Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
degi. Hann Blængur Mikael var
einstakur, skemmtilegur og mik-
ill pælari. Það var fátt í þessari
veröld sem hann spáði ekki í og
velti vöngum yfir. Ein af okkar
síðustu samræðum var um hvort
það borgaði sig að kaupa Play-
station 3 eða bíða þar til númer 4
kæmi út því hún væri örugglega
miklu betri, myndi endast miklu
lengur og hafa fleiri leiki.
Þegar andlátsfregnin barst
okkur stoppaði tíminn og þögnin
bergmálaði alls staðar. Það er á
skjön við allt að 12 ára ungur
drengur fari og skilningsleysi
okkar er algjört. Ekkert hefði
getað breytt því hvernig fór, Guð
kallaði hann til sín. Við elskuðum
hann hér og munum elska hann
þar.
Elsku Emma og elsku Bogi og
fjölskyldur ykkar beggja, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Það leika sér skuggi og ljós
jörð, tungl og sól.
Leika sér himninum á
eiga þar skjól.
Svo var stjarna á himni
sem lýsti upp eilífa nótt.
Ég veit að til er svo margt
sem í fjarlægð er smátt.
Milljónir stjarna
sem aldrei sjást.
Já, eins er ástin sem ég til þín ber.
Ólýsanleg.
(Magnús Þór Sigmundsson)
Elsku frændi hvíl í friði, við
munum aldrei gleyma þér.
Erla, Helena og Ólafur.
Það hefur verið hefð í fjöl-
skyldu okkar systkina að hafa
sameiginlegt jólaboð, þar sem
saman koma ásamt móður okkar
öll börn og barnabörn, öllum til
mikillar gleði og ánægju, þar sem
við höfum kynnst nýjum afkom-
endum og viðhaldið frændsemi
og vináttu. Þannig var það líka
fyrir 12 árum þegar Bogi og
Emma sýndu okkur frumburð
sinn stolt og glöð, enda drengur-
inn bjartur og fagur. Ekki leyndi
sér heldur stoltið og gleðin hjá
ömmunni og afanum með sitt
fyrsta barnabarn, enda reyndist
drengurinn þeim hinn mesti
gleðigjafi. Blængur Mikael var
ljós yfirlitum og bjarteygur,
ákaflega vel af guði gerður, vin-
fastur og glaðsinna, en kurteis í
allri hegðun. Frændur hans og
frænkur voru ákaflega glöð í ná-
vist hans og var honum ákaft
fagnað þegar þau hittust. Þeim er
því nú brugðið eins og okkur sem
eldri erum yfir þeim sorglega at-
burði þegar skyndilegt og óvænt
slys tekur líf þessa góða mann-
kostadrengs. Við sem eftir sitjum
skiljum ekki tilgang þess að líf sé
tekið áður en það er í rauninni
hafið, það er samt alltaf svo að
allt líf hefur einhvern tilgang,
sama hversu lengi það er hér á
jörð, hversu sárt sem það er að
horfa á eftir góðum einstakling-
um sem skilja eftir sig góðar og
sætar minningar. Það vitum við
sem þekktum Blæng að hann var
góður og mikill mannkostadreng-
ur og er sárt saknað af okkur öll-
um. Við biðjum fyrir honum á leið
hans til nýs lífs í öðrum heimi. Við
biðjum guð að hugga og blessa
foreldra hans, fósturforeldra og
systkini, afa og ömmur, ættingja
og vini. Guð blessi þig og verndi
elsku frændi og vinur. Við vitum
að þeir sem á undan þér eru
gengnir hafa tekið þér opnum
örmum og við getum samglaðst
þeim um leið og við hörmum
missi þinn alltaf.
Ásgeir Pétursson afabróðir
þinn og fjölskylda.
