Morgunblaðið - 28.02.2013, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013
✝ Egill Gr.Thorarensen
fæddist á Sel-
fossi 17.11. 1944.
Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 18.
febrúar sl. For-
eldrar hans voru
Grímur E. Thor-
arensen, f. 6.6.
1920, d. 3.8.
1991, og Bryndís
G. Thorarensen,
f. 22.9. 1918, d. 12.10. 2008.
Systkini hans eru: Kristín, f.
1942, Guðríður Margrét, f.
1943, Grímur Þorsteinn, f.
1943, d. 1975, Guðlaugur, f.
1946, Bergljót, f. 1950, d.
15.5. 1967, Daníel, f. 1955, og
Sigurður, f. 1958.
Egill kvæntist Guðrúnu
Tryggvadóttur 7.3. 1970, son-
ur þeirra er Grímur E. Thor-
hann til Braunschweig þar
sem hann sérhæfði sig í nið-
urlagningu matvæla. Eftir
heimkomuna frá Þýskalandi
hóf hann störf sem fram-
leiðslustjóri við Norðurstjörn-
una í Hafnarfirði og starfaði
þar uns hann fluttist til Siglu-
fjarðar. Þar tók hann við
starfi framkvæmdastjóra
Siglósíldar hf. Eftir að hann
fluttist til Reykjavíkur gerðist
hann meðeigandi og tók við
rekstri Síldarrétta hf. sem
hann rak næstu 11 árin. Eftir
að hann hætti eigin rekstri
vann hann við hin ýmsu störf.
Hin síðari ár átti Egill við
vanheilsu að stríða.
Egill gekk í Lionsklúbb
Siglufjarðar og stóð sá klúbb-
ur fyrir stofnun fyrsta lio-
nessuklúbbs landsins 1979.
Hann varð fyrsti formaður
Lionsklúbbsins Víðarrs í
Reykjavík 1983, en í hans for-
mannstíð stofnuðu þeir fé-
lagar Lionessuklúbbinn Eir.
Útför Egils fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 28. febr-
úar 2013, og hefst athöfnin
kl. 11.
arensen, f. 18.5.
1970, hann á syn-
ina Egil og Darra
Má. Egill og Guð-
rún skildu.
Egill var í sam-
búð um tíma með
Þórunni Gests-
dóttur. Núverandi
kona Egils er Ás-
dís Matthíasdóttir
frá Siglufirði, for-
eldrar hennar voru
Katrín Júlíusdóttir
frá Siglufirði og Matthías
Helgason frá Hnífsdal. Dætur
Ásdísar eru Katrín, f. 1972,
og Agnes, f. 1974. Á náms-
árunum í Þýskalandi eign-
aðist Egill dótturina Jeanine
með Sybille Saul.
Egill fór sem ungur maður
til Hamborgar og lauk þar
þriggja ára námi sem mat-
vælafræðingur, þaðan fór
Margt kemur upp í hugann
þegar komið er að kveðjustund
Egils. Kynni okkar hófust fyrir
bráðum 17 árum, þegar Egill hóf
sambúð með móður okkar Ásdísi.
Við vorum svo glaðar fyrir hennar
hönd þar sem við fluttumst báðar
til Noregs um þetta leyti og höfum
búið þar síðan.
Egill var okkur mjög kær og
eigum við margar ljúfar minning-
ar um góðan mann sem við mun-
um varðveita í hjörtum okkar um
ókomin ár með þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast honum.
Okkur finnst það svo skrýtið að
hann skuli vera farinn frá okkur.
Sorgin er mikil, en við vonum að
þér líði betur á nýjum stað, laus
undan þjáningum þessa hræði-
lega sjúkdóms sem heilabilun er.
Hann var einstaklega notaleg-
ur maður með þægilega nærveru
og manni leið alltaf svo vel í návist
hans. Undir rólegu yfirborði hans
leyndist þó skemmtilegur húmor
og stutt var í stríðnispúkann sem
skemmti okkur margoft. Við eig-
um eftir að sakna þíns stríðnislega
og fallega bross.
