Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
Það er aldrei svo að
það sé ein leið fullkomin
í stjórnmálum, hvort
sem hún kallast hægri,
vinstri, frjálslynd,
frjálshyggju-, fé-
lagshyggju- eða jafn-
aðarstefna. Það er að-
eins í valdi hvers og
eins að aðhyllast þá
stefnu sem hann telur
að sé líklegust til árang-
urs hverju sinni.
Er jöfnuður í raun og veru
fyrir heildina?
Ég hef lengi verið sjálfstæðiskona
en það var sérstaklega eftir efnahags-
hrunið sem ég sannfærðist um nauð-
syn þess að taka þátt í því að starfa í
þágu flokksins af fullum krafti. Ég
áttaði mig fljótt á því að jafn-
aðarstefna núverandi ríkisstjórnar
virkar í raun ekki svo að allir verði
jafnir og því hafi það allir betra. Það
er nefnilega staðreynd að ráðstöf-
unartekjur hafa lækkað hjá meiri-
hluta þjóðarinnar og skuldir aukist.
Núverandi stefna bitnar ekki síst á
hinni stóru vinnandi stétt á Íslandi,
þó að vissulega bitni hún á öllum hóp-
um í samfélaginu og komi í veg fyrir
fjölgun starfa. Það tíðkast hér á landi
að tala illa um þá sem eru tekjuhærri
í samfélaginu en gleymum því ekki að
fjármagnseigendur koma með pen-
inga inn í hagkerfið. Þeir hefja at-
vinnurekstur stærri fyrirtækja og
skapa vinnu fyrir fólk. Þessi hópur
fólks er jafnmikilvægur fyrir sam-
félagið og aðrir hópar en við núver-
andi stefnu ríkisstjórnar halda flestir
að sér höndum og forðast að hefja
framkvæmdir með tilheyrandi afleið-
ingum.
Hvetjandi – ekki letjandi
Þá eru það aðrir, ef mætti kalla,
andlegri þættir. Hvernig núverandi
stefna ríkisstjórn-
arinnar hamlar og letur
er ekki farsæl leið til ár-
angurs. Þetta kerfi er
reyndar hvetjandi á
einn hátt, það er að fá
fólk til þess að lifa á
kerfinu, styrkjum frá
ríkinu og stunda svarta
atvinnustarfsemi. Það
er einfaldlega auðvelda
leiðin út úr vandanum.
Annað sem tengist
þessu er forgangsröðun
fjármuna. Hvort vegur
t.d. þyngra „menning-
arsjokkið“ sem verður við að skera
niður í greinum sem flokkast undir
afþreyingu eða sjokkið sem þú færð
þegar þú færð ekki þá heilbrigð-
isþjónustu sem þú nauðsynlega þarft
eða lögreglumann á vettvang í alvar-
legu slysi?
Við þurfum sanngirni í ríkisfjár-
málum. Auðvitað er ekkert svart-
hvítt í þessum efnum og enginn vill
menningarsnautt samfélag. Við þurf-
um að efla skapandi greinar og bera
virðingu fyrir menningararfi okkar.
Hugafarsbreyting er möguleg án
þess að bylta núverandi kerfi. Það
þurfa allir skóla, heilbrigðisþjónustu
og löggæslu og því munu skattgreið-
endur glaðir leggja inn upphæðir í
slíkan rekstur. Hlutverk ríkisins í
rekstri og uppbyggingu á fyrst og
fremst að miðast við gott velferð-
arkerfi og framþróun í atvinnu-
málum, síðan er hægt að skoða aðra
útgjaldaliði og meta stöðuna hverju
sinni.
Engin ein stjórnmálastefna
er fullkomin
Vegna þessara atriða sem ég hef
hér fjallað um meðal annars styrktist
ég í þeirri trú minni að framfara-
hugsjón og frelsisþenkjandi stjórn-
málastefna væri mín stefna. Gildi mín
fara vel saman við stefnu Sjálfstæð-
isflokksins og það sannfærðist ég enn
betur um eftir nýafstaðinn landsfund
flokksins. Það er líka stór misskiln-
ingur að Sjálfstæðisflokkurinn sé
flokkur ríka fólksins á Íslandi. Þó að
ég forðist gjarnan að flokka fólk í
stéttir, þá var flokkurinn og verður
alltaf flokkur allra samfélagshópa.
Þess vegna vill hann taka til í skatt-
kerfinu.
Ef farið er rétt með skattpeninga
og staðið faglega að ríkisrekstri er
hægt að reka betra og stöðugra hag-
kerfi. Það eru engar skyndi- eða
töfralausnir, bara réttar ákvarðanir í
átt að markmiðum. Það gerist ekki
með því að stíga á framkvæmda-
bremsuna og lækka kjör og kröfur í
þágu jafnaðar. Það gerist með því að
fólk geti bjargað sér sjálft og hafi
tækifæri til að taka framförum og
vinna sig upp í lífinu. Það tel ég að séu
réttu skilaboðin til einstaklinga, við
þurfum öll okkar hvatningu og við
viljum fá umbun. Við viljum betra
andrúmsloft en það sem við höfum
búið við hjá núverandi ríkisstjórn.
Tökum upplýsta afstöðu
Gleymum því ekki enn og aftur, að
það er engin ein stefna í stjórnmálum
„sú eina rétta“. Það er engin stefna að
fara að gera alla ríka, eyða fátækt,
gera alla jafna þannig að allir hafi það
gott, eyða fordómum og glæpum eða
kenna öllum að finna hamingjuna.