Þegar ég hugsa um þig fyllist
ég bæði söknuði og stolti elsku
litli, en samt svo stóri, lífsglaði,
hláturmildi og hjartahlýi bróður-
sonur minn. Mesti snillingurinn
og einstaki karakterinn. Þú varst
svo sannarlega líkur pabba þín-
um, að innan sem utan. Eins og
ég sagði oft; „svo miklir Íslend-
ingar báðir tveir“. Það eru allir
sammála um að ykkar feðgasam-
band var eitthvað svo miklu
meira. Húmorinn sá sami, sömu
áhugamálin og náðu þau yfir
heimsins höf, bókstaflega. Pabbi
þinn stýrimaður og þú ætlaðir að
verða sjávarlíffræðingur. Þið
voruð bestu vinir sem hægt er að
hugsa sér. Þú komst sífellt á
óvart og kenndir mér svo margt,
tala nú ekki um ljóðin og ræm-
urnar sem þú þuldir upp og skild-
ir mig eftir með hökuna í gólfinu.
Ég er svo þakklát að eiga svona
margar minningar um þig, frá
öllum landshlutum Íslands og
einnig sólarlandaferðinni til
Portúgals síðasta sumar í tilefni
afmælis afa þíns og pabba míns.
Orð fá því ekki lýst hvað ég held
vel utan um þær minningar núna.
Þá sérstaklega daginn sem fór
allur í vatnastríð og vindsænga-
eltingaleiki í „stóra baðinu“ eins
og litla systir þín kallaði það. Ég
veit að yndislegi hláturinn þinn í
gleðinni og galsanum á þeim degi
mun hljóma í eyrum mínum það
sem eftir er. Þú varst besti stóri
bróðir í heimi og framkallaðir
bros og hlátur hjá litlu systur
löngu áður en hún fékk sína
fyrstu tönn. Þannig var það alltaf
með þér. Það var allt svo fullkom-
ið þegar við vorum átta í Bakka-
smáranum. Við vin-áttan og kött-
urinn á heimilinu þar með talinn.
Blængur minn, ég sagði það áður
og ég segi það aftur, svo lengi
sem þú heldur áfram að vera þú
sjálfur verða þér allir vegir færir.
Þar á ég líka við vegi Guðs. Þetta
hér er aðeins eitt sandkorn úr
sögunni endalausu sem ég mun
halda áfram að minnast alla tíð.
Mundu að þú varst ofurhetjan í
eigin lífi og verður áfram uppá-
haldsofurhetjan mín.
Þangað til næst. Þín stóra
frænka
Sara Björk.
Mig langar að minnast frænda
míns hans Blængs. Blængur kom
inn í líf okkar fyrir nokkrum ár-
um þegar faðir hans og systir mín
felldu hugi saman. Í kaupbæti
með yndislegum manni fylgdi
auðvitað yndislegur drengur. Lít-
ill, nettur, forn í tali, áhugasamur
og ljúfur. Hann stal hjarta systur
minnar strax og urðu þau miklir
vinir og þegar litla fjölskyldan í
Kópavogi stækkaði fékk Blæng-
ur það hlutverk sem ég þekki svo
vel að vera stóra systkinið. Hann
varð tvöfaldur stóri bróðir þar
sem móðir hans eignaðist einnig
dreng skömmu síðar. Stórabróð-
urnafnbótina bar hann vel og var
alveg einstakt að fylgjast með
honum með litlu systur sinni sem
dáði stóra bróður sinn. Hann um-
vafði hana hlýju og blíðu og tók
það mjög alvarlega að vera orð-
inn stóri bróðir.
