Morgunblaðið - 28.02.2013, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Kristinn
List Hér má sjá þá Hilmar Örn, Pál á Húsafelli, Steindór
og Sigur Rós flytja brot úr Hrafnagaldri Óðins.
Morgunblaðið/Golli
Kvæðamenn Guðjón Kristinsson, formaður Árgala, og Sigurður Sigurðarson varaformaður koma saman einu sinni
í mánuði ásamt félögum til að kveða. Sigurður segir Guðjón kveða svo fallega að hann græti grænlenskar konur.
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Mér var boðið að koma á fund og sagt að þarkæmi saman skemmtilegt fólk og skrítið. Þaðfannst mér passa fyrir mig. Þetta er af-skaplega skemmtilegur félagsskapur og vel
hagmælt fólk sem kastar fram vísum eins og ekkert sé, en
fer þó oft með gamlar vísur og vísurnar kveður svo hver
með sínu nefi með viðeigandi stemmu eða kvæðalagi,“ segir
Sigurður Sigurðarson af fyrstu kynnum sínum af Kvæða-
mannafélaginu Iðunni en hann byrjaði að sækja fundi árið
1989. Hann komst þá fljótt að því að amma hans, Svanborg
Lýðsdóttir á Keldum á Rangárvöllum, hafði verið kvæða-
kona. „Á fundunum fór ég að kannast við hvert kvæðalagið á
fætur öðru sem hún hafði verið að raula. Ég vissi ekkert að
hún hafði verið kvæðakona og líklega ekki hún heldur. Hún
raulaði við vinnu sína. Þetta voru þá allt kvæðalög sem hún
kunni. Eitt lag sem er númer 19 í bókinni Silfurplötur Ið-
unnar er einmitt kennt sérstaklega við hana.“ Kvæðamenn
styðjast við bókina Silfurplötur Iðunnar við æfingar sínar.
Þessi bók er samtímis fræðibók og listaverk gefin út árið
2004 en er líklegast uppseld nú. Íslensku kvæðalögin mætti
Kvæðamenn sam-
einast á Siglufirði
Landsmót kvæðamanna verður haldið
hátíðlegt á Siglufirði um helgina og
verða þá formlega stofnuð Landssamtök
kvæðamanna. Sigurður Sigurðarson,
dýralæknir og kvæðamaður mikill úr
Árgala, segir mikilvægt að kynna fyrir
ungu fólki þennan forna þjóðararf sem
við höfum flest verið svikin um.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013
Fjarðarkaup
Gildir 28. febrúar - 2. mars verð nú áður mælie. verð
Nautagúllas. kjötborð.................................. 1.798 2.298 1.798 kr. kg
Nauta T-bone, kjötborð................................ 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Ferskar kjúklingabr. án aukaefna.................. 2.498 2.998 2.498 kr. kg
Fjallalambs kindabjúgu ............................... 749 966 749 kr. kg
Fjallalambs lifrarpylsa frosin ........................ 589 795 589 kr. kg
Hagkaup
Gildir 28. febrúar - 3. mars verð nú áður mælie. verð
Holta kjúklingabringur ................................. 2.249 2.998 2.249 kr. kg
Holta ferskar lundir, magnpk........................ 2.249 2.998 2.249 kr. kg
Íslandslamb lambaprime ............................ 2.924 3.898 2.924 kr. kg
Kjarval
Gildir 28. febrúar - 3. mars verð nú áður mælie. verð
Goða lambalæri frosi sneitt ......................... 1.598 1.898 1.598 kr. kg
Holta kjúklingur frosinn ............................... 698 884 698 kr. kg
SS Grand Orange helgarsteik....................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg
Krónan
Gildir 28. febrúar - 3. mars verð nú áður mælie. verð
Ungnautalund erlend .................................. 2.989 4.998 2.989 kr. kg
Ungnauta entrecote erl................................ 2.989 4.598 2.989 kr. kg
Ungnauta innralæri ..................................... 2.169 2.898 2.169 kr. kg
Nóatún
Gildir 1. - 3. mars verð nú verð áður mælie. verð
Lambafille m/fitur, kjötborð ......................... 3.899 4.398 3.899 kr. kg
Lambahryggur m/villusveppum.................... 2.098 2.498 2.098 kr. kg
Ungnauta RibEye, kjötborð .......................... 3.998 4.729 3.998 kr. kg
Grísasíðupörusteik, kjötborð ........................ 848 998 848 kr. kg
Þín Verslun
Gildir 28. febrúar - 3. mars verð nú verð áður mælie. verð
Fjallal.lambalæri ófr., kjötborð ..................... 1.198 1.798 1.198 kr. kg
Ísfugl ferskur kjúklingur heill ........................ 919 1.149 919 kr. kg
Pepsi max, 4x2 ltr ....................................... 898 1.192 898 kr. pk.
