Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 Aðalsögupersóna fyrstuskáldsögu Lýðs Árnason-ar, Svartra túlipana, fer ámikilli þeysireið um ís- lenskt samfélag; frá sakleysislegu sjávarþorpi suður í sótsvarta spill- inguna í Reykjavík, þar sem hann sekkur á kaf í heim eiturlyfja og glæpa, áður en hann snýr aftur heim með lögregluna á hælunum. Höfundurinn virðist ekki vera maður einhamur því auk þess að hafa starfað sem læknir, meðal annars á Vestfjörðum – sem eru sögusvið bók- arinnar að hluta, hefur hann samið og leikið tónlist, birt smásögur og fram- leitt kvikmyndir. Og tengingin við heim kvikmyndanna er augljós í Svörtum túlípönum. Að mörgu leyti er sagan eins og uppskrift að kvik- mynd; hraðri kvikmynd þar sem skipt er ört milli tímaplana og frá- sögnin knúin áfram af litríkum per- sónum sem víla ekkert fyrir sér. Sagan hefst þar sem sögumað- urinn hefur snúið heim og er ekki einn á ferð, því hann hefur lík í far- teskinu. Þar sem hann ekur inn í bæ- inn og gengur inn á yfirgefið æsku- heimilið taka minningabrot að skjóta upp kollinum. Frásagnarhátturinn er hefðbundinn, þar sem lesandinn fer með sögumanninum aftur í tímann, og smám saman verður myndin fyllri, rússibanareið aðalpersónanna tekur að skýrast. Vinirnir kalla hann „Brainy“, þar sem hann á gott með að læra, en helsti vinurinn er hinn „snemmsköllótti“ Hemmi, mikill aðdáandi Bítlanna – „á bítlaslóðum var Hemmi eins og Jón Bö á Njálu- slóðum“ segir þegar hann er kynntur til leiks. Móðir aðalpersónunnar talar eins og véfrett í upphafi sögunnar, þegar hún varar soninn við Hemma: „Hann er sikkó- pat,“ segir hún, og sú er raunin. Æði vafasamur félags- skapur. Við hlið Hemma er síðan bróðir hans, eins- konar grunn- hygginn einka- lífvörður, og þeir kynnast hinum ofvirka Angantý og systur hans, hinni dularfullu Úlfhildi, fíkniefnaneytanda sem aðalpersónan fellur fyrir. Persónugalleríið er að mörgu leyti frekar klisjukennt. Þetta eru erkitýp- ur frekar en karakterar af holdi og blóði – það er einn helsti galli verks- ins. Hins vegar þjóna þær allar sínu hlutverki, og það hvarflaði aftur og aftur að þessum lesanda að hann væri að lesa kvikmynd; sviðsetn- ingar, söguheimurinn og sögufléttan tala við, vísa í og tengjast (undir) heimum sem hafa verið áberandi á hvíta tjaldinu á síðustu árum, til að mynda í kvikmyndinni Svartur á leik og jafnvel frásagnarhætti bandaríska leikstjórans Tarantinos. Höfundurinn á oft góða spretti í lýsingum og sviðsetningum, og ekki er laust við að glitti í læknisfræðilega þekkinguna eins og þar sem sögu- maður situr einn í húsi móður sinnar og ljósin fara af þorpinu: „Það er eins með rafmagnið og lífið, maður veit aldrei hvenær það fer. Til glöggvunar get ég sagt að á hverjum degi færist maður um 120 þúsund hjartaslögum nær endalokunum. Óhugnanleg til- hugsun …“ Sögupersónurnar flytja inn fíkni- efni, auk þess að reka vafasaman skemmtistað, og hlutverk „Brainy“ er að læra bókhald og gera starfsem- ina löglega á pappírunum. „Við bjuggum til fyrirtæki, dótturfyrir- tæki, pappírsfyrirtæki, draugafyrir- tæki, hlutafélög, eignarhaldsfélög, líknarfélög, karlaklúbba, banka, pen- ingamyllur og alls kyns svikamyllur aðrar. Lagaglufur og mótsagnir voru okkar ráspólar og markmiðið að búa til svo öflugt vegakerfi að alltaf væri einhver útgönguleið. Sem sagt, leit- ast var við að vera alltaf réttum meg- in við lögin, siðferðið hins vegar skipti minna máli.