Morgunblaðið - 28.02.2013, Side 39

Morgunblaðið - 28.02.2013, Side 39
Forening, 1990-94, var fulltrúi Ósló- arborgar í stjórn Solbu Etterverns- hjem 1992-95, varaformaður lækna- ráðs Dikemark Sykehus 1992-94 og formaður 1994-95, formaður Harald Fröshaugs Minnefond og Minne- forelesning 1994-95, í stjórn Strays Legat og formaður sállækninga- nefndar Geðlæknafélags Íslands 1997-2000, formaður Félags fagfólks í hópmeðferð, FFH 2005-2010, var kjörinn í stjórn The International Association for Group Psychother- apy and Group Processes 2003 og endurkjörinn 2006 og sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 2005- 2006. Einar er án efa fremsti sérfræð- ingur í hópmeðferðum hér á landi: „Þekking mín á meðferðum af slík- um toga hefur aukið skilning minn og áhuga á mikilvægi tjáningarfrels- ins. Okkur hættir til að skilyrða tján- ingu hvert annars á margvíslegan hátt og viðhalda þannig leynd- armálum, en leyndarmál eru óholl fyrir sálina – líka þjóðarsálina. Auk þess er augljós fylgni milli framsæk- inna samfélaga og óþvingaðra sam- skipta einstaklinga. Það er því afar mikilvægt fyrir einstaklinga og sam- félag að stuðla að óþvinguðum tjá- skiptum.“ Fjölskylda Eiginkona Einars er Hulda Jó- hannesdóttir, f. 27.9. 1954, hjúkr- unarfræðingur. Hún er dóttir Jó- hannesar Gíslasonar, f. 4.6. 1929, húsgagnasmíðameistara í Reykja- vík, og k.h., Guðrúnar Erlu Skúla- dóttur, f. 26.7. 1935, fyrrv. verslunar- eiganda. Börn Einars og Huldu eru Unnur Andrea, f. 15.9. 1981, myndlistar- og tónlistarmaður í Berlín; Jóhannes, f. 8.5. 1984, nemi; Anna Guðrún, f. 28.2. 1992, nemi; Sólveig, f. 14.6. 1995, nemi. Alsystkini Einars: Jón, f. 4.8. 1949, athafnamaður í Reykjavík; Karólína, f. 28.1. 1955, iðnaðar- og rekstr- arverkfræðingur hjá LSH, búsett í Garðabæ; Guðmundur, f. 28.1. 1955, vélaverkfræðingur og forstjóri ISS, búsettur í Garðabæ; Guðlaug, f. 11.10. 1956, hjúkrunarfræðingur á LSH, búsett í Garðabæ. Hálfsystir, samfeðra, var Fríða, f. 4.9. 1967, d. 22.12. 2001, barnalækn- ir. Foreldrar Einars; Guðmundur Einarsson, f. 22.8. 1925, d. 24.4. 2007, verkfræðingur og forstjóri, og Unn- ur Andrea Jónsdóttir, f. 1.5. 1925, d. 7.2. 1962, húsfreyja. Úr frændgarði Einars Guðmundssonar Einar Guðmundsson Erlendur Gunnarsson b. á Sturlureykjum er fyrstur hitaði hús sitt með jarðvarma, fyrir rúmum 100 árum Andrea Jóhannesdóttir húsfr. á Sturlureykjum Jón Erlendsson niðursuðufræðingur í Rvík Guðlaug Björnsdóttir kaupkona í Rvík Unnur Andrea Jónsdóttir húsfr. í Rvík Guðríður Hjaltadóttir húsfr. á Karlsstöðum Björn Jónsson hákarlaform. á Karlsstöðum í Fljótum, af Róðhólsætt Guðrún Geirsdóttir af Geirsætt Jóhannes Einarsson b. í Eyvík, af Galtarætt Einar Sigurjón Jóhannesson