Mér fannst Blængur strax
öðruvísi, svona öðruvísi að því
leyti að hann snerti við manni á
öðruvísi hátt. Maður varð oft
kjaftstopp eða orðlaus nálægt
honum. Hann var einstaklega vel
máli farinn og pælingarnar hjá
honum voru svo öðruvísi að mað-
ur þurfti stundum að hugsa sig
um áður en maður svaraði hon-
um. Mér er það minnisstætt þeg-
ar við fórum í keilu saman og
starfsmaðurinn í Keiluhöllinni
skrifaði Vængur í staðinn fyrir
Blængur. Blæng þótti það fyndið
og ákvað að breyta því ekki. Við
urðum sammála um að kalla hann
blævæng næst þegar við keppt-
um í keilu. Einu sinni kom hann
hingað í Hafnir og var ástæða
heimsóknarinnar í það skiptið að
horfa á Eurovision. Blængur var
úti að leika allan tímann. Vind-
vélar og væl á öðrum tungumál-
um heilluðu hann ekki en prik,
bogi og ströndin fyrir utan áttu
hug hans allan og naut hann sín
hérna fyrir utan með syni mínum.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
kynnst honum Blæng, þakklát
fyrir að hafa fengið að taka þátt í
lífi hans, þakklát fyrir að hann
elskaði systur mína og hún hann.
Nú bið ég alla góða vætti og allt
sem gott er að vaka yfir fjöl-
skyldu hans og styrkja hana í
gegnum sorgina og saman getum
við öll verið stóri bróðir hvert
annars eins og hann var.
Við kveðjum þig, elsku Blæng-
ur, og þökkum þér samfylgdina.
Guðrún, María,
Hannes og Auðunn.
Hvað getur maður sagt þegar
svona voðaatburður á sér stað?
Hvað á maður að segja? Sitjum
hér mæðginin á fimmtudags-
kvöldi og vitum hvað fjölskylda
Blængs var að gera í dag og get-
um einungis reynt að ímynda
okkur hvernig sú stund hafi ver-
ið.
Þessi staðreynd er ótrúleg og
fjarstæðukennd því Blængur var
búinn að vera með okkur og hjá
okkur svo mikið undanfarið.
Blængur var fyrsti vinurinn
sem Henrik eignaðist er við flutt-
um norður og varð strax sá besti,
tala nú ekki um eftir að þeir vissu
að þeir voru frændur. Þegar ég
kynnti hann fyrir öðrum þá
minntist fólk á sérstaka nafnið
hans og þá sagði ég bara það eina
rétta: Sérstakt nafn fyrir sér-
stakan dreng.
Þeir Henrik áttu svo góðan
öskudag saman núna í febrúar,
eins og oft áður, þar sem þeir
sungu „Cleveland show“-lagið og
erum svo þakklát að eiga það á
myndbandi með þeim. Bolludag-
urinn er eftirminnilegur þar sem
tilhlökkunin var svo mikil að
borða bollurnar að við biðum ekki
nógu lengi eftir því að þær kóln-
uðu svo rjóminn lak út um allt og
urðum við hálfpartinn að „sötra“
þær á methraða.
Lummudagarnir í fyrra, Lysti-
garðsferðir, Fiskidagurinn mikli,
bílferðir, samtöl, hlátursköstin,
næturgistingar og svo margar
stundir og augnablik skjótast
upp í hugann og tregafullt að
hugsa til þess að stundirnar
verða ekki fleiri með honum
Blæng okkar en minningarnar
lifa með okkur og við getum bros-
að að þeim saman.
Blængur Besta skinn kallaði
ég hann oft og hann var það, hið
besta skinn. Skemmtilega kæru-
laus, hreinn og beinn og hrein-
skilinn og kom manni svo oft til
að hlæja með sínum einstæða og
stundum beitta húmor.
Síðasta helgin í febrúar var
flott hjá litlu Fiskunum okkar
þar sem þeir héldu upp á 12 ára
afmælin sín. Blængur var í essinu
sínu hjá Henrik þar sem hann
vann félagana í fyrstu leikjunum í
einhverri leikjakeppni í tölvunni
og var svo ánægður með sig og
leið svo vel. Þeir áttu svo góðan
tíma saman að afmælið lengdist
um rúma þrjá tíma. Á leiðinni
heim spurði ég hann hvaða tónlist
væri í uppáhaldi núna vitandi hve
Emma, mamma hans, reyndi
mikið að gera hann að rokkara og
hann var fljótur að svara: „Rapp,
franskt rapp!“
Kær frændi og mikill fengur
og forréttindi þér að kynnast.
