Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 ✝ HafsteinnJónsson fædd- ist 16. júní árið 1931. Hann lést á LHS, Fossvogi, hinn 6. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru þau Guðrún Gíslína Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 16.10. 1903 í Reykjavík, d. 19.11. 1985, og Jón Kristján Jónsson skipstjóri, f. 29.8. 1905, á Bakka, Seltjarnarnesi, d. 29.2. 1960. Hinn 30. nóvember 1963 kvæntist Hafsteinn eftirlifandi konu sinni, Áróru Pálsdóttur bankastarfmanni frá Ísafirði, f. 29.3. 1926. Hafsteinn bjó alla tíð á Bárugötu 31 sem faðir hans byggði í félagi við Sigurð bróður sinn. Eftir almennt barna- og ungl- ingaskólanám hóf hann störf 16 ára hjá Skipaútgerð ríkisins og starfaði þar uns fyr- irtækið var lagt niður. Síðar hóf hann almenn verkamannastörf hjá Reykjavíkurborg. Útför Hafsteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 13. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Deyr fé, deyja frændur, Þegar ég horfi til baka og minnist Hafsteins frænda eru tvær minningar ferskastar. Annars vegar nýársboðin sem þau Áróra ásamt Gunnu frænku, móður Hafsteins, héldu fyrir fjölskyldurnar á Bárugötunni þar sem kökuúr- valið var stórkostlegt og við gátum horft á Kanasjónvarpið og Disney-myndirnar. Það var ekki sjónvarp þá á hverju heimili og þetta var eins og að koma í höll í minningunni. Hins vegar þegar ég heim- sótti frænda minn á hjólinu niður á höfn þegar hann var að leysa Akraborgina frá landi. Þá var hann stór karl í augum drengsins. Nú hin síðari ár átti hann við sjúkleika að etja og barðist hetjulega. Fram að því varð honum varla misdægurt og var til þess tekið að hann var aldri veikur og missti aldrei dag úr vinnu. Hann var ekki mjög ræðinn en þó gátum við spjall- að um frímerki og landsins gagn og nauðsynjar. Hann átti alltaf góða bíla og unaðsreit áttu þau Áróra í Grímsnesinu þar sem þau höfðu byggt sér sumarbústað og ræktað falleg- an skóg á landareigninni. Ég kveð góðan dreng sem þótti vænt um litlu frænd- systkinin á uppvaxtarárunum og reyndist okkur vel í alla staði. Blessuð sé minning hans og ég votta Áróru samúð okkar fjölskyldunnar. Árni Þór Árnason. Kæri Haddi minn. Þakka þér alla vináttuna, þegar ég átti erfitt þá varst þú svo góð- ur að keyra mig þegar ég þurfti að að sækja dóttur mína úr pössun eftir vinnu hjá mér. Ég bið góðan Guð að taka vel á móti þér, hjartans þakkir fyrir yndislega vináttu gegnum ár- in. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glat- ist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3:16-18) Þín þakkláta frænka, Gréta. Hafsteinn Jónsson ✝ AðalsteinnBjörnsson fæddist á Akureyri 21. júní 1930. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk 6. mars 2013. Foreldrar hans voru Björn Árni Björnsson, f. 1901, d. 1966, og Kristín Aðalsteinsdóttir, f. 1901, d. 1991. Systkini Að- alsteins: Kristbjörg, f. 1927, d. 1932, Jóhanna, f. 1929, Krist- björn, f. 1932, d. 2003, og Steingrímur, f. 1941. Hinn 14. mars 1953 kvæntist Aðalsteinn eftirlifandi konu Björk, f. 1999. Ágústa Björk, f. 1974, gift Einari Júlíusi Gunn- þórssyni, f. 1970. Dætur þeirra eru: Eydís Birna, f. 1998, Þór- dís Lilja, f. 1999, Valdís Anja, f. 2003, og Bjarndís Júlía, f. 2007. Aðalsteinn, f. 1985, dóttir hans er Nadía Guðbjörg, f. 2008. 