsóttu okk- ur og við skemmtum okkur við að vera „túrhestar“ hér í okkar heimahéraði. Nonni lék á als oddi og það var tómlegt hjá okkur þegar þau fóru heim. Þegar ég eftir tæplega fjög- urra ára fjarveru kom til landsins með mína hálfmállausu fjöl- skyldu var Nonni þar og tók okk- ur opnum örmum, allt gerði hann til að létta undir með okkur og láta okkur líða vel svo umhyggja hans sást í hverju verki. Ljóð til Jóns: Völt er lífsins vagga á ölduslóðum, sem hljóð úr gömlum kagga á rúntinum, hverjum tekst því að þagga, ef ekki Jóni á taxanum. Margir hefðu getað lært heim- spekilega „diplómatíu“ af Nonna. Honum brást sjaldan bogalistin þegar að því kom að leysa málin, hvort sem var í vinnu eða í sand- kassanum heima. Hann var grallari og átti oft þvílíkar stjörnustundir í vina- og ættingjahópi. Hann var um- hyggjusamur faðir, sonur, bróðir og eiginmaður. Hann er stóribróðir minn. Kveðja frá Michel, Don Ant- hony og Eugene Daniel. Elínborg Skúladóttir. Jón Bergmann Skúlason inn hópur sem þakkar allar góðu stundirnar með henni. Við kveðjum með söknuði traustan félaga í litla hópnum okkar og sendum Jónasi og fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Svala og Henrý, Guðrún og Gunnar, Sigrún og Kári, Kristín og Haukur. Þegar við erum ung er lífið allt framundan, áhyggjulaust og heillandi. Börn og unglingar, ungmenni mynda samfélög, eða eru leidd inn í samfélagsaðstæð- ur sem eru ólíkar öllu er þau ganga í gegnum síðar á lífsleið- inni. Þannig vorum við leidd saman og nutum skólasamfélags- ins, bekkjarins okkar á Kennara- skólaárunum 1966 til 1970, Dé- bekkjarins. Hvert og eitt buðum við góðan dag, eins og okkur hafði verið kennt heima og langaði að duga nýja samfélaginu, leggja okkar af mörkum og njóta gjafa hinna. Okkur lærðist smátt og smátt að við vorum hvert öðru ólík í því hvers við leituðum og hvað við gáfum, en saman vorum við ákveðin í að njóta lífsins saman. Við urðum vinir af því að við fundum með tímanum að verð- leikar okkar felast í að bæta hvert annað upp. Við vorum ung og okkur þótti gaman í skólan- um, þótti gaman að skemmta okkur, gaman að dansa og yf- irleitt gaman að vera til. Glöð, prúð og ærslafegin, allt eftir upp- eldi og upplagi. Töldum að dauð- inn væri okkur óviðkomandi. Svo lauk skólaárunum og við héldum út á lífsins braut, öll til að verða öðrum að liði, mörg til að kenna. Sum lengur en önnur, en flest hafa reynt sig á mannakri æskunnar og notið þess að hlúa að vaxtarsporum mannfélagsins. Og nú erum við orðin eldri og hefur okkur lærst að dauðinn er raunverulegur. En hann hefur ekki aðeins tekið frá okkur vini, heldur einnig og ekki síður kennt okkur að þakka fyir lífið og vin- ina. Það finnum við svo vel nú þegar hún Snjólaug bekkjarsyst- ir okkur hefur kvatt lífið, heilsu- laus og langt fyrir aldur fram. Þá finnum við hvers virði traustur vinur er, en tryggð hennar var við brugðið. Hún var hæglát en kímin, vandvirk í öllum verkefn- um og hjálpleg væri til hennar leitað. Hún tranaði sér aldrei fram, var ekki sjálfhælin og lagði aldrei illt orð til nokkurs manns. Við söknum yndislegrar manneskju, góðrar bekkjarsyst- ur og sendum fjölskyldu hennar okkar einlægustu samúðarkveðj- ur. Ljóð Þorsteins Valdimarsson- ar lýsir hug okkar til hennar nú við leiðarlok með innilegu þakk- læti. Vertu sæl, systir, – yndi og líf þeim garði sem þú gistir. Systkin víðs vegar minnast þín, og ljós og loft þig tregar. Móðir Guðs man þér nafnið þitt og lífs og yndis ann