Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Langhundahvolpar til sölu 4 langhundahvolpar til sölu, 2 tíkur og 2 rakkar, afhendast um miðjan mars með ættbók frá HRFI, heilsufars- skoðaðir og örmerktir. Uppl. í síma 8673241, Lilja. Snældu er saknað! Snælda er 4 ára svört, fíngerð læða, hún er örmerkt og var með rauða ól með bjöllu og járnhólk þegar hún fór að heiman (Barmahlíð). Hún er búin að vera týnd síðan 21. desember og er sárt saknað. Ef einhver dýravinur hefur tekið hana að sér þá vil ég gjarnan fá að vita það. Eins vil ég biðja fólk í 105 og þar í kring að hafa augun opin. Herdís, sími: 864 2109. Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri orlofshús við Akureyri og öll með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Rafvirkjun AH-Raf. Dyrasímakerfi, töfluskipti og öll almenn raflagnavinna. Tilboð/ tímavinna. Vönduð vinnubrögð. ahraf@ahraf.is - Hermann, sími 845 7711, og Arnar, sími 897 9845. Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar verslun í Hagkaup Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. Blekhylki.is, sími 517-0150. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhald, launavinnsla, stofnun fyrirtækja og framtöl fyrir einstakl- inga og fyrirtæki. Sanngjarnt verð. Fyrirtæki og samningar ehf. Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík. S. 552 6688. Síðumúli 31•105 Reykjavík gaiusehf@gmail.com BÓKHALDS ÞJÓNUSTA fyrir fyrirtæki, einstaklinga og félagasamtök Bjóðum fagleg og vönduð vinnubrögð á sanngjörnu verði. Sími 892 5784 Bílaþjónusta mbl.is Það eru liðin allmörg ár síðan ég sem forráðamaður meistara- flokks Fjölnis í knattspyrnu réð 27 ára gamlan KR-ing, Steinar Ingimundarson, sem spilandi þjálfara liðsins ásamt Magnúsi Þorvaldssyni. Ég hafði hrifist af baráttuanda og sigurvilja Stein- ars sem leikmaður KR og varð því himinlifandi þegar hann sótti um þjálfarastarf hjá Fjölni. Fljótlega kom í ljós að þar hafði ég veðjað á „réttan hest“ því Steinar lagði sig algjörlega fram við verkefnið og hreif menn með sér af ákafa. Þjálfararnir náðu að byggja upp sterkan hóp og allt var lagt í sölurnar til að liðið næði sem bestum árangri. Eitt sem einkenndi Steinar alla tíð var hvað hann var fljótur að hugsa og snöggur að ákveða sig. Gott dæmi um það var þegar hann skoraði sigurmark beint úr aukaspyrnu rétt fyrir leikslok gegn Sindra á Hornafirði. Allir biðu eftir flauti dómarans nema Steinar sem stillti boltanum upp og skaut, því hann áttaði sig fyrstur allra á að dómarinn hafði ekki gefið skipun um að bíða eft- ir flautunni og því var markið löglegt. Við Steinar ferðuðumst mikið saman í sambandi við fótboltann, bæði innanlands og utan, og um- gengumst mikið hvor annan þar fyrir utan þótt nokkur aldurs- munur væri á okkur, en með okkur tókst góð vinátta og vænt- umþykja sem efldist með árun- um. Þegar einhverjir erfiðleikar urðu á veginum var tekist á við þá en hugsunin um að gefast upp var aldrei til staðar. Seinustu dagana, þá fárveikur og þjáður, var hann tilbúinn eftir bestu getu að veita ráð og hjálpa til. Einstakt var að sjá einhuginn hjá „Ingimundarbræðrunum“. Þeir stóðu saman í gegnum þykkt og þunnt, allir sem einn maður, og bökkuðu hver annan upp og þá má ekki gleyma heið- ursmanninum Ingimundi, föður þeirra, sem gaf