2) Árný Rósa, f. 1955, í sambúð með Jóhannesi S. Stef- ánssyni, f. 1945. Dætur þeirra eru: Hanna Gréta, f. 1976. Börn hennar eru Aðalsteina Líf, f. 1994, Jóhannes Sig- urhólm, f. 2000, og Ármann Sigurhólm, f. 2008. Guðný Lára, f. 1979, í sambúð með Einari Val Kristnssyni, f. 1981. Synir þeirra eru: Kristinn Sig- urhólm, f. 2001, og Valgeir Árni, f. 2008. Aðalsteina, f. 1983, d. 1988. Anna Stefanía, f. 1992. 3) Björn Árni, f. 1966, ókvæntur og barnlaus. Útför Aðalsteins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 13. mars 2013, og hefst kl. 13. sinni, Jóhönnu Sig- ríði Árnadóttur, f. 9. maí 1932. Börn þeirra eru: 1) Kristín Björk, f. 1950, d. 2008. Mað- ur hennar var Jó- hann Ágúst Odd- geirsson, f. 1945. Þau skildu. Börn Kristínar og Jó- hanns eru: Hafþór, f. 1971, kvæntur Þórunni Grétarsdóttur, f. 1968. Þeirra dætur eru Alexandra Sif, f. 1994, og Telma Rut, f. 1996. Rósa, f. 1972. Hennar börn eru: Jóhann Gunnar, f. 1991, Hrannar Már, f. 1994, Hjördís, f. 1997, og Kristín Elsku pabbi minn, loksins ertu búinn að fá hvíldina sem þú hefur þráð svo lengi. Við vorum ekki alltaf sammála þeg- ar við ræddum saman en náð- um þó allaf sáttum að lokum. Það var mikið áfall fyrir þig þegar þú fékkst heilablóðfall 54 ára, en þú hafðir alla tíð verið mjög duglegur og uppátækja- samur fram að þeim tíma. Ég veit að þú ert hvíldinni feginn og er viss um að Allý mín, Stína systir, amma og afi og allir þeir ættingjar okkar sem eru farnir munu taka vel á móti þér. Ó, pabbi minn kæri við kveðjumst um sinn. Tárin mín hníga hljóð niður kinn. Allt sem þú gafst mér, það þakka ég vil. Skilja nú leiðir um ómarkað bil. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Ég kveð þig með vissu um að þú sért nú á betri stað og laus við allar þjáningar. Við Bjössi munum passa mömmu fyrir þig þar til þið hittist á ný. Hvíl í friði elsku pabbi. Þín dóttir, Árný Rósa. Mig langar að minnast afa míns í nokkrum orðum. Afi var á árum áður vinnu- þjarkur mikill og man ég eftir að hann átti vörubíl sem hann keyrði og svo fór hann út í að keyra leigubíl og var einn af stofnendum Litlu bílastöðvar- innar sem var leigubílastöð í Mosfellsbæ og voru höfuð- stöðvarnar í bílskúrnum hjá afa og ömmu og fékk ég oft að standa vaktina um helgar á unglingsárum við að svara í símann þar, bæði á afa og mömmu vöktum og fannst það ekki leiðinlegt, seinna meir var stöðin svo sameinuð Hreyfli. Afi átti hlut í lítilli flugvél og var með flugréttindi og oft fór maður í flug með afa og skemmtilegast var þegar afi lét vélina fara hátt upp þangað til að það pípti í einhverjum tækj- um og láta hana svo detta nið- ur svo maður fékk fiðring í magann og alltaf bað maður um þetta því þetta var svo gaman. Afi var í Lions í Mosó og fyrir jól fengum við systkinin að selja súkkulaðidagatöl fyrir afa og fengum að launum daga- tal fyrir og var lagt mikið á sig fyrir það. Ég dvaldi mikið hjá ömmu og afa á yngri árum þar sem við bjuggum í göngufæri frá þeim og alltaf var gaman að fá að gista hjá þeim og fékk mað- ur oft að skríða í milli upp í rúm á morgnana og þegar amma fór fram að taka til morgunmat kúrði maður hjá afa. Afi fékk fyrsta heilablóðfall- ið 84 og lamaðist algjörlega hægra megin og missti málið og var sagt að hann myndi aldrei ganga og tala aftur en nei hann lét það ekki stoppa sig og með þjálfun og þrjósku stóð hann upp aftur og fékk málið að hluta og fór að keyra leigu- bíl aftur, hann lét ekkert stoppa sig. Hann var líka mikið í skúrnum að gera við bíla með Bjössa syni sínum og fékk ég þau verkefni að sækja verkfæri fyrir þá. Afi fékk nokkrar heilablæð- ingar í