“ Kunnuglegt, ekki satt – enda nokkuð sannferðug sam- tímasga. Svartir túlípanar er fyrirtaks saga; alls ekki gallalaus og ekki beint frum- leg, en hröð, æsileg á köflum og ljóm- andi vel skrifuð. Morgunblaðið/Golli Höfundurinn Aðalpersónan í sögu Lýðs fer á „þeysireið um íslenskt sam- félag; frá sakleysislegu sjávarþorpi suður í sótsvarta spillinguna“. Skáldsaga Svartir túlípanar bbbmn Eftir Lýð Árnason. Draumsýn 2012. 344 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Kvikmynd um undir- heima í skáldsöguformi „Þetta er ekki skýrsla heldur kvik- mynd sem varpar ljósi á stöðu hæl- isleitenda,“ segir Ingvar Þórðarson, annar leikstjóri heimildakvikmynd- arinnar Fit Hostel sem verður fum- sýnd í Bíó Paradís klukkan 20 í kvöld og verður í kjölfarið tekin þar til sýningar. Kolfinna Baldvins- dóttir leikstýrði myndinni með Ingvari og sá Þuríður Einarsdóttir um klippinguna. Megas flytir titil- lagið „Hleypum engum inn“. Í kvikmyndinni er fylgst með hælisleitendum sem búa á gisti- heimilinu Fit í Njarðvík, á árabilinu 2008 til 2011. „Við fylgdumst mest með um tíu manna hópi og baráttu þeirra við kerfið; baráttu þeirra um að fá að vera hér,“ segir Ingvar. Þegar kvikmyndagerðarmenn- irnir hittu viðmælendur fyrst höfðu sumir þeirra þegar dvalist þar í nokkur ár. „Við fylgdumst með þeim í á þriðja ár. Sumir fengu úrlausn sinna mála, enda varð þetta fólk sýni- legra eftir haust- ið 2008 og fólk fór að berjast með því. Árið 2009 fengu tólf dvalarleyfi af mannúðarástæðum en ekki nema fimm árið áður og sex árið eftir.“ Hælisleitendurnir hafa flúið heimalandið af ýmsum ástæðum og koma víða að úr heiminum. Ingvar segir að þau hafi áunnið sér traust fólksins sem kemur við sögu en aðrir vildu ekkert af þeim vita. „Hvert mál er einstakt en af- greiðsla hvers og eins virðist líka vera einstök. Þetta eru erfiðar sög- ur og þetta fólk hefur lent í ýmsu,“ segir hann. „Þessi mynd er ekki skýrsla en hún varpar ljósi á mál- ið.“ efi@mbl.is Gistiheimilið Hælisleitendurnir sem fylgst var með búa á Fit hosteli. Kvikmynd um mál- efni hælisleitenda  Heimildakvik- myndin Fit Hostel frumsýnd í kvöld Ingvar Þórisson KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL.5:20-8-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 5:20 OZ:GREATANDPOWERFULVIP2DKL.5:20-8-10:40 ÞETTAREDDAST KL. 8 -10:10 BEAUTIFULCREATURES KL. 8 -10:40 FLIGHT KL. 8 -10:10 WARMBODIES KL. 8 -10:50 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50 ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 KRINGLUNNI PARSIFALÓPERA KL.18:00 OZ:GREATANDPOWERFUL KL. 5:20 - 8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL 3D KL. 10:40 ÞETTAREDDAST KL. 10:40 THIS IS 40 KL. 8 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 OZ:GREATANDPOWERFUL3DKL.5:20-8-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL.6 IDENTITYTHIEF KL.5:30-8-10:30 FLIGHT KL.9-10:30 BEAUTIFULCREATURES KL.5:20 ARGO KL.8 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 8 IDENTITY THIEF KL. 10:40 ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10:10 AKUREYRI OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 5:20 ÞETTA REDDAST KL. 8 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT  LA TIMES DISNEY BÝÐUR ÞÉR Í HREINT MAGNAÐ FERÐALAG TIL TÖFRALANDSINS OZ  K.N. EMPIRETöfrandisjónarspil! BÍÓVEFURINN/SÉÐ & HEYRT FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ALICE INWONDERLAND OG LEIKSTJÓRA SPIDERMAN ÞRÍLEIKSINS FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA MORGUNBLAÐIÐ  VIÐSKIPTABLAÐIÐ FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.