Morgunblaðið - 28.02.2013, Síða 33

Morgunblaðið - 28.02.2013, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 andi að aka henni um allan bæ og fá innsýn í hennar stundaskrá. Fundur hér og þar, skila inn grein til Morgunblaðsins og sendast með Ásgerðarmarmelaði til ættingja. Þá fórum við gjarn- an með henni á tónleika og leik- sýningar og hún mætti sjálf á alla tónleika sem við tókum þátt í. Skömmu fyrir andlátið heimsótt- um við hana öll þrjú og sögðum henni að öll værum við komin í söngnám. „Það gleður mig að þið skulið leggja stund á fegurð, söngurinn fegrar lífið.“ Nærvera þín og stuðningur hefur fegrað líf okkar, elsku Ásgerður. Far vel. Hildur Guðný, Ólafur Torfi og Ásgerður Ólöf. Í ævi allra manna skiptast á tímabil, löng og stutt, þar sem við tökumst á við fjölbreytni lífsins. Þáttaskilin eru sum skýr og af- gerandi en önnur skynjum við á dýpri máta, við kveðjum gamla tíma og heilsum nýjum. Lát Ás- gerðar frænku minnar á 94. ald- ursári kom ekki á óvart en með því eru þó orðin þáttaskil í lífi okkar frændsystkinanna, nú hafa systkinin á Gautlöndum öll kvatt okkur. Gjafir þeirra til okkar sem eftir lifum voru stórar, ekki endi- lega efnislegar en þeim mun efn- ismeiri. Hugsjónir, réttlætis- kennd og heiðarleiki voru aðall þeirra allra. Ásgerður var elst systkina sinna og lifði lengst. Hún var í senn hinn sístritandi ábyrgðar- fulli bóndi, barnakennari og upp- fræðari, unnandi allrar fegurðar, menningarfulltrúi frænda sinna og vina, en einnig borgardaman með stóra hattinn á kaffihúsi, hugsjónamanneskja í pólitík og náttúruverndarmálum. Ásgerður bauð mér stundum á stefnumót við tímann. Ein minn- ing um það hefur leitað sterkt til mín. Ég var 12 ára í sveit á Gaut- löndum og við fórum saman í dagsferð með nokkrar kindur vestur í heiði. Við fórum ríðandi með nesti í gömlum hnakktösk- um. Þennan dag bast ég forfeðr- um mínum, gróðrinum í heiðinni og fegurðinni í góðu mannlífi, sterkum böndum. Ásgerður fræddi mig um gamla tíma á sama tíma og hún ræddi um framtíðina, búskap, menntun, náttúruvernd og margt fleira. Hún talaði við mig sem fullorðna og gaf mér innsýn í það hvernig maður tekst á við lífið með hug- sjónir að leiðarljósi. Eftir því sem árin hafa liðið hefur mér skilist betur hve arfur þessi er mikilvægur og það er því með miklu þakklæti og angur- værri gleði í hjarta sem ég kveð Ásgerði frænku mína . Sólveig Anna Jónsdóttir. Á sinni löngu ævi var Ásgerð- ur móðursystir mín hinn stöðugt miðlandi, gefandi og trausti bak- hjarl sem við öll, fjölskylda og vinir, áttum öruggan, hvað svo sem annars gekk á í lífi okkar. Elstu minningar mínar um Ás- gerði eru frá margra ára sum- ardvöl á Gautlandaheimilinu sem barn. Hún stjórnaði þessu stóra og gestrisna heimili í mörg ár, seinna dvaldi hún þar yfir sum- artímann og gekk þá í öll tilfall- andi verk, gjarnan með krakka- stóðinu sem var þar í sveit eins og kallað var. Hún átti eftir að verða vinur, stundum besti vinur margra okkar. Hún var gáfuð, andrík og skemmtileg, öll heims- ins málefni, smá og stór, voru henni viðkomandi og það fundum við börnin. Það var aldrei lognmolla í kringum Ásgerði. Hún var hug- myndarík, gagnrýnin og hápóli- tísk í hugsun, vinstrisinnuð fram í fingurgóma. Hún barðist fyrir jafnrétti hvar sem henni fannst á skorta. Hún elskaði landið sitt, og var gallhörð í mótmælum sín- um gegn stórum virkjunarfram- kvæmdum og öðrum pólitískum stórmennskuáformum. Það varð ekki hjá því komist að taka af- stöðu gagnvart umræðuefninu þegar Ásgerður átti í hlut, enda hafði hún lítinn skilning á and- vara- og skoðanaleysi þorra fólks á þjóðmálunum. Maður var henni ekki alltaf sammála, fór stundum æstur og upprifinn af hennar fundi, en alltaf með víðari sýn, kannski nýtt sjónarhorn eða jafnvel nýtt áhugamál. Ásgerði var ákaflega annt um íslenska menningu, jafnan rétt til náms, rétt barna. Eitt af hjartans áhugamálum hennar var íslenskt mál og málnotkun, og nemendur hennar hafa sagt mér að hún hafi haft