viðbót og að lokum end- aði hann aftur í hjólastólnum sem hann vann mikið við að komast úr á sínum tíma og missti næstum alveg málið aft- ur og þetta pirraði hann mikið að geta ekki tjáð sig við fólk. Afi var mjög barngóður og átti hann 8 barnabörn (7 á lífi) og 16 barnabarnabörn og alltaf ljómaði hann þegar við barna- börnin komum til hans og enn meir þegar barnabarnabörnin komu. Var hann dýravinur mik- ill og átti það til að næstum velta sér úr hjólastólnum til að reyna að klappa dýrum. Afa verður sárt saknað en minningar um góðan mann munu lifa áfram í hjörtum okk- ur og er ég þess fullviss að móðir mín heitin tók vel á móti föður sínum og hleypur hann nú frjáls í líkama sínum sem hann var fangi í áður. Elsku amma, missir þinn er mikill og vil ég biðja Guð að senda þér styrk. Hvíl í friði, elsku afi. Kveðja Rósa. Aðalsteinn Björnsson✝ Hervör Karls-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 29. október 1934. Hún lést á líkn- ardeildinni í Kópavogi fimmtu- daginn 28. febrúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Karl Jó- hannsson, f. 29. nóvember 1906, d. 4. febrúar 1998, og Kristjana Oddsdóttir, f. 15. september 1907, d. 5. desember 1950. Eiginmaður Hervarar er Geir Oddsson, f. 7. janúar 1931 í Stykkishólmi. Börn þeirra eru þrjú: 1) Kristjana, gift Tómasi Frey Marteinssyni. 2) Gunnar Þór, maki Helena Vign- isdóttir. 3) Arna Guðrún, gift Æv- ari Þorsteins- syni. Alls eiga systkinin átta börn og fimm barnabörn. Hervör og Geir hófu búskap í Akurgerði 8 í Reykjavík árið 1955 og giftu sig 20. maí 1956. Þau fluttu síðan í Sólheima 24 í Reykjavík árið 1959. Ár- ið 1962 fluttu þau á Stekkjarflöt 13 í Garðabæ og bjuggu þar til ársins 2008 er þau fluttu í Nýhöfn 3 í Sjá- landshverfinu í Garðabæ. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Dásamlega móðir okkar er fall- in frá og það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur leitað til hennar, hún sem var okkur svo kær. Mamma var einstaklega lífs- glöð og dugleg og bjó þeim pabba fallegt heimili sem alltaf var gott að koma á. Þegar við vorum yngri var mamma alltaf heima til að taka á móti okkur eftir skóla og metnaður hennar fólst í að sinna okkur systkinunum vel. Mamma og pabbi voru dugleg að fara með okkur systkinin í útilegur þegar við vorum yngri og eru þær okkur mjög minnisstæðar, þá var tekið með nesti að heiman og matnum pakkað snyrtilega í saumavélar- töskuna og nestið borðað úti í náttúrunni. Þegar við urðum eldri og vorum komin með fjölskyldu var helst ekki farið í útilegu nema allir kæmust með, þannig var mamma okkar, hún hélt þétt utan um ungahópinn sinn. Mömmu var margt til lista lagt og elskaði að rækta blómin sín og snyrta garðinn þeirra pabba, enda ræktaði hún ásamt pabba garðinn á Stekkjarflöt 13 algjör- lega frá grunni og lagði óteljandi vinnustundir í það, enda var garð- urinn alltaf glæsilegur og litríkur. Mamma var lagin við að sauma og prjóna og henni þótti gaman að teikna og mála myndir, þá helst af blómum. Hún var alltaf mikil dama og var alltaf vel tilhöfð og smart svo eftir því var tekið. Hún var mikið fyrir að hafa fjölskyld- una nálægt sér og eftir að við systkinin fluttum að heiman og hópurinn stækkaði var hún dug- leg við að halda hópnum saman og bjóða okkur heim í dýrindismat og oftar en ekki endaði matarboð- ið í heita pottinum á Stekkjarflöt, sem yngri kynslóðin elskaði, amma var líka alltaf að stinga að barnabörnunum góðgæti og kök- um. Mamma