þeim seigluna og þorið í vöggugjöf og hafa þeir Steinar Örn Ingimundarson ✝ Steinar ÖrnIngimundarson fæddist í Reykjavík 27. janúar 1969. Hann lést hinn 17. febrúar á líkn- ardeildinni í Kópa- vogi. Steinar var jarð- sunginn frá Grafar- vogskirkju 25. febr- úar 2013. notað það vel í gegnum tíðina. Þó var það eitt sem einkenndi Steinar umfram allt annað, en það var hvað hann var mik- ill fjölskyldumaður og af hvað mikilli natni hann hugsaði um fjölskylduna, enda gekk hún fyrir öllu hjá honum og veit ég að fjölskyldumeðlimir munu ylja sér við þær dýrmætu minningar um ókomin ár. Nú þegar ég kveð kæran vin vil ég votta Jónu og börnunum, ásamt allri fjölskyldunni, mína dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa með mér alla tíð. Kári Jónsson. Fallinn er frá góður maður og mikil fyrirmynd. Okkur langar að minnast Steinars með nokkr- um orðum enda hafði hann áhrif á líf okkar allra. Steinari kynnt- umst við þegar hann tók við 3. flokki Fjölnis fyrir sumarið 2001. Öðrum eins keppnismanni og sigurvilja höfðum við ekki kynnst áður. Steinar var þó ekki einungis mikill keppnismaður, heldur náði hann að nálgast okk- ur sem félagi og með réttu blöndunni af húmor, einstökum frösum, óbilandi trú, sigur- og baráttuvilja náði hann að búa til einstaka liðsheild. Þetta sumar mun ávallt vera einstakt í okkar minnum enda gekk allt upp. Hann gerði okkur að fyrstu Ís- landsmeisturum Fjölnis í 11 manna bolta, bikarmeisturum, Íslandsmeisturum innanhúss, Reykjavíkurmeisturum og haustmótsmeisturum. Þetta er árangur sem seint verður jafn- aður. Við munum þó ekki ein- ungis minnast góðra stunda á vellinum, æfingaferðar til Portú- gals eða frábærs hóps stráka, heldur þess heiðurs að fá að kynnast einstökum karakter sem Steinar hafði að geyma. Erfið veikindi Steinars hafa eflaust fengið að finna vel fyrir sigurvilja, baráttu og þraut- seigju. Því miður náum við ekki að vinna alla leiki sem við þreyj- um, en við efumst ekki um að hann sé á stað þar sem þessir miklu mannkostir fá að njóta sín og hann muni vinna marga sigra í viðbót. Steinar, þín verður sárt sakn- að en á sama tíma munt þú lifa sem mikil fyrirmynd. Fyrir hönd 3. flokks Fjölnis 2001, Einar Markús Einarsson og Þorsteinn V. Einarsson. Ég kynntist Steinari þegar hann tók við þjálfun Knatt- spyrnufélagsins Víðis í Garði haustið 2006 en ég var þá fyr- irliði liðsins. Strax við komu Steinars í Garðinn urðu miklar og góðar breytingar á liðinu og umgjörð þess. Steinar hafði nefnilega þennan ótrúlega kraft og dugnað sem til þurfti til þess að drífa hlutina áfram og koma þeim í verk. „Er ekki hægt“ var til dæmis ekki til í hans orðabók. Steinar náði frábærum ár- angri með Víðisliðið en við unn- um meðal annars 3. deildina árið 2007, enduðum í þriðja sæti í 2. deildinni árið 2008, aðeins hárs- breidd frá því að komast upp. Einnig komst liðið tvisvar í úr- slitaleik futsal og varð fyrsta ís- lenska liðið til þess að taka þátt í Evrópukeppni í futsal árið 2008. Þar sem ég bjó einnig í Reykjavík keyrðum við alltaf saman á æfingar í Garðinum, ég, hann og Þór sonur hans sem einnig spilaði með liðinu. Þessar ferðir eru margar hverjar ógleymanlegar en Steinar hafði frábæran húmor og gat reytt af sér sögurnar. Einnig voru æfingaferðirnar og keppnisferðirnar til Spánar og