Remi piparmyntukex, 100 g......................... 279 329 2.790 kr. kg
Brink hrískökur, 100 g................................. 169 215 1.690 kr. kg
Helgartilboðin
Karlakórinn Heimir heldur úti heima-
síðu þar sem fræðast má um sögu
kórsins og ýmislegt fleira. Þar kem-
ur líka fram hvað er á döfinni og nú
er komið að þeim fasta lið hjá þeim
að halda suður yfir heiðar og syngja
fyrir Sunnlendinga af sinni alkunnu
skagfirsku snilld. Á morgun, föstu-
dag, verða þeir með tónleika á Akra-
nesi, í Tónbergi. Þar flytja þeir dag-
skrána „Svífðu með“ sem þeir fluttu
nýlega í Miðgarði og í Hofi á Ak-
ureyri. Sama dagskrá verður flutt á
tvennum tónleikum í Langholts-
kirkju í Reykjavík nú á laugardag.
Einsöngvarar verða Guðrún Gunn-
arsdóttir, Óskar Pétursson og Ari
Jóhann Sigurðsson. Thomas Higger-
son verður við píanóið og eftir hlé
bætist við hljómsveit skipuð nokkr-
um félögum úr kórnum. Stefán
Gíslason stjórnar öllu saman. For-
sala aðgöngumiða er á midi.is.
Vefsíðan www.heimir.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í fyrra Karlakórsmeðlimir í Heimi sungu með skeggslaufur í tilefni Mottumars.
Heimir kemur suður að syngja
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Meirapróf
Næsta námskeið hefst 6.mars 2013
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Kvæðamenn starfa hver ísínu landshorni og vitaekkert endilega hver af
öðrum eða hvað hinir eru að
gera,“ segir Guðrún Ingimund-
ardóttir eða Rúna eins og hún er
oftast kölluð um eina af ástæðum
þess að setja á stofn Lands-
samtök kvæðamanna. Samtökin
verða formlega stofnuð á fyrsta
landsmóti kvæðamanna sem fer
fram á Siglufirði um helgina.
„Þessi kvæðamennska okkar er
því miður hverfandi þjóðararfur
sem við megum ekki missa. Mín
ástríða er bundin við það að leyfa
kvæðamennskunni ekki að hverfa
heldur hefja hana upp aftur til
vegs og virðingar. Við erum nátt-
úrlega miklu færari um það
kvæðamenn ef við vinnum saman.
Það er þessi gamla góða stað-
reynd að sameinaðir stöndum
vér.“
Tónlist sem þarfnast meiri
viðurkenningar
Rúna segir alla nálgast kvæða-
mennsku á ólíkan máta, það er að
segja rímnalögin, kennsluhætti
og flutningsmáta og telur að með
landssamtökum og auknum sam-
skiptum milli félaga verði auð-
veldara fyrir kvæðamenn að læra
hverjir af öðrum.
Norðurlandsmót kvæðamanna
Þjóðararfur sem
má ekki hverfa
Landssamtök kvæðamanna stofnuð