einstakt lag á að vekja áhuga þeirra á málfræði. Eftir áratuga búsetu erlendis bað ég hana að leiðrétta málfar mitt þegar með þyrfti. Hún gladdist yfir beiðn- inni, leiðrétti mig oft, og ævin- lega af stakri nærgætni. Nú hefði sannarlega verið gott að geta leitað til hennar til að lesa yfir þessar línur. Ásgerður átti ótal vini og kunningja úr öllum þjóðfélags- stéttum og gerði aldrei upp á milli fólks. Sjálf var hún mikill bóhem og fór sínar eigin leiðir. Henni var annt um eigið sjálf- stæði og þoldi illa ef henni fannst einhver vilja ráðskast með sig. Hún var afar skilningsrík á breyskleika manneskjunnar og gaf sér ávallt tíma til að sinna þeim sem áttu erfitt með að fóta sig í samfélaginu. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Ásgerði að. Hún auðgaði líf mitt og var mér ásamt foreldrum mín- um, systkinum og eiginmanni kærust allra. Anna Áslaug Ragnarsdóttir. Elsku Ásgerður frænka hefur yfirgefið þennan heim. Eftir að amma Sigga dó gekk Ásgerður okkur í ömmustað og það var alltaf jafn spennandi að fá hana í heimsókn. Reyndar líka stundum þreytandi, því hún var alltaf að leiðrétta okkur eða láta okkur hafa eitthvað fyrir stafni (þá helst að læra). Hún var stöðugt að leggja fyrir mann verkefni, til dæmis heimagerð íslenskuverk- efni, sem hún hafði handskrifað og síðan afritað með kalkipappír. Ásgerður var frábær kennari, einn sá besti sem við höfum kynnst. Hún hafði óbilandi trú á okkur og lét mann ekki komast upp með neina vitleysu. Okkur verður til að mynda alltaf hugsað til Ásgerðar þegar einhver talar um „mikið af fólki“. Maður á nefnilega að segja „margt fólk“, augljóslega. Við munum alltaf búa að þekkingunni og vinnu- brögðunum sem Ásgerður færði okkur í skaut. Ásgerður var óþreytandi. Hún var stöðugt að strauja, þrífa, mótmæla, skrifa greinar, kenna, segja sögur (t.d. af Hlina kóngs- syni og Smjörbita – þær voru allavega í uppáhaldi) eða baka pönnukökur og kleinur. Við mun- um aldrei gleyma Ásgerði í kleinubakstri heima í Smiðju- götu. Minningin er ljóslifandi: Ásgerður í „full swing“ (afsakaðu slettuna frænka!) á brjóstahald- aranum, með svuntu og plast- poka á hausnum, fjöldafram- leiddi bestu kleinur sem fyrirfundust á þessari jörð, litlar, sætar og stökkar. Kleinurnar mörg hundruð enduðu í litlum nestispokum en voru að sjálf- sögðu langbestar nýbakaðar og volgar. Svo auðvitað stalst maður inn í eldhús til að næla sér í poka, áður en þeir lentu í frysti, en maður varð að vera snöggur. Ásgerður var stolt kona, en ástrík og einstaklega hjartagóð. Aldrei talaði hún illa um eða nið- ur til fólks – frekar voru það sumar hugmyndir fólks sem hún var ósammála, en það mátti alltaf skeggræða allt og allan heiminn við hana. Ásgerður var algjört partídýr, þótti gaman að vera innan um fólk, reykja, syngja, dansa og hlæja. Hún var svo mik- il dúlla. Hún hafði sterkar skoð- anir á langflestu sem um var að vera, einkum þó pólitík og nátt- úruvernd, því hún var líka svo mikill töffari. Einnig hafði hún miklar mætur á listum hvers konar, einkum tónlist og leiklist. Hún talaði oft um hvað Böðvar bróðir hennar var frábær leikari og vildi helst að Tómas færi út í leiklist, en var þó alltaf til í að ræða við hann um tölvur og tækni þegar það bar á góma. Einnig var hún óþreytandi að hvetja Dísu áfram á söngferlin- um sem hún virtist hafa einhvern djúpstæðan skilning á og mætti á alla tónleika þar sem Dísa var að syngja. Við áttum alltaf gott bak- land í Ásgerði frænku. Ásgerður var sannarlega ein- stök kona og búum við systkinin ákaflega vel að því að hafa þekkt hana og umgengist. Elsku Ás- gerður, takk fyrir allt, fróðleik- inn, skemmtilegheitin, væntum- þykjuna, samveruna. Þú verður með okkur um alla framtíð. Herdís Anna og Tómas Árni. Kveðja frá Varmárskóla Ásgerður Jónsdóttir kenndi við Varmárskóla í 22 ár, 1967- 1989, og gat sér þar orð sem frá- bær kennari og félagi, jafnt barna sinna sem samstarfsfólks. Einhver sagði um hana að hún hafi verið „kennari