mátti ekkert aumt sjá og hún hafði áhyggjur þegar ein- hver var veikur í fjölskyldunni og fylgdist vel með að allir væru orðnir hressir, þá leið henni vel. Mamma og pabbi voru alltaf mjög samrýnd og því oftast nefnd bæði í sömu andránni, þ.e. Hervör og Geir. Við vorum svo heppin að eiga alltaf frábært samband við mömmu og pabba og kom það mjög vel í ljós eftir að mamma veiktist. Við héldum þá fast hvert utan um annað og erum við tengd enn sterkari böndum fyrir vikið. Við systkinin eigum eftir að sakna þess að sjá mömmu ekki koma inn um dyrnar þegar pabbi kemur í heimsókn og munum sakna þess að hún hringi ekki lengur til að athuga hvort ekki sé í lagi með okkur, barnabörnin og langömmubörnin. Við elskum þig mikið og sökn- um þín – Guð geymi þig! Kristjana, Gunnar Þór og Arna Guðrún. Elsku besta tengdamamma, það er erfitt að kveðja ástvini, en minningarnar ylja hjartanu. Fyr- ir tæpum tveimum áratugum kynntust við, ég var þá að byrja sambúð með Jönu minni, þar sem aldursmunur var nokkur. Það voru ekki margir sem höfðu trú á að sambúðin myndi endast. En frá upphafi tókuð þið Geir tengdapabbi mér opnum örmum og trú á okkur Jönu fordóma- laust. Ekki var verra þegar við kom- umst að sameiginlegu áhugamáli, matreiðslu. Oft hringdir þú heim og ég í þig og skiptumst við á gómsætum uppskriftum. Upp- skriftabækurnar þínar eru líka snilld, myndir af öllum réttunum. Það var nefnilega mikið skipulag á öllu hjá þér. Þorrablótin á Stekkjarflötinni eru mjög minnisstæð og alltaf mikið hlegið bæði í heita pottinum góða og að vísunum hans tengda- pabba sem voru og eru snilld. Elsku tengdamamma, takk fyrir að vera alltaf svo góð og ynd- isleg. Ég mun aldrei gleyma þér. Elsku Geir, Jana mín, Gunni, Adda og fjölskylda, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, minning um góða konu lifir í hjörtum okk- ar um ókomna tíð. Hvíl í friði, Þinn tengdasonur, Tómas. Elsku besta amma mín, ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja. Finnst svo óraunverulegt að ég sé að skrifa minningargrein um þig, því í mínum huga, þótt það sé barnaleg hugsun, fannst mér eins og þú yrðir alltaf til staðar. Frá því ég man eftir mér höfum við alltaf haft sérstakt samband á milli okkar, við gátum talað um allt milli himins og jarðar og ég gat alltaf treyst á að fá hreinskilin svör til baka frá þér. Minningar mínar eru svo ótal margar um þig og okkar dásam- lega tíma saman. Þegar ég fór með þér út að hengja upp þvott- inn og sat svo og rólaði mér fram og til baka við hliðina á þér og spurði þig um lífið á meðan þú hengdir upp þvottinn til að fá góða útilykt í hann eins og þú sagðir eða þegar við fórum í gróð- urhúsið þitt fallega og þú sýndir mér öll fallegu blómin sem þú hafðir gróðursett og kenndir mér hvernig ætti að hugsa um þau sem best. En best man ég þó eftir öllum góðu stundunum á Stekkjarflöt- inni sem ég tel hafa verið mitt annað æskuheimili og var ávallt eins og maður væri á fimm stjörnu hóteli þar sem var stjanað við mann eins og prinsessu. Skemmtilegast var að fá að fara í pollinn þar eins og þú kall- aðir hann og þar lékum við frænd- systkinin okkur svo oft og svo voru okkur færðar pulsur, appels- ín og ís í heita pottinn og hvað annað sem við vildum. Sumrin voru einnig dásamleg þegar ég og Viktor frændi fengum að koma í „sumarvinnu“ til þín og hjálpa þér í garðinum sem var svo dásam- lega fallegur alltaf, enda nostrað- ir þú mikið við hann alla tíð. Það sem situr