Morgunblaðið - 28.02.2013, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar
100% made in Italy
www.natuzzi.com
Við bjóðum velkomna ítalska hönnun
Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar.
Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi.
Staður þar sem fólki líður vel.
Félagar 17 afganskra lögreglu-
manna í Ghazni-héraði, sunnan við
Kabúl, laumuðust snemma í gær-
morgun til að gefa þeim svefnlyf í
mat og myrtu þá síðan, að sögn
New York Times. Síðar í gær gerði
sjálfsvígsmaður talibana árás á
kyrrstæða rútu hermanna í Kabúl,
særði sex hermenn og einn óbreytt-
an borgara en féll sjálfur.
Meðal hinna myrtu í Ghazni voru
10 úr lögregluliði héraðsins en sjö
voru nýliðar í þjálfun. Fram kom að
tveir lögreglumenn hefðu þegar
verið handteknir vegna málsins og
voru þeir sagðir útsendarar talib-
ana; hinir morðingjarnir flúðu eftir
að hafa stolið vopnum og kveikt í
lögreglubíl. Talsmaður talibana
sagði þá gangast við morðunum
sem hefðu verið hefnd fyrir ýmis
illvirki lögreglumanna.
Liðsmönnum hers og lögreglu
Afgana hefur fjölgað hratt síðustu
árin en deilt er um það hve vel
þjálfaðir þeir séu. Ráðgert er að
síðustu erlendu hermennirnir yfir-
gefi landið í árslok 2014. Nýr ráð-
herra varnarmála, Chuck Hagel,
tók í gær við embætti í Bandaríkj-
unum. Fær hann það hlutverk að
stjórna fyrirhugaðri brottför nær
100 þúsund manna, bandarísks her-
liðs frá Afganistan. kjon@mbl.is
AFP
Tilræði Liðsmaður alþjóðaherliðsins á verði við staðinn þar sem sjálfsvígsárásin var gerð í Kabúl í gær.
Byrlað svefnlyf í mat
og síðan skotnir
Svissneska lög-
reglan segir að
42 ára gamall
maður sem skaut
tvo til bana í trjá-
verksmiðju Kro-
nospan í Menz-
nau, skammt frá
Luzern, í gær-
morgun og særði
sjö að auki hafi
verið starfs-
maður verksmiðjunnar. Maðurinn,
sem féll sjálfur, hafi ekki fyrr verið
staðinn að árásum af þessu tagi.
Byssueign er algengari í Sviss en
flestum ríkjum en skotárásir eru
fremur fátíðar. kjon@mbl.is
Mannskæð árás
byssumanns í Sviss
kostaði þrjá lífið
Lögreglumenn við
verksmiðjuna í gær.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Sjávarútvegsráðherrar aðildarríkja
Evrópusambandsins staðfestu í gær
eftir 20 klukkustunda fund bann við
brottkasti á fiski sem ákveðið var á
ESB-þinginu í júní í fyrra og á nú
ávallt að sigla með aflann í land. En
Spánverjar og Frakkar fengu því
framgengt að sjómenn mega veiða
níu og síðar sjö prósent aflans utan
kvóta og geta því áfram fleygt þús-
undum tonna á ári, að sögn umhverf-
issinna. Þessi tilslökun merki að
bannið verði ekki algert og auk þess
verði erfiðara að framfylgja því.
Málið fer nú aftur til ESB-þings-
ins. Talið er að nær fjórðungi sam-
anlagðs afla skipa ESB sé fleygt aft-
ur í hafið þar sem megnið af þeim
fiski drepst. Eini ráðherrann sem
var andvígur umræddum tilslökun-
um var Svíinn Eskil Erlandsson.
„Sjómenn fá að fleygja 500 þúsund
tonnum í hafið ár hvert!“ sagði hann
vonsvikinn eftir fundinn. Fram kem-
ur í Dagens Nyheter að hann voni að
ESB-þingið taki af skarið og stað-
festi upprunalegu tillöguna um al-
gert bann sem naut stuðnings fram-
kvæmdastjórnarinnar í Brussel.
Bannið er hluti af heildarendur-
skoðun á stefnu ESB í sjávarútvegs-
málum og á að taka gildi í janúar og
næstu ár. Flestir stofnar á veiði-
svæðum sambandsins eru ofveiddir.
Andstæðingar tillagnanna hafa full-
yrt að afar erfitt sé að hindra brott-
kast, auðvelt að fara í kringum bann.
Aðrir benda á að bann við brottkasti
hafi borið góðan árangur í Skotlandi.
Útvatna brottkastsbannið
Ráðherrar ESB gagnrýndir fyrir tilslakanir á tillögum um algert bann
Fulltrúi Svía segir að áfram verði fleygt hálfri milljón tonna af fiski í hafið á ári
Umdeildar tillögur
» Andstæðingar bentu á að
tæknilega væri vart hægt að
hindra að tegundir sem menn
vildu ekki slæddust með.
» Maria Damanaki sjávar-
útvegsstjóri virtist sátt og
sagði tillögur ráðherranna
þýða grundvallarbreytingu.