fram í fing- urgóma“ og það var sannarlega rétt. Allt sem hún tók að sér var vel gert. Til dæmis skrifaði hún fundargerðir frá kennarafundum allan þann tíma, sem hún kenndi við skólann. Þær fylla margar þéttskrifaðar bækur og eru mikl- ar heimildir um skólastarf í byggðarlagi, sem tók ótrúlega miklum breytingum á skömmum tíma. Kennarafundargerð 1. september 1980 lauk hún þannig: Á vori hlær oss hugur við því héðan að hverfa í sumarfrí. Er haustið kemur vor kætist lund þá komum vér aftur á vinafund. Nú byrjar senn vort barnastríð blessun fylgi því ár og síð. Henni óx yfirleitt ekkert í aug- um. Hún sá t.d. fram á að áætl- unarferðir úr Hlíðunum í Mos- fellssveitina hentuðu henni ekki nógu vel. Til að mæta því þá vatt hún sér í ökunám, komin um sex- tugt, fékk sér bíl og fór sinna ferða akandi eftir það eins og ekkert væri. Hún var líka félags- málafrömuður, stjórnaði ýmsum leikritum og kenndi gamla dansa eins og vefaradansinn og fleiri slíka. Það var heldur ekki alltaf hægt að reikna út hvað gerðist næst, eins og þegar Ásgerður og Aðalheiður, sem þá voru aldurs- forsetar á „vorblóti“ kennara í Lágholtinu, vöktu skyndilega at- hygli með fjarveru sinni. Þegar betur var að gáð höfðu þær snar- að sér á hestbak og voru óðara horfnar út í sumarnóttina. Þá er sextugsafmæli hennar, 31. maí 1979, minnisstætt þegar allt starfslið skólans fjölmennti til hennar niður í Hlíðar í ógleym- anlega veislu. Þar var yfrið pláss og hjartahlýja. Ef átti að senda einhverjum kveðju frá félögunum var leitað til Ásgerðar. Hún var fljót að koma með gullfallega kveðju í bundnu máli. Okkur langar að til- færa hér dæmi um stöku sem Ás- gerður sendi samstarfskonu okk- ar sem gekk í hjónaband: Lánið blíða leiði þig. Lánið veg þinn merki. Lánið ýti læ á svig. Lán þér fylgi í verki. Ásgerður var ávallt róttæk og pólitísk í jákvæðri merkingu og einlægur friðarsinni. Hún lá ekki á skoðunum sínum án þess að þröngva þeim upp á aðra. Henni var ávallt annt um meðbræður sína – alls staðar. Hún vissi eins og skáldið Tómas, að „… hjört- um mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.“ Ásgerð- ur mætti í friðargöngur og kerta- fleytingar í þágu friðar meðan fæturnir báru hana og oftar en ekki var hún mætt á ráðstefnur og fundi um hin ólíkustu málefni, því hún var stöðugt í leit að meiri þekkingu, meiri visku og átti hún þó ærna fyrir. Við, sem vorum svo lánsöm að fá að starfa með Ásgerði Jóns- dóttur í Varmárskóla, söknum hennar og sendum henni hinstu kveðju með þessum fátæklegu línum. F.h. kennara og starfsfólks Varmárskóla 1967-1989, Birgir B. Sveinsson. Við Ásgerður hittumst fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hún var sjötug, ég 25 ára. Aldursmunur- inn skipti ekki máli, við náðum strax saman, eignuðumst trúnað hvor annarrar. Reyndar var það einn af helstu bónusum þess að eignast Hjálm- ar sem eiginmann að ég fékk að kynnast Ásgerði og Böðvari heitnum bróður hennar og bind- ast þeim vinaböndum. Frá fyrstu tíð tóku þau mér opnum örmum og sýndu mér ávallt einstaka al- úð, elsku og áhuga. Bæði voru þau sönn náttúrubörn, sem unnu sveitinni sinni og landinu öllu. Ég á þeim það ekki síst að þakka að hafa ræktað með mér ást á ís- lenskri náttúru. Þeir sem kynntust Ásgerði vel komust fljótt að raun um hennar góðu kosti. Óþrjótandi lífskraft- ur, baráttuvilji og bjartsýni, þrautseigja og þrjóska, allt eru þetta eiginleikar sem lýsa henni vel. Öll börn og ungmenni sem umgengust Ásgerði fengu að kynnast gæsku hennar og gjaf- mildi og nutu þekkingar hennar á íslenskum fræðum og máli, ljóð- um, þulum og skáldskap. Alls þessa fengu börnin mín tvö, Nína og Snorri, sannarlega að kynn- ast, í þau ótal skipti er Ásgerður gætti þeirra, í styttri og lengri fjarveru foreldranna. Í mínum huga stendur þó bar- áttukonan Ásgerður Jónsdóttir upp úr. Henni var ekkert mann- legt óviðkomandi og hún lét sér ekki nægja að takast á um mál- efnið, við eldhúsborðið, þótt þar væri hún oft í essinu sínu. Grein- ar