hvað mest í minninu er hversu yndislega góð þú alltaf varst við mig og okkur öll barna- börn þín og barnabarnabörn. Þegar ég gekk í Flataskóla labbaði ég oft til þín eftir skóla og þá varst þú ávallt búin að elda minn uppáhaldsmat vitandi að ég væri að koma og var því oft tví- réttað ef ekki þríréttað á boðstól- um. Þar sátum við oft lengi með afa, sem kom alltaf heim í hádeg- inu að borða, og spjölluðum um daginn og veginn. Elsku amma mín, þú ert og verður alltaf besta vinkona mín. Ég ætla að tileinka mér hugul- semi þína, sem var svo dásamleg. Þú hringdir alltaf ef veður var vont til að athuga hvort við vær- um ekki örugglega heima eða að koma heim, og ef einhver fór til útlanda varstu ekki róleg fyrr en þú vissir að allir væru komir heilir á húfi á áfangastað. Breki er alltaf að spyrja hvar langamma sé, ég segi honum að þú sért hjá Guði og öllum englum hans og mun ég alla tíð varðveita minningu þína í börnunum mín- um, Ágústi Breka og litlu prins- essunni sem kemur í heiminn í maí. Ég mun segja henni frá ynd- islegu og fallegu langömmu sinni og góðmennsku hennar. Engillinn minn, ég mun sakna þín alla ævi. Ég elska þig meir en orð fá lýst og mun ylja mér um hjartarætur með fallegum hugs- unum um þig og hlæja að ynd- islega húmornum þínum sem þú varst með fram á síðustu stundu. Guð geymi þig elsku amma mín og hvíldu í friði. Leiddu mig heim í himin þinn hjartkæri elsku Jesús minn. Láttu mig engla ljóssins sjá er líf mitt hverfur jörðu frá. (Rósa B. Blöndals) Þín Íris Hervör. Elsku amma mín, mikið rosa- lega er erfitt að þurfa að kveðja þig svona alltof snemma finnst mér, þú varst stálslegin fyrir að- eins nokkrum mánuðum. Minningarnar sem sitja eftir eru ótalmargar og mér þótti alltaf jafngaman að heyra þig segja mér sögurnar frá því að ég var lít- ill polli og var í pössun hjá þér á hverjum degi á meðan mamma og pabbi voru í vinnunni. Það eru ekki margir sem njóta þeirra for- réttinda að dagmamma þeirra var líka amma þeirra. Mín fyrsta minning er einmitt frá því þegar þið afi komuð með okkur til Spánar, ég var bara nokkurra ára gamall og við vorum öll að labba í átt að húsinu sem við gistum í þegar það kom úrhell- isrigning og við þurftum öll að hlaupa inn. Ekki veit ég af hverju mín fyrsta minning á þessari jörð var ekki merkilegri en þetta en mikið rosalega er ég þakklátur fyrir það að þú sért hluti af þess- ari minningu. Það er með ólíkindum að hugsa til baka og rifja upp þinn persónu- leika. Ég get ekki munað eftir einu einasta skipti þar sem þú varst pirruð eða í vondu skapi, þú varst alltaf svo góð við alla í kringum þig og fyrirmynd fyrir allar mæður og ömmur í þessum heimi. Það er alveg sama hvaða myndir ég skoða, þú ert falleg á þeim öllum. Það er líkast því að þú hafir hreinlega vaknað vel til- höfð með flotta hárgreiðslu og nýtt naglalakk, af því ég get ekki fyrir mitt litla líf rifjað þig upp öðruvísi en nákvæmlega þannig; góða, gjafmilda og fallega ömmu sem ég kem til með að sakna al- veg óheyrlega mikið. Þú skilur eftir stórt gat í hjarta mínu sem enginn getur fyllt, ég er þakklátur fyrir að hafa átt svona góða ömmu og bið þig að hafa ekki áhyggjur af afa, hann er um- kringdur ástvinum, fær ótak- markaða umhyggju og kemur til með að halda áfram að gefa barnabörnum sínum „four and a half“ um ókomna tíð. Hvíldu í friði og takk fyrir allt saman. Þinn dóttursonur, Viktor Karl Ævarsson. Hervör Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.