Lítill Fiskur og lipur drengur
lofum Besta skinns að minnast.
Sorgin mikla tímann tefur,
tár á kinnum, brotinn vængur.
Góður vinur hjá Guði sefur,
gakk í friði elsku Blængur.
Elsku yndislega Emma og fjöl-
skylda, megi góður Guð leiða
ykkur og vernda á þessum sárs-
aukafulla tíma. Helena, Bogi,
elsku litli Sigtryggur, Rögnvald-
ur og öll fjölskyldan, við mæðgin
sendum ykkur okkar innilegustu
kærleiks- og samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Henrik og Hilda Eichmann.
Elsku vinur og ferðafélagi. Ég
man það þegar við hittumst fyrst
í Brekkubyggðinni þegar þú
varst aðeins nokkurra vikna
gamall. Ég man það að ég skildi
líka að lífið myndi breytast með
komu þinni og það sem tæki við
væri eitthvað miklu meira og
merkilegra. Við pabbi þinn vor-
um ungir og kærulausir og höfð-
um fram til þessa ekki gegnt eins
mikilvægu hlutverki og nú, en nú
varð breyting þar á og eftir mjög
skamman tíma fetaði ég í fótspor
föður þíns og stofnaði líka fjöl-
skyldu og eftir það byrjaði æv-
intýrið okkar.
Já, ævintýri er bara besta orð-
ið til að lýsa því sem var í vænd-
um, og lýsti þér alveg sérlega vel
Blængur minn. Það var alltaf æv-
intýri með þér, uppátækjasemin
og hugvitið hjá ungum dreng var
alveg með eindæmum. Í stórum
hópi undir þú þér vel enda gastu
alltaf framkallað leiki og búið til
heilu heimana fyrir alla sem voru
þar með þér án þess að hafa
nokkuð fyrir því.
Það var ekki bara með öðrum
börnum sem þú undir þér, þú átt-
ir líka mikið af fullorðnum vinum,
enda ræðinn og fróður um allt
milli himins og jarðar, skýrmælt-
ur, þolinmóður og íhugull. Þú
bjóst yfir þeim hæfileika að geta
snúið þér við frá leiknum og sest
með fullorðnum til borðs og hafið
samræður sem alltaf voru inni-
haldsríkar og oftar en ekki kóm-
ískar. Það sést vel á öllum mynd-
unum úr ferðalögunum þar sem
þú ert annars vegar í leik með öll-
um krökkunum og svo líka á tali
við fullorðna fólkið.
Það má sannarlega segja að þú
hafir verið einstakur drengur
Blængur og þó svo að tíminn hafi
verið alltof stuttur sem við feng-
um með þér hafðir þú mikil áhrif
á okkur öll og það fá því engin orð
lýst hve mikið þín er saknað. Við
verðum aldrei söm eftir að hafa
misst þig og hefðum aldrei orðið
eins án þín.
Við fjölskyldan kveðjum þig
með söknuð í hjarta og gleðjumst
yfir hverri einustu minningu um
þig, allar okkar ferðir og sam-
verustundir.
Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægurglys.
Á horfna tímans horfi ég endurskin,
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr)
Bjarnþór, Thelma,
Agneta, Brynjar og Andrea.
Ljúfi ljósberinn Blængur
Mikael er farinn í stóra ferðalag-
ið og lætur ljós sitt skína á nýjum
og fallegum stað.
Ég mun ætíð minnast þess
þegar ég hitti þig á Gásum, þú
leiddir mig um. Sýndir mér allt
sem heillaði þig og útskýrðir fyrir
mér gamla tímann. Þú varst mér
alltaf svo góður og passaðir svo
vel upp á mig. Ég mun alltaf
minnast þín fyrir það sem þú
varst, blíður, góður og ég leit allt-
af upp til þín. Þú kenndir mér að
vinátta er það dýrmætasta sem
við eigum og það ætla ég að
geyma í hjarta mínu til minning-
ar um þig.