vélstj. í Rvík Karólína Guðmundsdóttir veflistakona í Rvík Guðmundur Einarsson verkfræðingur og framkvæmdastj. Sigurveig Einarsdóttir húsfr. á Þóroddsstöðum Hjalti Magnús Björnsson stórkaupm. í Rvík Snæbjörn H. Arnalds fyrrv. yfirlæknir í Nyköping Guðmundur Karl Snæbjörnsson heimilislæknir Hólmfríður Björnsdóttir húsfr. í Rvík Guðríður Jónsdóttir húsfr. í Garðabæ Bjarni Benediktsson alþm. og form. Sjálfstæðis- flokksins Guðrún Erlendsdóttir húsfr. á Arnbjargarlæk Sigríður Erlendsdóttir húsfr. á Norðfirði Gerður Helgadóttir myndhöggvari Snorri Helgason myndlistarmaður Aðalsteinn Davíðsson b. á Arnbjargarlæk Davíð Aðalsteinsson fyrrv. alþm. á Arnbjargarlæk Guðrún Davíðsdóttir húsfr. á Grund í Skorradal Davíð Pétursson fyrrv. vþm. Jóhannes Einarsson fyrrv. starfsm Loftleiða og Cargolux) Guðmundur Jónsson b. á Þóroddsstöðum í Öskjuhlíð Sveinn Jónsson trésm. og stofnandi Völundar Margrét Jónsdóttir húsfr. í Rvík Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins og arkitekt Sveinn Sveinsson forstj. Völundar Sveinn Sveinsson forstj. Völundar Sigurður Sveinsson fyrrv.hand- boltakappi Haraldur Sveinsson fyrrv. framkvæmdastj. Árvarkurs Leifur Sveinsson lögfræðingur Júlíana Sveinsdóttir listmálari Sigurveig Sveinsdóttir húsfr. í Eyjum Baldur Johnsen yfirlæknir Sveinn Björnsson listmálari ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is Marteinn Björnsson bygging-arverkfræðingur fæddistað Orrastöðum í Torfa- lækjarhreppi fyrir réttum hundrað árum. Foreldrar hans voru Björn Eysteinsson, bóndi í Grímstungu í Vatnsdal, og Kristbjörg Péturs- dóttir húsfreyja. Albróðir Marteins var Erlendur Björnsson, sýslumaður á Seyðisfirði. Meðal hálfsystkina Marteins, sam- feðra, voru Jónas, b. á Hólabaki; Guðrún, húsfreyja á Guðlaugs- stöðum, móðir Björns Pálssonar, alþm. á Löngumýri, amma Páls Pét- urssonar, fyrrv. ráðherra frá Höllu- stöðum, og langamma Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófess- ors; Sigurgeir, bóndi á Orrastöðum, faðir Þorbjörns prófessors; Þor- steinn, b. í Selsundi á Rangárvöllum, frumbýlingur á Hellu, faðir Björns sagnfræðiprófessors; Lárus, b. í Grímstungu; Eysteinn, b á Guðrún- arstöðum, og Vigdís skólastjóri, síð- ast á Blönduósi. Marteinn lauk stúdetnsprófi frá MA 1936 og lauk cand. polyt.-prófi frá Danmarks Tekniske Höjskole 1944. Hann var verkfræðingur hjá byggingafyrirtækinu Höje- Christjensen í Hurup á Jótlandi, verkfræðingur hjá bæjarverkfræð- ingnum í Reykjavík og hjá Almenna byggingafélaginu hf. er hann hafði eftirlit með byggingu Gönguskarðs- árvirkjunar. Marteinn rak sjálfstæða verk- fræðiskrifstofu í Reykjavík 1950-56 og hannaði þá m.a. Akureyrar- flugvöll. Hann var tæknilegur ráðu- nautur Húsnæðisstjórnar 1956-58 og