Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 18
Ryanair Pantaði 200 Boeingþotur.
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair
hefur lagt inn pöntun á 200 Boeing-
þotum en samkvæmt listaverði er
pöntunin upp á 18 milljarða Banda-
ríkjadala, 2.283 milljarða króna.
Greint er frá þessu í Irish Indep-
endent.
Munu þeir Barack Obama Banda-
ríkjaforseti og forsætisráðherra Ír-
lands, Enda Kenny, staðfesta pönt-
unina í næstu viku á fundi í Hvíta
húsinu. Er þetta stærsta flugvéla-
pöntun Ryanair frá stofnun flug-
félagsins, samkvæmt fréttinni í
morgun.
Talsmaður Ryanair vildi ekki
staðfesta fréttina þegar AFP-
fréttastofan hafði samband í gær-
morgun.
Ætlunin mun vera sú að skipta út
einhverjum þeirra 737 Boeing-
þotna sem nú eru í notkun hjá
Ryanair en eins verður um fjölgun
að ræða í flugflota Ryanair.
Ryanair
pantar 200
Boeingþotur
Stærsta pöntun
félagsins frá upphafi
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
„Ráðuneytinu er ekki kunnugt um
neinar vanefndir af hálfu kaup-
enda. Frávik frá efni upphaflegs
kaupsamnings hafa verið með sam-
þykki ráðuneytisins,“ segir í svari
Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og
efnahagsráðherra, við fyrirspurn
frá Margréti Tryggvadóttur, þing-
manni Hreyfingarinnar, varðandi
sölu ríkisins á Símanum árið 2005.
„Kaupverð samkvæmt kaup-
samningi var greitt. Kaupendur
greiddu fyrir allar þær eignir sem
þeir fengu afsal fyrir. Í einhverjum
tilvikum fékk félagið tímabundin
afnot af landi ríkisins vegna þegar
starfræktra fjarskiptamannvirkja
og fjarskiptamastra á meðan þau
eru nýtt með þeim hætti,“ segir í
svari ráðherrans.
Þá spurði þingmaðurinn um
umsamið kaupverð og hversu mik-
ið af því hefði verið greitt. Í
svarinu segir að söluverðið sam-
kvæmt kaupsamningi hafi verið
66,7 milljarðar króna sem hafi átt
að greiða í þremur tilgreindum
gjaldmiðlum.
Söluandvirðið hafi verið greitt í
þremur gjaldmiðlum hinn 6. sept-
ember 2005, þ.e. 34.506 milljónir
ísl. kr., 310 milljónir evra og 125
milljónir bandaríkjadala. Nánar á
mbl.is
Engar vanefndir við sölu Símans
Frávik frá efni upphaflegs kaup-
samnings með samþykki ráðuneytisins
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Síminn Kaupverðið var 66,7 milljarðar.
Stuttar fréttir ...
● Því er oft haldið
fram, að fjár-
málakreppan, sem
hófst árið 2007 og
varð hörðust í árs-
lok 2008, hafi
stafað af ónógu
eftirliti stjórnvalda
með fjár-
málamörkuðum.
Sumir fjármála-
sérfræðingar halda því hins vegar
fram, að vissulega hafi fjármálaeftirlit
brugðist og sumir aðilar á markaði
tekið meiri áhættu en hóflegt hafi ver-
ið, en ríkisafskipti af þessum mörk-
uðum hafi samt gert illt verra. Einn
þessara fjármálasérfræðinga, prófess-
or Philip Booth, flytur fyrirlestur í Há-
skóla Íslands í dag kl. 12-13, um
„raunverulegar orsakir fjármála-
kreppunnar“. Fyrirlesturinn verður í
Öskju, stofu N-132.
Að honum standa viðskiptafræði-
deild Háskóla Íslands og RNH. Að-
gangur er ókeypis og öllum heimill.
Fundarstjóri verður dr. Ingjaldur
Hannibalsson prófessor, forseti
viðskiptafræðideildar, samkvæmt því
sem fram kemur í tilkynningu frá
RNH.
Fyrirlestur um orsakir
fjármálakreppunnar
Philip Booth
gjalddaga viðkomandi skuldabréfs,
og hafa erlendu aðilarnir því fært
sig úr skuldabréfum með nokkurra
mánaða líftíma í bréf með 3-12 ára
líftíma.
Þessi breyting ætti að hugnast
stjórnvöldum vel, þar sem eitt af
markmiðum í núverandi áætlun
um afnám hafta hefur verið að
auka áhuga erlendra krónueigenda
á langtímafjárfestingarkostum.
