Morgunblaðið - 28.02.2013, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013
Nú um þessar mund-
ir eru félög eldri borg-
ara að halda aðalfundi
sína.
Kjör eldri borgara
eða þeirra sem komnir
eru á eftirlaun eru afar
misjöfn. Við vitum að
hin svokallaða elíta eft-
irlaunaþega þarf ekki
að kvarta og allir skilja
við hvað er átt. En hinn
almenni lífeyrisþegi
lepur dauðann úr skel, svo vægt sé til
orða tekið.
Það eru sjálfsagt markmið að
standa vörð um kjör eldri borgara,
kjör sem hafa farið versnandi síðustu
misseri svo óviðunandi er. Það þarf
ekki að fjasa um það að við lifum á
undarlegum tímum, svo ekki sé
meira sagt. En nú fara breytingar í
hönd, eða við vonum það þó að oftast
fari allt í sama farið. Þarna á ég við
alþingiskosningar sem framundan
eru 27. apríl næstkomandi. Þá er um
að gera að vekja þá fulltrúa sem lúrt
hafa síðustu fjögur ár, nefni þetta því
reynslan er hjá allflestum sú að það
er ekki tekið í hönd þér eða vinkað á
götu úti nema á fjögurra ára fresti.
Eins má minna á að doði borgaranna
er í takt við áður nefnt, þeir rumska
rétt fyrir kosningar.
Ég vil nefna hér atriði sem leggja
þarf áherslu á. Það er að eldri borg-
urum verði gert mögulegt að búa
sem lengst í húsum og íbúðum sínum,
sem þeir hafa stritað fyrir alla sína
ævi á heiðarlegan hátt og hvergi
komið nálægt fjármálasukki. Þarna
er ég með í huga hin mjög svo háu
fasteignagjöld. Þau eru að mínu mati
ekki sanngjörn gagnvart láglauna-
hópum, hvað svo sem má segja um þá
sem eru með ofurlaun án þess að ég
skilgreini það nánar. Það er óþolandi
fyrir þá sem með eljusemi og dugn-
aði hafa komið sér þaki yfir höfuðið
með ævilöngu striti að þurfa að
skipta um húsnæði vegna skattp-
íningar og stökkbreyttra lána, því að
margir svokallaðir eldri borgarar eru
líka skuldsettir.
Nú skulum við að fylgjast með
hverjar áherslur flokkanna verða
fyrir næsta kjörtímabil og eru mér
þá skiljanlega ofarlega í huga málefni
eldra fólks, því nú er ég flokkaður
meðal þeirra og verð að lifa af
skammtinum eins og ég kalla það.
Ég nefndi hér áður undarlega
tíma. Þegar lífskjörin hafa versnað
sem aldrei fyrr þá gengur það auðvit-
að ekki hjá stjórnvöldum að seilast
sýknt og heilagt í vasa þeirra sem
eru nánast tómir, því
þannig hefur það verið.
Það er ekki hygginna
manna háttur að róa á
mið þar sem lítið eða
ekkert er að hafa.
Hvorki ég né nokkur
getur kennt þeim sem
völdin hafa, því þeir
virðast lítið heyra, eða
sjá það réttlæti sem
felst í því að borgarar
þessa lands þurfi ekki
að kvíða ellinni eða ævi-
kvöldi, sem á að vera
hverjum manni nota-
legt miðað við að heilsan sé í lagi, og
skilað hefur góðu ævistarfi af þraut-
seigju og samvisku. En oftar en ekki
kemur það fram bæði í ræðu og riti,
hver á að borga. Þó að kakan sé ekki
stór á að vera hægt að skipta henni á
réttlátari hátt en nú er gert. En það
hefur því miður ekki tekist ennþá svo
viðunandi sé.
Aldrei fyrr hafa kjósendur haft
eins mikla flóru flokka til að velja úr
fyrir atkvæði sitt.
Já, hvar finnst flokkur? Ekki furða
þótt upp í huga komi hvar í allri þess-
ari flokkaflóru er að finna flokk sem
okkur hugnast og hefur skilning á líf-
inu eins og það er. En líf í henni efn-
islegu veröld á jafnt við alla, þ.a.e.s.
hvernig farið er með almannafé og
hvernig fjár er aflað í sameiginlegan
sjóð landsmanna. En er hægt að
treysta flokkaskokkurum núna í allri
loforðaflórunni um að orðaflaumur
um allt og ekkert komi okkur sökkv-
andi þjóð upp á yfirborðið.
Hvar finnst flokkur sem ekki notar
frasann: Stefnt skal að? Hvar finnst
flokkur sem ekki letur til öflunar
tekna vegna óhóflegra skatta? Hvar
finnst flokkur sem ekki skattleggur
tekjur sem þarf til lámarks-
framfærslu? Hvar finnst flokkur sem
ekki gerir öldruðum ævikvöldið
óþarflega dapurlegt? Þannig mætti
lengi telja.
En til þess að eitthvað breytist til
batnaðar verða viðkomandi að láta
heyra í sér og rökstyðja sitt mál og
hamra á því endalaust. Þeir fiska sem
róa, þannig hefur það verið og mun
alltaf verða. Hvet alla þá sem lifa
þurfa af skammtinum ömurlega að
berjast.
Ömurleg
skömmtun
Eftir Ingibjart
Guðjón Þórjónsson
»Kjör eldri borgara
eða þeirra sem
komnir eru á eftirlaun
eru afar misjöfn.
Ingibjartur Guðjón
Þórjónsson
Höfundur er húsasmíðameistari og
verkmenntakennari.