þér. Lítill vænglami flýgur nú í nýjum geislahami. Guð blessi minningu Snjólaug- ar Sveinsdóttur. F.h. Débekkjarins, Guðlaugur Óskarsson. Kveðja frá Fjallafreyjum Hún var létt og kvik á fæti hún Snólaug okkar. Unnandi náttúr- unnar, elskaði fjöllin, þekkti nöfnin á öllum jurtum og blóm- um og allir litlu smáfuglarnir voru í uppáhaldi hjá henni. Einn- ig lék allt í höndum hennar, hún var mikil hannyrðakona. En hún kvaddi okkur allt of fljótt. Í meira en tvo áratugi nutum við samvista við hana. Hún var í leikfimishópnum okkar og einnig í gönguhópnum Fjallafreyjum, þar sem hún var virkur félagi. Fór hún ásamt Jónasi sínum í ófáar ferðirnar upp um fjöll og firnindi með Fjallafreyjunum. Þótt Snjólaug væri hlédræg og tranaði sér ekki fram í neinu bjó hún yfir ríkri kímnigáfu og laumaði oft út úr sér gullkornum sem vöktu kátínu hjá okkur leik- fimissystrunum þegar við sátum með kaffibollana okkar í hring eftir leikfimistímana. Hún hafði líka gaman af því að segja okkur frá ferðunum sem þau Jónas höfðu farið í heimshorna á milli. Fyrir rúmum tveimur árum, þegar farið var að halla undan fæti vegna veikinda Snjólaugar, buðu þau hjónin okkur Fjalla- freyjum í heimsókn til sín í fal- lega sumarbústaðinn þeirra aust- ur í Hreppum. Þar nutum við gestrisni þeirra og góðra veit- inga og nutum náttúrufegurðar fjallanna í uppsveitum Árnes- sýslu. Þessi heimsókn og samveru- stund var okkur öllum ákaflega dýrmæt. Þegar komið er að leið- arlokum viljum við þakka Snó- laugu fyrir samfylgdina og vott- um Jónasi og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð og biðj- um góðan Guð að blessa þau og gefa styrk í sorginni. Við trúum því að nú trítli Snjó- laug léttfætt á grænum grundum Sumarlandsins, andi að sér ilmi blómanna og drekki í sig fegurð fjallanna. Blessuð sé minning hennar. F.h. Fjallafreyja, Sigríður Skúladóttir. áhrif á líf hans og heilsu. En það má teljast kraftaverki næst að hann skyldi lifa það af. Afleiðing- ar slyssins voru miklar og honum þungbærar. Að leiðarlokum þökkum við frænda okkar samfylgdina og minnumst hans af hlýhug. Við sendum ykkur elsku Signý, Svan- hildur, Gunnar og fjölskyldur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guðni, Jórunn og fjölskyldur. Ragnar var æskufélagi minn frá Háteigsveginum í Reykjavík alveg frá árunum fyrir 1950 og fram á fullorðinsár. Síðan dró eitthvað úr þessum samskiptum en þau jukust þó á ný í seinni tíð er ég kom oftlega með tvo syni mína til gæslu á heimili hans þar sem kona hans rak dagvist barna. Gafst þá m.a. tækifæri til að ræða þjóðmálin sem Ragga voru sér- staklega hugleikin. Í minningu minni var Raggi einstakur maður. Hann hafði sterkar pólitískar skoðanir þar sem réttlætið var ávallt í fyrir- rúmi. Líkt og faðir hans var hann eindreginn sjálfstæðismaður og ávallt reiðubúinn að taka um- ræðu um vandamál dagsins. Hið áhugaverða í fari Ragga var þó framar öllu að hann virtist sjá flesta hluti í skoplegu ljósi. Þann- ig var frásagnargáfa hans einstök en hann var einnig athugull og aflaði sér skýringa þegar það átti við. Hann kunni ógrynni af kvæð- um og sögum sem hann fléttaði saman og sagði frá á mannamót- un og góðum stundum. Hann var félagslyndur og fékk því mörg tækifæri til að láta gamminn geisa í þessa átt. Sögur og setn- ingar frá Ragga voru vel þekktar á fyrri árum og báru með sér ákveðin höfundareinkenni sem vinir og kunningjar þekktu lang- ar leiðir. Sumar eru þó tæpast prenthæfar en það er annað mál. Eitt sinn vorum við að ræða um mann sem við þekktum báðir og látist hafði skyndilega. Ég spurð- ist fyrir um orsök þessa ótíma- bæra fráfalls. Raggi svaraði með sínum alkunna kímnisvip: „Hann fékk víst bráðkveddu.