Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 17
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Landmælingar Íslands gætu lokið
við gerð kortagrunns um vegi og
vegslóða á hálendi Íslands á tveim-
ur árum, að því gefnu að fjármagn
fáist til að ljúka kortlagningunni og
að sveitarfélögin ljúki skipulags-
vinnu þ.e. að taka ákvarðanir um
hvaða vegir og slóðar eigi að vera
opnir almennri umferð. Þetta segir
Magnús Guðmundsson, forstjóri
Landmællinga Íslands.
Í frumvarpi til nýrra náttúru-
verndarlaga er mælt fyrir um op-
inberan kortagrunn um vegi og
vegslóða sem heimilt er að aka um.
Þegar umhverfisráðherra hefur sett
reglugerð um kortagrunninn telst
akstur utan þeirra vega og slóða í
kortagrunninum vera utanvega-
akstur. Áform um kortagrunninn
hafa verið gagnrýnd m.a. af hópn-
um sem stendur á bak við Ferða-
frelsi.is.
Ekkert kortlagt frá 2009
Fram til ársins 2009 höfðu Land-
mælingar Íslands og Ferðaklúbb-
urinn 4x4 um árabil unnið saman
verkefni sem fólst í að í að aka vegi
og slóða á hálendinu og skrá GPS-
hnit þeirra niður. Viðkomandi sveit-
arfélög eða þjóðgarðar eiga síðan
að taka afstöðu til þess hvort slóð-
arnir eigi að vera lokaðir eða opnir.
Magnús segir að eftir 2009 hafi
ekkert verið unnið að verkefninu
vegna fjárskorts. Eftir sé að fara
um slóða víða á hálendinu, ekki síst
austanlands, og hann gerir ráð fyrir
að það taki um tvö sumur að kort-
leggja þá. Að því gefnu að sveitar-
félögin ljúki sinni vinnu hratt og
örugglega ætti kortagrunnurinn því
að geta orðið tilbúinn eftir um 2-3
ár. Slíkur grunnur verði þó aldrei
fullgerður enda breytist vegir, nýir
bætist við og öðrum verði hugsan-
lega að loka. Kortlagning á vega-
slóðum á láglendi, þ.e. þeim sem
eru utan hins hefðbundna vegakerf-
is, er ekki hafin með markvissum
hætti og Magnús segir að hún geti
hugsanlega reynst flóknari. Menn
þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af
því að hefðbundnum slóðum, t.d.
upp með veiðiám verði lokað.
Vilja traustar upplýsingar
Með breyttri tækni verður útgáfa
rafrænna korta af Íslandi sífellt
einfaldari og nokkur fyrirtæki hafa
haslað sér völl á þessu sviði,
bæði innlend og erlend, s.s.
Google. Magnús bendir á
að erlendir ferðamenn reiði
sig umfram allt á kort
hvort heldur er á pappír, í
leiðsögukerfum eða í tölv-
um og símum. Erlendir
ferðamann hafa þeir almennt
ekki staðþekkingu á Íslandi og því
mikilvægt að þeir geti fengið
traustar upplýsingar um
hvar megi aka.
Tvö ár til að ljúka kortlagningu
Ef fjármagn fæst gætu Landmælingar Íslands lokið við að kortleggja vegi og slóða á hálendinu á
tveimur sumrum Eftir að fara um slóða víða á hálendinu, einkum austanlands Aldrei fullgerður
Morgunblaðið/RAX
Umferð Í umsögn Landmælinga um frumvarpið segir að stafræni kortagrunnurinn sé mikilvægt skref í þá átt að
stýra umferð og koma í veg fyrir óafturkræf umhverfisspjöll. Myndin er frá Fossabrekkum við rætur Heklu.
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
Dæmi eru um að vegaslóðar
sem löngu eru aflagðir hafi
ratað inn á nýleg GPS-kort.
Skúli H. Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Útivistar, segir
að gamall slóði sem lá að
hluta um Þjórsárver hafi verið
settur inn á kort en verið tek-
inn út þegar ábendingar bár-
ust. Þá hafi slóði úr Hólmsár-
botnum inn að Strútslaug
verið setttur inn á pappírskort
fyrir nokkru.
Morgunblaðið hefur sagt frá
fleiri dæmum um slíka villu-
slóða á pappírskortum. Hver
sem er getur gefið út landa-
kort, á pappír eða tölvutæku
formi og enginn fylgist
með hvort réttar upp-
lýsingar komi þar fram.
Skúli segir nauðsyn-
legt að kortagrunnur af
hálendinu verði tekinn í
notkun. „Það er nauð-
synlegt að það sé skipu-
lag á hálendinu en síðan
geta menn deilt um hvað
eigi að fara inn á skipu-
lagið,“ segir hann.
Skipulag
nauðsynlegt
VILLUSLÓÐAR Í GPS-UM
Hyundai Santa Fe Comfort
2,2 dísil, sjálfskiptur. Verð 7.650 þús. kr.
Eyðsla 6,6 l/100 km*
HYUNDAI SANTA FE
SPARNEYTINN DÍSILJEPPI
NEW THINKING.
NEW POSSIBILITIES.
Kauptúni 1 - 210 Garðabæ
575 1200 - www.hyundai.is
Verið velkomin í kaffi og reynsluakstur
í dag milli kl. 10–16
*
M
ið
as
t
vi
ð
bl
an
da
ða
n
ak
st
ur
sa
m
kv
æ
m
t
fr
am
le
ið
an
da
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
6
9
4
1
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070Hyundai / BL ehf.