Elsku hjartans Emma Agneta,
Sigtryggur Kristófer, Bogi, Þur-
íður Hekla og fjölskyldur, við
vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð, megi algóður Guð veita ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Karítas Hrönn Elfarsdóttir,
Helga Margrét Guðjóns-
dóttir, Davíð Steinar Guð-
jónsson, Guðjón Stein-
dórsson, Ásta Hrönn
Björgvinsdóttir.
Elsku Blængur okkar. Frá því
að við fengum þær sorgarfréttir
að þú hefðir látið lífið í hörmulegu
bílslysi höfum við verið harmi
slegin, dofin og sorgin hefur
reynst þung. Erfitt verður að
fylla upp í það tómarúm sem
myndast hefur í hjörtum okkar.
Upp í hugann koma ótal minn-
ingar sem gott er að ylja sér við á
erfiðum tímum. T.d. þegar þú
komst með okkur út á Hjalteyri
og gistir með okkur, þú skemmtir
þér svo vel og ykkur mömmu
þinni leið svo vel. Allar heimsókn-
irnar til Davíðs okkar og þegar
þið gistuð hvor hjá öðrum. Þú
hugsaðir alltaf svo vel um hann,
sem og Berglindi okkar og Ragn-
heiði litlu. Þú varst alltaf svo hug-
fanginn af henni og öllum litlum
börnum í kringum þig. Það var
bara nokkrum dögum áður en þú
yfirgafst þennan heim að Jói hitti
hana Helen ömmu þína úti í búð.
Hún hafði það á orði að þér þætti
alltaf svo vænt um hann Davíð
Mána vin þinn. Það gladdi okkur
svo mikið að heyra þessi orð. Það
var svo gaman að vera í kringum
þig, þú varst mikill gleðigjafi og
skemmtikraftur og sýndir oft
góða takta í þeim efnum sem kitl-
uðu hláturtaugarnar. Elsku
Blængur, við eigum eftir að
sakna þín mikið og trúum því að
þú sért kominn á góðan stað og
vakir yfir öllu þínu fólki.
Við biðjum góðan Guð að vaka
yfir og styrkja mömmu þína,
pabba þinn og fjölskyldur þeirra
og alla þá sem eiga um sárt að
binda. Megi hann líka vaka yfir
litlu systkinum þínum sem þú
hugsaðir svo vel um og elskaðir.
Þínir vinir,
Guðrún, Jóhannes, Dav-
íð Máni, Berglind Líf og
Ragnheiður Kristín.
Okkur langar með örfáum orð-
um að kveðja fyrrverandi nem-
anda okkar sem lést í hörmulegu
bílslysi hinn 1. mars síðastliðinn.
Þau ár sem Blængur var í okkar
umsjón var ýmislegt brasað og á
því tímabili breyttist litli dreng-
urinn, sem var nýbyrjaður í
skóla, í ungan og efnilegan pilt.
Í minningunni skoppar um ljós
og fagur drengur með bros á vör
og galsa í hverri hreyfingu.
Blængi fylgdu sérkennileg og
skemmtileg áhugamál og hann
hafði oft eigin sýn á hvernig ætti
að takast á við verkefni dagsins.
Glottið hans og spekingsleg til-
svörin munum við geyma hjarta
okkar næst, en okkur er ómögu-
legt að skilja hvað almættinu
gengur til þegar barn deyr.
Blængur hefur verið kallaður til
mikilvægari starfa og við óskum
þess að Emma, litli bróðir og aðr-
ir ættingjar og vinir öðlist styrk
til að standast þessa þungu raun.
Megi Guð og góðir englar fylgja
þeim og styrkja alla tíð.
Sofðu bara engill og lúrðu undir sæng
megi Drottinn geyma þig undir hlýjum
væng.
Við hittumst bara aftur þegar húmar
aftur að
og Drottinn vill fá fleiri á þennan ljúfa
stað.
(Þorbjörg Gísladóttir)
Með innilegri þökk fyrir liðnar
samverustundir.
Ingibjörg Dagný, Anna
Sigríður og Anna J. í
Glerárskóla 2008-2011.