Eftirminnilegur er tíminn þeg-
ar þú komst til Noregs og dvaldir
hjá okkur í nokkra mánuði, þar
sem þú hjálpaðir okkur við ým-
isleg verk. Á þessum tíma fengum
við ennþá frekari staðfestingu á
því hversu indæll maður þú varst,
þægilegur, rólegur og kurteis í
alla staði.
Síðastliðin ár hrakaði þér mikið
út af veikindum þínum. Þó svo að
sjúkdómurinn hafi tekið yfirhönd-
ina hin síðari ár, þá erum við vissar
um að þú þekktir okkur þegar við
komum í heimsókn til þín. Það
sáum við á þínu einlæga og glettn-
islega brosi sem við munum alltaf
minnast.
Við kveðjum þig nú með þakk-
læti og söknuði fyrir allar
skemmtilegu stundirnar með þér,
elsku Egill.
Katrín og Agnes.
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
mágur minn, Egill Gr. Thoraren-
sen, sem lést á hjúkrunarheimilinu
Mörk 18. febrúar eftir erfið veik-
indi.
Egill var ljúfur maður og hæg-
látur, en þó fjarri því að vera skap-
laus og átti það jafnvel til að vera
þrjóskur, sem oft getur verið já-
kvæður eiginleiki. Hann var bros-
mildur, léttur í skapi og þægilegur
mjög í allri umgengni. Hláturmild-
ur á góðum stundum og skemmti
sér jafnan vel í góðra vina hópi.
Þannig man ég hann best, enda
hittumst við oftast á slíkum stund-
um og þær voru margar. Gamlárs-
kvöld, þorrablót og helgarferðir út
á land, sem Grímur og Bryndís,
foreldrar hans, stóðu fyrir og
skipulögðu fyrir sinn stóra barna-
hóp, tengdabörnin og barnabörn.
Egill lagði jafnan sitt af mörkum
til að gera þessar ferðir að fjör-
ugum og skemmtilegum ættar-
mótum. Margar fleiri góðar minn-
ingar á ég um samskipti við Egil.
Frá Siglufirði, þar sem hann starf-
aði sem framkvæmdastjóri Sigló-
síldar, og frá Síldarréttum hf. sem
Egill stofnaði og rak um árabil í
Kópavogi og Reykjavík, en Egill
var sérfræðingur í verkun og nið-
urlagningu á silfri hafsins – síld-
inni, og hafði lært þá iðn í Þýska-
landi. Ég minnist Egils á
golfvellinum og sérstaklega er
minnisstæð myndin af honum og
Guðlaugi, bróður hans, þegar þeir
tóku land í Þorlákshöfn eftir að
hafa siglt á lítilli skútu yfir hafið
alla leið frá Noregi. Slíkt er ekki á
allra færi og krefst krafta, áræðis
og nokkurrar þrjósku, einkum ef
menn fá vond veður og þjást af sjó-
veiki í upphafi ferðar. Allt þetta
hafði Egill til að bera og að auki
var hann glæsilegur á velli þannig
að eftir var tekið.
Það var því erfitt og átakanlegt
að fylgjast með alvarlegum heila-
sjúkdómi grafa um sig og ná tök-
um á þessum hrausta og myndar-
lega manni á besta aldri og leggja
hann að lokum að velli 68 ára að
aldri. En þótt líkaminn gæfi sig
smátt og smátt í veikindunum og
Egill hætti að geta tjáð sig með
orðum, var fallega brosið hans til
staðar fram á síðustu stund og
mun lifa í minningunni.
Ásdís, kona Egils, reyndist hon-
um einstaklega vel í veikindunum,
og hjá henni fór allt saman, fórn-
fýsi, næmur skilningur, umburð-
arlyndi og ástúð. Aðrir ástvinir
Egils fá henni seint fullþakkað og
við Systa vottum henni okkar
dýpstu samúð. Einnig ber að
þakka starfsfólkinu á Mörk fyrir
frábæra umönnun og hlýju sem
það sýnir sjúklingum sínum og að-
standendum þeirra.