“ Enn í dag velti ég því fyrir mér hvort það fái staðist að lýsa slíkum atburði með þessum hætti en húmorinn leynir sér ekki. Raggi lenti í bílslysi árið 2003 og hlaut mikla örorku. Þar með fór aflahæfið að mestu. Hann átti erfitt með að vinna sig út úr af- leiðingum slyssins, að minnsta kosti með þeim hætti sem best varð á kosið. Þar kom m.a. skap- ferli hans til þar eð hann gat verið einþykkur ef því var að skipta. Hann hlustaði að vísu á ráðlegg- ingar ýmissa sem vildu honum vel en gerði ekki alltaf mikið með þær. Engu að síður átti hann áfram góðar stundir með fjöl- skyldu sínni og vinum uns alvar- leg veikindi gerðu vart við sig síðla árs 2012 sem svo drógu hann til dauða. Ég kveð góðan vin um langa lífsleið. Fjölskyldu hans færi ég samúðarkveðjur. Stefán Már Stefánsson. Það er undarleg tilfinning að mega ekki lengur eiga von á því að Raggi vinur minn komi í heim- sókn á Kleppsmýrarveginn. Þeg- ar hann birtist sást það á fasi hans hvort hann hafði fregnað af einhverjum mistökum núverandi ríkisstjórnar og fljótlega logaði allt á milli okkar og hvorugum leiddist á meðan. Við reyndum að vera ekki sammála um nokkurn hlut og okkur tókst það nokkuð vel. Það var sama hvort um var að ræða pólitík eða íþróttir, að öðru leyti en því að við vorum báðir sannir Framarar. En það var sama hversu langt þrasið gekk; þegar því lauk þá var því lokið og allt varð gott. Betri vin og félaga en Ragnar var vart hægt að hugsa sér og ég er innilega þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ragnar var afar góður fag- maður og leysti öll vandamál með tilþrifum, hvort sem um var að ræða gamla handverkið eða bíl- sætaklæðningar og allt þar á milli. Hann var ólíkur okkur koll- egum hans að því leyti að hann stærði sig aldrei af afrekum sín- um í bólstruninni, hógværðin var kannske of mikil á stundum eins og þeir þekkja sem hann vann fyrir. Hann naut virðingar og væntumþykju allra bólstrara sem ég þekki. Sögurnar sem sagðar voru við kaffiborðið eiga ekki allar heima í svona minningargrein, sérstak- lega þær sögur sem hann og Pét- ur Kjartansson bólstrari voru að rifja upp frá því í gamla daga, en mikið óskaplega hefur oft verið gaman hjá þeim. Allavega var mikið hlegið. Eftir að Ragnar lenti í alvar- legu bílslysi fyrir 10 árum breytt- ust lífsgæði hans verulega. Hann gat ekki lengur stundað hesta- mennskuna og veiðiskapinn sem var hans líf og yndi og úthaldið við búkkana varð minna. Hann var ekki kátur með það, en höndl- aði það vel. Það var ekki hans stíll að væla yfir hlutskipti sínu og raunar merkilegt hvað hann gat þó gert. Það var mitt lán að fá að hafa hann í dagvistun (eins og við köll- uðum það) í nokkur ár. Sá tími verður ekki metinn til fjár. Lokaspretturinn var stuttur, en ég held að hann hefði ekki vilj- að hafa hann lengri. Hann var tilbúinn að halda á næsta stað. Það eina sem hann átti eftir að gera var að kjósa í vor. Það er ljósið í myrkrinu, enda hefði það atkvæði, eins og ávallt, endað á vitlausum stað. Með þakklæti og virðingu kveð ég nú einn þann besta mann sem ég hef kynnst á minni lífsleið. Tómarúmið sem hann skilur eftir sig verður ekki fyllt en minningin lifir. Ástvinum hans sendi ég inni- lega samúðarkveðju. Loftur Þór Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.