Hættum að tala út frá þeim við-
miðum. Sagan kennir okkur að sú leið
er ekki til, annars væri búið að finna
hana og við þyrftum ekki lengur að
rífast um ólíka hugmyndafræði í
stjórnmálum. Það er mikilvægt að
taka upplýsta afstöðu fyrir komandi
kosningar og aðhyllast þá stefnu sem
hver telur að sé rétt leið fyrir fólkið í
landinu. Þá stefnu velur hver og einn
fyrir sig, ég er búin að velja mína.
Að finna sína einu réttu
Eftir Huldu Rós
Sigurðardóttur » Stjórnmálaflokkar
keppast nú við að
kynna stefnu sína fyrir
kosningar í vor og er því
við hæfi að koma með
hugleiðingu um stjórn-
málastefnur.
Hulda Rós
Sigurðardóttir
Höfundur er meistaranemi í opinberri
stjórnsýslu og tók þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi.
Á síðustu öld hófst stórframleiðsla á
matvörum eins og margaríni sem inni-
héldu lípíðfitu með transfitusýrum.
Transfitusýrur myndast í náttúrulegri
fitu sem er blanda þríglýseríða fitu-
sýra við hitun og vetnisherðingu. Olíu-
sýra sem er 76-86% af fitusýrum í
olífuolíu myndar jafnvægi með 66%
transformi sínu við 180-200°C. Líklega
eru allar verksmiðjuunnar jurtaolíur
og vetnishert fita með meira eða
minna af transfitu.
Haldið var strax fram af hags-
munaaðilum að transfitusýrur hefðu
engin áhrif á heilsuna, en í dag er vitað
að stöðug langvarandi smá eituráhrif
koma seint í ljós. Mannslíkaminn hefur
þróast á óralöngum tíma án trans-
fitusýra. Þessar ónáttúrulegu fitusýr-
ur eru líka varanlegri en þær sem þær
ummyndast af. Útlitslega er trans-
fitusýran bein eins og hrífuskaft en
sama náttúrulega fitusýran tekur u-
beygju við hvern ómettaðan efnabind-
ing milli kolvetnisatómanna og mynd-
ar glýseríðfitueiningin þá einskonar
kúlu. Við þurfum fitu líkt og prótín til
að geta lífað. Fitan er bæði aðal-
brennsluefnið og notuð í margvíslega
uppbyggingu líkamans. Undir húð, í
kviðarholi og í vöðvum geymir lík-
aminn forðafitu til taks er á þarf að
halda. Reyndar fer fitan ósnert gegn-
um magann en fitusýrunnar losna frá
glýserólinu í smáþörmunum og frásog-
ast síðan um 60% út í vessakerfið og
mynda þríglýseríðfitu á nýjan leik.
Þetta verður forðafitan sem líkist
svínafitu og nautafitu að samsetningu
en er örlítið frábrugðnari fitu jórt-
urdýra. Restin af niðurbrotinni fitunni
fer með blóðrásinni til vinnslu í lifrinni.
Líkaminn getur bara myndað mett-
aðar og einómettaðar fitusýrur, eins
og olíusýru. En við þurfum líka fjöl-
ómettaðar fitusýrur. Við verðum að
fá daglega í fæðinu F-vítamín: Nægir
10 g (eða minnst 1-2% af orkuþörf-
inni) af lífsnauðsynlegri fitu með bara
þrem fitusýrum sem eru línólfitu-
sýrur, alfa-línólínfitusýrur og arakí-
donfitusýrur en sú síðasta er um 33%
fitusýranna í frumuhimnunum og lík-
aminn getur myndað líka . Úr þessum
þrem getur líkaminn síðan gert allar
aðrar fitusýrur. Líkaminn notar þær
líka við myndun 3ja hópa prostaglad-
ínhormóna á nýrnahettunum sem
endast bara í sekúndur og myndast á
augabragði við þörf. Þeir stýra efna-
skiptum, m.a. blóðþrýstingi, sam-
drætti við fæðingu, blóðstorknun,
hreyfingu þarmanna og vörnum gegn
aðskotaefnum. Það eru heili, lifur,
nýru og fleiri líffæri sem nota fitu
með fjölómettuðum fitusýrum á
glýserólinu. Krufningar hafa fundið
tilfelli þar sem allt að 15% fitusýr-
anna eru trans í mannslíkamanum og
30 % í heila!
Vitað er að niðurbrot transfitusýru
í líkamanum er líkt og um mettaða
fitusýru væri að ræða og hann geti
ekki myndað aðrar fjölómettaðar
fitusýrur úr fjölómettuðum trans-
fitusýrum. Því geta transfitusýrur
valdið skorti á lífsnauðsynlegum fitu-
sýrum sem við ættum að öllu jöfnu að
fá nóg af úr fæðunni með fituleys-
anlegum vítamínum. Skortur F-
vítamína hamlar vexti, æxlun og veld-
ur húðsjúkdómum hjá tilraunadýr-
um. Alla vega eru transfitusýrur
langt í frá hollar heilsunni og ráðleg-
ast að forðast þær.
PÁLMI STEFÁNSSON,
efnaverkfræðingur.
Transfitusýrur – vara-
samur gervimatur?
Frá Pálma Stefánssyni
Bréf til blaðsins
OPNUNARTÍMI EFNALAUG
MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13
OPNUNARTÍMI FATALEIGA
MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ
EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS
Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára.
Persónuleg þjónusta og hagstætt verð.
HREINSUM ALLT
FYRIR FERMINGUNA
… Heilsurækt fyrir konur
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára
Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar
henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig
líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem
fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í
6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð
stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsska-
purinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfs-
fólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt.
Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst
aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt
þegar mér hentar.
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins
30 mínútur
Hringdu og fáðu frían prufutíma
Bjóðum einnigupp á trimform
Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og
fótaaðgerðafræðingur.
Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég
mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég
kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa
ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu
vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er
verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og
liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er
skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi.
Nýr lífstíll
á nýju ári