Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 AF LISTUM Jón Hlöðver Áskelsson Jonni í Hamborg“, eða JóhannesVilhelm Guðmundsson Þor-steinsson eins og hann hét fullu nafni, er mörgum gleymdur en á þó merkan sess í íslenskri djass- sögu. Hann dó kornungur, aðeins 22 ára gamall, af slysförum úti í Kaup- mannahöfn í júlí 1946, en hafði áður afrekað að halda fyrstu íslensku djasstónleikana í tónleikahúsi, nán- ar tiltekið í Gamla bíói hinn 11. apríl 1946. Þegar 50 ár voru liðin frá þessum tónleikum árið 1996 var sama tónleikaskrá með nánast sömu hljóðfæraskipan flutt í Gamla bíói og síðar á Akureyri á Hótel KEA, skáhallt á móti húsinu Hamborg. Þangað sótti Jonni sitt viðurnefni á barnsaldri og var farinn að vekja at- hygli fyrir að vera síspilandi á pía- nóið og Akureyringar á „prómen- aði“-göngutúrum í miðbænum heyrðu tóna hans óma út í Hafnar- stræti.    Jonni fæddist á Siglufirði 13. mars1924, sonur hjónanna Guð- mundar Hafliðasonar hafnarstjóra og konu hans Theódóru Pálsdóttur. Systkinin voru fimm: Sigríður, Haf- liði, Álfheiður, Páll og Jonni yngst- ur. Jonni átti tvo hálfbræður, Karl og Inga Árdal. Vegna veikinda for- eldra hans tók móðursystir Jonna, Laufey Pálsdóttir á Akureyri, „Laufey í Hamborg“, hann í fóstur sex ára gamlan. Jonni ólst upp hjá henni og seinni manni hennar, Jóni E. Sigurðssyni, „Jóni í Akra“, og fóstursystkinum: Steingrími J. Þor- steinssyni og Sólveigu Björgu Jóns- dóttur. Jóhannes, fyrri eiginmaður Laufeyjar, og Jón voru kaupmenn í Hamborg á Akureyri og þar bjó fjöl- skyldan í miðbæ Akureyrar – gegnt Hótel KEA. Jonni naut tilsagnar í klassískum píanóleik þar og síðar á trompet. Að leika eftir eyranu var honum í blóð borið og Fats Waller var ein af hans stóru fyrirmyndum. Að sögn kunn- ugra átti það markmið að verða góð- ur í klassíkinni hug hans hálfan. Árið 1996 var „Venni“ Linnet einn frumkvöðla þess að halda minning- artónleikana. Nú þegar ár vantar upp á að níutíu ár séu liðin frá fæð- ingu Jonna vill undirritaður varpa ljósi á þennan ótrúlega mann. Vernharður Linnet ritaði gagn- merka grein sem birtist í Morgun- blaðinu árið 1996 um Jonna, eina Þjóðsagnapersóna í djassi Pínóleikarinn Jóhannes Vilhelm Guðmundsson, kallaður Jonni í Hamborg, lést af slysförum 22 ára gamall. helstu þjóðsagnapersónu íslenskrar djasssögu, og er þar margan fróð- leik að finna.    Í grein Vernharðs segir meðalannars svo af þessum merku djasstónleikum í Gamla bíói: „Píanó- leikarinn, sem gekk undir nafninu „Jonni í Hamborg“, hafði þegar get- ið sér orðstír sem ævintýramaður pí- anósins og fékk með sér sex vaska vini, sem mynduðu bandið sem fyllti Gamla bíó tvisvar sinnum og fékk lofsverða gagnrýni í öllum blöðum. Elsa Sigfúss söngkona, sem kom til lands um líkt leyti, hreifst svo af leik Jonna að hún bauð honum að leika á nokkrum tónleikum í Dan- mörku og jafnvel í París þessa vor- daga. Evrópusumarið hans Jonna var- aði þó ekki lengi því hann lést af slysförum í Kaupmannahöfn í júlí 1946.“ Vernharður segir síðan að húsið Hamborg á Akureyri megi hiklaust tengja upphafi sögu íslensks djass- píanóleiks og í raun sé athyglisvert hve margir djasspíanóleikarar hafi um lengri eða skemmri tíma búið á Akureyri.    