Hinn 19. febrúar 2001 fæddist
Emmu Agnetu systur og Boga
Þorsteinssyni ljós og fagur
drengur. Stundum er sagt að til
að ala upp barn þurfi þorp til.
Þau orð áttu svo sannarlega við
um ljósberann okkar sem hlaut
hið fagra nafn Blængur Mikael,
sem hæfði honum sérlega vel.
Blængur Mikael var þeim eig-
inleika gæddur að laða fram
kærleik og góðvild í öllum er
honum kynntust. Hann var af-
skaplega sérstakur drengur og
það var ósjaldan sem við hér í
Flétturimanum kölluðum hann
litla prófessorinn okkar vegna
greindar hans og fróðleiks-
þorsta og vorum við afar stolt af
honum.
Svarti föstudagurinn 1. mars
mun aldrei líða mér úr minni.
Þegar sú harmafregn barst að
elsku Blængur Mikael hefði lát-
ist í bílslysi og Emma Agneta
systir væri slösuð, ásamt tveim-
ur öðrum sem í bifreiðinni voru,
og búið væri að flytja þau með
þyrlum á Landspítalann. Það
voru þung og angistarfull spor
og hjarta sem sló ótt og títt af
skelfingu og lamandi sorg þegar
við gengum inn á neyðarmóttök-
una, hugsanirnar þyrluðust um
eins og hvirfilbylur. Þau lifðu og
líkamleg sár þeirra munu gróa.
Á liðnum dögum hefur mér oft
orðið hugsað af djúpu þakklæti
til lögreglunnar, Gæslunnar og
starfsfólks bráðamóttökunnar
og gjörgæslunnar sem gerði allt
sem í þeirra valdi stóð.
Perlur minninganna streyma
fram hver af annarri, þótt ævi-
dagar okkar ástkæra Blængs
Mikaels yrðu einungis tólf ár
skilur hann eftir sig mikið af
minningum. Vonandi munu þær
ylja ástvinum hans í nístandi
sorginni þegar frá líður. Sorg
sem engin orð fá lýst.
Eitt sinn hringdi Erla systir í
mig er hún var að gæta hans á
meðan mamma hans var í skól-
anum og segir upprifin: Veistu
hvað hann sagði við mig? Nei,
hvað kom hann með núna sagði
ég og beið spennt. Jú hann
horfði á mig með sínum einstöku
blíðu augum, lagði hönd á hjart-
að og sagði: Erla, ég verð svo
heitur hérna inni þegar ég horfi
á þig! Þá var hann fárra ára
gamall.
Stundin sem við áttum hér í
febrúar í fyrra þegar ég fékk
þann heiður að mynda hann
ásamt litlu systur sinni henni
Þuríði Heklu og bróður sínum
Sigtryggi Kristófer mun aldrei
líða mér úr minni. Kærleikurinn
og umhyggja hans fyrir litlu
systkinum sínum og stoltið sem
skein úr augum og fasi öllu.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með
þér,
– hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur
minn
er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm
hjá undrinu að heyra þennan róm,
hjá undri því, að líta lítinn fót
í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir
menn,
já vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumarnótt.
Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur
skjótt.
(Halldór Kiljan Laxness)
Elsku Emma, Bogi og ástvinir,
megi minning kærleiksríka
drengsins ykkar vera ykkur
styrkur og ljós í sorginni. Minn-
ing hans lifir áfram í hjörtum
okkar allra.
Halla B. Þorkelsson
og fjölskylda.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HÁLFDÁN EINARSSON,
fyrrverandi skipstjóri,
áður til heimilis að Hólsvegi 13,
Bolungarvík,
lést á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík
mánudaginn 11. mars.
Einar Hálfdánsson,
Anna Jóna Hálfdánsdóttir,
Karitas Hafliða,
Sigríður Jónína Hálfdánsdóttir,
Jóhanna Hálfdánsdóttir, Philippe Ricart,
barnabörn og barnabarnabörn.