Erlendir aðilar áttu í febrúarlok
ríkisbréf fyrir 195 milljarða, eða
sem nemur 37% af markaðshæfum
ríkisbréfum.
thorsteinn@mbl.is
Eru að færa sig
úr styttri bréfum
Verulegar hreyfingar erlendra aðila vekja athygli
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabankinn Markmiðið hefur verið að auka áhuga erlendra krónueig-
enda á langtímafjárfestingarkostum. Það virðist vera að ganga eftir.
Erlendir aðilar færðu sig í tals-
verðum mæli úr stysta ríkisbréfa-
flokknum í meðallanga og langa
ríkisbréfaflokka í febrúar. Er það
áframhald á þróun sem verið hef-
ur undanfarna mánuði. Innlendir
aðilar voru hins vegar langa-
tkvæðamestir í útboðum Lána-
mála á ríkisbréfum í febrúar-
mánuði, en alls voru seld ríkisbréf
fyrir 11,5 milljarða í tveimur út-
boðum í mánuðinum. Þetta kemur
fram í morgunkornum greining-
ardeildar Íslandsbanka í gær.
Segir þar að verulegar hreyf-
ingar erlendra aðila milli ríkis-
bréfaflokka í síðasta mánuði veki
athygli. Alls seldu erlendir aðilar
bréf í stysta ríkisbréfaflokknum,
RIKB13, fyrir tæplega átta millj-
arða, en þeir eru langstærstu eig-
endur slíkra bréfa. Á móti keyptu
þeir bréf í millilöngu- og löngu
flokkunum RIKB16 fyrir 1,8
milljarða, í RIKB19 fyrir 2,4
milljarða, í RIKB22 fyrir 1,6
milljarða og í RIKB25 fyrir 0,8
milljarða.
Þá er sérstaklega athyglisvert
að erlendir aðilar keyptu bréf í
verðtryggða RIKS21-flokknum
fyrir þrjá milljarða í febrúar, en
fram að þessu hefur eign þeirra í
þeim flokki verið óveruleg. Síð-
ustu tveir tölustafirnir í ofan-
greindum heitum vísa til loka-
Breytingar á ríkisbréfum
» Alls voru seld ríkisbréf fyrir
11,5 milljarða í tveimur útboð-
um í febrúarmánuði.
» Erlendir aðilar áttu í febr-
úarlok ríkisbréf fyrir 195 millj-
arða.
» Erlendu aðilarnir hafa fært
sig úr skuldabréfum með nokk-
urra mánaða líftíma í bréf með
3-12 ára líftíma.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,-
+/0.-1
+,,.0/
,,.2,1
,,.231
+4.03,
+11.+-
+.1+-/
+/4.5
+-3.,5
+,-.5-
+//.24
+,1.+3
,,.2/0
,,.+2/
+4./
+11.51
+.1,20
+42.2-
+-3.0+
,,3.1+1+
+,-./-
+//.55
+,1.5
,,.+5+
,,.+01
+4./5/
+11.4
+.1,3-
+42.-,
+-5.+0
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Tekjuafkoma hins opinbera var nei-
kvæð um 58,5 milljarða króna árið
2012 eða 3,4% af landsframleiðslu. Til
samanburðar var tekjuafkoman nei-
kvæð um 91,1 milljarð króna árið 2011.
Tekjur hins opinbera námu um 735
milljörðum króna og hækkuðu um 55
milljarða króna milli ára eða um 8%.
Sem hlutfall af landsframleiðslu mæld-
ust þær 43% samanborið við 42% ár-
ið 2011. Útgjöld hins opinbera voru
794 milljarðar króna og jukust um
2,9%. Þetta er meðal þess sem kemur
fram í Hagtíðindum á vef Hagstof-
unnar.
Tekjuafkoma neikvæð
um 58,5 milljarða
Stofnað í júní 2008
Fjármálafyrirtækið Gamma var
stofnað í júní 2008 en ekki skömmu
eftir bankahrun sama ár, líkt og
fram kom í Morgunblaðinu í gær.
Blaðið sagði frá því að Íslensk verð-
bréf og Gamma eru í sameining-
arviðræðum.
Leiðrétt
Við léttum þér lífið
F
A
S
TU
S
_H
_0
5.
01
.1
3
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900
WWW.FASTUS.IS
Stuðningshandföng Göngugrindur Griptangir Salernis- og sturtustólar
Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að
Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar
og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir.
Komdu og skoðaðu úrvalið
- við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.