byggingarfulltrúi Suðurlands með búsetu á Selfossi 1958-83 er hann fór á eftirlaun. Marteinn var félagi í Rotary- klúbbi Selfoss, var forseti klúbbsins og umdæmisstjóri Rotary á Íslandi Eiginkona Marteins var Arndís Þorbjarnardóttir, lengi fulltrúi hjá Fiskifélagi Íslands Börn Marteins og Arndísar eru Björn Marteinsson arkitekt og Guð- rún Marteinsdóttir, PhD og fiskvist- fræðingur. Marteinn lést 22.10. 1999. Merkir Íslendingar Marteinn Björnsson 90 ára Gunnlaugur Pálmason 85 ára Guðný Ingibjörg Hjartardóttir 80 ára Bjarney Guðjónsdóttir Svava Gísladóttir Þór Vignir Steingrímsson 75 ára Jón Benediktsson Vilhelmína Sigurðardóttir Örn Árnason 70 ára Gunnar Hallgrímsson Jóhanna Þormóðsdóttir Jón Eyþór Lárentsínusson Sigurborg Jónsdóttir Tómas Filippusson 60 ára Guðrún Olgeirsdóttir Jóhanna Fjeldsted Jónína Sigurveig Helgadóttir Pétur Kúld Pétursson Ragnar Sigurðsson Sigþóra Jónatansdóttir 50 ára Baldur Jónsson Hlynur Hafberg Snorrason Hrafnhildur Eiríksdóttir Ingimar Örn Pétursson Rósa Björk Jónsdóttir Sigurður Gísli Gíslason 40 ára Atli Már Sigurjónsson Daníel Þór Valsson Garðar Geirfinnsson Guðmundur Jónsson Hálfdan Guðni Gunnarsson Jóhanna Þórunn Gunnarsdóttir Kristinn Elíasson Nilanthi Renuka Baragama Pedro Miguel Leite Alves Sigríður Svala Másdóttir Þórgunnur María Guðgeirsdóttir Þórunn Svava Róbertsdóttir Örn Úlfar Sævarsson 30 ára Brynjar Freyr Heimisson Daniel Roman Klos Gunnar Ingi Ómarsson Jón Ingi Erlendsson Sigurjón Elí Jónsson Teitur Ársælsson Viktor Ingi Jónsson Til hamingju með daginn 30 ára Linda lauk stúd- entsprófi frá VMA, snyrti- fræðiprófi, og er að ljúka BA-prófi í listfræði frá HÍ í vor. Maki: Sigurvin Bjarnason, f. 1989, líffræðingur. Foreldrar: Hjördís Björk Þorsteinsdóttir, f. 1965, smiður og bóndi á Ytra- Brekkukoti, og Gunnar Viðar Geirsson, f. 1950, sjómaður. Stjúpfaðir: Hannes Valur Gunn- laugsson, f. 1963, bóndi. Linda Björk Gunnarsdóttir 40 ára Soffía Rúna fædd- ist í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. Hún starfar í Ási, vinnustofu. Maki: Kristján Þórðarson, f. 1969, starfsmaður hjá Rúmfatalagernum. Bróðir: Sturla Jensson, f. 1973. Foreldrar: Jens Ágúst Jónsson, f. 1949, for- stöðumaður við sund- laugina í Grafarvogi, og Lilja Leifsdóttir, f. 1948, skrifstofumaður. Soffía Rúna Jensdóttir 30 ára Kristjana ólst upp í Reykjavík og er mót- tökuritari á slysadeild. Sonur: Kristján Svanur, f. 2006. Systir: Berglind Ólafs- dóttir, f. 1994, nemi í lög- fræði við HR. Foreldrar: Guðrún Katla Kristjánsdóttir, f. 1961, læknaritari á slysadeild, og stjúpfaðir, Gunnar Svanur Hjálmarsson, f. 1963, bifreiðarstjóri hjá Gámaþjónustunni. Kristjana Ósk Ólafsd. Wendel „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.