Frakklands ógleymanlegar en þær voru að miklu leyti knún- ar áfram vegna dugnaðar hans. Sem dæmi má nefna að þegar við fórum í fyrstu æfingaferðina til Spánar bónuðum við bíla alla laugardaga þann veturinn. Steinar lét sig sjálfur aldrei vanta í bónið og var yfirleitt mættur á bíl einhvers skyld- mennis eða vinar. Eftir að ég fór frá félaginu haustið 2008 héldum við áfram góðu sambandi og hittumst stundum í kaffi í Innex en það var alltaf gott að koma þangað til þess að spjalla við hann og fá góð ráð hjá honum varðandi boltann. Steinar var mikill Víðismaður og ég veit að margir í Garðinum eru honum ákaflega þakklátir fyrir það sem hann gerði fyrir félagið. Hann var mikill keppn- ismaður sem gaf sig allan í það sem hann tók sér fyrir hendur og dreif þannig aðra með sér með dugnaði sínum en umfram allt var hann góður drengur, traustur vinur og félagi. Ég hugsa til baka með þakk- læti fyrir góðar stundir og frá- bærar minningar. Ég sendi fjölskyldu Steinars mínar innilegustu samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Knútur Rúnar Jónsson. Við sem þetta ritum áttum þess kost að vinna með Knúti Ot- terstedt um árabil hjá Lands- virkjun. Hann gekk til liðs við fyrirtækið árið 1983 þegar Akur- eyrarbær gerðist meðeigandi í Landsvirkjun og lagði inn í fyr- irtækið aflstöðvarnar við Laxá og tilheyrandi tengivirki og flutn- ingslínur rafmagns. Verulegur aldursmunur var á okkur því um það leyti sem við komum í þenn- an heim útskrifaðist Knútur sem rafmagnsverkfræðingur frá hin- um virta Chalmers tækniháskóla í Gautaborg. Hann bjó því að um- talsverðri reynslu bæði á sviði verkfræðinnar og sem stjórn- Knútur Otterstedt ✝ Knútur Otter-stedt, fyrrver- andi rafveitustjóri á Akureyri, fæddist á Akureyri 13. des- ember 1927. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 12. febrúar 2013. Útför Knúts fór fram frá Akur- eyrarkirkju 19. febrúar 2013. andi. Hann hafði ár- in á undan verið framkvæmdastjóri Laxárvirkjunar og rafveitustjóri á Ak- ureyri allt frá árinu 1962 og tekið við þeim störfum af föð- ur sínum. Við sam- runa fyrirtækjanna tók Landsvirkjun einnig yfir rekstur Kröflustöðvar og varð Knútur sjálfskipaður í stöðu svæðisstjóra Landsvirkjunar á Norðausturlandi. Knútur lét af störfum árið 1997 þá sjötugur að aldri. Knútur er minnisstæður þeim sem honum kynntust. Hann var höfðinglegur ásýndum og var það líka í raun og lund. Öflugur tals- maður Norðurlands var hann og gætti hagsmuna svæðisins í hví- vetna. Hann var Akureyringur og Norðlendingur í húð og hár. Hann var skörulegur yfirmaður en jafnframt vinsæll og virtur af samstarfsmönnum og undir- mönnum sínum enda talaði hann ávallt máli þeirra ef á þurfti að halda. Honum var lítt um það gefið að leita lausna utan svæðis ef hann sá þess nokkurn kost að leysa mál innan svæðis. Þannig leituðum við oft til hans þegar leysa þurfti úr vandamálum, sem gerðist endrum og sinnum. Þá bauð hann gjarnan mönnum að koma í heimsókn norður og ræða málin, að finna lausn. Oftar en ekki fylgdi því heimboð til hans og Harriet, en oftast barst nafn hennar í tal þegar rætt var um Knút, svo samofin voru þau í huga okkar. Knútur var einstakur höfðingi heim að sækja og þau Harriet kunnu þá list öðrum betur að taka á móti gestum. Þó Knútur væri að öðru jöfnu