Getur verið, að eitt
af meginskilyrðum
þess að þykja
áhugavert skáld, sé
að vera fjölskyldu-
maður? Nú, þegar
ég er að fara með
elleftu frumsömdu
ljóðabók mína til
prentara, dettur
mér þetta enn í hug; með því að Kiljan
Egils í Ríkissjónvarpinu afþakkaði að
fjalla um þá tíundu. Það gæti verið gott
verkefni fyrir bókmenntafræðinga að
athuga hvort söluhæstu skáldin væru
ekki jafnframt fjölskyldufólk undan-
tekningarlítið, og hvort bækur þeirra
fjölluðu ekki einmitt mikið um slík fjöl-
skylduvandamál. Og hvort slíkt vægi
ekki þyngra en að þau hrærðust á
venjulegum vinnumörkuðum; sem
mun öllu fátíðara. Og þá einnig hvort
dæmigerði lesandinn væri ekki fremur
heimavinnandi húsmóðir en einhleyp-
ur karlmaður?
Allavega þykir mér að Kiljan Egils
snúist æ meira um viðtöl við kvenkyns
rithöfunda sem eru að bera brjóst sín í
fjölskyldumálum, en um verkin sjálf að
öðru leyti. Þannig er nú sjaldan lesið
upp úr verkunum orðrétt þar á bæ.
Þó er það svo að okkur einhleypu
skáldunum er ekki alls varnað í fjöl-
skyldumálum. Þannig hef ég kapp-
kostað að teljast einnig sem ástarljóða-
skáld í gegnum tíðina, og stuðst þá
þess heldur við einhleypingsleg ástar-
ævintýri mín forðum. Og öll höfum við
frá áleitnum fjölskylduminningum að
segja úr okkar eigin uppeldi. Og svo
verða vinnustaðir fólks oft að einhvers
konar uppbótarfjölskyldu. Um allt
þetta fjalla ég í nýju ljóðabók minni,
Lífljóðum. En með því ljóðabókaum-
fjallanir eru nú orðnar sjaldséðar í
blöðum, vil ég hér tíunda slíka ljóða-
titla úr bók minni:
Af ástarljóðum get ég nefnt titlana:
Lýkea svarar Hórasi; Eykonan Saffó;
Náttfiðrildi; Nálægðarhringir; Í ferm-
ingarveislum; Tunglið taktu mig;
Augnaráðið glettna.
Af súrsætum vinnustaðaljóðum get
ég nefnt: Hofgyðjur og ellikvef; Ösku-
dagshattaball; Dordingull nú dauðinn
er; Söngkonan svarar manni sínum;
og: Hvaða fólk var þetta eiginlega?
Af æskuminningaljóðum eru: Ævi
mín; Seinheppni strákurinn; Sverða-
dansarinn; Ljúflingurinn ég; Sumarið
var að kveðja; og: Þetta með eplatréð.
Svo eru ljóð sem fjalla um venjulegri
viðfangsefni fjölmiðla, svo sem stríð og
óeirðir:
Fífldjarfasti Rómverjinn; Þeir
kunna að reiðast; Fáfengilegur mót-
mælandi; Hlutskipti mannsins; Sjúk-
leg hringrás; og: 1970, 1940 og 2012.
Þá eru það ljóð sem fjalla um líf rit-
höfunda fyrst og fremst. Þau heita:
Fólk hefur ekki áhuga; Attískar næt-
ur; Ég hef áður ort; Nú er skáldskap-
urinn; Anýta hin spartverska; Súlpikía
hin rómverska; Þið vesælu blekberar
Alexandríu; og: Úr ferðabókum Ro-
berts Graves.
Að lokum er ljóð sem fjallar einkum
um heiðin trúmál, en það heitir:
Mnemosyne og Hera.
Eru þá upptaldir titlarnir í þessari
bók. (En þess má geta að Morgun-
blaðið hefur birt eftir mig ígildi
tveggja ljóðabóka í gegnum tíðina og
fjallað um átta þeirra).
Menn hafa sýnt háttbundnum ljóð-
um mínum óvæntan áhuga. Því vil ég
nú sýna lesendum hið eina slíka sem er
að finna í ljóðabók minni nýju; en það
heitir: Dordingull nú dauðinn er:
„Giska illskar taldi þá / glyrnur
grænar köngulóar / er eg forðum inn í
sá. / Smásjá lýsti stjörnur fjórar. /
Virtist viðbúin að grípa / mig með
loðnum víga-töngum; / væri ég sem ve-
sæl títla / föst í slímnets-vefi löngum. /
Þeirri sýn eg þegi vildi / mjúklimaðri
þöll með deila / þeirri’ er með mér
skoða skyldi / skrípi þetta; miður heil-
agt. / Núna nándin önnur er: / starfs-
systkin í neti stóru / bíða þess er vera
ber: / bara gamla fólkið tóri. / Dording-
ull nú dauðinn er, / dandalast sem
hjartans móri.“
TRYGGVI V. LÍNDAL,
skáld og menningar-
mannfræðingur
Viðfangsefni einhleypra skálda
Frá Tryggva V. Líndal
Tryggvi V. Líndal
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga
• Góðir tekjumöguleikar
• Þekkt vörumerki
• Sveigjanlegur vinnutími
Allar nánari
upplýsingar á
www.avon.is
og í síma 577 2150
Við leitum af sölufulltrúum um land allt
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla
A81
Hönnuðir: Atli Jensen og
Kristinn Guðmundsson
Verð frá: 27.800,-
www.facebook.com/solohusgogn