Þórður Ásgeirsson.
Kveðja frá félögum í
Lionsklúbbnum Víðarri
Fyrir rúmlega 30 árum komu
nokkrir ungir menn saman að
frumkvæði Lionsklúbbsins Týs.
Tilgangurinn var að stofna nýjan
lionsklúbb, sem skyldi myndaður
af félögum úr lionsklúbbum af
landsbyggðinni, sem flutt höfðu til
höfuðborgarsvæðisins annars veg-
ar, og hins vegar af félögum úr JC
hreyfingunni, sem höfðu þurft að
ganga úr henni vegna aldurs.
Einn af þessum mönnum var
Egill Thorarensen, sem þá var ný-
fluttur til Reykjavíkur eftir að
hafa búið á Siglufirði um nokkurt
skeið. Þar hafði hann verið félagi í
Lionsklúbbi Siglufjarðar og tekið
virkan þátt í starfi þess klúbbs.
Niðurstaðan varð að stofnaður
var lionsklúbbur, sem ákveðið var
að kenna við ásinn Víðarr.
Skemmst er frá því að segja að
Egill var kjörinn til þess að vera
fyrsti formaður Lionsklúbbsins
Víðarrs. Tókst Agli og samstjórn-
endum hans þegar á fyrsta starfs-
árinu að skapa góðan og skemmti-
legan lionsklúbb, og kom reynsla
hans frá starfi í Lionsklúbbi Siglu-
fjarðar þar að góðum notum.
Þannig átti Egill drjúgan þátt í
að móta starf Víðarrs til frambúð-
ar. Tók hann ávallt góðan þátt í
öllu félagsstarfi klúbbsins. Eitt af
sérstökum áhugamálum hans í
lionsstarfinu var að fá konur til liðs
við lionshreyfinguna. Átti hann
m.a. hlut að því að stofnaður var
lionessuklúbbur á Siglufirði. Fljót-
lega eftir stofnun Víðarrs beittu
Víðarrsfélagar sér fyrir stofnun
kvennaklúbbs sem hlaut nafnið
Lionsessuklúbburinn Eir. Á þess-
um tíma höfðu konur ekki full rétt-
indi í lionshreyfingunni, og var
Agli mikið áhugamál að konur
fengju full réttindi innan hreyfing-
arinnar. Ekki liðu mörg ár þar til
fengu konur síðan full réttindi sem
lionsmenn. Fyrir allt hans starf í
þágu klúbbsins veittum við félagar
hans honum æðstu viðurkenningu
sem lionsklúbbur getur veitt, er
hann var gerður að Melvin Jones
félaga árið 1994.
Nú að Agli látnum viljum við
vinir hans og félagar í Lions-
klúbbnum Víðarri þakka honum
fyrir allar ánægjulegar samveru-
stundir og allt hans starf í þágu
klúbbsins. Aðstandendum vottum
innilega samúð.
Félagar í Lionsklúbbnum Víð-
arri,
Pétur Már Jónsson
og Helgi Gunnarsson.
Egill Gr.
Thorarensen
Elsku amma. Minningar mín-
ar um þig streyma fram og ylja
um hjartarætur. Þín er svo sárt
saknað.
Þú varst svo sterk. Við höfð-
um svo mikla trú á þér og þú á
sjálfri þér um að komast af
spítalanum og heim í kotið og
fá þér þorramat og sel, okkar
upplifun var að þinn tími væri
ekki kominn elsku amma. Þú
stefndir að því að verða 110
ára. En nú ertu komin upp til
Ottós afa og afa Guðlaugs að
Ingibjörg
Valdimarsdóttir
✝ IngibjörgValdimars-
dóttir fæddist í
Svefneyjum á
Breiðafirði 29.6.
1925. Hún andaðist
á sjúkrahúsi Sel-
foss 26. janúar
2013.