Undirritaður hefur kynnt sér ogkannað lífshlaup þessa merki- lega manns og hefur orðið allvel ágengt við að safna upplýsingum frá fólki sem var samtíða Jonna. Saga hans þarf að lifa, ekki síst á æsku- stöðvum hans og fæðingarbæ, þ.e. á Akureyri og á Siglufirði. Eins og fyrr er getið efndi Jazz- vakning til tónleika í Gamla bíói árið 1996, þegar 50 ár voru liðin frá hin- um sögufrægu tónleikum Jonna. Þeir voru síðan endurteknir á Akur- eyri og þóttu takast afar vel. Þar stigu saman á svið ungir menn og gamlir vinir Jonna og endurtóku gömlu efnisskrána frá lagi til lags, utan það lag sem Jonni samdi og til- einkaði sinni miklu og verðugu fyrirmynd, djasspíanóleikaranum Fats Waller og nefndi „Weight Wall- er“, en það lag var eingöngu í hugarheimi Jonna. Píanóleikarinn sem sat þá bráð- ungur við píanóið var og er enn í röð okkar bestu djasspíanista, Agnar Már Magnússon. Hver þekkir ekki lagið góða: „Suður um höfin“? Færri vita að Jonni lék það fyrst opinberlega á Ís- landi í Samkomuhúsinu á Akureyri, oft kallað Gúttó, sumardaginn fyrsta 1939, en þá hafði ævivinur hans Gunnar Steindórsson keypt sönginn nýprentaðan úti á Englandi og fært besta vini sínum að gjöf. Það var svo annar æskuvinur á Akureyri, Skafti Sigþórsson fiðluleikari í Sinfó, sem orti síðar fallega textann, en það er önnur saga. »Hann dó kornungur,aðeins 22 ára gamall, en hafði áður afrekað að halda fyrstu íslensku djasstónleikana í tón- leikahúsi. Höfundur er tónlistarmaður á Akureyri. Fyrstu tónleikar ensk-íslensku hljómsveitarinnar Cheek Mountain Thief á árinu verða á Kex hosteli í kvöld kl. 21. Um upphitun sér Þórir Georg og eru miðar seldir við inn- ganginn. Að tónleikum loknum held- ur sveitin í 4.500 km langt tónleika- ferðalag um Frakkland sem hefst með tónleikum í París 15. mars og lýkur í Vannes 23. mars. Samkvæmt upplýsingum skipu- leggjenda leikur sveitin „gott angló- íslenskt sveitapiltapopp, en í tónlist Cheek Mountain Thief svífur andi Íslands og Húsavíkur greinilega yfir vötnum“. Hljómsveitin Cheek Mountain Thief. Upphitun fyrir tón- leikaferð Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við Háskóla Íslands, fjallar um gildi og fegurð origami og inn- pökkunar í japanskri menningu á Stefnumótakaffi í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Gunnella þekkir vel til japanskrar menningar, en hún fór sem skiptinemi til Japans þegar hún var 18 ára. Gunnella gerði meistara- prófsritgerð í þjóðfræði um íslenskar hefðir og hjátrú sem tengjast með- göngu. Hún vinnur nú að doktors- verkefni þar sem hún rannsakar sömu þætti í japanskri menningu. Fegurð Origami krefst natni. Gildi og feg- urð origami m.a. Besta leikkona í aukahlutverki FRÁÞEIMSEMFÆRÐUOKKUR ALICE INWONDERLANDOG LEIKSTJÓRA SPIDERMANÞRÍLEIKSINS. MÖGNUÐ ÆVINTÝRA- MYND Í STÓR- KOSTLEGRI ÞRÍVÍDD Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna! -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is IDENTITY THIEF Sýnd kl. 8 - 10:20 OZ THE GREAT AND POWERFUL Sýnd kl. 5 - 8 21 AND OVER Sýnd kl. 10:40 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D Sýnd kl. 6 VESALINGARNIR Sýnd kl. 6 - 9 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! L 10 14 HHHH - K.N. Empire FRÁÞEIMSEMGERÐU “THEHANGOVER” ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS DANIEL DAY-LEWIS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -EMPIRE IDENTITY THIEF KL. 5.40 - 8 - 10 12 21 AND OVER KL. 10.10 14 THIS IS 40 KL. 5.40 12 / JAGTEN KL. 8 16 IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 IDENTITY THIEF LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.40 L THIS IS 40 KL. 6 12 DIE HARD 5 KL. 8 - 10.20 16 DJANGO KL. 9 16 HÁKARLABEITA 2 KL. 3.40 L - H.S.S., MBL Yippie-Ki-Yay! IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THIS IS 40 KL. 8 - 10.40 12 LINCOLN KL. 6 - 9 14 LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.