hennar um frið og gegn stríði, um réttindi og gegn ranglæti, um mennsku og gegn vonsku, sem birst hafa í íslenskum fjölmiðlum og tímaritum, skipta mörgum tugum. Í þeim var hún ætíð mál- efnaleg og hver einasta þeirra út- hugsuð. Í stuttri úttekt sýnist mér sú fyrsta hafa birst á sjötta áratug síðustu aldar og bíður það verkefni fjölskyldunnar að safna skrifum Ásgerðar saman og gera aðgengileg. En Ásgerður lét sér ekki nægja að skrifa greinar. Hún var aktífisti og gekk í, að ég held, hver einustu friðarsamtök sem stofnuð hafa verið í landinu og var ein þriggja kvenna heiðurs- félagi í Menningar- og friðarsam- tökum kvenna. Hún starfaði með stjórnmálaflokkum sem létu sér annt um alþýðufólk, friðarbar- áttu um heim allan, jafnrétti kynja og náttúruvernd. Það síð- astnefnda var henni ekki síst hugleikið síðustu ár og er frægt er hún og nokkrir tugir annarra kvenna, margar á áttræðis- og ní- ræðisaldri, stóðu vaktina á Aust- urvelli vikum og mánuðum sam- an og mótmæltu náttúruspjöllum á Austurlandi og ólýðræðislegum vinnubrögðum fyrirtækja og stjórnmálamanna, löngu, löngu eftir að allir aðrir voru búnir að gefast upp á því að mótmæla. Fólki eins og Ásgerði fer fækkandi. Fólki sem allt sitt líf er heilt í sinni hugsjón og tilbúið til að berjast, þrátt fyrir ýmsan mótbyr, fyrir málstaðnum. Fólki sem aldrei setur sjálft sig í for- grunn heldur stendur vaktina, ákveðið en hljótt, einart, traust og bjartsýnt, þess fullvisst að réttlætið sigri að lokum. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæra vin- kona, og haltu áfram baráttunni hvar sem þú ert – það veitir ekki af liðshjálpinni hinum megin frá. Ása Richardsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR VALMUNDSSON frá Móeiðarhvoli, lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli sunnu- daginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 2. mars kl. 14.00. Guðrún Jónsdóttir, Valmundur Einarsson, Elísabet Anna Ingimundardóttir, Hermann Jón Einarsson, María Rósa Einarsdóttir, Guðmann Óskar Magnússon, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir færum við fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Lækjarsmára 8, Kópavogi. Hinrik Lárusson, Lárus Hinriksson, Freygerður Anna Baldursdóttir, Sigurður Hinriksson, Elsa Jenný Halldórsdóttir, Guðbjörg Hinriksdóttir, Bryndís Hinriksdóttir, Konráð Konráðsson, Sigrún Hinriksdóttir, Þórir Gíslason, Ingibjörg Hinriksdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát okkar ástkæra KRISTJÓNS ÞORKELSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Rauða kross Íslands fyrir ómetanlegan stuðning og aðstoð. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra St. Kristjónsdóttir. ✝ Kæru ættingjar og vinir, þökkum ykkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRÖNNU RÓSU VALDIMARSDÓTTUR, Stellu, Strikinu 8, Garðabæ. Nærvera ykkar var ómetanleg. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Holtsbúð, Garðabæ, fyrir alla þeirra alúð og frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Stefánsdóttir, Felix Jóhannesson, Arnþrúður Stefánsdóttir, Gunnar Þór Stefánsson, Hanna Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSRÚN RAGNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Hrafnistu í Kópavogi, síðast til heimilis að Kópavogsbraut 1b, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 1. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Steinunn Karlsdóttir, Jóhann Karlsson, Ragnheiður Björnsdóttir, Þorbjörg Karlsdóttir, Þórir Ingason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓSKAR ÖRN HÁLFDÁNARSON, Hrannargötu 6, Ísafirði, lést á gjörgæsludeild LSH, Fossvogi, sunnu- daginn 24. febrúar. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 2. mars kl. 14.00. Dagný Jóna Jóhannsdóttir, Sigurður G. Óskarsson, Sigríður Laufey Sigurðardóttir, Guðbjörn Þór Óskarsson, Jónína Sigríður Jónsdóttir, Hálfdán Óskarsson, Sigríður Hrönn Jörundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.