Jarðarför henn-
ar hefur farið fram
í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
sjá um þá eins og
þú gerðir best. Þú
talaðir alltaf um að
þú hefðir viljað
verða hjúkrunar-
fræðingur/ljósmóð-
ir og þar sem þú
hafðir ekki tök á
því óskaðirðu þess
að eitthvert barna-
barnanna færi í
þetta og myndi
hjúkra þér þegar
að því kæmi, enda varstu rosa-
lega stolt af Guðrúnu hans
Gumma því hún er hjúkrunar-
fræðingur. Þú varst svo ánægð
þegar ég tjáði þér að ég væri
farin að læra hjúkrun, varst svo
himinglöð að allir læknar og
hjúkrunarfræðingar sem sáu
um þig fengu sko að heyra
þessar æðislegu fréttir.
Amma Ingibjörg var sko
ekta amma. Pönnukökurnar
hennar ömmu voru bestu
pönnsur í heimi, ömmupönnsur,
hún var alltaf til í að henda í
þær þegar við krakkarnir kom-
um í heimsókn og fannst það
bara minnsta mál, enda eld-
snögg að þessu. Hún var og er
alltaf kölluð prjónaamman, hún
dáði að prjóna. Prjónaði á allt
og alla og einnig til að selja, fá
smáaukapening. Elskaði sel,
skötu, sveskjur, döðlur og fleira
skrítið, þetta var hún bara alin
upp við. Held ég hafi borðað
lífsbirgðir mínar af sveskjum
hjá henni þegar ég var yngri.
Um daginn sagðir þú mér
sögu af því að þegar ég var
yngri hafðir þú alltaf áhyggjur
af því að ég borðaði ekki neitt
svo þú þurftir að plata mig smá
og bjóst til kleinur til að fara
með til Ottós afa á Landakot
svo ég myndi borða á leiðinni
og með honum. Þú stakkst upp
á því að gefa öndunum líka smá
en ég vildi bara drífa mig til
Ottós afa og sýna honum Andr-
ésblaðið mitt, þá var hann orð-
inn rosalega veikur og ég skildi
ekkert í því.
Þú hafðir alltaf nóg um að
tala og segja okkur sögur. Allt-
af þegar einhver var búinn að
vera rosalega lengi í símanum
vissi maður alveg hver var á
línunni, hún amma. Hafðir allt-
af nóg að segja. Þú talaðir alltaf
mikið um Flatey og mig langaði
alltaf að fara með þér. Þegar þú
sagðir mér að þar væri engin
sturta var ég ekki alveg eins
ánægð en þú sagðir að það væri
nú samt hægt að þrífa sig. Ég
ætlaði til Flateyjar í sumar með
þér, en nú förum við systkinin
bara og þú með okkur í anda.
Við systur vorum mikið hjá
þér þennan lokamánuð, þetta
var eiginlega bara annað lög-
heimilið okkar og eitt kvöldið
sem við sátum hjá þér talaðir
þú mikið við okkur systur og
varst rosalega skýr. Þú sagðir
alltaf „elskurnar mínar“ þegar
þú sást okkur systur sitja hjá
þér og við sögðum að við elsk-
uðum þig, þá sagðir þú „æ það
er nú gott“.
Ég keypti lítinn lambab-
angsa sem var hjá þér svo þú
yrðir ekki ein, bangsinn fékk
nafnið Bogga kibbakibb, enda
varstu kölluð Bogga. Hún
minnir mig núna alltaf á þig og
þessa tíma.
Elsku amma, þín er sárt
saknað og minningar mínar um
þig gleymast ei. Ég sakna þín!
Hvíldu í friði elsku amma
mín.
Ólína Kristjana Arnfjörð
Kristjánsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR LÁRUSSON
frá Grundarfirði,
Álfhólsvegi 99,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 24. febrúar á
Landspítalanum í Fossvogi.
Útför hans fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi þriðjudaginn
5. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonssamtökin á
Íslandi.
Elín Dagmar Valdimarsdóttir,
Ragnheiður K. Sigurðarsóttir, Jón Erlendsson,
Helga Gróa Sigurðardóttir, Jan E. Bjerkli,
Halldóra Dröfn Sigurðardóttir, Einar Vilhjálmsson,
Guðrún M. Sigurðardóttir,
Valdimar Sigurðsson, Halla Norland,
Elínborg Sigurðardóttir, Arnar Geir Nikulásson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
ODDFRÍÐUR LILJA HARÐARDÓTTIR
hjúkrunarkona,
Hörðalandi 16,
lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt
16. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn
1. mars, kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Karitas, hjúkrunar- og
ráðgjafarþjónustu.