alvörugefinn maður kunni hann vel að slá á létta strengi og lék þá á als oddi og var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Söngmaður var hann ágætur, hafði djúpa og fal- lega bassarödd og söng í áratugi í Karlakórnum Geysi og síðar Karlakór Akureyrar – Geysi. Þá var hann einnig framarlega og gegndi forystu í félagsmálum íþróttahreyfingarinnar á Akur- eyri. Við kveðjum nú með þakklæti minnisstæðan samverkamann og félaga, vottum honum virðingu okkar og sendum Harriet og fjöl- skyldunni allri samúðarkveðjur. Þorgeir J. Andrésson og Þórður Guðmundsson. Eftir andlát Birgis Árna Birgissonar fyrir ári síðan var ég of sleginn til að geta skrifað minningargrein. Kannski vegna þess að ólíkt sjómanninum Bigga þá hef ég aldrei migið í saltan sjó. Ég kynntist Bigga snemma á gelgjunni. Gisti oft hjá bróður hans og vandi komur mínar í heimsókn til Bigga þar sem við héldum vöku hvor fyrir öðrum langt fram á nótt með blaðri. Við pældum í pönki og nú einu ári eftir andlát hans, nánast upp á dag, gefur Bad Religion út eina af sínum bestu plötum en þeirra mesti aðdáandi missir af Birgir Árni Birgisson ✝ Birgir ÁrniBirgisson fæddist í Lundi í Svíþjóð hinn 4. jan- úar 1980. Hann lést á heimili sínu á Ísa- firði 23. janúar 2012. Birgir Árni var jarðsunginn frá Ví- dalínskirkju 3. febrúar 2012. henni. Að upplagi var hann vel úr garði gerður, hæfi- leikaríkur og klár. Fínn í boltaíþrótt- um, pári og var handlaginn. Sumir menn eru þannig að þegar þeir fyrst finna fyr- ir áhrifum hug- breytandi efna þá verða þeir ekki samir eftir. Ég hef heyrt marga þeirra lýsa því sem svo að þeir passi ekki í eigið skinn. Eigi erf- itt með að draga andann í hvers- dagslegu hugarástandi. Biggi var þannig maður. Ég man það að snemma í gagnfræðaskóla var það svo að hann bætti á sig á sunnudags- morgnum. Hann gat ekki annað. Eftir skyldunám lifði hann mis- munandi tímabil. Stormasöm og blíð. Eitt þeirra var svo að hann stundaði stífa sjálfskoðun á and- legum nótum og var þá svo já- kvæður og hress að það truflaði fúlt fólk í kringum hann. Það voru nokkur ár. Einhver ár fóru svo í póker sem menn segja mér að hann hafi verið ágætur í. Stuttu fyrir andlát sitt sagði Biggi mér allt af sér, öll sín dýpstu leyndarmál. Við höfðum gert það áður sem eins konar lið í andlegri hreinsun. Ég treysti því að hann sagði mér allt. Á endanum birti yfir honum svo hann hló að eigin breyskleika og löstum því fólki léttir við svona iðju og sér hversu óþarflega kjánalegt það getur verið. En þrátt fyrir lifnaðarhætti Bigga á köflum var (að mínu mati) ekk- ert krassandi leyndarmál. Brot hans gagnvart öðrum voru smá- vægileg og samviskubit hans voru vegna hlægilega ómerki- legra atvika. Hann stóð við sitt og lét fátt bitna á öðrum. En það er þannig með ein- læga og heiðarlega menn að þeir hljóta sjaldan upphefð. Manni þykir það stundum ósanngjarnt að breyskir menn sem troða sér fram fái þann heiður. Þess vegna fannst mér ég þurfa að vélrita þessi orð. Ekki einungis útaf því að menn eins og Biggi eiga það skilið heldur einnig vegna þess að okkur er hollt og gott að minnast þeirra. Sannir, heiðarlegir og tryggir menn eru nefnilega engin meðalmenni. Þeir eru eitthvað meira og mik- ilvægara. Axel Wilhelm Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.