Þórður Guðmannsson,
Hörður J. Oddfríðarson, Guðrún Björk Birgisdóttir,
Arnar Oddfríðarson, Berglind Rós Davíðsdóttir,
barnabörn og bræður hinnar látnu.
Það var ekki fyrr en í dag,
fimmtudaginn 21. febrúar, sem
mér bárust fregnir af að látinn
væri vestur á Ísafirði Páll Sig-
urðsson, gamall vinur minn og
samherji. Páll og eiginkona
hans, Palli og Fríða, eru meðal
þeirra Ísfirðinga sem ég minnist
allt frá barnæsku. Þau voru bæði
ákafir stuðningsmenn Alþýðu-
flokksins, bæði voru þau fylgin
sér, dugleg og ósérhlífin og með-
al bestu vina foreldra minna.
Þegar ég kom svo aftur heim til
þess að hefja minn þingmanns-
feril, sem stóð nær óslitið í hátt í
þrjá áratugi, voru þau hjónin í
hópi traustustu fylgismanna.
Mátti ávallt reiða sig á þau jafnt
í sókn sem í vörn.
Páll var þá og lengi síðan
mjólkurbússtjóri á Ísafirði og
konan hans, hún Fríða, vann í
mjólkurbúðinni meðan sú búð
var rekin sem sérstök verslun
eins og gert var á þeim árum.
Þau hjón eru mér mjög minn-
isstæð. Páll meðalmaður á vöxt,
grannur, snarplegur og léttur á
fæti. Vel að manni. Kjarnakarl.
Páll missti hana Fríðu sína
þegar þau voru komin á efri ár
Páll Sigurðsson
✝ Benjamín PállSigurðsson
fæddist 15. maí
1917 í Hnífsdal.
Hann lést 15. febr-
úar sl. á Fjórðungs-
sjúkrahúsi Ísafjarð-
ar.
Útförin fór fram
frá Ísafjarð-
arkirkju föstudag-
inn 22. febrúar
2013.
en lifði lengi eftir
lát konu sinnar. Síð-
ast lágu leiðir okkar
Páls saman fyrir
tveimur sumrum
þegar ég heimsótti
dóttur hans, Kar-
ítas, og Baldur, eig-
inmann hennar.
Páll var þá heima
hjá þeim þegar ég
kom og þótt aldur-
inn væri hár var
hann enn kátur og glaður, hafði
ekki mikils misst í líkamlegum
þrótti og einskis í andlegum
þrátt fyrir háan aldur. Mynd var
tekin af okkur Páli þar sem við
sátum saman úti fyrir íbúðarhúsi
þeirra hjóna, Karítasar og Bald-
urs. Þá mynd á ég og varðveiti.
Dóttir þeirra hjónanna, Palla
og Fríðu, er Karítas, gömul
skólasystir mín og góður félagi
og vinur. Hún var eins og for-
eldrar hennar sannur jafnaðar-
maður og vann öll sín verk hvort
heldur var fyrir jafnaðarstefn-
una ellegar verkalýðshreyf-
inguna á Vestfjörðum af mikilli
elju og einstakri trúmennsku.
Hún fékk að njóta samvista við
föður sinn allt til hans hinstu
stundar. Var mjög kært með
þeim og milli þeirra ríkti gagn-
kvæmt traust og trúnaður.
Þótt seint sé – útförinni lokið
– vil ég kveðja þennan gamla vin
minn, Pál Sigurðsson, með síð-
búnum orðum. Gömlum vinum
og samherjum mínum á Vest-
fjörðum fækkar nú óðum enda
færast árin yfir. Með Páli er
genginn einn sannasti og traust-
asti meðal margra.
Sighvatur Björgvinsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn,
svo og æviferil. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar